Vísir - 02.05.1966, Síða 11

Vísir - 02.05.1966, Síða 11
n VfSIR . Manudagur 2. maf 1966 RITSTJÓRI: JON BIRGIR PETURSSON FH ISIA NDSMEIS TARI yf- FH varð fslandsmeistari í handknattleik karla 1966 eins og skýrt var stuttlega frá í blaðinu á laugardaginn. Fram reyndist þess ekki megnugt að halda i við FH sem lék betur í sókn og vöm, en fyrir viku var það Fram sem hafði töglin og hagldimar. Stórglæsflegur leikur FH í seinni hálfleik færði stærri sigur, en jafnvel þeir bjartsýnustu í hópi stuðn- ingsmanna liðsins hefðu þorað að vona. FH vann því ís- landsbikarinn í 7. sinn, en Valur er eina félagið, sem oftar hefur unnið bikarinn, eða 8 sinnum. HSlogaland var enn einu sinni vettvangur stórátaka þessara liða. Virðist það furðulegt að íþrótta- hðDin í Laugardal skyldi ekki fengin til að hýsa þennan stórleik, sem allir áhugamenn höfðu hug á að sjá. Er ekki vafí á að ef leik- urinn hefði farið fram f Laugardál hefði húsfyllir einnig verið þar. Ef satt er að handknattleiksráðið hafi ekki ráðið því sjálft hvort leikurinn færi fram þar eða á Há- logalandi heldur félögin, sem í hhit áttu, verður ekki annað sagt en að málum sé undarlega komið. En hvað um það, leikurinn var hmn skemmtilegasti og greinilegt var frá byrjun að frá Hafnarfirði höfðu FH-piltamir komið til að sigra. Það var ekki sami drungi og deyfð yfir liðinu og f leiknum sunnudagskvöldið áður gegn Fram og strax í fvrstu sókn skoraði öm með góðu skoti. Hjalti varði strax mjög vel og Öm skorar enn 2:0 á 5. mfn. leiksins. Fram tókst að jafna og allan hálfleikinn var leikurinn mjög jafn. en FH tókst þó að ná 3 marka forskoti 7:4 á 17. mín., en Fram jafnaði 8:8 und- ir lok hálfleiksins. 1 seinni hálfleik var það að yfirburðir FH komu skýrlega í ljós. Þeir náðu 3 marka forskoti á ný, en glopruðu nú ekki niður því sem áunnizt hafði, en bættu heldur við og komust f 5 marka forskot. Leikur Fram varð vonleys- islegur, skot á skot ofan, sem vöm FH annað hvort varði eða að boltinn hafnaði í höndum Hjalta markvarðar. Töluverð harka var f Ieiknum og hvað eftir annað þótti Reyni Ólafssyni, ágætum dómara í þessum leik, ráðlegast að „kæla“ menn í 2 mínútur. 1 FH-liðinu var margt um góða drætti, liðið í heild var eins og vel smurð maskína, leikurinn fyrir utan léttur og leikandi með Ragn- ar og Geir sem virkustu menn og var það sannarlega mikils virði að fá Ragnar nú aftur með, að þvf er virtist f sínu bezta formi. Línu- mönnum tókst nú betur að opna en í fyrri leiknum gegn Fram og skotmennimir létu ekki á sér standa. Þá var vömin mjög góð og Gunnlaugur átti f höggi við erf- iðan mann þar sem Einar Sigurðs- son var til að gæta hans. FH lék tvöfalda vöm og tókst þó að koma í veg fyrir línuspil Fram, sem hefði getað orðið eina svarið. Hjalti varði afburða vel í mark- inu sem fyrr segir og Örn Hall- steinss. hefur líklega ekki átt betri leik í vetur en nú. Þá vom þeir Birgir Bjömsson og Auðunn Ósk- arsson mjög góðir f vöminni. Framliðið lék ekki lélegan leik að þessu sinni, — bara ekki eins góðan og FH. Liðið virtist hins vegar ekki mæta mótlætinu í seinni hálfleik eins og vera bar, — gafst nær þvf upp og byrjaði að skjóta í ákafa. Þorsteinn markvörður varði allvel f þessum leik, en Gylfi Jóhannsson