Vísir - 12.03.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 12.03.1966, Blaðsíða 6
VÍSIR . Laugardagur 12. marz 1966. wwmnm Sjóbirtingsveiðin hefst um n.k. mánaðamót Frá og með I. apríl n. k. hefst sjóbirtingsveiði í ám og fjölmargir áhugamenn um stangveiði eru teknir að hugsa til hreyfings, enda stuttur tími orðinn til stefnu. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í gær hjá Þór Guð- jónssyni veiðimálastjóra, hefst sjó- birtingsveiði um næstu mánaðamót og hann sagði reynsluna vera þá að þegar tíðarfar væri gott fengju menn oft ágætar glefsur um það leyti sem veiðin hæfist. Það eru einkum ár hér sunnan- lands og á SV-landi, sem sjóbirt- ingsveiðin hefst fyrst í, en síðar í ám í öðrum landshlutum, eftir þvi sem þær leysir og veðrátta levfir. Meðal þeirra áa hér á Suðurlandi sem hvað kunnastar eru fyrir sjó- birtingsveiði eru m. a. Varmá eða Þorleifslækur í Ölfusi, báðar Rangárnar, svo og Skaftá, Tungu- fljót í Skaftártungu og fleiri ár austur þar. Ennfremur eru ýmsar ár á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, sem sjóbirtingur veiðist í. Veiðileyfi fyrir sjóbirtingsveiði eru venjulega ekki seld nema fyrir brot af þvf verði sem laxveiðileyfi kosta. Apnars hefur verðið verið býsna breytilegt frá einni ánni til annarrar, allt frá 50 krónum og upp í 200—300 krónur á stöng. Að lokum gat veiðimálastjóri þess að margir hygðu gott til glóðarinnar, einmitt nú þegar sjó- birtingsveiðin fer að hefjast, og koma margir oft fengsælir heim. Voru dæmdir til öryggisgæzlu og hælisvistur í stuð refsingur Tveir dómar hafa nýlega verið kveðnir upp í Sakadómi Reykjavík ur, annar fyrir manndráp, hinn fyr ir íkvelkju í íbúðarhúsi að nóttu til þar sem sofandl fólk var inni. 1 báðum þessum tilfellum kom- ust dómarar að þeirri niðurstöðu að refsing væri tilgangslaus, eftir að geðlæknar og læknaráð höfðu fjallað um málið og talið að geð heilbrigði viðkomandi aðila væri svo ábótavant að refsing í venju- legri mynd kæmi ekki að tilætluð um notum. Annað tilfellið sem hér um ræðir, er vegna atburðar sem átti sér stað í Selbúðum á s. 1. hausti, þá greiddi maður konu sinni höfuðhögg með þeim afleiðingum að hún lézt af því. Maðurinn var talinn fáviti og var dæmdur til að sæta vist á við- eigandi hæli um óákveðinn tíma. Hitt atvikið átti sér stað að Vest urgötu 46 á s. 1. sumri. Þar gerði ungur maður tilraun til að kveikja í íbúðarhúsi að nóttu til, en margt manna var þá í fasta svefni í hús- inu. Pilturinn var að áliti lækna ekki talinn sakhæfur og var dæmd ur til að sæta öryggisgæzlu um ótiltekinn tíma. Netabótar voru að draga gær, — urðu að hætta í fyrradag vegna brælu Enn er lítill þorskafli, bræla í fyrradag en gott veður á miðunum i gær. Loðnuveiðl hefir verið mjög lítil en óstaðfest frétt í gærkvöldi hermdu, að bátar væru komnlr i loðnu sunnan Reykjaness. Vfsir haföi samband við nokkrar verstöðvar í gær og fékk eftirfar andi fréttir: Keflavík: Bátar á heimamiöum með aðeins 4—7 tonn. Bátar á Breiðafjarðarmiðum gátu lítiö dreg ið vegna brælu á fimmtudag. Vestmannaeyjar: Engir bátar á sjó f gær. Þaö af er vertíð yfir Ieitt hefur þorskafli verið lítill þótt stöku bátar hafi fengið dágóðan afla endrum og eins, seinast tveir bátar f fyrradag 34—35 tonn hvor en aflinn mest ufsi. Akranes: Bátar á Breiðafjarðar miðum gátu lítið dregið á fimmtu dag, því að bræla tók um miðjan dag, en bátar voru að draga í gær (föstudag). Sumir á Breiðafirði, aðr ir út af Jökultungu og enn sumir nær eöa í „kantinum". Fréttarit- ari blaðsins sagði, að þetta virtist dálítið líflegra. Skip er á Akranesi að taka 5000 tn. af saltsíld eða seinustu salt- síldarleifarnar frá haustinu. Þorlákshöfn: Afli netabáta á heimamiöum hefur verið misjafn en sumra