Vísir - 14.01.1966, Side 15
V1 SIR . Föstudagur 14. janúar 1966.
15
Hvað varð af
-K
Eftir
Louis Bromfield
Önnu Bolton?
slökkviliðsmenn, heimavarnar-
liðsmenn grófu í til þess að leita
að líkum. Og um kvöldið þegar
borgarhlutinn City stóð í björtu
báli sló roða á himin allan og
eldtungurnar sleiktu jaðra skýj-
anna, sem eyðingarsprengjurnar
virtust falla úr til jarðar.
Allt var þetta þrungið ekki að
eins mikilleika hildarleiksins
sjálfs heldur og þolgæðis fólks-
ins, sem bjó við ógnirnar, sem
öllum var ljós, sem til vitnis
voru, og engir aðrir munu
nokkru sinni fá skilið.
Hve ólíkt og fjarri öllu á hinu
fagra sumarkvöldi, er ég gekk
heim úr hófi Önnu.
Það voru fáir í Lundúnum á
þessum tíma, sem ekki höfðu
verk að vinna, og það var ekki
óskað eftir veru þeirra þar, og
fáir, sem ekki urðu að vera,
kusu að halda kyrru fyrir. Ég
á vitanlega við menn af því
sauðahúsi, sem voru gestir í boði
Önnu.
Hinir fátæku í borginni voru
.cyrrir, því að þeir komust ekki
burt, og hinir snauðu eru bundn
ir traustari böndum við þau
greni, sem þeir kalla heimili, en
hinir auðugu við stórhýsi sín.
Lafði Haddonfield og hinn auð
mjúki eiginmaður hennar voru
löngu horfin þangað, sem ekk-
ert bar á þeim. Þau höfðu ávallt
verið vinsamleg um of við Þjóð-
verja, viðkvæðið hjá þeim var
alltaf: Þjóðverjar eru miklu lík-
ari okkur en Frakkar. Þau höfðu
nft haft boð inni fyrir Þjóðverja,
sýnt von Ribbentrop mikla vin-
semd, oft sagt: Það er okkur í
hag að hafa gott samstarf við
Hitler. Þegar þúsundir enskra
borgara höfðu beðið bana í loft-
árásum og fjórðungur Lundúna
var í rústum, áttu þeir ekki upp
á pallborðið hjá neinum í Eng-
landi sem eitt sinn höfðu sagt,
að í rauninni væru Þjóðverjar
vinsamleg þjóð og góðhjörtuð.
Haddonfield House, þar sem
lafði Haddonfield og Anna höfðu
staðið sem drottningar á pallin-
um ofan stigans breiða, var lok-
að. Neglt hafði verið fyrir
glugga, málverk, veggtjöld og
annað verðmætt flutt upp f
sveit. Og það fréttist lítið frá
Haddonfieldhjónunum. Orðróm-
ur komst á kreik um það, að
lafði Haddonfield hefði næstum
gleymt Önnu Bolton. Það skipti
engu um hana lengur, þar sem
hún var farin frá Lundúnum og
lagði henni ekki lengur til 20.000
sterlingspund á ári, sem eftir
voru.
35.
Þeir úr hinni gömlu fylkingu,
er gekk milli samkvæmissal-
anna og skemmtistaðanna, hitt-
ust endrum og eins, eða smá-
hópar úr þeirri fylkingu, til dæm
is hjá Ruby Hillyer. Húsið til-
komumikla í Hill Street var ekki
lengur til og Ruby þraukaði í
litla húsinu í Lord North Street,
þar til það næstum gereyðilagð-
ist nóttina, sem sprengjuárásin
var gerð á neðri málstofuna.
Hinn gamli heimur Önnu Bolton
var í nær algerri upplausn. Sum-
;ir, sem eftir vpru, reyndust
'gagnslausir sem fyrr, voru á-
jfram sömu slæpingjamir, illa
| innrættir og ómerkilegir í fram-
jkomu. Sumir örvæntu, buguð-
j ust, liðu undir lok, fyrirfóm sér,
I en nokkrir uppgötvuðu mitt í
þjáningunum nýtt gildi starfs og
lífs, tóku til starfa, og uppskáru
lífshamingju sér til mikillar
! undrunar.
í dálitlu hádegisverðarboði
hjá Ruby dag nokkum spurði
einhver:
— Hvað varð af Önnu Bolton?
— Ég hef heyrt, að hún hafi
orðið innlyksa í Frakklandi eða
haldið þar kyrru fyrir og sé
nú í París, svaraði einhver.
Enn sagði einn, af nokkurri
illkvittni:
— Mér er sagt, að hún hafi
gerzt samstarfsmaður nazista,
sé oft í Vichy, og enn oftar í
París, og neyti þá miðdegisverð-
ar f Maxim og Ritz með hátt
settum þýzkum liðsforingjum.
Ruby var jafn trygg og holl
henni og ávallt áður:
— Öll sagan er áreiðanlega
ekki sögð með þessu. Ég hef
mfnar fréttir af þessu frá vini í
Genf, fréttamanni, sem var í Par
ís. Hann sagði mér, að hún hefði
fórnað öllu til þess að geta helg-
að sig starfi í þágu flóttafólks.
Og mér er sagt að hún hafi unn-
iö þrekvirki.
En þetta hafði engin áhrif á
einn eða tvo kynvillinga, sem
þarna voru, báðir starfsmenn
upplýsingamálaráðuneytisins.
