Vísir - 18.01.1966, Page 8

Vísir - 18.01.1966, Page 8
I 8 y Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjðrar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halidór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Stórhækkun íbúðalána I húsnæðismálum stendur þjóðin nú á merkum tíma- mótum. Afráðið ,er þegar að reisa 1250 íbúðir fyrir láglaunafólk á vegum ríkisins, höfuðborgarinnar og verklýðshreyfingarinnar, eins og ítarlega hefur verið frá greint hér í blaðinu. Gefst þá í fyrsta sinn hér á landi kostur á að beita nútíma tækni og byggingar- aðferðum til þess að lækka verulega byggingarkostn- aðinn, nota verðlækkunarkosti verksmiðjuframleiðsl- unnar. Ekki veitir af vegna þess að sífellt hefur það orðið dýrara fyrir fólk að koma upp þaki yfir höfuðið á sér og er það því mikilsvert að núverandi ríkis- stjórn hefur riðið hér á vaðið um stórt átak í þessu efni. Frá 1958 hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 99,3% eða að jafnaði um 10,3% á ári. Þessa hækkunarþróun þarf að stöðva og það verður einmitt bezt gert með því að beita fyrrgreindum ráðum og fara nýjar leiðir, eins og með innflutningi tilbúinna húsa. En þótt byggingarkostnaðurinn hafi þannig veru- lega hækkað er það mikil bót í móli hve miklu bet- ur hefur verið séð fyrir fjáröflun til húsnæðismála- lána á síðustu árum en áður fyrr var. Eins og fyrr greinir hækkaði byggingarkostnaðurinn um 99% frá haustinu 1958. Á sama tíma hafa íbúðarlánin hins vegar hækkað um 280%. í augum uppi liggur hve þetta er mikilsverð „þróun og hve mjög þessi mikla raunhækkun héttir undir með þeim sem vinna að því að koma sér upp eigin íbúð, ekki sízt öllum hinum efnaminni sem fyrir lánunum hafa verið látnir sitja. Og á það má líka minna að við síðustu úthlut- un íbúðarlána Húsnæðismálastjórnar var öllum um- sækjendum gerð úrlausn, og er það mikill munur frá því sem áður var í þessum efnum. Götur borgarinnar {Tramsóknarflokkurinn hefur undanfarið reynt að telja Reykvíkingum trú um það að nú séu hlutfalls- lega færri götur malbikaðar í höfuðborginni en var árið 1940. Óheppilegra dæmi gat Tíminn varla valið til þess styrkja málstað minnihlutaflokkanna í borg- arstjórn. Það sést bezt af eftirfarandi tölum, sem glögglega bera það með sér hve hraðar framfarirnar í malbikun gatna borgarinnar hafa verið á undanförn- um árum. Árið 1958 voru götur borgarinnar 159 km. að lengd. Af þeim voru 50 km. malbikaðir. Árið 1962 voru göturnar 166 km. að lengd, þar af 58 km. malbikaðir. Árið 1965 voru götur borgarinnar 169 km., þar af malbikaðir 97 km. Þessar upplýsingar bera það með sér að helmingi fleiri kílómetrar gatna eru nú malbikaðir í höfuðborginni en fyrir átta árum. Og á þessu ári mun 160 millj. kr. varið til gatnafram- kvæmda, eða mun meira en nokkru sinni fyrr. Þaö virðist nú komið í ljós svo skýrt sem verða má, að friðarsókn Johnsons Bandaríkja- forseta hafi enn sem komið er litinn sem engan árangur borið. Um það ber nú seinast vitni, að í Sai'gon var undirrituð yfirlýs- ing þar sem segir að ekki hafi orðið ágengt í sókninni. verði þvf að halda áfram hemaðarað- gerðum, jafnframt verði öllum leiðum haldið opnum til sam- komulagsumleitana um ráð- stefnu um frið. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Fréttaritari brezka útvarpsins staddur l Saigon sím aði þaðan, að á allra vitorði væri, að Ky marskálkur, forsæt isráðherra, vildi loftárásir á Norður-Vietnam á ný og sprengju- og vélbyssuárásir jafn framt á herlið og flutningalestir á leið frá Norður-Vietnam um Ho Chi Minh-stíginn,“ sem ligg ur um hið hlutlausa Laos til Suð ur-Vietnam. Hann skrifaði þó undir yfir- lýsinguna með þeim Dean Rusk utanrikisráðherra Bandaríkj- anna og Averill Harriman sér- legum sendimanni Johnsons for- seta, en engan veginn tregðu- laust. VÍSIR . Þriðjudagur 18. janúar 1966. Blaðið Nashville Tennesseean birtir þessa mynd um hinn tviþætta vanda sem Johnson forseta er á höndum. Undir myndinni stendur: Vandinn mikli — og á myndinni sjálfri: Styrjöldin mikla (á byssuskeftinu) og - á diskinum: Sam- félagið mikla. ENGINN ARANGUR I FRIÐARSÓKN JOHNSON FERÐ SJELEPINS TIL HANOI Menn minnast þess, að fyrir ferð Sjeiepins til Hanoi og með an hann dvaidist þar og nefnd hans, virtist mikil