Vísir - 02.04.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 02.04.1966, Blaðsíða 9
VI5IR . Laugardagur 2, anríl 1966. 9 ar álbræðslu á þjóðarhag Skattatekjur af álbræðslunni 1400 millj. kr. fyrstu 25 árin og iðnaði, sem eingöngu vinnur i þágu sjávarútvegsins, um 15 þús. manns. Heildarútflutningsverð- mæti á mann hefur því verið um 400 þús. kr., en frá þvi þarf að draga erlendan tilkostnað, sem í þessum atvinnuvegi mun að jafn aði liggja nærri y3 af framleiðslu verðmætinu. Munu þá hreinar gjaldeyristekjur hafa numið 250 —300 þús. kr. á hvert mannár, sem unnið hefur verið. Að sjálf- sögðu eru þessar hrelnu gjaldeyr- istekjur mjög mismunandi í ein- stökum greinum sjávarútvegsins, og þar að auki breytilegar frá ári til árs. Hins vegar er ljóst, að jafnvel borið saman við hinn af- kastamikla sjávarútveg íslend- inga mun álbræðslan skila mjög hagstæðum tekjum í erlendum gjaldeyri miðað við þann mann- aha, sem við rekstur hennar verð ur bundinn. Bein áhrif álbræðslunnar á þjóðartekur eru mjög svipuð hreinum gjaldeyristekjum af benni. Á hinn bóginn er rétt að hafa í huga, að álbræðslan er ný undirstöðuatvinnugrein, sem skapar viðbótargjaldeyristekjur, sem aftur verða undirstaða frek- ari aukningar þjóðarteknanna. Reynslan hefur sýnt að aukning þjóðartekna hér á landi er mjög háð því, hver aukning á sér stað í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Gjaldeyrisöflunin er á vissan hátt undirstaða annarrar tekju- öflúnar, svo sem í formi fram- Ieiðslu á innlendum neyzluvör- um og hvers konar þjónustu. Reynslan hefur bent til þess, að í grófum dráttum þurfi hrein gjaldeyrisöflun að nema um y4 af þjóðartekjunum. Þetta þýðir með öðrum orðum, að aukning hreinna gjaldeyristekna skapi svigrúm til allt að fjórfaldrar aukningar þjóðartekna. Þetta hefur komið skýrt f Ijós i því, að undanfarin 20 ár hafa öll tímabil ört vaxandi þjóðartekna verið í beinu samhengi við mikla aukn- ingu gjaldeyristekna. Samkvaémt þessum reikningi má ætla, að ál- bræðslan skapi svigrúm til aukn- ingar þjóðartekna, er nemi allt að 1200 millj. kr„ sem að sjálf- sögðu mundu dreifast um hag- kerfið. Skattlagning álbrædslu Mikilvægur þáttur í tekjum ís- lendinga af rekstri álbræðslunnar eru skattar þeir, sem hún mun greiða. Um skattafyrirkomulagið hefur verið samið sérstaklega í aðalsamningnum, en meginatrið- ið í þvf er, að í stað venjulegra skatta, sem íslenzk fyrirtæki greiða, verði skattlagning ál- bræðslunnar í formi sérstaks framleiðslugjalds, er lagt verði á hvert tonn, er bræðslan fram- leiðir. Gjaldið er ákveðið i doll- urum og greiðist í þeim gjald- eyri eða öðrum, er íslendingar kunna að samþykkja. í upphafi er gjaldið 12.5 dollarar á tonn, en hækkar í 20 dollara á tonn, þeg- ar bræðslan hefur náð fullum af- köstum. Þegar afskriftartímanum lýkur, en hann er ákveðinn 15 Álverksmiðjan við Straum. Þannlg mun hin nýja verksmlðja líta út þegar hún verður fullgerð, við höfnina í Straumsvík. Líkan fellt inn í ljósmynd af umhverflnu. ár fyrir hvem áfanga bræðsl- unnar, hækkar gjaldið i 35 doll- ara á hvert tonn. Framleiðslugjaldið hefur verið við það miðað, að skattlagning álbræðslunnar verði ekki lægri en hún mundi vera samkvæmt hæstu skattaálagningarreglunum, er í gildi eru hér á landi. Sam- kvæmt þeim mundi skattlagning slfks fyrirtækis nema nálægt % af ágóða, áður en frá er dreginn útgreiddur arður eða varasjóðs- tillög. Framleiðslugjaldið er miðað við núverandi verð á áli á heims- markaðinum, en það er 24.5 sent á hvert enskt pund. Hefur það verð mjög lftið breytzt nú um