Vísir - 04.04.1966, Síða 3

Vísir - 04.04.1966, Síða 3
Mánudagur 4. apríl 1966. ’f — Spiallað við fvo erlenda sfúdenfa á Nýja Garði Jgrlendir stúdentar við Háskól- ann fara yfir tuginn að jafnaði, en nokkuð er tala þeirra mismunandi. Yfirleitt eru fslendingar forvitnir um hag gesta sinna, en afskipta- leysi landanna er líka með ein dæmum og er helzta umkvört unarefni stúdentanna sem hing- að eru komnir til þess að stunda nám í íslenzku að þeir geti ekki kynnzt íslendingum og þá ekki fengið þá æfingu í málinu sem skyldi. Yfirleitt er fyrsta spurning íslendingsins, þegar hann hitt ir þessa mætu menn og kon- ur: — Hvernig kanntu viö þig á fslandi? og svarið kemur eft ir 'dálítið hik — Jú, ágætlega. Nýi Garður hýsir að þessu sinni flesta erlendu stúdentanna og var leitað þangað til þess að ná tali af einhverjúm þeirra og spyrja um hagi þeirra. JJelga Brenner var í anddyr- inu, há og grönn, dökk yf- irlitum og fjörleg. Hún býöur strax til herbergis síns, sem hún hefur gert að heimili sínu í vetur. Á veggnum er mynd af heimabænum Coburg í Þýzka landi, hvítt gæruskinn er til prýðis á svefnbekknum og alls staðar blasa við bækur, auk mynda og ýmissa smáhluta, sem Helga hefur haft með sér að heiman til þess að gera vist legt hjá sér. Hún hlær við, þegar hún segir, að Ámi Gunn arsson fulltrúi hjá Stjórnarráð inu hafi sagt við sig, þegar bókakassarnir fóru að berast, að nú kæmist hún aldrei aftur frá fslandi bókastaflarnir sæu fyrir því að kröa hana inni í herberginu. — Ég kom hingað í janúar lok, segir Helga, ég tók próf í haust í latínu og þýzkum fræðum í Erlang í Bavem. En ég er ekki þaðan, segir Helga ég er frá Coburg, gamalli borg í Norður-Bayern og er hún nálægt landamærum Austur- Þýzkalands, í tíu km. fjarlægö. Jú, við merkjum það. Faðir minn gat farið í skóginn á skíð um þegar hann var drengur, en nú sjáum við aðeins varð- turnana og ijósin frá ljósköst urum. Coburg er mjög gömul borg og hefur haft sambönd við allan heim. Þaðan var t. d. Albert, maki Viktoríu Englands drottningar og kom hann oft í heimsókn. Núna eru gadda- vírsgirðingar í 10 km. fjarlægð frá Coburg sem vara íbúa Co- burg við. Jú, landamærin hafa Michel Sallé: við útlendingamir erum mest saman. breytt borginni og lífi íbúanna mikið. Núna höfum við engan iðnað lengur en áður var í Co- burg frægasti brúðuiðnaöur Þýzkalands. En augun og höf- uð brúðanna voru gerð í ann- arri borg ekki langt frá sem nú er hinum megin við landamær in og þeir hafa komið upp sínum eigin iðnaði. Allt er lok- að fyrir austan svo að núna erum við á enda veraldar. í Coburg eru aðeins haldin stú dentaþing núna. — É® verið menntaskóla kennari heima, en mig langaði til þess að lesa íslenzk leikrit og til þess kom ég hing að. Fyrst fékk ég áhuga á latn eskum og þýzkum leikritum og prófritgerðin min var um þau. En það er ekkert skrifað um íslenzk leikrit svo að ég ætla að gera það. En til þess verð ég að læra islenzku og ég sæki jafnvel tíma fyrir þá sem lengra eru komnir, og nú hlær Helga. Helga er styrkþegi við Há- skólann. — Styrkurinn er ekki borgaöur lengur en til apríl- loka, hún brosir ofurlitiö hik andi og bætir við, held ég. Þá verð ég að fá mér vinnu. Ég get fengið nóga vinnu, unnið í fiski eöa einhverju öðru starfi, en þá gefst ekki tími til þess að skrifa, bara til þess að vinna fyrir peningum og að læra að tala íslenzku. Hún bendir