Vísir - 22.02.1966, Blaðsíða 2
Allir fylgdust með ba^a hennar
JJún var vinsælasta sjónvarps
A stjama Bandaríkjanna. Þrjú
kvöld í viku sátu milljónir
Bandarikjamanna heima fyrir
framan sjónvarpið og horfðu á
hana f eftirlætisdagskrárefninu
„Peyton Place.“ — Dorothy Mal
one ijóshærð, bláeygð, ljómandi
falleg og full iífsgleði.
Um kvöldið þann 24. septemb
er sat fólk eins og vanalega fyr
ir framan sjónvarpið og beið eft
ir „Peyton Place“ Allt í einu
var útsendingunni hætt. Þulur-
inn las upp tilkynningu: Ung-
frú Dorothy Malone er mjög
veik. Á þessu augnabliki er ver
ið að skera hana upp í Sedrus-
viðum Líbanon — frægasta
sjúkrahúsi Beverly Hills kvik-
myndastjömuhverfinu í Holly-
wood. Hún hefur misst mikið
blóð og blóðbirgðir sjúkrahúss-
ins nægja ekki. Nú biðja lækn
amir alla á Los Angeles-svæð-
inn að gefa blóð undir ems —
blóð f blóðflokki B jákvæðum.
Þetta var neyðarkall. Aðeins
þegar um forseta er að ræða
er sjónvarpið vant að senda
út neyðarkall til allra rfkjanna,
en Malone var dýrkuð af millj
ónum sjónvarpsáhorfenda og
hún lá fyrir dauðanum.
Allri bandarfsku þjóðinni brá
við. Þeir, sem ekki áttu sjón-
varp gátu heyrt það í útvarp-
inu. Innan nokkurra mfnútna
höfðu meir en 100 manns gefið
sig fram við sjúkrahúsið.
Þúsundir streymdu að, til
þess að vaka um nóttina fyrir
utan sjúkrahúsið. Símasamband
ið roftiaði, samtöl komu frá
öllu landinu.
Á meðan lá Dorothy f skurð-
arherberginu meðvitundarlaus.
Átta skurðlæknar og átta aðrir
læknar áttu í höggi við tímann
um líf hennar. Daginn áður
hafði hún allt í einu dottið nið-
ur þegar hún var við sjón-
varpsupptöku. Frá þvf var hún
Um daginn og veginn
R“
* íkisútvarpið er merkileg
stofnun fyrir margra hluta
sakir. Þó að starf þess sé að
miklu leyti í lausu lofti, stendur
það undir fleiru en flestar aðrar
stofnanir f landi voru. Það stend
ur t.d. að verulegu leyti undir
menningunni--------hvað þyrfti
raunar ekki að sanna annað en
það, að hún væri í enn lausara
lofti — og auk þess undir nokkr
um vafasamari afleggjurum
hennar, svo sem sinfóníuhljóm-
sveitinni og tilvonandi sjónvarpi
.. loks stendur það og undir
sjálfu sér, hvað er meira en yf-
irleitt verður sagt, ekki einung-
is um ríkisstofnanir heldur og
bókstaflega allt, sem heiti hefur
á voru landi... Það væri þvf
kannski ekki svo illa til fundið
að fá útvarpsstjóra til að
taka að sér landbúnaðinn og
sjávarútveginn, þegar hann fer
úr embætti fyrir aldurs sakir.
En þetta átti ekki að vera
neitt spjall um útvarpsstjóra sér
staklega — heldur um mannlegt
eðli, ef þannig mætti að orði
komast, eða öllu heldur þann
þátt mannlegs eðlis, sem yfir-
leitt segir alltaf til sfn hjá skjól
stæðingum, og móta sér f Iagi
afstöðu þeirra, sem eldri eru í
skjólinu, til hinna, sem þangað
eru nýkomnir. . að vfsu verð-
ur ekki með sanni sagt að það
séu göfugustu eðlisþættir
mannsins, en hvað um það, þeir
geta engu að sfður komið
skemmtilega fyrir á stundum.