mörg ár. Framleiðslugjaldið verð ur óbreytt, þótt ál hækki eða lækki um 10% frá núverandi verði, en ef það fer út fyrir þau mörk, hækkar eða lækkar skatt- urinn um 7 dollara á tonn fyrir hvert eitt sent, sem verðið breyt- ist. Má telja mjög lítil líkindi á því, að verðið fari niður fyrir neðri mörkin, nema um mjög al- mennt verðhrun verði að ræða á heimsmörkuðum. Verði hins vegar áframhald almennra verð- hækkana í heiminum, eins og margir búast við, munu íslend ingar njóta hækkana á verði á áli í formi mjög ört hækkandi skatttekna. Ef heimsmarkaðsverð á áli hækkar um 25% mun fram- leiðslugjaldið hækka úr 20 doll- urum í 45 dollara eða um 125%. Vegna þeirrar áhættu, sem í framleiðslugjaldinu felst fyrir Alusuissie, hefur verið fallizt á, að það geti fengið lækkun á skattinum, ef hann fer yfir 50% af nettotekjum fyrirtækisins. Þannig er þó samið, að þetta á- kvæði til þess að lækka greiddan skatt niður fyrir 20 dollara á hvert tonn af framle'iddu áli. I stað þess mundi álbræðslan fá skattinnstæðu, er hún gæti notað til lækkunar á framleiðslugjald- inu, þegar það fer yfir 20 dollara á tonn. Tryggir þetta íslending- um öruggar lágmarkstekjur af skattinum á samningstímabilinu, hver sem afkoma álbræðslunnar er. Margvisleg rök hnigu að því, að samið var um það skattafyrir- komulag, sem nú hefur verið lýst Mikilvægust í því sambandi er sú nauðsyn íslendinga, að í samningunum séu þeim tryggðar öruggar tekjur af álbræðslunni, svo að um sem minnsta áhættu sé að ræða fyrir þá varðandi þess ar framkvæmdir í heild. Álbræðsl an mun njóta litillar sem engrar þjónustu af hálfu fslenzkra yfir- valda, nema sérstök greiðsIa korhi,,W fyrir, svo að líta má á megin- hluta skattteknanna sem hreinar tekjur fyrir þjóðarbúið. Einnig má líta á skattana sem viðbótar- greiðslu fyrir þá aðstöðu, er felst í samningunum um sölu raforku til bræðslunnar, en hann er und irstaða þess, að slíkt fyrirtæki sé staðsett hér á landi. Miðað við ó- breytt verð á áli munu skatttekj- ur af bræðslunni fyrstu 25 árin nema rúmum 1400 millj. kr. í er- lendum gjaldeyri. Samtals munu því tekjur af raforkusölu og skött um af álbræðslunni á þessu 25 ára tímabili nema nær 4100 millj. kr.. Eru það vissulega mjög miklar tekjur miðað við það sem íslendingar þurfa að leggja af mörkum til þess að tryggja bræðslunni raforku. Vegna þess hve álbræðslan er fjármagns- frekt fyrirtæki og mannaflaþörf hennar tiltölulega lítil miðuð við verðmæti framleiöslunnar, eru skattar þeir, er hún greiðir, mjög háir á hvern vinnandi mann í fyr irtækinu. Eftir að bræðslan er bú- in að ná fullum afköstum mun skattgreiðslan nema um 110 þús. kr .á hvern vinnandi mann, en hækka f nær 200 þús. kr„ þegar afskriftatímanum lýkur. Önnur ástæða fyrir því aö leggja skatta á í formi fram- leiðslugjalds er, að mjög erfitt er að fylgjast með og ákveða raun- verulegan ágóða fyrirtækis eins og álbræðslu, sem raunverulega er hlekkur í langri framleiðslu- keðju, sem öll er í höndum sama aðila. Þekkt erlent ráðgjafarfyrir- tæki, sem leitaö var til í þessu efni, mælti eindregið með því aö reynt yrði að hafa skattlagning- una í formi framleiðslugjalds, er aldrei færi niður úr ákveðnu lág marki. Hefur tekizt að tryggja slíkt fyrirkomulag með hagstæð um hætti í þeim samningum, sem nú liggja fyrir. Jafnframt því sem ákvörðun nettotekna slíks fyrir- tækis er miklum vandkvæðum bundin, mundi það eftir íslenzk- um skattalögum hafa verulega möguleika til þess að draga úr eða fresta skattgreiðslum. Mikill hluti skattlagningarfyrirtækja fer t.d. til sveitarfélaga, þar