Vísir - 16.04.1966, Page 5

Vísir - 16.04.1966, Page 5
Vf S IR . Laugardagur 16, apríl 1966. 5 Fóstbræður — . ramh. af bls 9 sinna og verður síðasti hluti söngskrárinnar fluttur af nær- fellt 100 manna kór. í þeim hópi eru m.a. 8 núlifandi stofnendur Kariakórs K.F.U.M., sem tóku þátt í fyrsta samsöng hans í Bárubúð vorið 1917. Þessir menn eru: Bjábni Nikulásson, vél- stjóri, Gíóli Sigurðsson, rakara- meistari, Hafliðí Helgason prent smiðjustjóri, Hallur Þorleifsson aðalbókari, Helgi Sigurðsson húsgagnabólstrari, Ludvig C. Magnússon endurskoðandi, Magnús Guðbrandsson fulltrúi og Sæmundur Runólfsson inn- heimtumaður. í undirbúningi er útgáfa ýt- ■arlegs og vandaðs afmælisrits Fóstbræðra, sem þeir Haraldur Hannesson hagfræðingur og Jón Þórarinsson tónskáld munu hafa mestan veg og vanda af. Ckortur á hentugu húsnæöi til æfinga og félagsstarfsemi hefur löngum verið kómum til mikils baga, en vonir standa til að úr þeim vanda rætist í ná- inni framtíð. Borgarráð Reykja víkur úthlutaði kórnum fyrir nokkru byggingarlóð á homi Langholtsvegar og Drekavogs, þar sem Fóstbræður áfopna að reisa stórhýsi í félagi við fleiri aðila og tryggja sér þar með húsnæði fyrir félagsheimili, er fullnægi þörfum kórsins um langa framtíð. Byrjunarframkvæmdir við byggingu þessa húss munu að öllu forfallalausu hefjast innan fárra vikna. Þorlákshöfn — Framhald af bls. 1. ið í Þorlákshöfn fram til dagsins í dag. Segir þar aö alls munu fram- kvæmdir þær er lokiö var við í árs lok 1960, hafi kostaö um 14 millj. kr. En þá hafi oröið þáttaskil í byggingarsögu staðarins, þar sem ákveðið hefði verið að taka stór- lán til nýs átaks í hafnargerðinni. Síðan segir orðrétt í greinargerð- inni: Þegar núverandi framkvæmdir hófust í Þorlákshöfn, var þar ein 140 m. löng bátabryggja (Norður- garður), með dýpi meira en 2 m á yztu 25 m og einnig brimbrjót- ur (Suöurgarður) um 200 m. langur, rneð dýpi yfir 2 metra á yztu 85 m. og var því rúm fyrir eitt lítið flutningaskip. Að undangengnum undirbúnings- rannsóknum á vegum vitamálaskrif stofunnar var stækkun Þorláks- hafnar boðin út árið 1961. Samkvæmt útboði skyldi Suður- garðurinn lengjast um 75 m með 12.5 m breiðum steinkeragarði og á honum vera 2 m. hár skjólveggur Norðurgarðurinn skyldi lengjast um 100 m og þvert á hann koma 88 m. langur þvergarður tfl suð- urs, og þannig myndast 1900 ferm. bátakví. Þrjú tilböð bárust, þar af eitt frá Efrafalli s.f., er gerði ráð fyrir annarri gerð mannvirkja en þau, sem boðin voru. Var því tilboði tek ið og á grundvelli þess gerður verksamningur, er undirritaður var í maí 1962, og hófust framkvæmd ir skömmu síöar. Með viðbótarsamningi er undir- ritaður var 1963, var ákveðið að verksali skyldi hafa lokið Suður- garði eigi síðar en 1. janúar 1965 og Norðurgaröi eigi síðar en 1. janúar 1966. Af tæknilegum ástæð- um var ákveðið að auka breidd Suð urgarðsins úr 12.5 m. í 14.5 m. og Norðurgarður lengdur í 115 m. og þvergarður í 95 m. og hafnarsvæð ið stækkað þannig um 2000 ferm. Var sú breyting gerð með tilliti til breytinga þeirra, er orðið hafa á bátaflota landsmanna hin seinustu ár. Hafizt var handa um byggingu Suðurgarðsins, og var hann allur orðinn nothæfur fyrir skip 10. marz 1965 og fullfrágenginn á því sumri og var síðan formlega