Vísir - 18.01.1966, Qupperneq 7
V1SIR . Þriðjudagur 18. janúar 1966.
HLJÓMTÖNN
Dr. Ash tannlæknir og Scott verkfi-æðingur með hljómtönnina, sem þeir framleiddu.
Hljómtönn — því í henni eru
sex útvarpstæki — hefur verið
tekin £ notkun í Bandaríkjunum
við tannsjókdómarannsóknir.
Að utan lítur þessi gervitönn
út eins og venjulegur jaxl en að
innan ber hún vitni um listfengi
nútíma rafeindatækni. í þröngu
holrúmi tannarinnar er komið
fyrir 28 rafeindatækjum og
tveim rafhlöðum.
Sé tönnin sett £ sjúkling, get
ur hann tuggið með henni, en
merkjasendingar frá tönninni
veita nákvæmar upplýsingar um
þrýsting og hvernig á hana reyn
ir. Við þessum upplýsingum
taka siðan og skrá fjarritandi
mælitæki £ rannsóknarstofunni.
Vegna þess að útsendingar-
svið rafeindatannarinnar er tak
markað, verða allar tilraunir
með hana að fara fram f rann
sóknarstofu.
S En nú er £ smfðum magnari
Itil að hafa f vasa, og beri sjúkl
ingur hann á sér, geta merkin
frá tönninni heyrzt i nokkurra
milna fjarlægð. Hugsanlegt er,
að sjúklingur gæti gengið til
verka á venjulegan hátt, meðan
tannlæknirinn hlustar á merkin
frá tönninni i munni sjúklings-
ins.
Dr. M. Ash. prófessor i tann
lækningum, og Ian S. Scott,
verkfræðingur við tannlækninga
deild Michiganháskólans í Ann
Arbor í Michigan, hafa unnið
að þessari afar flóknu tann-
smíði.
Fyrri tilraunir til rannsókna á
áreynslu, sem tönn verður fyrir,
hafa ekki tekizt sökum þess að
mælitæki, sem komið hefur ver
ið fyrir £ munninum, hafa hindr
að, að samanbit tannanna verði
eðlilegt. Jafnvel smásnerting á
andlitið getur verið nægileg til
að breyta samstillingu vöðv-
anna. Eðlilegar tennur hafa varn
arkerfi, sem vinnur gegn tann
skemmdum með því að stilla
hreyfingar kjálkavöðvanna.
Búizt er við, að þessi nýja
rafeindatönn muni auka skilning
manna á vamarkerfi náttúrunn
ar og sambandi þess við starf
vöðvanna.
Einnig er búizt við, að tönn
in muni hjálpa rannsakendum
til að öðlast þekkingu á tann
holdssjúkdómum og grundvall-
arlögmálum tauga og vöðvástarf
semi, sem stjórnar stöðu og
hreyfingum kjálkanna. Ennfrem
ur getur tönnin komið að notum
fyrir tannlækna, þegar þeir
þarfnast nákvæmra upplýsinga
vegna endurnýjunar skemmdra
tanna.
Srníði rafeindatannarinnar og
rannsóknir með henni hafa verið
gerðar á vegum Tannsjúkdóma-
rannsóknarstofnunar Bandaríkj-
anna. ,
Höfðingleg minningargjöf um
Guttorm Pálsson, skógarvörð
TC’yrir skömmu afhentu börn Gutt
orms Pálssonar, fyrrum skógar
varðar á Hallormsstað, fimmtíu
þúsund króna fjárhæð að gjöf til
hinnar nýju skógtilraunastöðvar
Skógræktar ríkisins að Mógilsá.
Gjöfinni skal verja til þess að
koma upp bókasafni við tifrauna
stöðina á Mógilsá, sem tekur til
starfa innan skathms. Vfldu börn
Guttorms minnast föður síns og
starfa hans á þennan smekklega
og gagnlega hátt.