þó að það megi heita undan-
tekning. Sú undantekning átti
sér einmitt stað fyrir nokkrum
dögum, þegar yngri skjólstæð-
ingurinn vildi gera sig hús-
bóndalegan við þann eldri, sjálf
ur enn ekki kominn úr burðar-
liðnum — sýndi meira að segja
viðleitni til að afmynda hann
og kom fyrir ekki þó að sá
eldri segist ekki mega vera að
þessu hann væri önnum kafinn
við þá nfundu, fór svo að sá
eldri hrakti hinn á brott f bili
og hrósaði einum af þessum al-
kunnu pyrrusarsigrum, tók sfð
an aftur til við þá nfundu og
hafði óðurinn til gleðinnar al-
drei hljómað af viðlfka krafti
... Annars segja sumir sem til
þekkja að ekki mun; sinfónfu-
hljómsveit hafa óttazt neitt að
koma fram á sjónvarpsskermi
ófæddra glápara .. . heldur hafi
hún í rauninni óttazt að fleira
kæmi fram á mjmdfletinum en
það, sem annars er sjáanlegt
berum augum — eins og Guð-
mundur Jónsson t.d. er yfirleitt
— að ef til vill yrði þetta eins
konar andamynd, sjálfur meist-
arinn Beethoven, faðir þeirrar
níundu kæmi e.t.v. lfka fram,
ekki sérlega svipljúfur vegna
meðferðarinnar, sem þetta af-
kvæmi hans hlyti hjá sveitinni..
HilLBRIGÐIR FÆTUR
eru undirstaða vellfðunai Láttð pýzku BIRK-
ENSTOCKS skóinnleggtr lækna tætui yðai
Móttökutlmi föstudaga og laugardaga kl. 2—7
e. h. — Aðra daga eftii umtall Slml 20158
SKG-INNLEGGSSTOFAN KaplaskjðU 5
meðvitundarlaus. Hún hafði
blóðtappa í lungunum.
í rúma tfu tíma barðist Dor-
othy fjirir iífi sfnu á skurðar-
borðmu. Fjórum sinnum stanz
aði hjartað. Fjórum sinnum
björguðu læknamir lffi hennar.
Klukkan 5.15 um morguninn
var uppskurðinum lokið en ekki
var hætt á það að gefa fólks-
mergðinni fyrir utan nokkra von
Læknir vakti við rúm Dorothy
allan morguninn og fyrri hluta
dagsins. Siðdegis, fimm tímum
eftir uppskurðinn opnaði hún
augun hló lágt og hvíslaði að
lækninum: „Hailó sólargeisli".
Blöð Bandaríkjanna dreifðu
fréttinni. Sfmskeyti, blóm, bréf
og gjafir strejmidu að. Tvö her
bergi varð að taka frá aðeins
undir póstinn, blómin voru gef-
in á annað sjúkrahús. Einkarit-
arar Dorothy urðu að koma tii
liðs til j>ess að svara símanum.
Á tveim dögum var tekið á
móti yfir tvö þúsund samtölum
frá aðdáendum og 900 frá vin-
um. Joan Crawford hringdi dag
lega frá New York, Charies
Boyer, Rock Hudson, Rita Hay-
worth, Debbie Reynolds voru
á meðal þeirra mörgu sem stóðu
f biðröð heimsækjendanna. Liz
Taylor og Richard Burton gáfu
kampavfn f kæli, sem var
skreyttur með 50 orkideum.
Frank Sinatra hringdj og bauð
Dorthy búgarð sinn f Palm
Spring til þes að ná sér aftur f.
Hinn 4. október gat Dorothy
Malone farið fram úr í fyrsta
sinn. Núna er hún aftur heima
hjá dætrunum sfnum tveim og
milljónir Bandaríkjamanna von
ast nú eftir að fá að sjá sjón
varpsstjörnuna sfna aftur.
Sjónvarpsstjarnan varð alvarlega
veik i miðjum þætfi. Öll banda-
riska bjóðin fylgdist með veikind-
um hennar með kviða
Dorothy með dætrunum tveim eftir uppskurðinn. Hún Ijóm
ar af hamingju með þeim Díönu fimm ára og Mimi þriggja ára.
