Vísir - 11.03.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 11.03.1966, Blaðsíða 15
VISIR . Föstudagur 11. marz 1966, 75 HARVEI FERGUSSON: X- Don Pedro — Saga úr Rio - Grande - dalnum — Næstum allar gömlu ættirnar höfðu þræla og ambáttir og börn af Navajostofni, sem rænt var, uröu góðir Maxikanar er þau uxu upp, en unglinga, sem voru kynþroska er þeim var rænt, var ógerlegt aö temja. Þessi stúlka hafði varizt sigurvegara sínum eins og villi- köttur og hann naut þess sem skemmtilegrar íþróttar að beygja hana undir vilja sinn. Þessi Dolor- es kom því þannig undir, að móöur hennar hafði verið þröngvaö til þess að leggjast með föðumum. Og hún var alin upp í hatri. Og þegar Dolores var nokkurra ára stal móö- ir hennar hesti og flýöi. Dolores reyndist eins villt og óviðráöanleg og móðir hennar haföi verið og neitaði meö öllu að vinna, svo að eigendurnir vom því fegnastir, er einnig hún strauk að heiman, en ættinni til mikillar hrellingar bar hún áfram nafn ættarinnar og geröi það alræmt með galdraiðkan sinni. — Margir þeirra, sem fara á fund hennar, sagði Eusebio, fullyrða, að hún viti allt fyrirfram um hvern þann, sem ber að dyrum hjá henni, jafnvel um leyndustu gerðir þeirra, sem þeir myndu ekki einu sinni skrifta fyrir hjá prestinum. Og hvemig kemst hún að þessu. Þeir segja, að á kvöldin bregði hún sér líki svarts kattar og læðist um götur og jafnvel inn í svefnher- bergi. Hugleiddu það, sem ég segi — en þaö er auðvitað bara það, sem ég hef heyrt. Allt ber það að sama bmnni: Að hún sé hættuleg kona. Leo kinkaði kolli alvarlegur á svip. — Af hverju horfir hún aldrei á neinn? spurði hann. — Hver mundi áræða að horfast augu við hana? Þeir segja, að endrum og eins horfi hún á ein- hvern karlmann, hér á torginu, allt- af einhvem ókunnugan, sem veit ekkert um hana, og þegar þetta kemur fyrir Iamast mótspyrna þess er fyrir þessu verður, og hann stendur upp og fer á eftir henni, eins og til þess knúinn. Og menn segja, að þeir sem fari á eftir henni — hverfi. — Hún hlýtur að vera hræðileg- ur kvenmaður, sagði Leo. Og hann komst aö þeirri niöurstöðu, að hún hafði haft svo seiðmagnandi áhrif á hann, að ef hún horfði á hann mundi hann rísa á fætur og fara á eftir henni. Og þetta gerðist í næsta skipti þegar hann sat á torginu og hlust- aði á homablásturinn. Hún gekk efnu sinni fram hjá honum án þess aö horfa á hann, en í næsta skipti horfði hún á hann snöggt og hörku- lega, og þegar hún svo leit í aöra átt vottaöi fyrir veiku brosi á vör- um hennar. Hann fór í humáttina á eftir henni og gætti þess að bilið milli þeirra væri ekki svo mikið, að hann missti sjónar af henni í myrkrinu. Þegar hún hafði gengið nokkurn spöl eftir Acequia Madre jveginum leit hún um öxl eins og j til þess að fullvissa sig um, að hann |kæmi á eftir henni. Svo fór hún :út af veginum og hvarf f skugga nokkurra eplatrjáa. Hann ályktaði að hús hennar hlyti að vera hand- an trjánna. Þar sem hún fór út af veginum nam hann staöar og hugleiddi hvort hann ætti að halda áfram. Hann trúði ekki á galdra og hann var ekki hræddur viö þessa konu, en samt hikaði hann, á valdi myrkurs og leyndardóma, alveg eins og hann hafði hikað við að stökkva út í straumhart, kolmórautt fljótið. Þá sá hann ljósskímu milli greina á eplatré og þá tók hann ákvörðun sína. Hann lagði leið sína eftir mjóum götuslóða, sem lá aö húsi hennar og knúði dyra. — Kom inn, sagði hún hressilegri, hlýrri röddu. Hann opnaði dyrnar og gekk inn í lítið, snoturt, hvítkalkað herbergi. Þar var rúm og breiddar yfir það Navajo-værðarvoðir og Navajo- teppi var á gólfinu. í opnu hólfi í veggnum var líkan af Guadelupe- mærinni, skorið í tré. Ekki var þama annað^húsgagna en rúmið, þunglamalegt borð og tveir stólar og setumar úr órökuðum húðum. Dolores Pino kraup á kné fyrir framan arininn, blés í glæðurnar og hrærði í smápotti yfir eldinum. Hún leit um öxl og brosti til hans. — Setztu niður, sagði hún, ég er að búa til súkkulaöidrykk handa þér. Af einum djöfulsins erindreka að vera, hugsaði hann, var framkom an hin