Vísir - 11.03.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 11.03.1966, Blaðsíða 16
Föstudagur 11. marz 1966. Gluggagægir ú ferð 1 fyrrinótt kærði maður yfir þvi við lögregluna að hann hefði orðið manns var, sem var á gægjum við glugga á íbúð hans, en sú íbúð er í kjallara. Húsráðandi fór út og gat rakið för mannsins um ýmsar götur, en rétt áður hafði snjóað og var vel sporrækt. Þó missti hann um síðir af förunum og varð að hætta leit- inni. Lögreglan fór líka á stúfana og leitaði gægisins, en fann ekki. Hafði hann verið klæddur gæru- skinnsúlpu og auk þess gaf hús- ráðandi lögreglunni nánari iýsingu á útliti hans, frumkvæðið að Færeyjafluginu" segir Peter Mohr Dam í viðtali við Vísi Danska samgöngumálaráðu- neytið náði í gær samkomulagi við Flugfélag íslands og Faroe Airways um áætlunarflug til og frá Færeyjum og varð það á þá leiö að Flugfélagið fengi að fljúga einu sinni í viku og dansk-færeyska flugfélagið Faroe Airways tvisvar í viku. Flugfélag I'slands unir vel þessari lausn málsins og mun strax í sumar hefja áætlunar- flug með Fokker Friendship-vél inni um Færeyjar til Bergen i Noregi, þaðan til Glasgow og siðan til Reykjavíkur með við- komu í Færeyjum. Verða þess ar ferðir einu sinni í viku. Vísir hitti í morgun að máli Peter Mohr Dam, formann Jafn aðarmannaflokks Færeyja, en hann er staddur hér á landi og spurði hann um álit Færeyinga á þessum flugmálum. — Það sem Færeyingar vilja fyrst og fremst fá eru góðar flugsamgöngur við umheiminn og fagna því hverri ákvörðun, sem tekin er í þá átt aö bæta Framhald á bls. 6. nirauu gerð til að brenna vistheimilið að Kvíabryggju Aðfaranótt s.l. miðvikudags var tilraun gerð til að brenna upp vistheimilið á Kviabryggju á Snæ- fellsnesi, en sem betur fór mis- tókst hún og varð eldurinn strax slökktur. Er talið líklegt að ef veðurhæð hefði verið mikil umrædda nótt hefði getað illa farið og stórtjón hlotizt af. Þess má ennfremur geta að milli 15 og 20 manns, vistmenn og gæzlumenn búa um þessar mundir í húsinu. Að því er sýslumaður Snæfell- inga Friðjón Þórðarson tjáði Vísi í morgun urðu menn eldsins ekki varir fyrr en um fótaferðartíma um morguninn Var þá farið upp á loftið, og um leið og lúga var opnuð glæddist eldurinn og tók að skiðloga, en áður var hann nær útkulnaður af súrefnisskorti. En brugðiö var strax við og eldurinn kæfður í einni svipan. Sýslumaður sagði að þarna virt- ist hafa verið um ákveðna og yfir- lagða íkveikjutilraun að ræða og hafi grunur fallið á ákveðinn vist- mann hælisins. Peter Mohr Dam formaður færeyska jafnaðarmannaflokksins. Ljósm. Vísis B. B. tók myndina á Hótel Sögu í morgun. Tvö börn slösuðust í gær Tvö umferðarslys urðu að áliðn- um degi í gær. I báðum tilfellun- um var um böm að ræða og slas- aðist annað þelrra allmikið, en hitt minna. Á fjórða tímanum í gær varð níu ára gömul telpa, Lóa Vilbergs- dóttir Mávahlfð 40 fyrir bifreið á mótum Lönguhlíðar og Miklu- brautar og meiddist eitthvað, en þó ekki alvarlega að læknar töldu. Röskri hálfri klukkustund síðar varð fjögurra ára drengur, Sigurður Stefán Sigurbjörnsson, Skúlagötu 78, fyrir bifreið á Laugaveginum skammt frá gatnamótum Höfða- túns og Laugavegar og meiddist mikið. Margir