Vísir - 02.04.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 02.04.1966, Blaðsíða 8
V1SIR . Laugardagur 2. aprfl VISIR Utgefandi: Blaöaútgáfan VISIR Framkvœmdastjóri: Agoar Ólafi Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rltstjórn: Laugavegi 178. Simt 11660 (5 Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90.00 á mánuði fnnanlands f Iausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiöja Visis — Edda h.f Hnur) Fífldirfska Pormaður Framsóknarflokksins sagði i útvarpsum- ræðunum um daginn, að það væri „staðreynd, að til eru menn, sem ekki er lagið að stjórna, þótt þeir séu góðum hæfileikum búnir að öðru leyti“. Þessi orð Eysteins Jónssonar, sem út af fyrir sig eru sönn, sýna að hann skortir sjálfan hæfileika til sjálfsgagnrýni. Ef hann skildi, hve vel þessi orð eiga við hann sjálfan og suma flokksbræður hans, hefði hann sennilega ekki sagt þau. Það er staðreynd, að Framsóknarmenn, sem sumir hverjir eru ýmsum góð- um hæfileikum búnir, hafa aldrei getað stjórnað land- inu. Þetta geta allir, sem áhuga hafa, kynnt sér. Hrak- fallasaga Framsóknar er með eindæmum. Hér skal aðeins minnzt á stjórnarforustu þeirra á árunum 1934 —1939. Það er ömurlegasta tímabil í sögu landsins síðan það endurheimti sjálfstæði sitt 1918. Endirinn varð eins og alltaf, að Framsókn hafði siglt öllu í strand og varð að biðja Sjálfstæðisflokkinn og Al- þýðuflokkinn að mynda með sér þjóðstjóm til þess að bjarga þjóðinni út úr þeim ógöngum, sem Fram- sókn hafði leitt hana í. Og svo má ekki greyma vinstri stjórninni frægu, sem átti að gera „úttektina“ á þjóð- arbúinu og þóttist kunna ráð við öllum vanda. Hún lafði í tæp 2Vz ár og hrökklaðist þá frá með þeim endemum, sem löngu em fræg orðin og ættu að vera íslendingum stöðug viðvörun gegn samstjórn Fram- sóknar og kommúnista. Það verður ekki sagt um Eystein Jónsson, að hann skorti hugrekki. En hugrekki, sem gengur út í öfgar, er fífldirfska. Og fífldirfska er það, þegar for- maður Framsóknarflokksins segir við alþjóð, og ætl- ast til hún trúi, eftir allt sem á undan er gengið: Við Framsóknarmenn kunnum að stjóma; þeir sem eru við völd núna, kunna það ekki. Þess vegna heimtum við þingrof og kosningar, til þess að þjóðin geti falið okkur stjórnarforustuna! Þetta segir maðurinn, sem í allri tíð núverandi stjórnar hefur aldrei getað bent á viturlegt ráð til lausnar nokkrum vanda, og er í vandræðum með að halda sínum eigin flokki saman, vegna innbyrðis sundurþykkis og stefnuleysis. Formaður Framsóknarflokksins og samstarfslið hans hefur sýnt svo vítavert ábyrgðarleysi í núver- andi stjórnarandstöðu, að þjóðin hlýtur að gefa þeim rækilega hirtingu í næstu kosningum, ef hún þekkir sinn vitjunartíma. Flokkur, sem er eins gersamlega heillum horfinn, hvort heldur hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu, ætti ekki að eiga sér mikla fram- tíð. Þjóðinni er nauðsynlegt að losa sig við hann, eða neyða hann til að taka upp aðra starfsháttu, og hún á að hafa stjórnmálaþroska til þess að gera það. F Ahrif Dygging- J greinargerð frumvarps rikisstjómarinnar sem lagt var fyrir Alþingi í gær er gerð ítarleg grein fyrir þjóðhagslegum áhrif- um af því nytjafyrirtæki ,sem fyrirhugað er að byggja við Straumsvík. Þar em dregin saman í ljósu máli helztu atriðin og grein gerð fyrir stærstu rökum málsins og hag- stæðum áhrifum álbræðslubyggingarinnar á íslenzkan þjóðar- búskap. Fer hér á eftir fyrri hluti þessarar greinargerðar orð- réttur. lyjargt kemur til greina, er meta skal áhrif álbræðslu á fram- tfðarafkomu þjóðarbúsins. Við slíkt mat verður að vega á eina hlið þann