af- hentur hafnarstjórn 10. nóvember 1965. Á því sumri var hafizt handa um byggingu Norðurgarðsins og var ákveðið að framlenging á 1. áfanga skyldi vera 53 m. Enn eru mikil verkefni óleyst við hafnarframkvæmdir í Þorláks- höfn og kostnaður við þær skiptir tugum milljónum króna. Að ljúka þeim áfanga, er boðinn var út 1961 telur vita- og hafnamála- stjóri kosta um 30 rriillj. kr. miðað við verðlagið í dag. Sjónvorp — Framhald af bls. 1. klefa salarins, en hljóðeinangr- un hans var að mestu lokið. Þessi salur og stjómklefamir eiga að vera tilbúnir til notkun ar í júnf. Málarar voru að ganga frá vistarverum tæknimanna sjón- varpsins, en kvikmyndadeildin var skemmra á veg komin, — þar voru múrarar að verki. Ekki hefur enn verið byrjað að stúka þingsjá Vísis niður vistarverur dagskrárstarfs manna, en til bráðabirgða eru þeir í þeim hluta byggingarinn ar, þar sem almenn skrifstofa sjónvarpsins verður í framtíð- inni. Starfsmenn sjónvarpsins eru nú orðnir 21. Tæknimenn hafa verið ráðnir 11, dagskrárstarfs menn 6 og annað starfsfólk 4. Margt af þessu fólki er um þessar mundir á námskeiðCm erlendis. Ráðgert er, að sta.'fs menn sjónvarpsins verði allt að 30 talsins, þegar þaö tekur til starfa — væntanlega í sumar. Róðherra — Framhald af bls. 16. hendi daglega sölu á mjólk og rjóma til neytenda, skulu þau þá, ef framleiðsluráð ákveður lúta sameiginlegri vfirstjórn, sem nefnist samsölustjóm. — Heimilt er að taka sérstakt gjald verðjöfnunargjald, af allri neyzlumjólk, sem samsalan sel- ur á svæðinu. Verðjöfnunargjald þetta skal vera til verðuppbótar á þá mjólk, sem notuð er til vinnslu á viðurkenndum mjólk- urbúum, sem starfa á mjólkur- svæðum. Verðjöfnunin á hverju svæði skal jafnan miðuð við það, eftir því sem við verður komið, að mjólkurframleiðend- ur á mjólkursvæðinu fái sama verð fyrir mjólk sina komna á móttökustað. Þar sem samsölu- stjóm er starfandi, skal öll sala og dreifing á neyzlumjólk, rjóma og nýju skyri fara fram undir yfirstjóm hennar. Ef upp kemur deila milli mjólkurbúa og framleiðenda á einhverju sölu- svæði um móttöku mjólkur eða önnur atriði varðandi sam- skipti þessara aðila, skal framleiðsluráð leitast við að jafna ágreininginn og úrskurða ef með þarf. Um verðlagsgrundvöllinn seg- ir í frumvarpinu: „I verðlagsgrundvelli skal, sbr. ákvæði 6. gr., tilfæra ársvinnu- tima bóndans, skylduliðs hans og hjúa á búi af þeirri stærð, sem miðað er við hverju sinni, og virða vinnutíma til samræmis við kaupgjald verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna, eins og það er við upphaf hvers verð lagstimabils. Eigi skal þó taka til viðmiðunar ákvæðisvinnu verkamanna og iðnaðarmanna né aflahlut sjómanna. Til kaupgjalds teljast hvers konar samningsbundin fríðindi“. þ i n g s j á V í s i s A.B. — Framh at ols 16 Ennfremur eru þættir m.a. um Bjarna Thorarensen, Stephan G. Stephanson og Guðmund Friðjóns son á Sandi, Gunnar Gunnarsson og Sigurð Nordal. í snjallr; ritgerð um Njálsssögu gerir hann grein fyrir byggingu og stí! sögunnar og í tveimur öðrum ritgerðum gengur hann á vit gamalla minja á Snæ- fellsnesi með eftirminnilegum lýs- ingum frá þeim stöðum. 