dágóður. Einn bátur land aði 25 lestum í fyrradag (tveggja nátta fiskur). Aflinn var ufsabland inn. Annar bátur var með 12 tonn. Loðnu hefir ekki verið landað hér undanfarna daga. Birgiir afsmygluium bjór fundust vii tollleit Fyrir dyrum stendur rannsókn út af smygluðum bjór sem fannst í m.s. Mánafossi, við komu hans til Reykjavíkur í sl. mánuði. Alls fundust við leit 88 kassar af bjór, en áður hafði Mánafoss veriö tollafgreiddur úti á landi, en þá höfðu þessar bjórbirgðir ver ið faldar og ekki gefnar upp. Toll- gæzlan haföi hins vegar grun um að eitthvað kynni að leynast af ótollafgreiddum bjór í skipinu og hóf leit í því þegar það kom til Reykjavíkur. Árangurinn varð eins og að framan segir. Tafir urðu á rannsókn málsins vegna þess að skipsskjöl bárust ekki úr pósti fyrr en sama dag og Mánafoss lagði héðan úr höfn. Það hefur því ekki verið rannsakað ennþá hverjir eigendur bjórsins eru og málið ekki lagt fyrir saka- dómaraembættið ennþá. Pressuballið annan laugardag Dónsku forsætisrábherrahjónin gestir Woíamanno Pressuballið svonefnda, hin ár- ríkisráðherra, og frú hans, svo og lega skemmtun Blaðamannafélags íslands, verður að þessu sinni hald- ið í Lídó laugardaginn 19. þessa mánaðar. Hefst skemmtunin kl. 19 með borðhaldi. Heiðursgestir á skemmtun Blaða- mannafélagsins verða að þessu sinni dönsku forsætisráðherrahjón- in, Jens Otto Krag og frú Helle Virkner Krag. Koma þau væntan- lega til landsins meö flugvél frá Flugfélagi íslands síðdegis á laug- ardag, sama dag og skemmtunin verður. Auk þeirra veröa Bjarni Benediktsson og frú, Gylfi Þ. Gísla son, sem þá gegnir stöirfum utan- lcelandsc- Canadian Vetrarhefti The Icelandic-Canad- ian er nýlega komið, fjölbreytt að efni, og eru þar m. a.< greinar um Leif Eiríksson og Vínland, ein eftir Harald Bessason, önnur þýdd úr Washington Post. Dr. Richard Beck skrifar um Gunnar Gunnarsson. Birtar eru nokkrar kunnar þýð- ingar á ensku af íslenzkum Ijóðum, m. a. á nýárskveðju Matthíasar, í þýðingu Kemps Malone, og þýö- ingar Vilhjálms Stefánssonar á fjórum lausavísum eftir Steingrím Thorsteinsson, en ekki var fariö rétt með nafnið og skáldið kallaö Þor- steinsson — og eins hefir ritstjór- anum þótt fara betur á að svipta Pétur Thorsteinsson sendiherra ætt arnafni og segir hann Þorsteinsson. Það á aö vera lágmarkskrafa, að fariö sé rétt með nöfn manna, og heföi mátt ætla, að ritstjórinn heföi átt að geta farið rétt með nöfn þessara manna, sem hér um ræðir svo kunn sem ættarnöfn þeirra eru. — A. Th. Rúmlega 100 ölvaiir öku- menn teknir frú úramótum sendiherra Dana hér á landi og frú. Allir miðar eru fyrir löngu upp- pantaðir, en þeir verða afhentir í dag kl. 5.30 til 7 e. h. og borö- pantanir verða þá um leið og ekki á öörum tíma. Samkoman hefst klukkan 19 með boröhaldi eins og áður segir og verður mjög til þess vandað, sem þar verður á borðum. Dagskráin verður í aöalatriðum á þessa leið: Séra Emil Björnsson setur sam- komuna, Jens Otto Krag forsætis- ráðherra Dana, flytur ræðu, Jón Sigurbjömsson óperusöngvari syng ur, Ómar Ragnarsson flytur skemmtiþátt, sem sérstaklega er saminn fyrir þessa skemmtun. — Veizlustjóri veröur Sigurður Bjama son. Salurinn f Lídó veröur skreytt- ur sérstaklega fyrir þetta kvöld og ,,mun Gunnar Bjamason leik- tjáidamálari háfa umsjón með skreytingunum.' Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Lídó, þeir Hilmar Helgason og Róbert Kristinsson. Hafa þeir látiö endurnýja húsgögn og fleira og eru orðnar miklar end- urbætur á staðnum. Dönsku forsætisráðherrahjónin munu dvelja hérna á sunnudaginn. Þau munu fara í stutta ferö til Þingvalla ef veður leyfir á sunnu- dagsmorguninn, þá munu þau snæða hádegisverð 1 boði forsætis- ráöherra Islands. Síðdegis munu ráðherra fyrir gestina, blaðamenn og fleiri. Kvöldverð snæða hjónin hjá danska sendiherranum. Um kvöldið munu þau veröa viðstödd sýningu á Gullna hliðinu í Þjóðleikhúsinu, en frú Helle Virkner er sem kunn- ugt er þekkt leikkona. Kraghjónin halda heimleiðis á mánudagsmorg- uninn þann 21. FH og unnu FH vann í gærkvöldi f hörku- spennandi leik gegn Fram á Hand knattleiksmóti íslands með 21 marki gegn 20 og hefur nú hlotið 10 stig eftir 6 leiki, en Fram hefur 12 stig eftir 7 leiki. KR vann Hauka í mjög spennandi leik 25:21. Leikur FH og Fram var spenn- andi frá upphafi og í hálfleik var staðan 11:11 en undir lokin tókst FH að ná 3 marka forskoti með 19:16 og reið það baggamuninn. KR gekk vel í fyrri hálfleik gegn Haukum og var staðan f hálfleik 13:5. í síðari hálfleik tóku Haukar að síga á og á tíma var aðeins tveggja marka munur á liðunum. KR tryggði sigurinn með góðum endaspretti og vann 25:21. Þessi sigur gerir það að verkum að KR og Ármann heyja greinilega fall- baráttuna í 1. deild og eru bæði með 4 stig en Haukar eru ekki heldur úr haéttu með sín 4 stig. jbp. Á dögunum var lögreglan í Rvík búin að taka 102 ökumenn frá sl. áramótum, sem hún haföl grunaða um ölvun við akstur, og færða þá alla til bióðrannsóknar. Þetta er ívlð óhagstæðari tala heldur en á sama tíma og í fyrra þvi þá nam tala drukkinna öku- manna 94, Hins vegar hafði lög reglan tekið 157 drukkna ökumenn á þessu tímabili 1964. Nýlega handsamaði lögregl- an fjóra drukkna ökumenn, þar af einn kvenmann. Hafði stúlkan ek ið bifreiðinni út i forarvilpu, en náði' henni ekki upp úr. Félagi hennar f bifreiðinni sem jafnframt var eigandi bílsins ætlaði þá að koma henni til hjálpar, en á með an hann var að paufa við stýrið bar lögregluna að og hirti þau bæði Þriðji drukkni ökuþórinn var tek inn um leið og hann renndi upp að húsinu heima hjá sér. Lögreglan hafði þá fylgzt með ferðum hans og akstri nokkru áður og fannst akstur hans skrykkjóttur og ekki nægilega ör- uggur. Grunaði hana að ökumað- ur myndi ekki allsgáður, enda kom það á daginn. Sá fjórði, sem varð fyrir barðinu á lögreglunni var bifreiða- viðgerðarmaður, sem hafði tekið einn bíla þeirra, sem hann hafði til viðgeröar, traustataki og ekið honum allmjög drukkinn. Á leið- inni um nóttina varð fyrir honum bíll inni í Gnoðarvogi og í stað þess að sveigja fyrir hann ók mað- urinn á hann og kastaði honam á annan bíl sem stóð fyrir framan hann. Bílamir skemmdust allir eitthvað, en þó komst bílvirkinn leiðar sinnar og heim til sín. Þar hafði lögreglan upp á honum nokkru síðar. Peningar hurfu úr bíl í gærkvöldi Á áttunda tímanum í gær- kvöldi hvarf skjalataska með 12.690 krónum úr bíl f Reykja- vík. Voru þessir peningar gjald ið, sem inn kóm f gjaldskýlinu við Straum siðdegis í gær. Þegar vaktaskipti urðu í gjald skýlinu kl. 19 tók vörður sá sem verið hafði á vakt frá hádegi peningana, sem inn höfðu komið setti þá f brúnt umslag er hann setti síðan í svarta skjalatösku. Hélt hann síðan í bíl til Reykja- víkur og lét töskuna liggja í aft- ursætinu. Hann staðnæmdist og gekk frá bílnum um stund úti fyrir húsunum Álfheimar 56—60 en hélt síðan til Hafnarfjarðar. Er þangað kom tók hann eftir að skjalataskan var horfin og til kynnti lögregunni strax hvarfið. Er vaktmaðurinn gaf skýrslu um hvarfið kvaðst hann hafa læst bílnum er hann gekk frá honum, en mundi ekki hvort hann hafði gengið frá gluggum bifreiðarinn ar sem skyldi. Útför móður okkar SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR Þórsgötu 7 fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. marz kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ámý Guðmundsdóttir Elín Guðmundsdóttlr Helgi Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.