Vísir - 18.01.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 18.01.1966, Blaðsíða 9
V1S IR . \ 9 Á að lengja kjörtíma- bil sveitarstjórna? Með síaukinni þekkingu og hraðvaxandi tæknilegum fram- förum í kjölfaf sóknarinnar til betri lífskjara, verða verkefni sveitarstjóma sem landsstjórn- ar stöðugt viðameiri. Sveitar- stjórnir sem áður sinntu fram- færslu og fjallskilum eru nú í rauninni orðnar stjórnir stærstu fyrirtækjanna á hverjum stað og í stóru kaupstöðunum eru öll hin sameiginlegu rekst- urs- og framkvæmdamál risa- fyrirtæki á okkar vísu, þegar saman eru tekin. Obbann af sveitarfélögunum verður þvx að reka að öðrum megin þræði af sérstökum starfsmönnum, sem sinna mál- efnum þeirra að aðalstarfi. Við stjórn sveitarfélaganna þarf nú að beita skipulegum, tæknileg- um vinnubrögðum, sem krefjast rækilegs undirbúnings og á- ætlanagerða. Þetta er nú orðið almennt viðurkennd nauðsyn. Skammt er að minnast orða Magnúsar Jónssonar fjármála- ráðherra, þar sem hann benti á að sveitarfélög vrðu að gera sínar framkvæmdaáætlanir hlið stæðar framkvæmdaáætlun rík- isins, til þess að ná mætti við- unandi tökum á sameiginlegum verkefnum. Einmitt með hliðsjón af ger- breyttum viðhorfum sveitar- stjórna til verkefna sveitarfélag anna vaknar spumingin um það hvort nægileg festa náist í úr- lausn verkefna og hvort ráðandi öfl innan sveitarsjóma fái nægi- legan tíma, til þess að fram- kvæma áform sín, eins og nú er háttað um starfstímabil þeirra. Væri 6 ára kjörtímabi! notadrýgra miðað við nútíma-, aðstæður og verkefni sveitar- stjóma? Þetta er málefni, sem þarfn- ast gaumgæfilegrar athugunar og yfirvegunar Alþingis f sam- ráði við sveitarstjórnarmenn. Verða kommar Fyriihuguð staðsetning alúmínverksmiðjunnar er sýnd á myndinni. svokallaðra „ístöðulítilla vinstri manna“ um þessar mundir. Það virðist ganga veikustu vonum ver að spyrða þessa hópa í eitt og sama knippið, Alþýðubanda- lag eða eitthvað annað. Hvað eftir annað hefur endan legum bræðingi verið frestað, beint og óbeint. En allir sjá í hendi sér, að ef aðilar að þess- ari langdregnu glímu ætla að eiga hlut að framboðum til sveitarstjór,- x í vor, er skamm- ur tími til stefnu, að koma ein- hvers staðar upp á yfirborðið. Nokkra sérstöðu meðal þess- fyrir skálkaskjól. Að visu sáu margir í gegn um vefinn um síðustu sveitarstjórnarkosningar og Félag óháðra kjósenda tap- aði bæði fylgi og fulltrúum f bæjarstjóm Kópavogs. Ef til vili hefur hó komið til tals innan kommasamtakanna að taka sér að fvrirmynd aðferð Kópavogskomma. Svo virðist af jólaglaðningi í málgagni Félags óháðra kjósenda í Kópavogi, að eitthvert brambolt stefni 1 þá átt. En í leiðara þessa blaðs segir svo: „... Hins vegar er vaxandi Hvaðan kommum í Kópa- vogi kemur þessi vizka, er ekki ljóst að öðm leyti en því, að hún er borin fram í senn af rit- stjóra Þjóðviljalesbókarinnar og miðstjómarmanni í Sósíalista- flokknum. Alúmín I Straumsvík Það var vissulega óvenju hreint sópað frá dyrum Fram- HERBERT GUÐMUNDSSON Æ 06 60 “ í vor? Fæðingarhríðir, meltingar- truflanir — dauðastríð. Það eru einkennin á samtökum og á- formum komma, sósíalista og ara margvíslegu hópa hafa kommar í Kópavogi. Þeir yfir- tóku stjórn í Félagi óháðra kjósenda þar syðra fyrir nokkr- um árum, svældu þáverandi foringja samtakanna frá áhrif- um og hafa síðan notað félagið skilningur á því um allt land að skynsamlegast sé að halda málefnum sveitarfélaganna fyr- ir utan stjórnmálabaráttuna og munu ópólitísk framboð verða fleiri f næstu sveitarstjórnar- kosningum en áður hefur verið". sóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi, þegar þeir sendu frá sér jólaboðskapinn um alúmfn- verksmiðju í Straumsvík. Æski- legt væri, að þingmenn ræddu um það við kjósendur og kynntust skoðunum þeirra á fundum f kjördæmunum, en tækju síðan afstöðu eftir þær viðræður að loknu þinghléi. Sjaldan eða aldrei hafa þeir tal- að af jafn þrunginni alvöru, enda um að ræða stóriðju í þeirra eigin kjördæmi. En lán þeirra reið ekki við einteyming. Formaður Fram- sóknarflokksins