1 bókinni eru einnig ræður eftir Þorkel og að lokum ritskrá hans. Bókin er febrúarbók AB og er 350 bls. að stærð, prentuð í Víkings prenti h.f., en bundin hjá Félags- bókbandinu h.f. Kápu hefur Torfi Jónsson teiknað. Mannshugurinn er fjórða bókin í Alfræðasafni AB, en áður eru komnar bækurnar Fruman, Manns- líkaminn og Könnun geimsins. Sagt hefur verið, að merkasta viðfangsefni mannsins væri mað- urinn sjálfur. Á starfsemi manns- hugans, hugviti og hæfileikum, byggjast allar framfarir og þekk- ing í tækni og vísindum og er því eðlilegt að um mannshugann sé fjallaö í bókaflokki um þau efni Bókin Mannshugurinn kannar og skýrir flóknasta líffærið: hug mannsins. Heilinn er miðstöð skiln ings og skynsemi, en hvernig er starfsemi hans háttað? Hvaö er vitaö um orsakir eðlishvatanna,! starfsemi heilafrumanna, stjórn | heilans yfir líkamanum og eðli minnisins og getunnar til að læra. t Þessum spurningum og ótalmörg- | um öðrum er leitazt við að svara | í bókinni. Bókina hefur Jóhann S. Hannes- son skólameistari á Laugarvatni íslenzkað. Er bókin 200 bls. að stærð með 110 myndasíðum. Atrið isorðaskrá fylgir. Bókin var sett í Prentsmiðjunni Odda h.f., filmur af texta gerðar í Litbrá h.f., en bók in prentuð og bundin hjá Smeets- offset, Weert í Hollandi. Sólin — Framh af bls. 16 en alls var leikritið þá sýnt 25 sinnum vegna aðsóknarinnar. Sagði þjóðleikhússtjóri ennfremur | að Silfurtungl Laxness hefði verið j sýnt hjá Þjóðleikhúsinu 1952, og j Strompleikur árið 1961 svo að j Prjónastofan Sólin væri fjórða leik i rit Nóbelsskáldsins, sem sýnt væri hjá Þjóðleikhúsinu. Prjónastofan Sólin er 1 þrem þátt I um og þrem leikmyndum og er sýn ingartími með hléi tveir og hálfur tími. Aðalhlutverkin eru leikin af Helgu Valtýsdóttur, sem hefur hlutverk prjónakonunnar Sólborg- ar, Lárus Pálsson leikur Ibsen Ljós dal, Róbert Arnfinnsson fer með hlutverk fegurðarstjórans;. Ríirik Haraldsson leikur Sine Manibus og Þrídlsi leikur Sigríður Þorvalds dóttir. Önnur smærri hlutverk eru í leiknum og má þar á meðal nefna Moby Dick, sem leikinn er af „ó- nefndri stjörnu“. Leiksviðsmyndir gerði Gunnar Bjarnason, en tón- listina, sem er í leikritinu, tók Magnús Bl. Jóhannsson upp á seg- ulband. Eru þar á meðal lög, sem skáldið samdi sjálfur. Tók Laxness til máls og sagði m. a.: — Það er ekki neitt sérstak- Iega gott fyrir höfund að byrja að útskýra verk sitt, að gera grein fyr- ir því I formúleringu sem getur orð ið eins löng og verkið sjálft. Það verður erfiðara fyrir áhorfendur að átta sig á öllum þeim útskýringum, en verkinu sjálfu. Ýmsir breytingaviðaukar voru gerðir á ýmsum atriðum verksins til þess að gera áhorfendum auð- veldara fyrir að skilja ganginn í verkinu. Það eru ekki beinlínis við- aukar heldur langar replikur, sem voru brotnar niður og skipt á milli leikaranna. Á einum stað er bætt inn í fígúru, sem ég hafði uppruna- lega með og ég flikkaði upp á kveð skapinn, sem sunginn er á tveim stöðum. Furðujeppi — Framhald at bls. 16. og sama er að segja um Ijósa- kerfiö. Mælaborðið er Mer- cury Comet. Stefnuljósin eru þau fullkomnustu og öruggustu í heiminum í dag og aðeins til á einni bifreiðartegund, Tund- erbird árgerð 1965 og 1966. Þau eru þrískipt þau færast til og hlaupa alltaf til og blikka svo að enginn vafi leikur á því þegar bíllinn ætlar að beygja eða tekur beygju. Allar hurðir eru með öryggisljósum