Vísir - 12.03.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 12.03.1966, Blaðsíða 5
X1SIR . Laugardagur 12. marz 1966. 5 Vörurnar selmttar milli Reykjavikur ogAkareyrar Viðtal við Pétur Jénsson forstjóra á Akureyri Þegar færð er góð milli Suður- og Norðurlandsins er stöðugur straumur vöruflutningabíla í för- um milli Reykjavíkur og Akureyr- ar og eru flutningafyrirtækin fiest eða öll staðsett á Akureyri. Undanfarið hafa verið meiri truflanir á þessum flutningum heídur en um mörg undanfarin ár. í tilefni að því sneri Vísir sér til eins þeirra aðila sem um fjölda ára hefur starfað að flutningum á Ak- ureyrarleiðinni, en það er Pétur Jónsson á Akureyri, annar aðal- eigandi og forstjóri flutningafyrir- tækisins Pétur og Valdimar. — Hafið þið ekki orðið að leggja árar í bát með alla flutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur sökum ófærðar í vetur? Heiður Tólftu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands voru í Háskólabíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Bohd- an Wodiczko. Tónleikarnir hófust með svítu Ravels úr „Gæsa- mömmu“, ballettþáttum úr heimi ævintýra, og þeim lauk meö for- leik Rossinis að melódramanu „Þjófótti skjórinn", en samt var enginn „fuglsháttur“ á leik manna. Hin litríku undur ævintýra-svítunn ar nutu sfn prýöisvel, þó að sam- hljóðan hljóöfæranna væri ekki alltaf hin nákvæmasta. . Forleikur Rossinis hlaut hins vegar heiöurs sessinn á efnisskránni, og sam- kvæmt því fyrirmyndarmeöferð. Það er alveg óvíst, aö hinn sæl- lífi Rossini hafi nokkurn tímann leyft sér þann munað, að láta sig dreyma um svona vandaða með- ferð á forleiknum, sem sagt er, að átt hafi næstum aö kosta hann líf- ið. Danski fiöluleikarinn, Henrik Sach senskjold, lék einleik í fiðlukonsert Mendelssohns í e-moll. Hann lék með glitrandi og fíngerðum tóni, og lióugum glæsileik (í lokaþættin- um), en ljóðrænan í verkinu var fremur bragðdauf, og ekki varð hugurinn fanginn í öllum hæga þættinum. Hljómsveitin virtist heldur ekki vera neitt uppveðruð af hugsunum Mendelssohns. Dansar Prokofieffs úr „Rómeó og Júlíu“ (önnur svítan) voru há- mark tónleikanna. Þeir voru fluttir af áhrifamiklum leikrænum skiln- ingi, og ekkert var til sparað, svoi að jafnvel hin spæstii viðbrögð; vektu eftirtekt. Athyglin Var því óskert í hinum óskyldu dansnúmer um, allt frá klunnalegum hroka feöranna til hinnar hrikalegu í- myndunar Rómeós í lokin. Þó að Rossini hlyti „heiðurssessinn" á efnisskránni, á hljómsveitin og stjómandinn samt mestan heiður inn skiliö fyrir frammistöðu sína í þessari svítu Prokofieffs. Þorkell Sigurbjörnsson. — Ekki er það nú, svaraði Fét- ur. — Við höfum í rauninni haldið uppi flutningum í allan vetur, þó það sé með nokkuð öðrum hætti en áður og ætlazt var til. — Hvemig þá? — Þegar Öxnadalsheiðin lokað- ist síðast Iokuðust tveir bílanna okkar sunnan heiðar. Þeir hafa staðið í stöðugum flutningum milli Reykjavíkur og Sauðárkróks og verkefnin hafa verið nóg. — Er ekki ódýrara fyrir fólk að flytja vörurnar á skipum alla leið milli Reykjavíkur og Akureyrar, heldur en að flytja þær með bílum í Skagafjörð og umskipa þeim þar út í flóabátinn til Akureyrar? — Það er hægt að líta ýmsum augum á það. En flutningamir með bílunum hafa þann kost í för með sér að vömrnar komast á sama sólarhringnum frá Reykjavík til Akureyrar. Það em áætlunarferðir tvisvar f viku, á þriðjudögum og föstudögum og við miðuðum ferðir okkar við áætlunarferðir flóabáts- ins, þannig að vömrnar komast leiðar sinnar í einum áfanga. — En þetta er óhentugt fyrir ykkur og kostar umstang? — Vissulega gerir það það. Það fylgja því aukasnúningar og tals- verður