Vísir - 10.05.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 10.05.1966, Blaðsíða 4
4 V f SIR . Þriðjudagur 10. maí 1966. btórmot Lionsmanna naiaio ner. V Stórmót Lionsmanna / Reykjavfk Stórmót Lionsmanna stendur yfir hér í Reykjavík þessa dag- ana. í gær kom saman sam- starfsmót umdæmisstjóra Lions á Norðurlöndum, og taka þátt í því um 20 umdæmisstjórar frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð auk íslenzka umdæmisstjórans og fyrrver- andi ísl. umdæmisstjóra. í dag verður sétt að Hótel Sögu umdæmisþing íslenzkra Lionsklúbba, en þeir reu 33 viðs vegar um landið. Lionsmenn á íslandi eru nú orðnir eitthvað á annað þúsund. Meðal hinna erlendu gesta, sem hér dvelja eru margir nafn- kunnir menn. Þeir dvelja hér fram á sunnudag og ferðast eitt hvaö um suðvesturland og til Þingvalla. Umdæmisstjóri íslenzka Liónsumdæmisins er Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiltur end- urskoðandi. Myndin er tekin á Hótel Sögu í gær, er samstarfsmót Norður- landaljónanna stóð vfir. NIÐURSTIGNING KRISTS Hann var að vísú deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður sem Andi. í Andanum fór Hann einnig og prédikaði fyrir öndun- um í varðhaldi, sem óhlýðnast höfðu fyrrum, þegar langlyndi Guös beið eftir betrun þeirra á dögum Nóa og ö.rkin var í smíð- (um, sem fáeinar — það er átta — sálir, frelsuðust í, og áttu það vatninu að þakka. (1. Pét. 3. 18. —23.) Tákn vorrar kristilegu skímar. „Eftir dauóa sinn, fór Jesús eigi aðeins í félag guðhræddra sálna f Paradís, heldur birtist Hann einnig í heimkynni fyrir- dæmdra," en enginn veit hvað Hann hefir fyrir þeim prédikað. Því er hvergi haldið fram, aö þessar sálir hafi látið frelsast við prédikun Jesú eða Hann hafi haft þessar sálir burt með sér úr Helju. Álít ég það því varhugavert, að draga þá álykt- un af niðurstigning Krists til Heljar, að um frelsun sé að ræða eftir dauðann, því eftir dauðann kemur dómurinn. Hebr. 9. 27. Því ekki þyrmdi Guð englun- um, er þeir syndguðu, heldur steypt; þeim niður í undir-djúp- m og setti þá í myrkra hella, til pess að þeir varðveittust til dómsins. Ekki þyrmdi Guð hin- um foma heimi, heldur varð- veitti Nóa prédikara réttlætisins við áttunda mann, er Hann lét vatnsflóð koma yfir heim hinna óguðlegu og er það ritaö til við- vötnnar þeim er síðar lifðu óguð lega. 11. Pét. 2 .4.—6. Munu þeir nú sem óhlýðnast Jesú Kristi, afneita Hans eilífa guðdómi og friöþægingu og end ur-lausn, nokkuð fá mildari dóm en það sem óhlýðnaðist Nóa? Nei, miklu þyngri. Hver sem trúir á Soninn, hefir eilíft líf, en sá sem óhlýönast Syninum, skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir hon um. Jóh. 3. 36. Þessir andar eða sálir, sem Jesús fór til að prédika fyrir, voru í varöhaldi bak dauöans. Það sýnir oss að framliönir geta ekki náö til vor, heldur illir and- ar, sem stíga frá undir-djúpun- um fyrir milligöngu miðlanna, sem eru undir áhrifum þessara anda, sem leiknir eru í því, að taka á sig mynd og málfæii lát- inna manna, til aö leiða í villu og glötun. Allt sem andatrúarmenn og guðspekingar segja um lífið eftir dauðann er villa og blekking. Það getur enginn sagt oss um þaö, nema Hann sem kom úr himna dýrð, Jesús Kristur, ein- getni Sonur Föðurins, sem er Guð sjálfur, blessaður að eilífu Hann hefir opinberað oss það fyrir orðið og Heilagan Anda. Það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyru heyrðu ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guö fyrirbjó þeim er elska Hann. En oss hefir Guö opinber- að hana fyrir Andann, því And- inn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. 1. Kor. 2. 6—10. „Allt fram andlátið undir oss býðst Hans hjálparráð". Davi'Ö sagði undir persónu Messíasar: Þú munt ekki eftir skilja sálu mína í Helju og eigi heldur munt þú láta þinn Heil- aga sjá rotnun. Sálm. 16. Post. 2. 