bílar fastir á vegum í uágrenni AKUREYRAR í hríðarveðrinu, sem gerði um I vegir, sem voru opnir fyrir. Flug Norðurland f gær lokuðust allir ' féll niður til ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða vegna veðursins og i morgun féll allt innanandsflug — er lögreglan gerði skyndiskoðun á farartækjum þeirra í fyrradag gerði lögreglan í Reykjavík f samráði við bifrelða- eftirlitlð skyndiskoðun á bifreið- um á Reykjavíkurgötum og færði allmargai' bifreiðir til skoðunar i bifreiðareftirlitinu, Voru lögregluinenn iiniuuu sendir út á hinar fjölfarnari götm borgarinnar svo sem Miklubraut, Suðurlandsbraut og Reykjanes- braut og þar stöðvuðu þeir bif- reiðir, sem þeim fannst eitthvað grunsamlegt við og fluttu til nán- ari skoðunar f bifreiðaeftirlitið. Alls munu 23 bifreiðir hafa verið teknar til skoðunar á tímabilinu frá kl. 5—8 í fyrradag og reyndist á bótavant að einhverju leyti við þær allar, en hjá 12 þeirra svo mikið, að númerin voru klippt af á stundinni, bflunum komið fyrir á stæði hjá bifreiðaeftirlitinu og eigendumir sendir heim fótgang- andi, eða á annan hátt sem þeim þótti við hiítandi. En hinum bifreiðaeigendunum var ölium gefinn takmarkaður frestur til að kippa í lag þvi sem ábótavant var talið í bifreiðum þeirra. Umferðariögreglan f Reykjavík hefur tjáð Vfsi að þetta sé fyrsta herferðin af mörgum sem gerðar verði á næstunni á bifreiðir borg- arbúa, og megi þeir hér eftir búast við að farartæki þeirra verði tek- in til skoðunar fyrirvaralaust, þar sem til þeirra sést á ferð. niður nema til Homaf jarðar. I nótt skóf einnig í Hellisheið- ina svo að hún er ófær bílum ec Þrengslin eru samt opin. Lang versta veðrið gerði í gæ! á svæðinu frá Akureyri til Daia- tanga. Festust all margir bílar, sem voru á vegunum í nf.grenni Akur- eyrar og urðu bílstjórar að leita aðstoöar Vegageröarinnar á Akur eyri eða yfirgefa bílana. Voru nokkrir vörubílar á leiöinni frá Akureyri tii Dalvíkur með fóður- blöndu en uröu að snúa við á miðri leið rétt eftir hádegi og var þá kominn blindbylur þannig að ekki sást út úr augum og urðu þeir að fá hjálp heim. Eins var um vegi fram í fjörðinn, lokuöust þeir allir og sitja bíiar þar fastir í snjónum. í dag er éljagangur á Akureyri og er ekki talinn mögu leiki á því að ná bílunum, sem fastir sitja í dag. Tillögur bindindisféla gs ökumanna um: Harðari ákvæðium ölvun við akstur Reykjavíkurdeild Bindindis- félags ökumanna hefur nýlega gert tillögur um það að reglur um áfengi í sambandi við bif- reiðaakstur, verði stórkostlega hertar. Tillögur þeirra em í fjórum liðum og eru þeir þessir: 1) Lækka skal ákvæði um promille magn í 25. gr. umferð- arlaga. Lágmarkið 0.5 promille sem beitt er við 6 mánaða öku- leyfissviptingu lækki niður í 0,35 promilie. Efra markið 1,2 promille sem hefur í för með sér æfilanga ökuleyfissviftingu og jafnvel fangelsun, lækki niður í.0.8 promille. 2) Það ákvæði sé sett í lög, aö ökumönnum sem taka gjald fyrir akstur sé með öllu bann- að að neyta áfengra drykkja síðustu 8 klst. fyrir akstur. 3) Ökumönnum sem taka gjald fyrir akstur skal meðan á starfstíma þeirra stendur, vera með öllu óheimilt að Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.