var sá maðurinn ,sem FH átt erfiðast með í byrjun, stökk upp yfir vöm FH og skoraði tví- vegis í byrjun og allan tfmann ógnaði hann mest í framlfnunni, en minna fór fyrir Gunnlaugi í umsjá Einars en hér var Gunnlaugur frammi fyrir sínum fyrsta íslands- bikar og enn einu sinni slapp sá bikar við Gunnlaug og Gunnlæ.igur við bikarinn. j Dómari var Reynir Ólafsson og dæmdi vel. | Undanleikur þetta kvöld var milli Víkings og Þróttar, einn þriggja leikja um sæti í 1. deild. Víkir.gur vann auðveldan sigur og situr f 1. deild næsta vetur, vann Þrótt 27:15. — jbp — JON ARNASON VANN 3 fSLANDSMEiSTARATITLA Jón Ámason TBR, vann þrjá íslandsmeistaratitla í badmin- ton um helgina, vann Óskar Guðmundsson, KR, í einliðalelk með 15:8 og 15:11, vann tví- liðaleikinn méð Óskari eftir hörkukeppni og vann loks á- samt Lovísu Sigurðardóttur tvenndarkeppnina. Ein grein var því eftir og hana gat Jón ekki unnið, en Lovísa vann þá grein ásamt Huldu Guðmunds- dóttur, tvfliðaleik kvenna. 1 1. flokki vann Sigurður Tryggvason, TBR, einliðaleik- inn og flyzt því upp f meist- araflokk. Tvíliðaleikinn unnu KR-ingarnir Sveinn Bjömsson og Pétur Kristjánsson, sund- maður, en tvíliðaleik kvenna unnu Álfheiður Einarsdóttir og Svava Aradóttir, en tvenndar- keppnina Álfheiður og Jóhannes Ágústsson. Keppt var f unglingafloldd og vann Haraldur Kornelíusson einliðaleikinn en í tvíliðaleik vann Haraldur ásamt Finnbimi Finnbjömssyni. Vegna rúmleysis verður að segja nánar frá keppninni síðar. Islandsmeistarar FH. Hallsteinn Hinriksson er lengst til vinstri, þá Gísli, Guðlaugur, bræðumir Om og Geir, Ámi, Jón Gestur, Hjalti, Birgir fyrirliði með bikarinn, Kári, Páll Auðunn, Einar, Ragnar, Einar Th. Mathlesen, stjómarmaður FH, og Þorsteinn. Rafsubumenn óskast strax. RUNTAL-OFNAR Síðumúla 17, sími 35555 Til sölu Regna búðarkassi handknúinn notaður en nýyfirfarinn. Tæki- færisverð. Uppl. í síma 36570. Spegilsólgleraugun eftirspurðu, margir litir. Einnig sólgleraugu barna. — Sólgleraugu í úrvali. VERZLUNIN ÞÖLL, Veltusundi 3 (Gegnt Hótel íslands bifreiðastæðinu) Frumvörp — Framhald af bls. 1. skip. — Neðri deild samþykkti fjögur stjórnarfrumvörp sem lög. Var það frumvarpið um rikisreikninginn fyrir árið 1964, Alþjóðasamning um lausn fjár- festingardeildna, frumvarp um breytingu á lögum um iðn- fræðslu, en það frumvarp gerir ráð fyrir miklum brevtingum á iðnfræðslukerfinu, og frumvarp ið um veitlngu rfkisborgara- réttar sem felur í sér að 38 einstaklingar fái ríkisborgara- rétt. MINKURINN FELLDUR. Þá gerðist það markvert utan þess sem aö ofan hefur verið getið, að frumvarpið um loð- dýrarækt var fellt við aðra i.mræðu málsins í efri deild á laugardag, en meiri hluti land- búnaðamefndar deildarinnar hafði mælt gegn samþykkt frum varpsins. Neðri deild hafði samþykkt þetta frumvarp Karlmaður óskast f sveit. Einnig unglingspiltur. Uppl. í síma 16585. Sumarbúðir Heimatrúboðsins Telpur á aldrinum 6—10 ára verða teknar til dvalar að Lækjamóti í Mosfellssveit mánuð- ina júní — júlí. Uppl. í síma 16279 frá kl. 5 —7 e. h. POP kjólar Ný sending glæsilegt úrval Odelon kjólar léttir þægilegir. Stærðir „38—46“ FATAMARKAÐURINN Hafnarstrætl 3

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.