Vísir - 14.04.1966, Blaðsíða 10

Vísir - 14.04.1966, Blaðsíða 10
w VÍSIR . Fimmtudagur 14. apríl 1966. Næturvarzla í Reykjavík vík- una 9.-16. apríl: Vesturbæjar apó- tefc. Myndin er af sjávarlandslagi ef nota má hugtak, sem ber nokkra mótsögn í sjálfu sér. Frá Reykjanesskaga norðan- verðum sést í fjarska hinn fimamikli Snæfellsjökull, líkur snæviþakinni keilu, sem rís úr hafi allt að því 1500 metra yfir sjávarmál. Stærsti jökull Is- lands er 150 km. langur og næstum 100 km. breiður. Við sjáum fyrir okkur úfið haf og brim viö klettótta strönd Klettar og sker ógna farmann- inum, og myndin fræðir okkur um það, að maður og haf eru andstæðingar. Aðeins hinir hug- prúðustu gátu tekiö upp barátt- una við hafið, gátu vogað sér út á óendanlega víöáttu þess, og þannig voru víkingamir, sem bjuggu við þetta haf, í Noregi eða á íslandi, djarfastir allra sæfara öldum saman. Með slíkan bakgrunn verður sjávarmynd til, á borð viö þá mynd, er við sjáum fyrir okkur. Venjulegur mælikvarði verður ekki lagður á myndir af þessu tagi. Jutta Guðbergsson hefur ósvikið iistahandbragö, gerir viðfangsefni sínu full skil og málar af djúpri þekkingu, en það er listræn dyggð, sem hún er gædd í ríkum mæli, ef dæma skal eftir þessari einu mynd. FUNDAHÖLD Kvenfélag Bústaðasóknar: Skemmtifundur verður haMinn í Réttarholtsskóla fimmtudags- kvöld kl. 8.30. Mæöur fé- lagskvenna og konur úr sókn- inni sextugar og eldri eru sér- staklega boönar — Stjómin. Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 15. apríl: Hannes Blön- dal, Kirkjuvegi 4. Sími 50745. ÚTVARP Málverk á forsíðu „Leben und Glauben" Jutta Guðbergsson, sem hélt fyrir skömmu sýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins, hefur nú fengið mynd af einu málverka sinna á forsíðu svissneska blaðs ins „Leben und Glauben" eða „Líf og trú“, sem er gefjð út í Bern, höfuðborg Sviss. 1 þessu hefti blaðsins, sem kom út þann 12. marz er stór myndagein um ísland, fortíðarinnar og einkum nútímans. I blaðinu er þetta m.a. sagt um Jutta Guðbergsson: Listmálarinn, sem málað hef ur þessa lífsþrungnu sjávar- mynd, ber ósvikiö norrænt nafn og heitir Jutta Guðbergsson. Hún er búsett á íslandi, í Hafn- arfirði, sem er um þaö bil 11 km. suður af Reykjavík, höfuð- borg þessarar afskekktu eyjar í norðurhöfum. 7 Spám gildir fyrir föstudaginn J 15. aprfl. t Hrúturinn, 21. marz til 20. apríh Vinir eða vinur af gagn- stæða kyninu getur valdið ein- hverjum óþægindum eða von- brigðum — nema aö þú takir þann kostinn að snúa öllu upp í kulda og kæruleysi. Nautið, 21. aprfl til 21. mai: Láttu hendur standa fram úr ermum ef þér býðst tækifæri til að bæta aðstöðu þína og af- komu. Að öflum líkindum verð- 7 ur þetta heppnisdagur á marg- t an hátt. i Tvíburarnir, 22. maí til 21. ( júní: Ef þú þarft eitthvað að fást við peningamálin sérstak- lega — verða þér úti um lán eða veivild ráðamanna á því sviði — þá er þetta hinn ákjós anlegasti dagur til þeirra hluta. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlí: Þú getur haft mikil áhrif á sam starfsfólk þitt og þína nánustu til fylgis við áhugamál þín ef þú vilt það við hafa og heldur vel á spilunum. Ljónifl, 24. júli til 23. Igúst: Þó að margt leiki f lyndi í dag, | skaltu vara þig á að tefla of ( djarft. Einkum á þetta við í at- t vinnu- og peningamálum. 7 Treystu öðrum varlega. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.; 7 Gættu hófs í öllu, líka í vinnu, I annars er hætt við ofþreytu. I Þér býðst að öllum líkindum i þáttaka í skemmtilegum mann- / fagnaði. J Vogin, 24. sept. til 23 .okt.: \ Þú færð einhverjar skemmtileg- i ar fréttir, sem geta og bent þér í á gott tækifæri til að bæta af- / komu þína og aðstöðu. Drekinn 24. okt. til 22. nóv.: Varaðu þig á að gera um of kröfur til annarra, eða reiða þig á aðstoð þeirra, sér í lagi hvað snertir peningamálin. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú veröur að öllum Iík- indum tilneyddur að taka af- stöðu sem þér er þvert um geð. Kvöldið getur orðið skemmti- legt, heima eöa heiman. ^ Steingeitin, 22. des. til 20 t jan.: Faröu þér hægt og gæti- / lega fyrri hluta dagsins. Þegar 1 á líöur gengur margt betur en á ^ horfðist í fyrstu. k Vatnsberinn, 21 jan. til 19. . febr.: Segðu ekki frá fyrirætlun ’ um þínum. Reiknaðu ekki með ■ utanaðkomandi aöstoö svo ( nokkru nemi. , Ffskarnir, 20. febr. til 20 • marz: Þaö getur margt ólíklegt ' gerzt f dag. Vertu að minnsta kosti við öllu búinn og gerðu . ekki neinar fastar áætlanir. 