Vísir - 15.04.1966, Side 8
8
VISI R . Föstudagur 15. aprtl ItWW
VISIR
Utgefandl: Blaöaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar ólafssOM
Ritstjóri: Gunnar G. Scbram
ASstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn 0. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7
Áskriftargjald: kr. 90,00 ð mánuði innaniands
i lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðia Visis — Edda h.f
íslenzkur þjóðvörður
JiJftir þrjú ár verður varnarsamningur Atiantshafs-
bandalagsins endurskoðaður. Sú endurskoðun er þó,
raunar þegar hafin. Frakkar hafa knúið fram víðtæk-
ar skipulagsbreytingar á starfsemi bandalagsins, sem
fram munu fara á næstu misserum. Við íslendingar
þurfum sem aðrar þjóðir að íhuga afstöðu okkar í
vamarmálum, er að þessum tímamótum kemur, og
gera okkur ljóst hvort við æskjum breytinga á þess-
um þætti utanríkismálanna og þá hverra. Skoðun
Vísis er sú að ekki komi annað til greina en að vam-
arsamstarfi við vestrænar þjóðir verði áfram haldið.
Við höfum þegar haft mikinn ávinning af aðild okk-
ar að Atlantshafsbandalaginu. Þeirri aðild eigum við
að halda áfram meðan ástandið í veröldinni tekur
ekki gagngerum breytingum. Enn er ekki tímabært
að búa við vamarleysi og það verður það ugglaust
ekki heldur árið 1969, ef svo fer fram sem verið hefur.
Að vísu horfir nú mun friðvænlegar í málum Evrópu
en er kalda stríðið var í hámarki. Það er líka von
okkar, sem annarra þjóða, að smám saman muni
takast að semja fullan frið milli Austur og Vestur-
Evrópu. Með slíkri þróun breytast gmndvallarsjón-
armið varnarmálanna og þá munum við ekki þurfa
á fulltingi erlends vamarliðs að halda.
i dag má hins vegar spyrja hverrar nýbreytni við
óskum í varnarmálum og í aðild okkar að Atlants-
hafsbandalaginu. Þar kemur fyrst og fremst til álita
hvort landsmenn sjálfir eigi ekki að taka meiri þátt
í vörnum landsins en verið hefur fram til þessa, hvort
við eigum ekki sjálfir að leysa varnarliðið af hólmi
á ýmsum þeim sviðum, sem það reynist ef til vill
unnt. Allar aðrar þjóðir, hversu smáar sem þær eru,
telja það með helztu þjóðarskyldum sínum að leggja
eitthvað af mörkum til varna landa sinna, jafnvel
þótt við fulltingi erlendra varnarsveita sé einnig
stuðzt. Þeirri spurningu má því varpa fram hvort slíkt
varnarstarf verði ekki einnig senn tímabært hér á
landi. Vísir slíkra þjóðvarna er þegar til í mynd land-
helgisgæzlunnar, sem ver íslenzka lögsögu á hafinu
og ekki er fjarri lagi að hyggja að því hvort slíkar
vamarsveitir á landi eigi ekki fullan rétt á sér. Segja
má að tímabært sé því að láta fram fara rannsókn
á því hvaða störf við varnir landsins íslendingar sjálf-
ir gætu að sér tekið. Kæmu þar væntanlega helzt til
greina ýmis tækni og eftirlitsstörf við varðgæzlu-
kerfi landsins. Á grundvelli þeirrar rannsóknar væri
síðar unnt að taka ákvörðun um þaö hvort kleift væri
að fara inn á þessa braut og þá í hve miklum mæli.
Kjarni unálsins er sá að mörgum finnst að betur sam-
ræmist þjóðarmetnaði og þjóðarskyldu okkar íslend-
inga að við leggjum sjálfir nokkuð af mörkum til
varna lands okkar, í stað þess að láta útlendinga eina
um að annast þær.
1 síðasta heftl Tímarits Verkfræðingafélags lslands birt-
ist grein, sem vakið hefur mikla athygli og umtal — um
ástandið í matvælaframieiðslu og matvælameðhöndlun hér
á landi. Vísir hefur átt af því tOefni tal við höfundinn,
fengið leyfi hans til aS birta kafla úr greininni, og auk
þess rætt um efni hennar og þær tillögur, sem höfundur
leggur fram, við yfirdýralækni, yfirmann rannsóknarstofu
Fiskifélagsins og starfsmann veitingastaðaeftirlits rikisins.
Þess ber að geta, að biaðið sneri sér einnig til forstjóra
Mjólkursamsölunnar ,en vegna annríkis í sambandi við
yfirstandandi aðalfund samsölunnar, gat hann ekki sagt
álit sitt að svo stöddu.
