Vísir - 10.05.1966, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 10. maí 1966.
5
Ósannað að Kínverjar hafi sprengt vetnissprengju
Fréttir bárust um þaö í gær, að
Kínverjar hefðu sprengt vetnis-
sprengju í lofti yfir Vestur-Kína,
og mundi sprengjumagn hennar
hafa verið álíka og tveggja kjarn-
orkusprengna, sem þeir áður
sprengdu, en þeirra sprengjumagn
hvorrar um sig var álíka og sprengj
unnar, sem varpað var á Hírósíi„a.
Síðar í gærkvöldi fóru fréttir að
bera meö sér, að það væri vafa
bundið, að sprengjan sem sprengd
var í gær hafi verið vetnissprengja,
en í frétt frá Kína hafði verið sagt,
að í henni hefðu verið sömu efni og
í vetnissprengjum.
Bandaríkjamenn sem sögðu fyrir
um allar þrjár sprengjumar og
hvenær þær yrðu sprengdar segja,
ab ekkert liggi fyrir opinberlega um
Stadarar í
siúkraflugvélar
í athugun er nú hjá Slysavama-
félaginu hvort kaupa eigi radar í
sjúkraflugvél félagsins TF-VOR og
ennfremur hvort veita eigi fé f
sama tilgangi til sjúkraflugvélar-
innar á Akureyri.
Myndi Slysavarnafélagið þá
greiða 60% af kaupverði radaranna
eða í hlutfalli við eign sína í sjúkra
flugvélunum TF-VOR og TF-HÍS
en Flugfélag íslands á hin 40%.
Sem kunnugt er flýgur Bjöm Páls-
son þessum vélum.
Verður látin fara fram rannsókn
á því hvort radarar þessir veiti
verul. öryggi í sjúkraflugi áður en
kaupin verða gerð, en mjög skipt-
ar skoðanir em um öryggi þeirra.
Telja sumir að radarar þessir séu
of litlir og veiti ekki nægilega
leiðbeiningu, þegar um blindflug er
að ræða.
Vinnum við bikar
Olafs konungs í
sundkeppninni?
Norræn sundkeppni fer fram f
sumar og er þaö í sjötta skipti sem
hún er haldin. Það er samdóma álit
manna að keppni þessi hafi veru
!ega orðið til að auka áhuga manna
á sundíþróttinni. Keppnin er í
bvf fólgin að hvetja sem allra flesta
til að synda 200 metra vegalengd.
f öllum keppnunum ’ hefur ísland
verið langhæst að hlutfallstölu, svo
ið ef hún hefði ein verið látin
gilda, þá hefði ísland jafnan átt að
fá verðlaunin. Því hefur þótt sjálf
sagt að miða hverju sinni við hlut-
fallslega hækkun frá síðustu
keppni.
Mest var þáttakan hér á landi
í annarri keppninni 1954 þegar rúm
lega 38 þúsund íslendingar syntu
200 metrana eða um 25,2% þjóð-
arinnar. I síðustu keppni fyrir þrem
ur árum syntu 31.349 eða 17,5%.
Ef íslendingar tækju sig nú til og
íyntu jafnmargir og árið 1954, þá
væri sigar þeirra vís. Það er því í
rauninni lítill vandi að halda uppi
bjóðarheiðrinum.
Keppnin stendur yfir tímabilið
15. maí til 15. sept. Sigurverðlaun
in i ár verða silfurbikar, sem Ólaf
ur Noregskonungur hefur gefið.
I framkvæmdanefnd keppninnar
eru: Erlingur Pálsson, Erlingur Jó-
hnnnsson, Ragnar Steingrímsson,
Stefán Kristjánsson, Ingvi R. Bald
vinsson, Þorgeir Sveinbjarnarson,
"’orgils Guðmundsson og Þorsteinn
""narsson.
það, að um vetnissprengju hafi ver
ið að ræða, og muni þeir bíða með
allar fullyrðingar um slíkt, þar til
rannsókn á ryki sem fellur til
jarðar eftir sprenginguna hefur ver
ið rannsakað. Er enn ósannað með
öllu, að það hafi verið vetnis-
sprengja, sem sprengd var.
Samkomulag er sem kunnugt er
um það milli stórveldanna, að
sprengja ekki kjarnorkusprengjur i
lofti í tilraunaskyni, og er mjög
j harmað, að Kínverjar halda áfram
' tilraunum sínum með kjamorku-
vopn. Var í gær í fréttum sagt að
vísindamenn og stjórnmáláleiötog-
ar í Lundúnum, Washington og Tok
io hefðu vítt það að Kínverjar
haldi áfram þessum tilraunum, og
svipaðar raddir heyrðust á afvopn
unarráðstefnunni í Genf. Japahska
stjórnin hefur sent kínversku stjóm
inni mótmælaorðsendingu.
Jafnvel þótt satt reyndist, að Kín
verjar hafi framleitt vetnissprengju
eiga þeir enn langt i land með að
geta notað sér slíkt vopn í hem
aði.