hefur sennilega ekki verið búinn að kynna sér það álit Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi að afstöðu til alúmínverksmiðju ætti að taka í alvöru, þegar hann steig í pontu skömmu fvrir þinghlé og tók umsvifalaust af skarið fyrir flokksins hönd og þá um leið Framsóknarmanna f Reykja neskjördæmi. Svo brotna kross- tré sem önnur tré. Nú er það spurningin hvort þeir sömu Framsóknarmenn, sem stungu upp á því í desem- ber að þingmenn ræddu alúm- ínmálið við kjósendur í kjör- dæmunum, láta sitja við orðin tóm í janúar og láta kúga sig og eina þingmann sinn til þess að standa við ótímabæra á- kvörðun og óyfirvegaða að þeirra sjálfra dómi um málefni sem snertir mest þeirra eigin kjördæmi. — herb FÆRRI SKIP - HÆRRl RllMLESTA TALA Skrá yfir íslenzk skip 1.1.1966 komin út Skipaskoðunarstjóri, Hjálmar R. Bárðarson, hélt fund með frétta mönnum í gær til þess að kynna þeim nýju skipaskrána, Skrá yfir íslenzk skip 1966“, en slík skrá e: árlega birt, og kemur eftir áramót hver. Skráin er unn in af Skipaskoðun ríkisins (Skipaskráningarstofunni) og gerð með aðstoð Skýrsluvéla rík isins og Reykjavíkurborgar. — Pientun hjá Litbrá h.f. Með þessari skrá er tekið upp nýtt fyrirkomulag, allt sett inn á kort og auðvelt að taka saman á margfalt styttri tíma en áður, allar þær upplýsingar, sem afla þarf og láta f té. Efni skrárinn- ar er sem hér segir: Skipaskoð- 'in ríkisins, skoðunarmenn, Skýr ingar, Skýringar á ensku, Skrá yfir íslenzk skip, Kallmerki, Um dæmisnúmer, Skipaskrárnúmer, Sérleyfi á skipsnöfnum, Skip strikuð út frá 1. jan. 1965 til 1. jan. 1966, Skip í smíðum, Yf- irlit um íslenzk skip, Skipsskjöl. SKÝRINGAR. DÁLKAR í SKIPASKRÁNNI. 1. Skipaskrárnúmer: Fylgir alltaf hverju skipi, þótt skipt sé um nafn, heimahöfn og eig- endur, 2. Nafn, umdæmisnúmer, kallmerki. Finna má fyrra heiti skipa í eldri skipaskrám með því að fletta upp á skipaskrár- númeri þess þar, 3. Gerð skipa (gert grein fyrir skammstöfun- um. 4. Efn' bolsins, smíðastað- ur, smíðaár (uppl. um hvemig efni bolsins er greint), 5. Rúm- lestir samkvæmt alþjóðamæl- ingu, 6. Aðalmál eru skráning- armál skipsins í metrum, 7. Teg- und vélar, hestöfl, smíðaár, 8. Flokkun. I dálkinum er getið um samkvæmt hvaða reglum skipið er smíðað, 9. Radiobún- aður, 10. Eigandi. Skipaskoðunarstjóri gat m. a. unx, að í þessari skrá eru fleiri atriði en í eldri skrám, gerðir skipa flokkaðar niður meira en áður, radíobúnaður greindur meira en áður. Ennfremur: öll skip eru sett á eina skrá. Þá er það nýjung varðandi skipaskrár- númer. að þau verða látin fylgja , sc.ma skipi þótt eigendaskipti verði: f skránni um skip strik- luð út af skipaskrá frá 1. jan 1965 er getið af hvaða orsökum jskip eru strikuð út, en orsakir ! eru ýmsar: Talið ónýtt oft vegna fúa Aðrar orsakir, brann og MtiMwwawiwwK*-* «aasSKWi sökk, ásigling, seld til útlanda, strönd, rak á landi o. fl. Meðal skipa f smíðum erlend- is er vöruflutningaskip fyrir Sementsverksmiðjuna og olíu- flutningabátur. Skipaskoðuriar- stjóri kvað athyglisvert og á- nægjulegt, að skipasmíðar inn- anlands væru mjög að aukast og stærri skip í smíðum en áð- ur. Skipastóllinn er nú 910 skip samtals 158.053 rúmlestir brúttö en 1/1 1965 918 skip 147.893 lestir brúttó. Fækkun 8 skip en rúmlestaaukning 10.160, enda þróunin í áttina til stærri fiski- skipa. Aukinn iðgjalda- afsiáttur Ábyrgðar Blaðið hefur fengið yfirlýs- ingu frá tryggingafélaginu Ábyrgð h.f. um iðgjaldaafslætti þá, sem nú eru efst á baugi. Seg ir þar frá ýtarlegri rannsókn á tryggingastofni Ábyrgðar og tjónum snemma árs 1965, sem sænskui tryggingafræðingur vann úr margar fróðlegar og gagnlegar skýrslur. Síðan segir ’ yfirlýsingunni: „Af niðurstöðum skýrslna ara má ráða, að lítill hluti trygg ingartaka hefur valdið lang- mestum hluta tjónsins með endur t .num umferðarbrotum og að ungir ökumenn eiga þar einkum aðild að. Að fengnum þessum niður- stöðum var ákveðið að taka upp þá stefnu, að breikka til muna Framh á bls. 7. ^eemmmr—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.