aukakostnaður, sem við höfum reyndar tekið á okkur enn sem komið er. En líklega getum við það ekki, lengur, ef þessu heldur áfram. — Hvers konar vörur eru það, sem þið flytjið einkum? — Sannleikurinn er sá að við flytjum mest vörur fyrir sjálfa okkur. Það er fyrst og fremst coca-cola, en við erum umboðs- menn fyrir það á Akureyri. Auk þessa höfum við hlaupið undir oagga með þvf að flytja vörur fyrir aðra aðila þegar þess hefur verið óskað, en við höfum ekki auglýst slika fyrirgreiðslu — Við notum þá til að flytja ennþá, enda haft nóg að gera til vörur um borð í flóabátinn og þessa. '• sækja í hann vörur, sem við síðan — En bílarnir sem þið hafið fyr- dreifum maðal viðskiptamanna á ir norðan, eru þeir ekki algerlega : Akureyri. Nei, það er alltaf nóg verkefnislausir úr því að allir veg-1 að gera. ir á Norðurlandi eru ófærir? I Hungursneyð i Asíulöndum Það er mest rætt um hungurs- neyðina í Indlandi, þar sem horfzt er í augu við þá staðreynd, að milljónir manna muni verða að svelta hálfu hungri til næstu upp- skeru. í hinu stóra ríkinu á Ind- landsskaga — Pakistan — er einnig hörmulegt ástand vegna þurrka og uppskerubrests. Mat- vælaskortur er mikill í Indonesiu og allir vita, að Kínverjar hafa orðið að flytja inn mikið af komi frá Kanada og Ástralíu séinustu 2—3 árin. Orsakirnar f þessum löndum eru að hrísgrjónauppsker- an hefir brugðizt vegna þurrka, er I að minnsta kosti meginorsökin. Og í fjallalandinu Tibet er sömu sögu að segja, þar hjálpar hungrið hinum kínversku drottnurum og kúgurum að eyða þjóðinni. Mynd- in er af tveimur tibetskutfc konum á hungurgöngu með bönt sín, og höfðu, er myndin var tekin, komizt í einhvem áfangastað, þar sem þeim var gerð einhver úr- lausn, gátu að minnsta kosti sval- að þorsta sínum. Kortíð — Framh. af bls. 7 T síðustu viku fengu starfs- menn Sunday Times hins vegar að lesa ritgerð Evu Tayl- ' or f heild, ásamt nokkrum teikn- ingum sem Rickey er að kanna vandlega í þeirri von að geta birt þær, eftir að frú Taylor nær bata. Frú Taylor heldur þvi fram að Vínlandskortið geti ekki verið 15. aldar kort. Hún heldur þvf blákalt fram að líklegasta skýringin á þvf sé sú, að það hafi verið teiknað á vorum tím- um. þ.e. á 20. öldinni og við fölsun þessa hafi verið notuð mörg landabréf sem hafi verið slegin saman í eitt. Hún gengur jafnvel svo langt að telja upp þau kort og kortabækur, sem hún telur að hafi verið notuð við þessa fölsun. Þau eru: „Ele- ments of Map Projection“ sem er gefið út af bandarísku haf- rannsóknastofnuninni, „Imago Mundi“ vísindatímarit sem fjallar um gömul landabréf, nú- tfma-skólaatlas, sennilega „Schul Atlas“ eftir Dierche og eftirprentun af heimskorti Maggi olos frá árinu 1511, auk ýmissa annarra nútíma landabréfa. Einn aðalásteytingarstein landabréfsins telur -hún vera hvernig Grænland er markað. Ef Vínlandskortið er lagt við hliðina á 20. aldar korti, um það bil í sama mælikvarða 1:66 milljón þá er næstum því ekki hægt að þekkja þau í sundur. Ef Grænlandsteikningin á Vín landskortinu væri ekta, þá væri það fyrsta kortið fyrir 19. öld sem sýnir Grænland allt eins og það er. Nú eru ekki nokkrar líkur fyrir að norðurhluti Græn- lands hafi verið kannaður fyrr en á 19. öld. Sé Vínlandskortið ósvikið ætti það að sýna, að hinir fornu norrænu menn hefðu siglt umhverfis Grænland, en rannsóknir á Islendingasög- unum gefa ekki minnstu bend- ingu um að þeir hafi komizt lengra en upp á 76. breiddar- baug. /^nnur aðalatriði sem hún byggir gagnrýni sína á, sjást á teikningunum sem hér fylgja með. En hún bendir einnig á ýmis önnur atriði sem gera kortið tortryggilegt og má þar sér- staklega nefna villur í uppdrætt inum yfir austanvert Miðjarð- arhaf. „Hin ranga staðsetning á Krít, rangur uppdráttur Eyja- hafsins og vöntun á Marmara- hafinu eru undarlegar villur á korti sem á að vera frá 15. öld, þegar mjög nákvæm kort voru hvarvetna fyrir hendi af Mið- jarðarhafinu." „Það sem hér hefur gerzt“, segir hún, „er gamla sagan, þegar falsari kemur upp um sjálfan sig, þar sem hann er ekki alveg nógu fróður á því sviði sem hann er að vinna.