eftirvænting ríkjandi, talað var í fréttum um óvenjulega miklar viðræður stjórnmálamanna í mörgum höf uðborgum, enda „fljúgandi am- bassadorar“ á þönum landa á milli og það virtist — eftir fréttum að dæma — eins og liggja I loftinu, að eitthvað mik ið væri að ske. Og jafnvel á forsfðum blaða var farið að birta fréttir um frið í V.nam og ritstjómargreinar, með og án spurningamerkja. Þá höfðu líka verið á kreiki fréttir þeirra í Peking um þjónkun sovétleið- toga við bandaríska heimsvalda- stefnu. AUKIN HJÁLP Og svo varð útkoman sú, að birt var ein af þessum sameig- inlegu tilkynningum um við- ræður, sem leiddu til aukinnar vináttu skilnings og einingar og ennfremur: Sovétsamveldið og Norður-Vietnam hafa g.ert með sér nýjan sáttmála um fram- halds- og aukna aðstoð Sovét- rikjanna við Norður-Vietnam og aðstoð „til aukinnar efnahags- legrar þróunar til eflingar vöm um N.V. og til þess að stöðva ofbeldi bandarískra heimsveld- issinna.“ Og eftir að þetta var birt hélt Sjelepin heimleiðis um Frú Þórunn Gislason lótin Þann 14. þ.m. lézt frú Þór- unn Gíslason, ekkja Þorsteins Gíslasonar skálds og ritstjóra. Frú Þórunn var 88 ára að aldri er hún féll frá, en síðustu vik- umar hafði hún legið sjúk að Peking og Irkutsk. í tilkynningunni vottar ekki fyrir neinu, sem bendir til að stjóm N.V. hafi nokkra löngun til — eins og sakir standa — að semja um frið við Bandaríkin — hún hefur ekki hvikað um þumlung frá þeim skilyrðum sem hún hefur sett, þeirra á meðal að Bandaríkin verði á brott úr Vietnam með allan sinn herafla og sprengjuárásum á Norður-Vietnam verði algjör- lega hætt, að Genfarsáttmálinn frá 1954 verði virtur og Viet- cong-liðar / viðurkenndir sem samningsaðilar. Þá segir I tilkynningunni, að sovétstrjórnin styðji i hví- vetna réttláta baráttu Vietnam þjóðarinnar gegn árásum og of- beldi bandarlskra heimsvalda- sinna. í tilkynningunni eru Vi- etcong-liðar kallaðir „frelsis- hreyfing Vietnama" og hinir einu löglegu fulltrúar þjóðarinn ar. Ekkert er sagt um í hverju aðstoðin verður fólgin, en menn ætla, að aðallega verði um auknar hergagnasendingar að ræða, m.a. eldflaugar. Minnt er á, að Tubulobko hershöfðingi, einn frægasti eldflaugasérfræð ingur Rússa var með Sjelepin og einn af fæmstu vígbúnaðar- sérfræðingum þeirra, Dmitrij Ustinov. Margt bendir til, að eld- flaugavarnimar til þessa hafi ekki verið eins traustar og bú- heimili sínu að Þingþoltsstræti 17 hér í borg. Frú Þórunn fæddist 26. okt. 1877 í Görðum á Álftanesi. For eldrar hennar voru Ingibjörg Þorvaldsdóttir frá Framnesi f Skagafirði og Páll Halldórsson 'snikkari. Ung giftist Þórunn Þorsteini Gíslasyni ritstjóra og varð þeim sex bama auðið. Einn sonur þeirra, Ingi, er lát inn, en önnur böm þeirra eru Vilhjálmur, Nanna, Baldur, Freyr og Gylfi. Útför frú Þór- unnar verður tilkynnt síðar. izt hafði verið við. í fréttum frá Moskvu til norskra blaða segir, að eng- inn vafi sé, að árangurinn af viðræðunum hafi verið góður að áliti sovézkra stjómmála- manna, þrátt fyrir það að ó- breytt virðist afstaða N.V. til ágreiningsins milli leiðtoga í Moskvu og Peking um hugsjón ir og stefnu. Ávinningur er það talinn, að stjómin í Hanoi hefur lofað að senda sendinefnd á 23. fulltrúafund Kommúnista- flokks Sovétrikjanna sem hefst 23. marz. Þegar Sjelepin kom við í Pek ing á leið til Hanoi og á heim- leið til Moskvu, ræddi hann ekki við neina leiðtoga, nema einn varaforsætisráðherra Li Hsien-niens. Þeir drukku kampavín í stöðinni — og ræddu saman — um daginn og veginn. — a Frú Ingibjörg Guðmunds- dóttir látin Aðfaranótt laugardags lézt frú Ingibjörg Guðmundsdóttir eMíja Péturs Magnússonar ráð herra. Lézt hún í Borgarsjúkra húsinu, og var banamein henn- ar hjartabilun. Frú Ingibjörg var fædd 6. júní 1895 á ísafirði og vom for eldrar hennar Helga Bjamadótt ir og Guðmundur Viborg Jóna- tansson gullsmiður. Til Reykja víkur flutti Ingibjörg með föður sínum um aldamótin og átti heima hér í borg alla tíð síðan. Árið 1916 giftist hún Pétri Magn ússyni síðar ráðherra, en hann var þá ungur lögmaður hér í Reykjavfk. Lengst af bjuggu þau frú Ingibjörg og Pétur Magn ússon að Hólavelli við Suður- götu og ólu þar upp böm sín átta, sem öll em á lífi. >

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.