Guttormur Pálsson var skógar-
vörður á Hallormsstað í samfleytt
46 ár. Hann tók við starfi árið 1909
og gegndi þvi til 1955. Guttormur
var borinn og barnfæddur á Hall-
ormsstað. Faðir hans var Páll Vig
fússon, stúdent, ritstjóri og bóndi
á1 Hallormsstað ,en móðir hans var
Elísabet Sigurðardóttir prests Gunn
arssonar á Hallormsstað. Páll and
aðist fyrir aldur fram 1885, þegar
Guttormur var á fyrsta ári. Hann
ólst upp með móður sinni og syst
ur á Hallormsstað, og þegar leitað
var eftir ungum mönnum til skóg
arvarðamáms árið 1905 var Gutt
ormur einn af þeim, sem valinn var
til námsins. Var þetta í sama
Heimdallur —
Framh. af bls. 4:
salarstærð til æfinga og minni-
háttar móta. Borgarstjórn mun
hafa á prjónunum mjög góða
lausn, sem- nú þegar mun að vísu
vera farið að vinna að. Iþrótta-
salir skólanna verða í fullri lög-
legri stærð og þar munu íþrótta-
félögin eiga að fá aðstöðu á
kvöldin og um helgar. Þannig
verða hin brýnu húsnæðisvand-
ræði leyst, fyrir utan það, að
íþróttahöllin verður dýr í rekstri
og því hagkvæmara á allan hátt
að hafa slik minni hús fyrir
minniháttar starfsemi.
- Ég vil aðeins segja að lok-
um, að tilkoma nýju íþróttahall-
arinnar er stórt stökk til fram-
fara íþróttahreyfingunni, og við
vonum að samstarfið við þá að-
ilja aðra, sem að húsinu standa,
verði sem ákjósanlegast.
mund og Hallormsstaðaskógur var
friðaður en Elísabet móðir hans lét
skógmn af hendi til friðunarinnar,
því að hún hafði þá ábúðarrétt á
jörðinni, og mun þá strax hafa ver
ið gert ráð fyrir að, Guttormur
settist þar að sfðár meir.
Þegar Guttormur Pálsson hafði
lokið 3 ára verklegu og bóklegu
skógarvarðamámi eftir dvöl á lýð
háskólanum í Askov, settist hann
að á Hallormsstað og tók þar við
búsforráðum.
Hann kvæntist Sigríði Guttorms
dóttur frá Stöð skömmu eftir heim
komu sína. Þau áttu 4 börn, Berg-
ljótu, kennara í Reykjavík, Pál skóg
arverkstjóra á Hallormsstað, Sigurð
bónda á Hallormsstað og Þórhall
kennara í Reykjavík. Sigríður Gutt
ormsdóttir lézt árið 1930. Síðari
kona Guttorms var Guðrún Páls-
dóttir frá Þykkvabæ í Landbroti.
Þau eignuðust 5 börn, Margrétu
kennara i Reykjavík, Gunnar, jám
smið í Reykjavík, Hjörleif líffr. og
kennara í Neskaupsstað, Loft sagn
fræðing og kennara í Reykjavík og ,
Elisabetu, stúdent í Reykjavík.
Segja má með nokkrum sanni, að
Guttormur hafi verið samgróinn
skóginum á Hallormsstað. Þar hafði
hann lifað bernsku- og æskuár sín, ;
og þegar honum er falin umsjón |
skógarins var hann nýlega friðaður. !
Hann átti því láni að fagna að sjá \
kræklótt kjarr breytast í fallegan \
birkiskóg og stór rjóður, móa og !
mela skrýðast skógi á ný. Jafn- j
framt því uxu upp margar tegundir
erlendra barrtrjáa, er sumar hverj
ar hafa unnið sér þegnrétt i gróður
riki Islands, undir handleiðslu Gutt
orms. Hallormsstaðaskógur ér nú
orðinn einhver dýrmætasti staður
á öllu Islandi.
Allur hugur Guttorms Pálssonar
var bundinn skóginum á Hallorms
stað og skógræktinni i landinu. Af
reynslu sinni sá hann hilla undir
betra og fegurra land í framtíð-
inni, og hafði hann oft orð á því
að honum þætti íslendingar seinir
til skilnings.
Fyrir því var það einstaklega vel
til fundið af börnum hans að minn
ast hans á þennan hátt. Tilrauna
stöðin á Mógilsá á að verða sá hom
steinn, sem skógrækt á íslandi hlýt
ur að byggja á £ framtíðinni. Veltur
því á öllu, að undirstaðan sé traust.
Með sli'kri gjöf og þessari er stefnt
að því að yanda undirstöðuna.
Fyrir hönd Skögræktar ríkisins
vil ég færa börnum Guttorms Páls
sonar hjartanlegar þakkir fyrir
þessa ágætu gjöf og þann góða
hug, sem að baki liggur.