— Já, ég hef heyrt, sagði ann-
ar þeirra háðslega, að hún hafi
farið með seinustu undirsængina
sína í flóttamannabúðirnar.
En í rauninni vissi enginn
hvað orðið hafði af Önnu og ég
jafnvel minna en aðrir.
Hún hafði blátt áfram horfið
eftir að Þjóðverjar hertóku Par-
ís og er menn í Lundúnum
minntust auðæfa hennar, skart-
gripanna hennar, loðfeldanna og
veizlnanna hennar fékk þetta
allt í endurminningunni nánast
goðsagnablæ frásagnar um þann
heim, sem hvarf eftir „leiftur-
styrjöldina" á Lundúni. Er menn
sátu þarna undir borðum hjá
Ruby og töluðu um Önnu og
þennan horfna heim var það sem
verið væri að tala um eitthvað,
sem gerzt hafði á 18. öld. Allt
of margt hafði gerzt, of margt
ótrúlegt, frá því er Ruby flutti
úr húsinu í Hill Street. Og okk-
ur var Anna gersamlega horfin
— hún var orðin goðsagnarper-
sóna í augum margra.
En þetta er saga Önnu eins
og hún sagði mér hana. Ég fór
frá Lxmdúnum til Kairo og fljótt
þaðan til Singapore og Sidney.
Ég frétti ekkert hana varðandi,
nema stöku sinnum heyrði ég
kastað fram þessari spurningu:
Hvað varð af Önnu Bolton?
•
í Gerbevilliers hafði hún van-
izt ljóta, þægindasnauða hús-
inu, sem veðbókarinn hafði átt.
Hún hélt þar kyrru fyrir, vegna
þess að það hentaði vel sem
dvalarstaður fyrir hana, ungfrú
Godwin og drenginn, og sem
bækistöð fyrir hjálparstarfsemi
hennar. Og þeim fór enda, henni
og ungfrú Godwin, að bykja
vænt um húsið, kunnu ekkert
illa rósótta veggfóðrinu, og
finnst notalegt að vera í litlu
stofunni, þótt húsgögnin væru
óþægileg. Þarna var orðið heim-
ilislegt, með sauma eða hekludót
á borði, barnaföt til þerris á
þvottasnúrunum í garðinum
niðri við ána, og í einhverju
horninu vanalega staflar af
súkkulaði og vindlingaströngum.
Þar sem hamingjukennd ríkir
verður alltaf heimilislegt, eins
og húsið gerbreytist hennar
vegna, og þær voru hamingju-
samar þarna þrátt fyrir óþæg-
indi og ýmsar áhyggjur og alla
örðugleika hinna bágstöddu,
sem þær voru að reyna að
hjálpa. Það var farinn að verða
mikill skortur á matvælum, jafn
vel í smábæ úti á landi eins og
Herbevilliers. Smjör var ófáan-
legt, einnig rjómi, og nýmjólk
af skornum skammti. Þetta
skipti ekki máli hvað Önnu
snerti, því að hún var enn ung
og hraust, og þegar hún neytti
máltíða í Maxim og Ritz voru
þær ríkulegar sem að líkum læt-
ur. Þjóðverjar sáu um það.
Þótt ungfrú Godwin væri ánægð
og hrifin yfir hlutverki sínu
var hún greinilega farin að lýj-
ast, hún var orðin holdgrennri
í andliti og það bar meira á hve
kinnbeinamikil hún var. Fagrar,
fíngerðar hendur hennar, voru
orðnar rauðar, þrútnar, æðaber-
ar.
Vanalega þegar hún kom heim
úr flóttamannabúðunum, var
hún ræðin og kát, en Anna sá
glöggt hver áhrif það hafði á
hana að vinna myrkranna á
milli og fá ónógan svefn, og
hún lét ekki blekkjast af kæti
hennar og skrafi, — hún var
orðin smeyk um, að þrek henn
ar myndi hraðdvína, ef þessu
færi fram, og að hún bugaðist
að lokum. Hún fór að hugleiða
i kyrrþei, að reyna að koma
henni burt úr öllum erfiðleikum
um og ömurleikanum — senda
hana alla leið til Ameríku. Sjálf
hafði hún aldrei þorað að minn
ast á að fara heim áður fyrr,
af ótta við að ungfrú Godwin
mundi ekki vilja fara þangað
með henni. Hve allt var breytt.
Það var engu líkara en ungfrú
Godwin væri komin í stað Mary
Scanlon, hreingerningarkonunn
ar, eins og hún væri orðin móð-
ir hennar. Og Anna vissi ekki
hvernig hún gæti farið að varð-
andi drenginn, ef hún nyti ekki
aðstoðar ungfrú Godwin.
aDpiispp al|emann OQlyjanMP
æHpODDSQIip algemann æDpHMP
aDgiooQaufn algemann æDiæoDDap
aDpoQöaimBi algemann sipmHip 1
aDptmaipp
algemann aDpDDoaip d
VÍSIR
er
eino
síddegisblaðið
kemur
út
alla
virka
daga
allan
ársins
hring
Askriftarsími
1-16-61
Skotvopn eru bönnuð á þessu svæði, Tarz
an, en samt finnum við dýr eins og þessa
antilópu dauð. Peter, varðmenn þínir myndu
sjá alla veiðiflokka sem færu um með
skotvopn.
Já, þeir myndu gera það, oft hafa þeir
gert vopn upptæk. Þá nota veiðiþjófarnir
einhver brögð.
Vegna þess að þetta dýr var skotið með
byssu.