Kári skrifar:
J dag vill Kári beina nokkr-
um aðvörunarorðum til al-
mennings f Reykjavík — og ef
til vill vfðar á landinu.
Þessi aðvörunarorð hafið þið
vafalaust heyrt áður, e.t.v. oft,
en þau eru samt sem áður f fullu
gildi. En þau eru töluð, eða
öllu heldur skrifuð vegna van-
rækslu fólks að læsa útidyrum.
hjá sér. Fólkið hugsar sem
svo: Ekki get ég farið óboðinn
inn f annars manns íbúð eða
forstofu og hvl skyldu þá aðrir
gera það? Auk þess eru íslend-
ingar heiðarlegir og stela ekki.
Það er nú svo. Oft-hefur ver
ið skrifað um það f erlend blöð
og rit að Islendingar séu
svo heiðarlegir að óhætt sé að
skilja eftir heila milljón króna
á almannafæri. Þeim yrði ekki
hreyft.
Staðreyndimar sýna annað,
þvf miður og jafnframt að ís-
lendingurinn er — miðað við
fólksfjölda — ekki heiðarlegri
en hver önnur þjóð. I hverju
þjóðfélagi hvar sem er f ver-
öldinni, er til strangheiðarlegt
fólk, en lfka talsvert af þjófum.
Við erum þar engin undantekn-
ing. Og einmitt þess vegna er
ástæða til að aðvara ykkur, borg
arar góðir.
Þjófar eru öðru vfsi gerðir
en þið, þeir eru bíræfnir og láta
sér ekki allt fyrir brjósti brenna
Ef komið er að þeim, eru þeir
snarráðir, gera sér upp erindi
setja upp sakleysissvip eða þá
að þeir taka til fótanna ef þeir
sjá sitt óvænna.
Nú hefur það þráfaldlega kom
ið fyrir að menn, einkum ungl-
ingar, leggja leið sína inn f ó-
læst hús stela fatnaði, kven-
veskjum bar sem peninga er von
eða úr vösum vfirhafna. Lög-
reglunni er stöðugt að berast
kærur út af slfkum málum oe
stundum upplýsast þau, en
stundum ekki. En bezt af .öllu
er að fyrirbyggja þau með því
að taka upp bá reglu að hafa
hús sín ævinlega læst, hvort
sem fólk er heima eða að heim
an.
Stuttar dagleiðir
fyrir póst.
Þá hefur Kári verið beðinn að
koma á framfæri fyrirspum til
póstmálastjómarinnar út af skip
an póstmála f Kópavogskaup-
stað og iafnvel víðar f nágrenni
Revkiavíkur.
Fyrirspyrjandinn fullyrðir það
við Kára að veniuleg sendibréf
séu allt að 6 sólarhringa að
komast þessa 5 km. löngu leið
milli Reykjavfkur og Kópavogs.
Það þykir nú til dags furðu
stuttar dagleiðir fyrir póst á
ekki torsóttari leið. Sá ágæti
maður segist ekkert botna (
seinaganginum á póstútburði i
Kópavogi og að jafn undrandi
séu aðrir fbúar kaupstaðarins
Hann segir, að það sé gersam
lega þýðingarlaust að ætla sér
að koma fundarboðum eða árfð
andi tilkynningum póstleiðis til
Kóoavnsrs nema þær séu sendar
viku eða hálfan mánuð áður af
stað. Þetta hafi oft og einatt
komið sér ákaflega illa, jafnt
fyrir sendendur sem viðtakend
ur.
Fyrirspyrjandinn kvaðst hafa
heyrt að ástandið í póstmálun-
um sé í öðrum nágrannabyggð
um Reykjavfkur eitthvað á-
þekkt þvf sem það er f Kópa-
vogi. En hvort sem það sé rétt
eða ekki, sé ástandið f Kópa-
vogi svo slæmt að furðu gegn-
ir — það sé staðreynd. Og að
lokum biður maðurinn Kára að
koma þeirri fyrirspum á fram-
færi hvort ekki megi vænta lag
færinga á þessu á næstunni og
af hverju þessi seinagangur
stafi.