ávinning, sem slíkri framkvæmd væri samfara, en á hina þær byrðar, sem íslenzka þjóðarbúið tekur á sig á móti. í því, sem hér fer á eftir, verður þetta gert með þeim hætti, að fyrst verður rakið hvaða efna- hagslegur hagur er að byggingu álbræðslu f hagkvæmari þróun orkumála, auknum gjaldeyris- og þjóðartekjum og aukinni iðnvæð- ingu. Sfðan verður kannað, hvað íslendingar þurfa að ieggja á móti f vinnuafli, fjármagni og á- hættu. Verður svo að lokum hægt að vega þessa þætti saman í því skyni að meta, hver heildarút- koma dæmisins reynist frá sjón- armiði íslendinga. 1 þessum samanburði öllum er gengið út frá því, að hagkvæm- asta leiðin varðandi þróun raf- orkuframleiðslu fyrir Suður- og Vesturlandi á næstu árum sé virkjun Búrfells, hvort sem ál- bræðsla yrði byggð eða ekki. Reyndist þetta niðurstaða víð- tækra samanburðarathugana, sem gerðar voru á Búrfellsvirkjun annars vegar og byggingu ýmissa smærri orkuvera hins vegar. Var meðal annars gerð grein fyrir at- hugunum þessum með fumvarpi um Landsvirkjun, er fram var lagt vorið 1965. Verður nú rætt um einstaka þætti hins þjóðhagslega saman- burðar, og verður byrjað á raf- orkumálunum. Áhrif álbræðslu á bróun raforkumála I sérstökum kafia hér á eftir er gerð allrækileg grein fyrir þeim hagstæðu áhrifum, sem bygging álbræðslu og langur raf- magnssamningur við hana mun hafa á hag Landsvirkjunar og þróun raforkumála. Álbræðslan gerir það kteift að ráðast með hagkvæmum hætti í byggingu stórra orkuvera f hinum miklu óvirkjuðu jökulám íslands. Gerð- ur hefur verið viðtækur tölulegur samanburður á því, hver muni verða afkoma Landsvirkjunar, ef ráðizt væri í Búrfellsvirkjun án rafmagnssamnings við álbræðslu annars vegar, en með slíkum samningi hins vegar. Þessir út- reikningar hafa verið gerðir ár fyrir ár allt fram til ársins 1985, en Búrfellsvirkjun án álbræðslu mundi fullnægja raforkuþörfinni sunnan- og vestanlands fram til þess tíma. Til þess að gera þá leið að byggja Búrfellsvirkjun með samningi um orkusölu til álbræðslu sambærilega, hefur verið gert ráð fyrir byggingu annarrar virkjunar á eftir Búrfells virkjun, er hefði 126 MW afl, svo að séð yrði fyrir allri raforku- þörf fyrir Suðvesturland fram til ársins 1985. í reikningunum hef- ur verið gert ráð fyrir því, að þessi virkjun yrði gerð við Háa- foss, en ýmsar aðrar leiðir geta að sjálfsögðu komið til greina. 1 útreikningunum er áætlað að verja til þessarar seinni virkj- unar 975 millj. kr. án vaxta á byggingartíma. Samanburður á þessum tveim- ur leiðum í raforkumálum hefur leitt í ljós eftirfarandi meginnið- urstöður: Sé litið á rekstrarafkomu Landsvirkjunar fram til ársins 1985, eins og hún mundi vera samkvæmt hvorri Ieiðinni fyrir sig, kemur í ljós, að samanlagð- ur tekjuafgangur fram til ársins 1985 mundi án vaxta verða 700 millj. kr. meira, ef gerður yrði rafmagnssamningur við ál- bræðslu. Er þá þegar búið að reikna inn í dæmið allan kostnað af byggingu nýs orkuvers, er kæmi í stað þess hluta Búrfells- virkjunar, er framleiddi raforku fyrir álbræðsluna. Sú mikla iækk un á framleiðslukostnaði raforku fyrir innanlandsmarkað, sem samningur við álbræðslu gerir mögulega, gæti að sjálfsögðu komið fram annað hvort í lægra raforkuverði eða örari uppbygg- ingu raforkukerfisins, eftir því hvað þætti þjóðhagslega hag- kvæmara. Að því er raforkuverðinu við- kemur, sýna útreikningar, að raf- orkukostnaður á árunum 1969— 1980 mundi verða 28% hærri, ef Búrfeilsvirkjun væri eingöngu byggð fyrir almenningsnotkun og enginn sölusamningur gerður við álbræðslu. Fyrstu árin mundi þó raforkuverðið þurfa að hækka enn þá