7 og gekk ferðalagið ekki án tíð inda því að strax fyrir neðan Skíðaskála ÍR lentu þeir í ó- færð eins og sjá má á mynd- inni. Nær krapið og snjórinn al- veg upp á vélarhlífar bílanna og þarf augsýnilega ekki að Ieita til Norðurlandsins til þess að lenda í honum kröppum í fannfergi. (Ljósm.: Jóhannes B. Birgisson.) Fimmtudagur 14. apríl Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp 18.00 Segðu mér sögu 20.00 Daglegt mál 20.05 Gestur í útvarpssal: Fre- dell Lack fiðluleikari frá Bandaríkjunum. 20Æ5 „Sælir eru hógværir.“ Grét ar Fells rithöfundur flytur erindi 20.50 Alþýðukórinn syngur 23.W) Bókaspjall: Njöröur P. Njarðvík cand. mag. fjallar um „Dægradvöl" Benedikts Gröndals með tveimur öðr- um bókmenntamönnum. 24.45 „The Eulenspiegel" — Dglusnegill — tónaljóð op. 28 eftir Richard Strauss 22.15 „Heljarslóðarorusta", eftir Benedikt Gröndal X. 22-35 Djassþáttur 23.05 Bridgeþáttur 23.30 Dagskrárlok SJÓNVARP 17.00 Fimmtudagskvikmyndin „Leigumorðingi.“ 18.30 The Big Picture 19.00 Fréttir 19.30 The Beverly Hillbillies 20.00 Æviágrip 20.30 Ben Casey 21.30 Þáttur Andy Griffith 22.30 Kvöldfréttir 22.45 Leikhús norðurljósanna: „Razor’s Edge.“ PENNAVINUR Blaðinu hefur borizt beiðni frá enskri stúlku, sem vill gjarnan Páskana notuðu margir til úti vistar og sést hér einn hópanna sem fór út úr bænum páska- dagana. Fóru nokkrir hraustir strákar úr borginni á jeppum komast í bréfasamband við ís- lending, um að birta nafn henn ar og heimilisfang. Ef einhver vill fá nánari upplýsingar eða skrif ast á viö Rosemary Maund er heimilisfang hennar: The Bunga- low 21a Meadow Drive, Hamp- ton-in-Arden, Solihull Warwicks hire, England. Rosemary hefur mikinn áhuga á að skiptast á bréfum við einhvem pennavin og hefur áöur gert tilraun tii þess, að komast í samband við einn án þess þó að það hafi tekizt. flytja erindi o.fl. Sænsku kennarasamböndin hafa boðið 5 íslenzkum barna- kennurum að sækja námskeiðiö. Fæði og húsnæði námskeiöisdag ana verður þeim að kostnaðar- lausu. Allar nánari upplýsingár eru veittar á skrifstofu S.Í.B., Þing- holtsstræti 30, sími 24070. Skrif stofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17-19. Þeir barnakennarar, sem hefðu hug á aö sækja námskeiðið eru vinsamlega beðnir að tilkynna það fyrir 25. apríl n.k., einnig má hringja í Svavar Helgason, sími 14603. STYRKUR Borgarstjórnin í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Styrkurinn nemur DM 350 á mánuði í 10 mánuöi, til dvalar í Kiel frá 1. okt 1966 til 31. júlí 1967, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt all- ir stúdentar, sem hafa stundað háskólanám í a.m.k. þrjú miss- eri í guðfræði, lögfræði, hag- fræöi, læknisfræði, málvísind- um, náttúruvisindum, heimspeki, sagnfræði og landbúnaöarvísind- um. Ef styrkhafi óskar eftir því, verður honum komið fyrir í stú- dentagarði, þar sem fæöi og hús- næði kostar um DM 200 á mánuði Styrkhafi skal vera kominn til háskólans eigi síöar en 15. okt. 1966 til undirbúnings undir nám- ið, en kennsla hefst 1. nóvember Umsækjendur veröa að hafa nægilega kunnáttu í þýzku. , Umskónir um styrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla ís- lands eigi síðar en 1. maí n.k. Um sóknum skulu fylgja vottorö a. m.k. tveggja manna um námsá- stundun og námsárangur og a.m. k. eins manns, sem er persónu- lega kunnugur umsækjanda. Um sóknir og vottorð skulu vera á þýzku. TILKYNNING Kennarasambönd Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs efna til námskeiðs fyrir kennara skyldunámsstigsins í sumar, dag ana 35.-30. júlí n.k. Námskeiðið verður haldið í Wendelsberg Folkehögskola, Mölnlycke, sem er skammt frá Gautaborg. Slík námskeið hafa verið hald in á hverju ári til skiptis í fyrr- greindum löndum, nema þau ár sem norrænt skólamót er haldiö. Á námskeiöinu verður aðallega rætt um Dagens skola — mennisk an i centrum. Kunnir skólamenn • BELLA® Er eitthvað að slökkvaranum Merkilegt, ég hef ekki snert hann í marga mánuði. borgin dcig dag borgin dag borgín

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.