“ Frú Taylor getur ekki, vegna veikinda sinna, farið nú ná- kvæmlega í gegnum öll þau landabréf eða aðrar tilvitnanir sem hér koma við sögu. En á meðan hafa Yale-mennimir gef- ið bráðabirgðasvar við gagnrýni hennar. 1 fyrsta lagi hefur Skelton skrifað grein sem á að birtast f næsta hefti Siglinga- fræðitímaritsins. Þar viðurkenn ir hann að uppdráttur Græn- lands sé furðulegur, en andmæl ir hins vegar ýmsum öðrum kortafræðilegum athugasemdum frú Taylor. Mikið af þeim rökræðum er hins vegar algerlega á sviði sér- þekkingar. T. d. heldur frú Tavlor því fram að Eyjahaf við Grikkland sé mjög úr lagi fært á Vínlands-uppdrættinum, en Skelton heldur því gagnstæða fram. Jþað er augljóst,' að deilur um kortið munu halda áfram og auðsæ afleiðing af því er, að staðhæfing Yale-manna um að kortið sé óbrigðult, eða að það sé mikilvægasti kortafund- ur aldarinnar, eru nú mjög ve- fengdar. Þegar hringt var í dr. Mar- ston í Yale í s.l. viku sagði hann að sér væri kunnugt um gagnrýni frú Taylor, þó hann hefði ekki séð ritgerð hennar í heild. Hann sagði að gagnrýni hennar bifaði ekki sannfæringu sinni á kortinu. Röksemdir hahs eru þó nokk- uð aðrar en röksemdir Skeltons. Hann telur kortafræðileg smá- atriði litlu máli skipta. Hann telur að Vínlandskortið sé ekki annað en óvandvirknisleg eftir- gerð af frumkorti, gert árið 1440 eftir eldra korti. Hann segir að nú sem stend- ur séu engar lfkur til að hægt sé að kanna nánar uppruna Vínlands-kortsins. „Mér skilst að maðurinn sem það kemur frá geti ekki munað, hvaðan hann fékk það. I raun og veru vár ein af ástæðunum til þess að við birtum það í bókinni í fullri stærð, að við vonuðumst til að einhver í Evrópu kannaðist við það og gæti fyllt upp í eyðuna. Að þessu slepptu, þá hefur sú tillaga komið fram í Englandi að efnafræðilegar rann sóknir verði látnar fara fram á bókfellinu og blekinu. Skelton styður þetta í væntanlegri grein sinni, og segir að með því yrði gengið úr skugga um gildi kortsins, svo framarlega sem bókfellið skemmdist ekki við það. Marston er hins vegar þeirrar skoðunar að efnafræði- leg rannsókn myndi ekki auka það mikið við þekkingu manna á kortinu að það sé tilvinnandi að valda þeim skemmdum á því sem leiða myndu af rann- sókninni. Heldur hann því fram að taka yrði sýnishorn af blek- inu á nokkrum stöðum á kort- inu, þar sem eitt sýnishom fæli ekki í sér endanlega sönnun. 1 miðjum þessum harðvítugu deilum sérfræðinga, heyrast þó aðrar raddir, sem leita að öðrum útleiðum. Sir James Marshall Conway fvrrverandi forseti Konunglega landfræðifélagsins sagði í síðustu viku: „Ég er ekki sérfræðingur í gömlum landakortum. Ég er viss um að hugmynd um að þetta kort sé byggt á fornum landabréfum Víkinga gengur of langt. Ef þér spyrjið mig, þá held ég að sann- leikurinn liggi einhvers staðar við meðalveginn. Einhver gam- all kortagerðarmaður hefur heyrt frásagnir gömlu íslend- ingasagnanna, e.t.v. af vörum pílagríms, og þá hefur hann einfaldlega bætt þessu inn á. Sir. James^ sem var viðstaddur fundinn í fomleifafélaginu í s.l. mánuði bætti við: „Ég get ekki séð að kortið sanni né breyt.i neinu, sem við ekki vitum fyrir- fram.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.