meira en þetta umfram það, sem nauðsynlegt yrði, ef álbræðsla væri byggð. Ef þjóð- hagslegar ástæður benda til þess i framtíðinni, að hakvæmt sé að halda áfram örri uppbyggingu orkuframleiðslunnar í landinu, er líklegt, að þeim hagnaði, sem hér um ræðir, verði frekar varið til örari uppbyggingar, heldur en lækkunar raforkuverðs. Sé allur hagnaðarmismunurinn á þessum tveimur leiðum lagður í nýja stórvirkjun á móti 50% lánsfjár- öflun annars staðar að, mundi það t. d. nægja riflega fyrir virkj- un Dettifoss. Hinn mikli hagnaður, sem í þvi felst að gera samning við ál- bræðslu nú, liggur einfaldlega í því, að geta miklu fyrr en ella nýtt til tekjuöflunar fyrir þjóðar- búið stórfellda raforkufram- leiðslu, sem ella væri ekki mark- aður fyrir. Þetta mun svo aftur hafa í för með sér örari uppbygg ingu orkuframleiðslunnar i fram- tíðinni ásamt þeim efnahagslegu tækifærum, sem f þvf 1 Loks er svo rétt að beaða t það, að hér hefur aðelns veriB rætt um afkomu Landsvirkjunar fram til ársins 1985, en eftlr |wi tíma mun rafmagnssamntagurinn við álbræðsluna halda áfram afi skila Landsvirkjun miklum um- framtekjum árlega. Um 22 árum eftir að virkjunin tekur til starfa verða öll lán hennar fullgreidd, svo að allar tekju álbræðslunnar að frádregnum tiltölulega lithim áriegum rekstrarkostnaði munu þá verða hreinn greiðsluafgangnr fyrir raforkukerfið. Áhrif álbræðslu á gjaldeyris- og þjóðartekjur Bygging álbræðslu mun hafa i för með sér mjög verulega aukn- ingu gjaldeyristekna, og í því felst einn meginávinningur þjóðarbús- ins af þessari framkvæmd. Fram- leiðsluafköst álbræðslunnar werða í upphafi 30 þús. tonn af málmi á ári, en þau munu aukast í tveimur áföngum upp í 60 þús. tonn, en þeirri framleiðslu verður náð í síðasta lagi sex árum eftir að fyrsti áfangi tekur til starfa. Búast má við, að afköst fari sfð- an smávaxandi með bættri nýt- ingu bræðslunnar Útflutnings- verð.mæti 60 þús. tonna fram- ’ leiðslu mun verða nálægt 1300 millj. kr. miðað við núgildandi verðlag. Verðmæti útflutningsins gefur hins vegar ekki rétta mynd af hreinum gjaldeyristekjum af bræðslunni, þar sem hún þarf að flytja inn mikið hráefni, svo og að greiða vexti, afborgánir og önnur gjöld i erlendum gjaldeyri. Gerðar hafa verið áætlan- ir um rekstrarkostnað bræðsl- unnar, þar sem öll slík út- gjöld í erlendum gjaldeyri eni talin frá, og benda þær til þess, að hreinar gjaldeyristekjur af 60 þús. tonna bræðslu muni nema 300—320 millj. kr. á ári hverju, en af 30 þús. tonna bræðslu 150 millj. kr. Hefur þá einnig verið tekið tillit til endurgreiðslu er- lendra lána af Búrfellsvirkjun í hlutfalli við orkukaup álbræðsl- unnar frá henni. Auk þessara tekna, af rekstri bræðslunnar, munu íslendingar hafa verulegar gjaldeyristekjur í sambandi við byggingu hennar. Áætlað er, að mannaflaþörf við rekstur 30 þús. tonna ál- bræðslu sé um 300 manns, er hækki í 450, þegar bræðslan hefur náð fullum afköstum. Þetta samsvarar þvf, að hreinar gjald- eyristekjur á mann séu í upphafi 500 þús. kr., en hækki síðan í um það bil 700 þús. kr., þegar bræðslan hefur náð fullum af- köstum. Erfitt er að bera þær tölur, sem hér hafa verið nefndar. saman við aðra gjaldeyrisaflandi atvinnuvegi, þar sem ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um það, hve miklum hluta erlendur kostnaður nemur af heildargjald- eyristekjum þessara greina. Árið 1965 var sjávarútveginum sér- staklega hagstætt, og mun fram- leiðsluverðmæti hans þá hafa numið nær 6000 millj. kr. Að þessari framleiðslu munu hafa unnið beint í útgerð, fiskvinnslu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.