T síðasta hefti af Tímariti Verk
fræðingafélags íslands birt
ist grein eftir Þórhall Halldórs-
son mjólkurefnafræðing, sem
nefnist „Hugleiðing um islenzk
an matvælaiðnað“. Telur hann
þrifnaði og samvizkusemi í sam
bandi við matvælaiönað hér á
landl mjög ábótavant, svo að
en ella. Um fiskinn gegnir sama
máli, hann er nú orðið einnig
flokkaður eftir gæðum og verð
lagður samkvæmt því. Ótalið er
þó mesta tjónið, en það er skaö
inn, sem neytandinn verður fyr
ir vegna lélegra neyzluvara, sem
hann kaupir í góðri trú á fullu
verði, og þau óþægindi og
vinnutap, sem orsakast af
skemmdum matvælum. Þá má
ekki gleyma því, að lélegar út-
flutningsvörur geta eyðilagt
markaðsmöguleika erlendis fyr-
ir íslenzkar vörur um ófyrirsjá-
anlegan tíma. Ekki þyrfti nema
ein tegund útflutningsvöru okk
ar að valda matareitrun erlendis
til þess að aðrar íslenzkar
neyzluvörur yrðu þar tortryggð
ar og með því gæti efnahags-
kerfinu verið stefnt í tvísýnu".
Því næst gerir höfundur grein
fyrir niðurstöðum af nokkrum
rannsóknum máli sínu til stuðn-
ings. Fyrir fáum árum voru t.d.
rannsökuö 200 sýnishom af
skreið og fundust í 131 sýnis-
homi tínubjöllur maurar og
jafnvel rottur. Athugun sem gerð
var í 35 frystihúsum leiddi í
ljós, að gerlafjöldinn rúmlega
tífaldaðist f fiskinum frá
þvf hann kom í frystihúsið
og þangað til hann var tilbúinn
til frystingar — um 2 klst. síð
ar. Varöandi rækjuframleiðsluna
segir greinarhöfundur orðrétt:
„Árlega eru fluttar út frystar
rækjur fyrir um 5-7 millj. kr.
Rækjur em þannig unnar, aö
þær eru fyrst snöggsoðnar, svo
skelflettar, sem ýmist er gert
í höndum eða vélum, síðan fryst
ar. Hreinsun og skelfletting
rækjunnar tekur langan tíma og
vinnur að því mikill fjöldi starfs
fólks, því meira og minna þarf
að handfjatla hverja rækju. Nú
hefur það komið fyrir á Vest-
fjörðum, að rækjur hafa verið
sendar í heimahús til hreinsun
ar og handskelflettingar, en að
sjálfsögðu em aðstæður til
rækjuvinnslu í heimahúsum alls
ófullnægjandi, auk þess sem
hætt er við, að alltof langur
tími líði áður en rækjur, sem far
ið er með á þennan hátt, verði
frystar og geta þannig skapazt
skilyrði til sýklagróðurs í vör-
unni. Hér er um mjög alvarlegt
mál að ræða, sem stöðva verður
þegar í stað, því frystar rækjur
eru ein allra viökvæmasta út-
flutningsvara okkar, auk þess
sem þær hafa þá sérstöðu aö
vera tilbúnar til neyzlu án
suðu.“ (Leturbreyting Vísis).
Því næst víkur höfundur máíi
sínu að sláturhúsunum, og
kemst að þeirri niðurstöðu að
„Salemismenningln“ er vægast sagt argasta ómenning — eins og
mynd þessi, sem tekin er á samkomu- og veitingastað úti á
landi, sannar betur en nokkur orð.
valdi stórkostlegu peningatjóni
árlega, auk þess sem ýmiss kon
ar sýkingarhætta geti af slíku
hiröuleysi og sóöaskap stafað.
Nefnir Þórhallur bæði þar til
helztu landbúnaðarafurðir,
mjólk og kjöt, og helztu fram-
leiðsluvörur sjávarútvegsins,
fisk og fiskiðnaöarvörur og
rækjur, og telur þrifnaði í sam
bandl við alla þá framleiðslu
mjög ábótavant. Kemst greinar
höfundur m.a. svo að orði:
„Sameiginlegt með þessum
vörum er að þær hafa yfirleitt
takmarkað geymsluþol og verða
ónýtar, jafnvel skaðlegar heilsu
manna, ef ekki er rétt með þær
farið. Hindra verður eftir mætti
að gerlar berist í matvæli og
það verður að geyma vörurnar
þannig, að þeir gerlar, sem kom
izt hafa í vöruna, geti ekki marg
faldazt þar, nema sem minnst.
Gífurlegt er það afurðatjón, sem
yið veröum fyrir árlega vegna
vörurýmunar og vöruskemmda.
Sem dæmi má nefna, að hver
mjólkurlítri er verðfelldur til
bænda um 2-4 kr., ef mjólkin er
of gerlarík, kjötið er verðfellt
I annan flokk, ef það er ekki
nógu hreint og vel með fariö,
en það þýðir að bóndinn fær
20-30 kr. minna fyrir hvert kg.
f snyrtíherbergi á veitingastað úti á landi — því miður sýnir mynd-
in ekki hemig handklæðið leít út.