Vísir - 22.02.1966, Qupperneq 6
6
V1S I R . Þriðjudagur 22. febrúar 1966
Söluskattur —
Framh ai Dls Ib
erfiðleika einstakra þjóða, held-
ur einnig bæta skilyrði til upp-
byggingar Má telja Island í hópi
þeirra landa. Stefna Bandarikj-
anna er í nánustu samræmi við
þetta sjónarmið, en annars eru
skoðanir peningaveldanna í
þessu efni mismunandi og leiddu
til þess að tíu hinar rikustu
þjóða mynduðu samstarfsnefnd
til að reyna að leysa vandann
og leggja grundvöll að reglum er
samræmt gætu hin mismunandi
sjónarmið. Svíar eru einir Norð
urlandaþjóða £ þessum ríku
þjóða klúbbi. Voru af þeirra
hálfu á ráðherrafundinum gefn-
arar mjög greinargóðar uppl.
um hin ýmsu sjónarmið og
gang viðræðna hinna tíu. Er
Ijóst að enn á langt í land að
samræma sjónarmiðin en talið
var æskilegt að Svíar leituðust
við að túlka eftir megni sjónar
mið og hagsmuni hinna norrænu
þjóða í umræðunum. Af okkar
hálfu var tekið fram, að við teld
um greiðslujöfnunarvandamálið
þurfa að leysast í sem nánustum
tengslum við alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn og taka þyrfti sérstakt
tillit til hagsmuna hinna minni
þjóða.
Síðari fundardaginn var rætt
um fjárlaga og fjárfestingaráætl
anir til langs tíma. Var þar fyrst
og fremst um það að ræða að
skiptast á upplýsingum um
hversu slík áætlanagerð hefði
þróazt í hverju landi og hver
reynslan hefði orðið. Er ljóst
að við íslendingar erum þar ekki
skemur á leið komnir en hinar
þjóðimar að þó Norðmönnum
undanskildum, er reynt hafa að
leggja grundvöll að heildarút-
gjaldaáætlun ríkisins til nokk
urra ára. Árangur þeirrar áætl
unargerðar er þó talinn vafasam
ur og hefur norska ríkisstjómin
ekki enn að minnsta kosti talið
sér fært að gefa út slfka lang
tfmaáætlun 'ríkisútgjalda. Má
loks geta þess að þótt allir ráð
herranna væru samm. um nauð-
syn frairtkvæmdaáætlana og
jafnvel áætlana á breiðari grund
velli til nokkurra ára, komu og
fram ábendingar um hættur, er
slík áætlunargerð hefði í för
með sér, ekki hvað sízt að þvf
leyti að auka kröfur um enn
meiri framkvæmdir.
Þriðja aðalmál fundarins voru
skattamálin og hugsanlegar leið
ir til meiri samræmingar skatt-
kerfis Norðurlandaþjóðanna. í
reynd snerust umræður ein-
göngu um söluskattskerfið og
hvort rétt væri að láta svokall
aðan verðaukaskatt koma í stað
þess. Það mál er nú á ákvörðun
arstigi í Danmörku, og höfðu
því Danir mikinn áhuga á að
heyra viðhorf okkar hinna, eink
um Svfa. sem hafa haft málið í
athugun í nokkur ár. Kom í ljós,
að niðurstöður af athugunum
Svía eru fremur neikvæðar mið
að við aðstæður þar í landi, en
meðal hinna þjóðanna hafði
verðaukask. aðeins fengið lausl.
athugun. í umræðum um skatt
kerfi Norðurlandaþjóðanna al-
mennt kom f ljós að söluskattur
hjá okkur er lægri en f hinum
löndunum og beinir skattar til
ríkisins mun lægri. Hins vegar
munar verulega á hina hliðina
varðandi tollana. Skýrði ég hin
sérstæðu vandamál okkar - á
þessu sviði.
Jökulfell —
Framh. ai bls. 1
hægt að sigla skipinu til Reykja-
víkur f kvöld.
— Tjónið sem þarna hefur orðið
er mikið, farmurinn, sem eyðilagð
ist var að verðmæti 3—4 milljónir
króna. Einangrunin í forlest-
skipsins er gjörónýt og verður við
gerð framkvæmd erlendis — lík-
Iega í Hollandi eða Þýzkalahdi. Að
svo stöddu er ekki hægt að segja
hve miklu tjónið á skipinu sjálfu
nemur.
