Vísir - 14.01.1966, Side 16

Vísir - 14.01.1966, Side 16
Fðstudagur 14. janúar 1966. SKÁKIN Reykjavíkurmótið hélt áfram í gœr og var þá tefld önnur umferð. Fóru leikar þannig: Wade og Björn Þorsteinsson gerðu jafntefli eftir 28 leiki. Kieninger og O’Kelly gerðu jafn tefli eftir 30 leiki. Friðrik Ólafs son vann Jón Hálfdánarson eft- ir 21 leik. Böök vann Guðmund Sigurjónsson eftir 42 leiki. Jafn tefli varð hjá Guðmundi Pálma syni og Jóni Kristinssyni eftir 27 leiki og einnig varð jafntefli hjá Freysteini og Vasjúkof eftir 29 leiki. í dag eiga keppendur frí. / Garðahreppi hófust framkvæmd- ir við nær 100 íbúðir árið 1965 Nærri 100 nýjar íbúðabygg ingar hófust í Garðahreppi á nýliðnu ári, þar af um 60 íbúðir, sem hreppurinn hafði ráðstafað lóðum undir, en að öðru leyti á Arnarnesi. Þá er gert ráð fyrir þvi, að framkvæmdir við svipað- an fjölda íbúða hefjist á þessu ári. Þegar á s.l. hausti var úthlutað 40 lóðum af hálfu hreppsins til byggingar á þessu ári og mun bætast við þann fjölda áður en langt um líður. Hátt á 2. hundrað um- sóknir um lóðir í hreppnum liggja nú fyrir. Undanfarin ár hefur upp- bygging Garðahrepps verið jöfn og þétt. Mjög skipulega er unnið að þeim málum af hálfu sveitarstjórnarinnar, hvert hverfið af öðru tekið til skipulagningar og úthlutunar og lóðum úthlutað að jafnaði með u. þ. b. hálfs árs fyrir- vara, enda er stefnt að því að undirbúningsframkvæmd- um hreppsins ljúki í hverju til felli áður en íbúðabyggingar hefjast. Óhætt er að fuilyrða, að í Garðahreppi sé unnið að upp byggingarstarfinu til mikillar fyrirmyndar, bæði hvað snert ir skipulagingu verkefna og framkvæmdir af hálfu hrepps ins. Um þessar mundir nálgast fólksfjöldi í hreppnum að ná 2. þúsundinu, en fyrir 4 árum var hann tæplega 1100 manns Fallegar útgáfur LOFTLEIÐA Loftleiðir hafa nú gefið út skinandi fallegan bækling í mörgum litum, þar sem sagt er frá hinu nýja hóteli félagsins, sem opnar þann 1. maí í vor. í hæklingnum eru margar teikn- ingar af hótelinu, eins og það TrÆ SOKJAKIK. ICfc'fSftKO 3P*:« fROtt MAV Ht. mun líta út fullbúið. Er bækl- ingur þessj prentaður vestan hafs, en honum mun verða dreift um allan heim, til ferðaskrif- stofa og flugfélaga. Verð á herbergjum í hinu nýja hóteli Loftleiða verður sem hér segir: Eins manns herbergi kostar á sólarhring frá kr. 344 til 903. Og venjulegt tveggja manna herbergi kostar kr. 602. Öll herbergin eru með baði og eru herbergin alls 108 talsins. I kjallara hótelsins verður glæsileg sundlaug, gufubað- stofur, snyrtistofur o.fl. Þá hefur verið ákveðið nafn gistihússins. Nefnist það Hótel Loftleiðir. Einnig ^hafa Loftleiðir gefið út annan mjög fallegan kynn- Framh. á bls. 6. Flatimar í Garöahreppi þykja til fyrirmyndar um skipulagningu og undirbúning. Lóðum uudir 214 íhúðir var úthlutað íHafnarfirði 1965 Fyrir 4—5 árum var orðin nær alger ördeyða í skipulagningu og út hlutun lóða undlr íbúðarhús í Dauðaslys á Ströndum Forsíða bæklingsins Norður í Strandasýslu fórst maður af voðaskoti snemma í