Vísir - 14.04.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 14.04.1966, Blaðsíða 9
V 1S I R . Fimmtudagur 14. apríl 1966. ★ 1 fréttum af fiskvinnslu hefur oftast verið talað um frystihús, en saltfiskstöðvar mjög sjaldan nefndar á nafn, líkt og þessar stöðvar hefðu ekki lengur neina sérstaka þýðingu fyrir fiskiðnað okkar. Blaðamaður Vísis fór þvi nýlega á fund Lofts Loftssonar, deildarverkfræðings tæknideild ar S.Í.F., til að fá fréttir af salt- fisksstöðvunum. — Hvað getur þú sagt okkur um vélvæðingu í saltfiskhúsum almennt? — Óhætt er að fullyrða, að tækniþróunin i saltfiskiðnaði okkar hefur verið hægari en í mörgum örðum atvinnugreinum, svo sem í freðfiskiðnaðinum. Ástæðan fyrir þessu getur verið sú, að saltfiskverkun er gömul Nýjar stöðvar hafa verið byggðar og eru þær bjartar, þrifalegar og rúmgóðar. Sem sagt, — það er langt frá því, að áhugi á saltfiskfram- leiðslu sé dvínandi. Meiri tækni — Mikið er rætt um að auka beri útflutningsverðmæti fiskaf- urðanna. Hvað segir þú um það? — Ekki er ég á móti því, að gerðar séu tilraunir með nýjar vinnsluaðferðir og reynd ný tæki, sem aukið gætu verðmæti fiskafurðanna. Slíkar tilraunir eru orðnar aðkallandi og þvrftu að gerast á breiðum grundvelli til að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Aftur á móti þarf nettó hagn aðurinn af dýrseldum fiskafurð um ekki alltaf að vera mikill, ef nota þarf til framleiðslunnar mjög dýr og afkastalitil tæki, eins og t. d. frost-þurrkunartæki Unnið við aö gera aö fiski. Hausunarvél í baksýn, Ný tækni og og rótgróin atvinnugrein og þvi mikið stuðzt við gamlar aðferð- ir, en freðfiskiðnaðurinn er til- tölulega ung atvinnugrein hér á landi. Þó hefur tæknin nú á síðustu árum haldið innreið sína í marg- ar saltfiskstöðvar og gefa þær mörgu frystihúsinu ekkert eftir, hvað það snertir .Virðist mikill hugur í saltfiskframleiðendum að koma á aukinni hagræðingu í húsum sinum, enda þótt þeir séu ekki styrktir af almannafé til þess. Má t. d. nefna, að 20—30 stöðvar hafa þegar fengið sér mjög fullkomnar hausunar- og flatningsvélar. Verðið á þessum vélum tveim er nú tæpar milljón krónur. Þá hafa stöðvar þessar einnig fengið sér færibandaút- búnað í kringum vélamar. Marg ar stöðvar, sem ekki hafa þessar vélar, hafa útvegað sér hentug færibandakerfi, sem létta mikið störfin. Um 10 stöðvar eru með full- komna þurrkklefa, útbúna sjálf stýringu á hita og loftraka. Þá eru nokkrar stöðvar famar að nota fyrirferðalitlar gaffal- lyftur við flestar tilfærslur og lyftingar á fiski á brettum og við allan saltmokstur. Gaffallyfta útbúin saltskóflu er þarfaþing í saltfiskhúsum. og atómgeislunartæki. Það getur líka oft orðið mjög seinlegt og kostnaðarsamt að koma nýjum (og dýrum)) afurðum inn á mark aðinn. Á hinn bóginn eru markaðir fyrir freðfisk, saltfisk og skreið þegar opnir og nokkum veginn ömggir. Að mínu áliti ber að styrkja framleiðslu þessara af- urða á sem flestan hátt, t. d. með rekstrarlánum, hagræðing- arlánum o. s. frv., þar sem þess- ar afurðir eru aðalútflutnings- vörur okkar og munu eflaust verða f mörg ár enn. Það, sem gæti aukið verðmæti þessara útflutningsafurða nú þegar ét betri ttteðferð á fiskin- um f bátunum (kúttun, fsun, kössum o.s.frv.,) svo að stöðv- amar fengju betri hráefni til að vinna úr. Hvað snertir saltfisk, ‘er hag- kvæmast að nota stóran þorsk til þeirra vinnslu, þar sem hann þykir sérstök gæðavara f mark- aðslöndunum, og þvf unnt að fá gott verð fyrir hann. Smáfiskinn er aftur á móti hagkvæmara að nota í aðra vinnslu, eins og t. d. í skreið eða frystingu. Saltfisk- iðnaður okkar stendur vel að vígi, hvað þetta snertir, þar sem megnið af þorskafla bátanna á vetrarvertfðinni er einmitt stór fiskur. Til fróðleiks má geta þess, að SlF hefur gert tilraunir með vandaðar neytendaumbúðir á saltfiski og hafa þær likað vel. Nú f augnablikinu er hins vegar ekki brýn þörf fyrir slfka vinnslu, þar sem takmarkað vinnuafl er fyrir hendi, en fram leiðslan mannfrek. En þetta get- ur breytzt, bæði vegna fólks- fjölgunar í landinu og batnandi kjara íbúa f markaðslöndum okkar. 500 milíj. kr. verðmæti í saltfiski — Hvað er saltfisksframleiðs! an stór liður f heildarútflutningi okkar? — Ég hef ekki neinar saman- burðartölur við hendina, en á s.l. ári var t. d. fluttur út salt- fiskur fyrir rúmar 500 millj. króna. Ef litið er á útflutnings- skýrslur s.l. 10 ár, er útflutning ur á saltifski nokkuð jafn, eða um 25—30 þús. tonn á ári (mið- að við blautsaltaðan fisk). Einn- ig virðist skiptingin á þorskafl- anum milli frystingar, söltunar og skreiðarverkunar á þessu tímabili vera nokkuð föst, þ. e. um helmingur aflans fer í fryst- ingu, Vt f salt og afgangurinn f skreið, eða er flutt út ísvarið eða haft til innanlandsneyzlu. Enda þótt útflutningsverð- mæti saltfisks undanfarin ár nemi ekki nema 10—15% af heildarútflutningnum, er fróð- legt að bera það saman við út- flutningsverðmæti á árunum 1920—1940. Á þeim árum nam útflutningsverðmæti saltfisks réttum helmingi af öllum útflutn ingi landsmanna, eða rösklega það, en þá var meðalframleiðsl an á ári næstum helmingi minni en nú er (allt umreiknað i blaut saltaðan fisk). Þetta sýnir, hve útflutningsverðmæti saltfisks hafa aukizt raunverulega mikið frá því á árunum milli heims- styrjaldanna. — Þú ert sem sagt bjartsýnn á áframhaldandi saltfiskfram- leiðslu og aðra fiskvinnslu hér- lendis? — Já, já. Engin ástæða til að vera svartsýnn, þó ekki verði endalaust unnt að moká upp meira aflamagni með hverju ár- inu, sem líður. Nú þarf bara að vinna að því að fara betur með fiskinn, svo að fá megi meiri góða vöru úr honum og sem minnst fari til spillis. Fiskur fluttur á vélstiga úr flskmóttöku að upphækkaðri hausunarvéL VÍSIR ræðir við Loft Lofts son verkfræðing hjá S.I.F. Vöskunarvélar er miklð farið að nota á flattan fisk. Flatnings- vél í baksýn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.