og sæt in eru ein þau beztu, sem þekkj ast. — Ég byrjaði að smíða undir vagninn og vélina fyrir sex mán uðum, en allt í allt tók smíöi bílsins fimm mánuði. Til hvers er ég að þessu? Til þess að fá góðan jeppa og svo er gaman að malla svona. ' 0 þingsjá Vísis Fundir voru í báöum deildum Alþingis í gær, og voru 17 mál á dagskrá. í neðri deild varð stjórnarfrumvarpiö um lánasjóð sveitarfélaga að lögum, og af- greitt til ríkisstjórnarinnar. Önnur mál í neðri deild. Stiórnarfrumvarpið um stofnlána deild verzlunarfyrirtækja var sam þykkt til þriöju umræöu. Stjóm arfrumvarpið um útvarpsrekstur ríkisins var og samþykkt til þriðju umræðu, og svo var einnig um frumvörpin um matreiðslumenn á skipum og Stýrimannaskólann í Reykjavík, sem einnig eru stjórn arfrumvörp. Stjórnarfrumvarpið um Framkvæmdasjóð IslanJs var tekiö til armarrar umræðu, og var umræðu lokið, en atkvæða- 1 greiðslu frestað. Þá hófst einnig umræða um verðtryggingu fjár- skuldbindinga, og stóð lengi dags. Efri deild. Tekjustofnar sveitarfélaga. Frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga var tekið til annarr ar umræðu í efri deild f gær. Auður Auðuns (S) mælti fyrir nefndaráliti heilbrigðis- og félags- málanefndar deildarinnar, sem mælir með sam- þykkt frumvarps- ins, en flytur við þaö eina breyting artillögu. Sagði framsögumaður . ræöu sinni, að nefndin hefði rætt frumvarpiö á nokkrum fundum sínum og sent það til umsagnar Sgmbands ísl. sveitarfélaga. Einnig hefðu ráðu- neytisstjóri félagsmálaráðuneyt- isins Hjálmar Vilhjálmsson og form. Sambands Isl. sveitarfélaga, Jónas Guðmundsson mætt á fund um nefndarinnar. Nefndin væri sammála um að mæla með sam- þykkt frumvarpsins með þeirri breytingartillögu, sem hún flytti við það. Alfreð Gislason (K) mælti fyrir breytingartillögu, sem hann flyt- ur við frumvarpið á þá leið, að landsútsvör st'ofnana sem um get ur I 17 gr. skuli renna að hálfu til sveitarfélags þess, þar sem rekstur fvrirtækis eða verksmiðiu fer fram. Fjórðungur annarra landsútsvara, sem til fellur f hverju sveitarfélagi, skal korna 1 hlut þess. Urðu út af þessari tillögu nokkr ar umræður milli flutningsmanns og Magnúsar Jónssonar, fjármála- ráðherra, sem sagði, að varhuga- vert væri, að Alþingi færi út I þessa grundvallarbreytingu á frumvarpinu, án þess að Sam- band ísl. svéitarfélaga tæki nokkra afstöðu til hennar. Mat á sláturafurðum. Sigurður Ó. Ólafsson (S) mælti fyrir nefndaráliti landbúnaðar- nefndar deildarinnar um stjómar- frumvarpið um meðferö, skoðun og mat á slátur- ’l'urðum, en efndin mælir ein óma með sam- þykkt þess og tel- ur, að hér sé um mikilsvert mál að ræða. Var frumvarpið slðan sam- þykkt til þriðju umræðu I einu hljóði. 1. maí lögboðinn frídagur. Stjórnarfrumvarpið um að lög- bjóða 1. maí sem almennan frí- dag var samþykkt við þriðju um- ræðu 1 deildinni og sent til neðri deildar. Sala Selárdals í Súgandafirði. Sjami Guðbjörnsson (F) mælti fyrir frumvarpi Hermanns Jónas- sonar (I forföllum hans) um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að selja Ólafi Þ. Þórðarsyni kennara Stað I Súgandafirði eyðijöröina Selár- dal I Súgandafirði og var frum- varpið samþykkt til annarrar um- ræðu og nefndar. xss

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.