— Það má gera ráð fyrir að
viðgerðin taki um tvo mánuði,
sagði Hjörtur að lokum.
Sjónvorp —
Framh. af Dis 16
hætt í Keflavík Munu ástæðurn
ar til þessa einkum vera við-
skiptalegs eðlis, þar sem efni til
herstöðvasjónvarps er látið í té
ókeypis, og svo það að yfirleitt
þykir betra að selja þjóðarsjón-
varpsstöðvum efni en öðrum.
Hinn vinsæli þáttur Hrói Hött-
ur er gerður af brezk-bandarísku
fyrirtæki og hefur brezki aðilinn
óskað eftir að íslenzka sjónvarp
ið keypti þáttinn, en þessi þátt
er sem kunnugt er mjög vinsæll
í Keflavíkursjónvarpinu.
Ákvarðanir um efniskaup og
hvort fyrrgreindum tilboðum
verður tekið hafa enn ekki verið
FRANKFURT/MAIN
Alþjóðleg vörusýning verður haldin í Frank-
furt dagana 27. febrúar til 3. marz. Helztu
vöruflokkar: vefnaðarvara og fatnaður alls
konar. Gjafavörur, skrautvörur og listmunir
til híbýlaskreytinga, ritföng og pappírsvörur,
snyrtivörur, hljóðfæri, leir-, málm-, kristals
og glervörur, tágavörur, leikföng og jóla-
skraut. Einnig verður alþjóðleg leðurvörusýn-
ing á sama tíma í Offenbach. Allar nánari
upplýsingar um kaupstefnuna veitir umboðs-
hafi:
FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS,
Lækjargötu 3 Sími 11540.
KOIMISIUIM
GEIMSIIMS
í þýSingu Gíslo Halldórssonar, verkfrœSings,
og Boldurs Jónssonar, mogisters, er þriSia bók-
in í ALFRÆÐASAFNI AB
KÖNNUN GEIMSINS er fímaboer bók ó dögum
ótrúlega örar framþróunar á geimsiglingaöld.
Bókin segir fró viSleitni mannsins til aS yfir-
vinna þyngdarafliS og lyfta sér til flugs úf
fyrir gufuhvolf jarSar til framandi hnatfa. Bók-
in rifjar upp droumóra fortíSarinnar um geim-
ferSir, sem nú eru sem óSast aS verSa aS
veruleika, og rekur ýtarlega hina öru þróun ó
undanförnum órum.
KÖNNUN GEIMSINS rekur sögu eldflauganna
i 700 ór og segir t. d. ýtarfega fró V-2 flug-
skeytinu. Greint er fró kapphlaupinu um aS
koma fyrstu gervihnöttunum ó loft og nytsemi
þeirrar m. a. til sjónvarpssendinga og veSur-
athugana, og þeirri spurningu er svaraS, hvaS
œtlunin sé aS aShpfast, þegar maSurinn kemst
til tunglsins.
ALMENNA BOKAFÉLAGIÐ
ALFRÆÐASAFN AB f MÁLI OG MYNDUM
FRUMAIM
MANNSLIKAA/IINN
KÖIMIMUN GEIMSIIM8
MAIMIMSHUGURIIMN
VISINDAMAOURINN
hreybti OG sjúkdúmar
STÆRÐFRÆOIN
ALFRÆÐASAFN AB flytur yður mikinn fróðleik
í móli og myndum og er ómissandí fyrir hvert heimiti. v
ÞaS kynnir yður þýðingarmikil sviS vísinda og
tœkni og gerir þessi þekkingarsviS auðskiljanleg
hverjum mannr. Hver bók er 200 bls. aS stœrð
meS HO myndasíðum, þar af um 70 í litum.
Hverri bók fylgir atriðisorðaskró.
AB
teknar. Er verið að skoða sýnis-
honum af ýmiss konar efni um
þessar mundir en áður en langt
um líður verður farið að taka
fullnaðarákvarðanir um kaup á
erlendu efni.
iúmiðcir|)Bng —
til landsins 794 dráttarvélar,
sem er það langmesta sem
keypt hefur verið á einu ári.