sem af- slættir eru veittir frá skattstig- um, en þaö mundi verða nærri því óhjákvaspjilegt, þegar. svo stó.rt fyrirtæki væii staösett í tiltölu- lega litlu sveitarfélagi. Einnig mundu íslenzkar afskriftarreglur og reglur um greiðslur f vara- sjóð hafa oröið þess valdandi, að fyrirtækið mundi greiða mjög litla skatta fyrstu árin. Einn skatt ur í formi framleiðslugjalds er því miklu öruggari og hreinlegri skattlagning á slíku fyrirtæki, heldur en þau margbrotnu skatta- lög, sem nú gilda hér á Iandi og miöuð eru við allt aðra tegund fyrirtækja. Loks er svo það sjónarmið, aö æskilegt hefur verið talið að verja skatttekjum álbræðslunnar með öðrum hætti en skatttekjum fyrirtækja yfirleitt. Óeðlilegt þótti t.d„ að viðkomandi sveitarfélag fengi langdrýgstan hluta skatt- anna, þegar um er að ræða stórt fyrirtæki í erlendri eigu, sem stofnað er með sérstökum samn- ingum viö íslenzka rikið. Ríkis- stjómin hefur auk þess talið æskilegt, að tekjum af álbræösl- unni veröi varið aö miklum hluta til að efla alhliöa uppbyggingu atvinnulífs , landsmanna og að jafna atvinnuskilyrðin um landið með eflingu heilbrigös atvinnu- rekstrar. Ríkisstjómin hefur því ákveðið að leggja til, að 70% af skatttekjum bræöslunnar fyrstu níu árin, en 75% eftir það, verði látið ganga til atvinnujöfnunar- sjóðs í samræmi við frumvarp um það efni, sem hún hefur undir- búið. Yfir 25 ára tímabil er hér um að ræða tekjur fyrir atvinnu- jöfnunarsjóð að upphæð 1037 millj. kr. eða rúm 41 millj. kr. á ári að meðaltali. Til Hafnarfjarö- arkaupstaöar munu ganga 25% fyrstu níu árin, en 20% úr því, og munu þá skatttekjur Hafnarfjarö ar veröa 294 millj. kr. á sama tímabili eða um 12 millj. kr. á ári að meðaltali. Loks er lagt til að 5% gangi til Iðnlánasjóðs, en það er um 3 millj. kr. á ári yfir 25 ára tímabil. Eins og áður segir, kemur fram- leiðslugjaldið í stað beinna skatta er álbræðslan mundi ella greiða hér á landi. Hins vegar mun hún auk þess greiða 'margvísleg önn- ur gjöld, svo sem hvers konar fé lagsleg gjöld, launaskatt, sölu- skatt af vörum og þjónustu, er hún kaupir hér á landi, margvís leg leyfisgjöld og fleira. Á hinn bóginn er hún undanþegin að- flutningsgjöldum af vörum, sem eru beinlínis fluttar inn til bygg- ingar eða rekstrar álbræðslunnar sjálfrar. Slik undanþága frá greiðslu aðflutningsgjalda er ó- hjákvæmileg, þar sem um er að ræða beina útflutningsfram- leiðslu, sem í öðrum löndum þarf yfirleitt enga slíka skatta að greiða. Á hinn bóginn nær þessi undanþága frá aðflutningsgjöld- um ekki til neins konar neyzlu- vamings, né vörutegunda svo sem bíla, skrifstofuvamings eða annars, sem ekki er beinlínis tengt bræðslunni sjálfri. Áhrif til aukinnar iðnvæðingar Framleiðsla álbræðslunnar yrði í formi hrámálms í ýmiss konar formum, sem síöar yrði fluttur til útlanda til frekari vinnslu. Þessi innlenda hráefnaframleiðsla mundi hins vegar einnig geta skapaö tækifæri til þess, aö upp risi í landinu ýmiss konar iðnaö- ur úr áli, einkum til innanlands- notkunar. Eitt af því, sem háir íslenzkum iðnaði, er hár hráefnis kostnaður, þar sem flest hráefni eru hér innflutt og mun dýrari en í þeim iðnaðarlöndum, sem við er keppt. Frá þessu sjónar- miði mundi bygging álbræðslu skapa mikilvæg ný tækifæri, þar sem ál gæti orðið hér jafn ódýrt eða ódýrara en í nágrannalöndun um. Þetta ætti ekki aðeins að skapa góða aðstöðu til sam- keppni við innfluttar álvörur, heldur einnig betri aðstöðu til að byggja upp útflutningsiðnað en Framh. á 5. sfðu. E* a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.