á gæruskinnið og segir um leið: — Ég sat hjá börnum og þess vegna gat ég keypt gær una, allt er svo dýrt héma á ls landi. Helga hefur enn ekki séð mikið af íslandi — En í sumar ætla ég að sjá landið, fara í þriggja vikna ferðalag með vinkonu minni, til Þingvalla og fleiri staða. Hingað til hef ég ekki getað farið mikið erlendir stúdentar hafa ekki bila. /"'kg nú kemur spurningin sl- ^ gilda: — Hvernig likar þér dvöl in á Islandi? Helga hugsar sig um ofur lítið og segir svo og brosir. — Ég sé ekki eftir því að hafa komiö, en það er erfitt að kynnast íslendingum líka héma á Nýja Garði. — Og hvernig geðjast þér að íslenzka matnúm? — Mér finnst fiskurinn ekki góður, ég held að jafnyel íslenzku stúdentarnir eldi ekki fisk hérna í eldhúsunum á Garðinum. Frosni fiskur- inn var ekki góður* en síðan við fórum að fá nýjan fisk er þetta betra, hann er miklu betri Kjöt get ég ekki fengið sent að heiman vegna gin- og klaufaveikinnar. Annars ætla ég og dönsk stúlka hérna, að fara út eina nótt með fiskibát, í næstu viku til þess að kynnast því hvemig veiðarnar fara fram og til þess að læra íslenzku. — En hvað viltu segja um íslenzka háskólann? — Það hefur að'eins verið há skóli á íslandi I fimmtíu ár, en viö höfum haft háskóla í fimm hundruð ár Það er enn verið að byggja háskólann héma upp. Á bókasafninu eru t.d. engar skrár til þess að fletta upp í Heima í Þýzkalandi geturðu strax fundið I spjaldskránni aö doktor þessi eða hinn hefur skrifað um allt milli himins og jarðar. Hér geturöu skrifað sjálf, en það er ekki eins gott að finna þaö sem aðrir hafa skrifað. — Og íslenzkan, hvernig gengur með hana? Það hefur verið sagt að erlendu stúdent arnir lærðu ensku hér á und- an íslenzkunni? — Já, þú lærir mikið í ensku hérna, en til þess að læra ís- lenzku verður þú að hitta Is- lendinga. t’f": t herbergi ekki langt frá situr Michel Sallé við ritvélina þegar komið er inn. Væri hægt að fá stutt við- tal? — Já, ef það er ekki fyrsta aprílgabb, segir Michel tor- trygginn. Michel Sallé kom fyrst hing- að sem ferðamaöur árið 1964 og leizt svo vel á sig að hann kom aftur í ágúst sl. Þá ferð aðist hann víða um landið í atvinnuleit og lenti á Raufar- höfn þar sem hann vann um tíma í síldarverksmiðju. — i Ég lagði stund á nám í stjórnmálum í París við Institut d’Etudes Politiques. Svo á- kvað ég að gera ritgerð um pólitík á Islandi. Ég verð hérna enn eitt ár, geri ráð fyr ir að ljúka við ritgerðina á næsta ári. — Það geta ekki verið marg ir útlendingar sem hafa lagt sama efni fyrir sig? — Ég er sá fyrsti sem tek þetta fyrir, en ég skrifa um á- hrif efnahagslífsins á stjórnmál eftir strið. Það er miklu erfið- ara að skrifa um stjórnmál á Islandi en ég hélt í fyrstu. Það hefur ekkert verið skrifað um þetta efni hér svo að ég verð hérna í tvö ár í staðinn fyrir eitt eins og ég hafði gert ráð fyrir í byrjun. Nú vinn ég að söfnun gagna um efna- hagslífið og það er auðveldara en stjórnmálin. lyrichel biðst afsökunar, ís- A lenzkan er ekki nógu góð, enskan ekki heldur segir hann — Við útlendingarnir erum mest saman, en ég hitti íslenzk an stúdent úti í Frakklandi og hann sagöi það sama að hasn þekkti engan Frakka og að íslendingarnir héldu hópinn sam an. Og hvað tekur við fyrir Mich Framh. a bls. 4 Helga Brenner: Islendinga. læra íslenzku veröur þú að hitta

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.