Reykjavík á þrettándanum 1966.
Hákon Bjarnason.
Aukinn —
Framh. af bls 9
bilið milli góðs ökumanns og
tjónavalds með hækkuðum bón-
us til gætinna ökumanna og stig
hækkandi iðgjöldum til tjóna-
valda Var því þegar hinn 1.
maí 1965 þeim tryggingartökum
Ábyrgðar, sem tjónlausir höfðu
verið í fjögur ár, veittur 50%
bónus af ábyrgðartryggartök-
gjaldi bifreiða þeirra og auk
þess 5% viðbótar bónus \ af
kaskótryggingum til allra félags
bundinna bindindismanna. Jáfn
framt hefur öllum tryggingartök
um Ábyrgðar verið send tilkynn
ing þess efnis, að tjónvaldar
megi vænta hækkaðs iðgjalds í
hlutfalli við tjónatiðni þeirra
iiihn 1. maí 1966.
Þá tóku einnig gildi hinn 1.
jánúar s.l. strangari reglur um
nýtryggingar bifreiða sem fela
m.a, í sérhærriiðgjöldtilumsækj
enda, sem yngri eru en 23 ára
og ekki hafa haft ökuréttindi í
tvö ár, eða verið félagsbundnir
bindindismenn í tvö ár. En eins
og kunnugt er tryggir Ábyrgð
aðeins bindindismenn og býður
þess'vegna lægri iðgjöld heldur
en almennt gerist.
Nú eru í athugun frekari breyt
ingar á bónuskerfi félagsins og
munu þær niðurstöður verða
kunngjörðar mjög bráðlega“.
AusubúnaBur á
sér vel viB björgunarstörf
Þyrlur eru fjölvirkustu tæki
þessarar aldar til notkunar við
björgunarstörf einkum á hafi
úti eða illfærum landssvæðum.
.En oft verður þyrla að halda
sér háskalega lágt yfir mann-
eskju eða öðru sem bjarga skal
sérstaklega ef renna þarf niður
streng til að draga einhvern
upp. í slíkum tilfellum verður
venjulega einhver af áhöfn
þyrlunnar að siga i strengnum
og fésta hann við þann eða það
sem bjarga á.
Einnig kemur það til, að þyrl
an verður að vera beint fyrir
ofan það. sem bjarga skal, en
þar sem þyrlustjórinn getur
ekki séð nákvæmlega þann„
sem bjarga á, getur reynzt erf
itt að halda þyrlunni á réttum
stað I loftinu.
Nú hefur verið ráðin bót á
þessum ágöllum með því að
setja framan á þyrluna „bómu“
með áfestri „ausu“ úr neti, sem
ir það, sem bjarga skal, og því
síðan lyft upp úr.
Þar sem björgunarbúnaðurinn
er framan á þyrlunni, getur flug
stjórinn allan tímann séð það,
hægt er að nota við björgunar-
störf á sjó eða vatni.
Þessari „ausu“ sem gerð var
í Bandaríkjunum, er sökkt und
sem verið er að bjarga og á þvi
hægara með að stýra þyrlunni
á réttan stað. Bómunni með
„ausunni" er hægt að sveifla
kemur
afturfyrir að hliðardyrum þyrl
unnar svo að ekki er þörf fyrir
neinn af áhöfninni að fara úr
þyrlunni.
Bóman er gerð úr alumínröri
en „ausan“ úr plasthúðuðu vír-
neti, sem ekki ryðgar af salt-
vatni.
þessi björgunarbúnaður var
búinn til í Houston í Texas £
rannsóknarstöð Geimrannsóknar
ráðs Bandaríkjanna. Upphaflega
var þessi búnaður ætlaður til að
bjarga geimförum, er geimfar
þeirra var lent í sjó, en svo
getur farið, að þessi búnaður
komi að jafnmiklu gagni við
önnur björgunarstörf.
Allur björgunarbúnaðurinn
vegur tæp 80 kg. og tveir menn
geta komið honum fyrir á þyrlu
á 5-10 mínútum. Og jafnauðvelt
er að losa hann af þyrlunni.
Um leið og bómunni er sveiflað
aftur fyrir er búnaðurinn ekki
í vegi fyrir eðlilegri lendingu
þyrlunnar.