viðfelldnasta. Hún hélt á- fram að hræra í pottinum í nokkrar mínútur, þar til suðan kom upp, hellti drykknum svo í tvo bolla og rétti honum annan. — Þakka þér fyrir, sagði Leo. Hvemig vissirðu, að ég myndi koma? — Ég veit alltaf allt um alla, sagði hún, ég er skyggn. Hún brosti til hans. — En ég bregð mér aldrei f kattarlíki til þess að snuðra um fólk. — Nei, þaö datt mér ekki f hug, sagði Leo og fór að sötra drykk- inn. — En þér hefur borizt til eyma, að ég gerði það, sagði hún. — Já, svaraöi hann. Þú ert vfð- kunn og menn þykjast vita sitt af hverju um þig. — Það er mörgu á mig logið, sagði hún rólega, en þú ættir ekki að trúa öllu, sem þú heyrir. Ég er góö og guðhrædd kona. Ég fer til kirkju og játa syndir mínar. Ég greiöi það sem mér ber og gef fátækum. Og ég hef aldrei gert nein um mein. Leo kinkaði kolli. — En ef þú horfir á mann er eins og maður sé til þess knúinn að fara á eftir þér. — Ég vissi, að þú mundir koma, sagði hún. Þaö er allt og sumt. — Og hvers vegna valdirðu mig? spurði hann. — Hvort okkar um sig þræðir sinn stfg án samfylgdar annarra, sagði hún. Við ættum að vera vinir. Auk þess — ég veit, aö ég get fá- um treyst, en ég veit, aö ég get treyst þér. — Hvemig geturðu verið viss um það? — Ég veit það. Ég sé það, ef ég horfi á einhvem, hvort ég get treyst honum. Þess vegna óttast menn mig og hata, og þess vegna koma þeir hingað, sem ekki vilja tala við mig á götum úti, og eru ó- sínkir á fé sitt. — Segðu mér eitthvaö frá sjálfri þér, sagði Leo. Hún hló. — Ég vissi, að þú myndir spyrja um þetta, sagði hún, um þetta spyrja allir. Hún lagði frá sér bollann og náði f stóra hvíta skál, fyllti hana til hálfs með vatni, og tók næst blek- flösku og hellti í skálina dálitlu af bleki. Svo starði hún á blönduna í nokkrar mínútur mjög hugsi. — Þú áttir heima í stórri borg áður en þú lagðir land undir fót og komst tii þessa lands, sagði hún. Ég sé stór hús og mikla mann- mergö. Líf þitt þar var gerólíkt því lífi, sem þú nú lifir. Og þú ert á leið til nýs lífs, þar sem allt er frábrugðið því, sem þú nú átt við að búa. Ef til vill ert þú einn þeirra manna, sem lifir ólíku lífi oft á ævinni. Þú heldur nú að þú munir þræða þjóðvegina og stíga milli þorpa langa lengi, en ég sé að þú munt innan tíðar nema staðar á göngu þinni, og ég sé fólk streyma til þín úr öllum áttum og sumt úr mikilli fjarlægö, og menn færa þér. fé og margt annað. Ég er viss um, aö þú veröur maöur valda og á- hrifa. — Ég á bágt með aö trúa, að mér falli slík gæfa f skaut, sagði Leo. — Verður það þér til gæfu? spurði hún. Fólk hatar þá, sem njóta mikillar velgengni og eru framkvæmdamenn. Þvf hef ég veitt athygli æ ofan í æ. Leo hló. — Ég hef enga reynslu af slíku. Ég hef marga góða viðskiptavini, en enginn þeirra hefur fjárráð og það hef ég ekki heldur. — í þessu landi eiga engir fé, sagði hún, að undanteknum fáein- um rikisbubbum — og þeim, sem stela frá þeim. — Ég get ekki gert nein viðskipti við þá, sem auðugir eru, sagöi Leo, og ég þekki enga þjófa. Kannski þú eigir eftir aö kynnast þeim. Að minnsta kosti er ég viss um, að þú átt eftir að efnast, og koma þér vel áfram. Ég er svo sann færð um það, að ég þyrði aö veðja. Ökukermsla - Hæfnisvofforð Nú getið þið valið um hvort þið viljið læra á Volvo eða Volkswagen, og hvort þið viljið kven- eða karl- ökukennara. Húsmæður, athugið: bamastóll f hverjum bíl. - Símar 19015, 19896, 21772 og 35481. — Hættið að skjóta. Tarzan er þarna hann er búinn aö finna manninn. — Ég hef ekkert til þess aö leggja á móti — og ég hef ekki einu sinni peninga til þess aö borga þér fynr allt þétta. Sjóstakkarnir ódýru fást enn, svo og flest önn- ur regnklæöi, regnkápur (köflótt- ar) og föt handa börnum og ungl- ingum. Vinnuvettlingar og plast- vettlingar o.fl. — Vopni h.f. Aðal- stræti 16 (við hliöina á bílasölunni) ¥ í SIR Auglýsinga- móttaka í TÚNGÖTU7 i og Laugavegi 178 Sími 1-16-63 VÍSIR VÍSIR er eina síðdegisbloðið kemur út alla virka daga allan ársins hring Áskriftarsími 1-16-61

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.