í kjölfar ræktunar og vél-
væðingar hefur framleiðslan
aukizt. Innvegin mjólk á verð-
lagsárinu varð 102 þús. kg. en
það er 5,4% meira en árið áður
og enn er gert ráð fyrir 5%
aukningu á þessu ári. Af því
magni ættu að seljast um 52
millj. lítrar sem nýmjólk og
rjómi, en 31 milljón lítrar fara
I smjör og osta sem seljast inn-
anlands. Þannig ættu að notast
83 millj. lítra mjólkur fyrir
innanlandsmarkað. Afgangurinn
um 24 millj. lítra verður að fara
á markað erlendis. Það er of'
mikill hiuti af heildarframleiðsi I
unni, þar sem verð á erlendum
markaði fyrir mjólkurvörur er j
mjög lágt. Eðlilegt væri að'
hafa allt að 10% umfram
framieiðslu mjólkur í góðum
árum. Ef við það væri miðað,
ætti kúnum að fækka um 5
þúsund en sauðfénu að fjölga
þess í stað um 100 þús„ en það
svaraði til að hver bóndi hefði
einni kú færra en fjölgaði sauð-
fénu um 20 ær. Með því myndi
bóndinn og hafa meiri tekjur.
Ráðherra sagði að tilfærsla
í framleiðslunni væri óumdeil-
anlega nauðsynleg. Hún tæki
nokkurn tíma og þyrfti að fara
fram skipulega og eftir áætlun.
í því má ekki verða handahóf
eða bylting. Ef dregið væri
mikið úr mjólkurframleiðslunni,1
gæti orðið mjólkurskortur. En |
ráðherra taldi vanda of mikillar i
mjólkurframleiðslu tímabund-!
inn og yfirstíganlegan. Vandinn j
yrði leystur með smávægis til-;
færslum í framieiðslunni.
Ingólfur Jónsson benti á það
að í mörgum vestrænum lönd-
um væri landbúnaðarframleiðsla
sett á erlendan markað fyrir
lágt verð. Sagði hann að á s.l.
ári hefðu Danir t.d. átt um 20
þús. tonn af svínakjöti, sem
þeir gátu ekki selt fyrir venju-
legt markaðsverð og áttu auk
þess í erfiðleikum með sölu á
mjólkurvörum. En forustumenn
f dönskum landbúnaði ráðlögðu
bændum ekki að draga saman
seglin .heldur þvert á móti að
halda framleiðslunni áfram.
íslendingár hafa gegnum ald-
irnar haft of litla framleiðslu
sagði ráðherra, oftast haft lítið
til matar og búið við þröngan
kost. í hugum manna er þetta
fjarlægt á þessum tfmum, en við
sem erum, miðaldra og eldri
munum eigi að síður tvær heims
stvrjaldir og þekkjum af spjöld-
um sögunnar þrengingatíma |
þjóðarinnar. Allir vona að
þriðja heimsstyrjöldin komi
ekki. Það er einnig von allra að
þjóðinni verði forðað frá hafís,
harðindum og eldgosum.
En sú von og trú, að alltaf
verði gott árferði, má ekki leiða
til fyrirhyggjuleysis eða van-
mats á því sem getur átt sér
Stað norður við íshaf. Það væri
mjög óhyggilegt fyrir íslend-
inga að gera ekki það sem í
þeirra valdi stendur til þess að
vera á hverjum tíma sjálfum
sér nógir.
Að lokum sagði ráðherra in.
a.: Sú offramleiðsla á landbún-
aðarvörum sem nú er oft talað
um, er ekki varanleg. Það á
ekki að vera íslenzkum bændum
mikið áhyggjuefni. Þjóðfélags-
lega séð er ánægjuefni hversu
vel hefur tekizt i uppbyggingu
og' framleiðslumálum landbún
aðarins. Þetta hefur orðið ti)
þess að ýmsir, sem áður hats
ekki gert sér grein fyrir lands-
ins gæðum, vita nú, að f gróð-
urmoldinni er fjársjóður gevmd
ur, að þar eru ómetanleg verð
mæti, sem núverandi og kom-
andi kynslóðir munu notfæra
sér.
Skrifstofufólk
Raforkumálaskrifstofan óskar eftir starfs-
fólki til starfa í stöðum fulltrúa, bókara, rit-
ara og aðstoðarfólks. Stúdents, verzlunar-
skóla, samvinnuskóla eða kvennaskólapróf
æskilegt. Umsóknir með uppl. um menntun og
fyrri störf sendist raforkumálaskrifstofunni.
Raforkumálaskrifstofan, raforkumáladeild
Laugavegi 116. Sími 17400.