gærmorgun. Þessi maður var bóndinn í Asparvík í Kaldrananeshreppi, Andrés Sigurðsson, maður á fimmtugsaldri og fjöskyldumað- ur. Andrés heitinn var að 'hand- leika byssu og mun hafa verið að búa sig á veiðar, er skot hljóp úr byssunni og varð hon- um að bana. Kona Andrésar hringdi eftir lækni til Hólmavíkur og í för með honum slóst ennfremur fuiltrúi sýslumanns Stranda- manna. Vísir átti í morgun tal við full trúa sýslumanns, en hann kvaðst á þessu stigi ekki geta skýrt nánar frá atvikum. Hann taldi hafa verið nokkrum erfið- leikum bundið að komast norð ur í Asparvík sökum fljúgandi hálku á veginum, en þangað er sem næst lJ/2 stundar akstur frá Hólmavík. Hafnarfirði. Hafði þá skapazt þar 1 svlpað ástand í þeitn málum og nú ríkir í Kópavogi. Nú nokkrum misserum síðar hafa bæjaryfirvöld 1 Hafnarfirði rétt sig úr kútnum og var lóðum undir 214 íbúðir úthlutað á s.l. ári. Sú tala ein segir þó ekki alla sög- una, heldur samanburður á út- hlutun 5 síðustu ára. 1961 var úthlutað lóðum í Hafn- arfirði undir 13 íbúðir, 1962 undir 15 íbúðir, 1963 undir 84 íbúðir, 1964 undir 100 íbúðir og 1965 und- ir 214 ibúðir, eins og fyrr greinir. Til viðbótar má geta þess, að langt er komið undirbúningi að alveg nýju íbúðahverfi i Hafnar- firði, sem gert er ráð fyrir að taka til úthlutunar á árinu. Lausar stöður í samgöngumálum Övenju margar stöður hafa verið auglýstar lausar til umsóknar hjá 5,5 MILLJÓNIR KR0NA FÓRU í ÁFENGI Á ÞORLÁKSMESSU Hver Islendingur eyddi oð meðaltali 4000 krónum i vin og tóbak á árinu, sem jafngildir 20,000 krónum á fimm manna fjölskyldu Áfengis- og tóbaksverzlun rík isins seidi áfengi og tóbak á ár- inu 1965 fyrir um 726 miilj. kr. Árið 1964 seldist áfengi og tó- bak fyrir 548 millj. kr. og nein ur þvf aukningin frá fyrra ári 30% ef ekki eru reiknaðar með verðhækkanir sem urðu á árinu 1965. Tóbak var hækkað sl. haust um 12%. Var áfengi sömuleiðis hækkað á árinu tvisvar sinnum í janúar og í október. Mesti söludagur ársins var Þorláks- messa, en þá var áfengi selt fyrir 5.5 millj. kr. Ef meðalneyzla Islendinga á áfengi og tóbaki er reiknuð eft ir þessum tölum kemur það í ljós, að hver Islendingur hefur neytt áfengis og tóbaks fyrir rúmlega 4000 kr. á sl. ári. Er þá ótalið það áfengi og tóbak sem kemur inn i landið á ann an hátt, með ferðafólki og smygl að. hinu opinbera um þessi áramót. I síðasta Lögbirtingi er skrá yfir allmargar stöður sem Samgöngu- máiaráðuneytið auglýsir og eru þær þessar: Staða deildarstjóra við jarðeðlis- fræðideild Veðurstofu íslands. Staða aðstoðarmanns við Veður- stofuna á Keflavíkurflugvelli. Staða ritara við Veðurstofuna í Reykjavík. Staða aðstoðarmanns í veðurfars deild Veðurstofunnar. Staða tæknifræðings hjá Vega- gerð rfkisins. Staða ritara hjá Skipaskoðun rík isins. Staða skoðunarmanns hjá Ör- yggiseftirliti ríkisins. Staða verkfræðings hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist samgöngumálaráðuneytinu fyrir 31. janúar 1966.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.