27. Þessi orð hjá Davíð rættust bókstaflega á Jesú, því ekki var Hans dýrlega og guðdómlega sál eftir skilin í Helju, og eigi held- ur sá Hans heilagi líkami rotn- un. í upprisunni frá dauðum, sam- einaðist Hans blessaða sál aftur sínum blessaða líkama, sem í upprisunni ummyndaðist í dýrð- arlíkama, upphafinn yfir alla himna, og meö þvi sýnt oss og sannaö eiiífan guðdóm sinn og fullt gildi friðþægingar sinnar og endurlausnar, og dýrlega upp risu Guðs barna á efsta degi, í nafni Hans og mætti. Post. 4. 2. —3. Jesús sagði: Sá sem etur mitt hold og drekkur mitt blóð, hefir eilíft líf, og ég mun uppvekja hann á efsta degi. Jóh. 6. „Þótt líkaminn deyi og verði að moldu, verður hann eigi að engu, heldur á hann fyrir hönd- um að rísa upp aftur og sam- tengjast sálinni og verður þá ódauðlegur. Bæði gúðhræddir og óguðlegir rísa upp aftur“. H. H. Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífðrar and- Hvenær mun þeta veröa? Á efsta degi er Kristur birtist í dýrð sinni, í skýjum himinsins. (Matt. 24. 30.31. Jóh. 6. 54.) En vér vitum eigi hvenær sá dagur styggðar. Dan. 12. 2. Jóh. 5. 28. —29. muni koma: Komið til Jesú, allir þér er hólpnir viíja verða, og látið frels ast í blóði Hans, svo hjörtu yðar verði óaðfinnanleg í heilagleika frammi fyrir Guöi og Föður vor- um við komu . Drottins vors Jesús ásamt öllum Hans heilögu. 1. Þessl. 3. 11,—13. Þú, Jesús, ert sannleikur, lát oss fá lært. Ei lyginnar röddum að hlýða En veit, að oss öllum sé indælt og kært Af alhug þitt sannleiks orð blfða. H. H. Krlstján Á. Stefánsson Frá Boiungarvík Framh. af bls. 7 blindar og skapar önnur umferðar- I vandræði. „Strandgatan er hættulegasta gata í heimi“, sagði hafnfirzkur borgari, „eins og dæmin sanna. Það verður að ráða bót á þessu hið allra fvrsta" Kona með barn í kerru og annað lítið, sem ók með, kom eftir gang- stéttinni. Hún átti leið inn í bíla- kösina hinum megin við bíóið, þar sem sumir flýta sér ekki nógu hægt að bakka út úr „stæðinu" svo nefnda. • ÁSTFÓSTUR NUNNANNA Árum saman ráku nunnumar, St. Jósephssystur í Hafnarfirði, barnaskóla. Þessi skóli gat sér orð- stír. Fyrir nokkrum árum neydd- ust þessar fáliöuðu nunnur til að leggja skólann niður, vegna þess að þær treystu sér ekki til að reka hann án styrks frá bæjarfélaginu. Þetta þótti ýmsu góðu fólki ó- skemmtileg ráðstöfun, einkum fólki, sem á börn og hafði sjálft gengið í þennan bamaskóla og þekkti hann af eigin raun. Nunnumar voru ekki af baki dottnar, þótt þeim þætti súrt í broti að geta ekki lengur hlúð að ástfóstri sínu, sem þær höfðu kapp- kostað að rækta öll þessi ár. Þær settu á stofn föndur- og leik- skóla fyrir smábörn með tilheyr- andi róluvelli, gæzluvelli. Systir Lióba veitir skólanum forstöðu, og henni til aðstoðar er systir Monika. Þegar myndavélin nálgaðist böm- in á róluvellinum, streymdu þau að eins og litlu lömbin á vorin. „Taktu mynd af mér, gerðu það“, sögðu þau hvert í kapp við annað. Hvítklædd nunna, þýzk, systir Henrika sagði: „Svona, svona, börnin góð ...“ „Þið megið ekki vera svona ná- lægt — annars er ekki hægt að taka af ykkur mynd“, segir gæzlu- kona, sem líka er þýzk. Börnin sögðu, að það væri gaman í leikskólanum. Systir Monika sýndi undirbún- ingsskólann fyrir 6 ára bömin, sem eiga að byrja i barnaskólanum í haust. Þau voru að reikna. „Systir — er þetta rétt hjá mér?“ segir prakkaralegur peyi, sem gekk til systur Moniku með dæmabókina sína. Hún gnæfði yfir nemandann eins og heilagt fjall, og með mildri hendi strauk hún honum um snögg- klipptan kollinn og sagði: „Þetta er alveg rétt“. Sjálfboðaliðar! Sjálfstæðisflokkinn vantar fjölda sjálfboðaliða við skriftir í dag og næstu daga. Þeir, sem vilja leggja til lið sitt, hringi í síma 22719—17100 eða komi á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins Hafnarstræti 19. 3. hæð (hús HEMCO). Bílar • • ÞEIR tuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lána vilja flokknum bifreiðir sínar á kjördegi 22. mai eru beðnlr að hafa samband við skrifstofu bilanefndar i Valhöll. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13 — 19 alla virka daga. Símar 15411 og 17103. Stjóm bíianefndar Sjálfstæðisflokksins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.