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
UTBOÐ
Fjármálaráðherra hefur á-
kveðið að nota heimild í
lögum frá 6. maí 1966 tií
þess að bjóða út 50 milljón
króna innlent lán ríkis-
sjóðs með eftirfarandi skil-
málum:
SKILMÁLAK
fyrir verðtryggðum spari-
skírteinum ríkissjóðs, sem
gefin eru út samkvæmt
lögum frá maí 1966 um
heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til lántöku vegna fram-
kvæmdaáætlunar fyrir ár-
ið 1966.
1. gr. Hlutdeildarbréf láns-
ins eru nefnd spariskír-
teini, og eru þau öll gefin
út til handhafa. Þau eru í
tveimur stærðum, 1.000
og 10.000 krónum, og eru
gefin út í töluröð eins og
segir í aðalskuldabréfi.
2. gr. ’Skírteinin eru Iengst
til 12 ára, en frá 2Ö. sept-
ember 1969 er handhafa í
sjálfsvald sett, hvenær
hann fær skírteini inn-
leyst. Vextir greiðast eftir
á og í einu lagi við inn-
lausn. Fyrstu 4 árin nema
þeir bc/o á ári, en meðal-
talsvextir fyrir allan láns-
tímann eru 6% á ári. Inn-
lausnarverð skírteinis tvö-
faldast á 12 árum og verð-
ur sem hér segir að með-
töldum vöxtum og vaxta-
vöxtum:
Skírteini 1.000 10.000
kr. kr.
Eftir 3 ár 1158 11580
— 4 ár 1216 12160
— 5 ár 1284 12840
— 6 ár Í359 13590
— ’ 7 ár ' 1443 14430
— 8 ár 1535 15350
— 9 ár 1636 16360
— 10 ár 1749 17490
— 11 ár 1874 18740
— 12 ár 2000 20000
Við þetta bætast verðbæt-
ur samkvæmt 3. gr.
3. gr. Við innlausn skír-
teinis greiðir ríkissj óður
verðbætur á höfuðstól,
vexti og vaxtavexti í hlut-
falli við þá hækkun, sem
kann að hafa orðið á vísi-
tölu byggingarkostnaðar
frá útgáfudegi skírteinis
til gjalddaga þess (sbr. 4.
gr.). Hagstofa Islands
reiknar vísitölu bygging-
arkostnaðar, og eru nú-
gildandi lög um hana nr.
25 frá 24. apríl 1957. Spari-
skírteinin skulu innleyst á
nafnverði auk vaxta, þótt
vísitala byggingarkostnað-
ar lækki á tímabilinu frá
útgáfudegi til gjalddaga.
Skírteini verða ekki inn-
leyst að hluta.
4. gr. Fastir gjalddagar
skírteina eru 20. septem-
ber ár hvert, í fyrsta sinn
20. september 1969. Inn-
lausnarfjárhæð skírteinis,
7. maí
heimild í nefndum lögam
um lántöku þessa,
7. gr. Handhafar geta
fengið spariskírteini . sín
nafnskráð í Seðlabahka Is-
lands gegn framvísun
þeirra og öðrum skilríkj-
um um eignarrétt, sem
bankinn kann að áskilja.
8. gr. Innlausn spariskrr-
teina fer fram í Seðla-
banka Islands. Eftir loka-
gjaEfdaga greiðast ekki
vextir af skírteinum, og
engar verðbætur eru
greiddar vegna hækkunar
vísitölu byggingarkostnað-
ar eftir 20. september
1978.
9. gr. Allar kröfur sam-
kvæmt skírteini þessu
fyrnast, sé þeim ekki lýst
hjá Seðlabanka Islands
innan 10 ára, talið frá 20.
september 1978.
10. gr. Aðalskuldabréf
lánsins er geymt hjá S’eðla-
banka Islands.
sem er höfuðstóll, vextir
og vaxtavextir auk verð-
bóta, skal auglýst í júíí ár
hvert í Lögbirtingáblaði,
útvarpi og dagblöðum, í
fyrsta sinn fyrir júlílok
1969. Gildir hin auglýsta
innlausnarfjárhæð óbreytt
frá og með 20, september
þar á .eftir í 12 mánuði
fram að næsta gjalddaga
fyrir öll skírteini, sem inn-
leyst eru á tímabilinu.
5. gr. Nú rís ágreiningur
um framkvæmd ákvæða 3.
gr. um greiðslu verðbóta á
höfuðstól og vexti, og skal
þá málinu vísað til nefnd-
ar þriggja manna, er skal
þannig skipuð: Seðlabanki
Islands tilnefnir einn
nefndarmanna, Hæstirétt-
ur anrian, en hagstofu-
stjóri skal vera formaður
nefndarinnar. Nefndin fell-
ir fullnaðarúrskurð í á-
greiningsmálum, sem hún
fær til meðferðar. Ef
breyting verður gerð á
grundvelli vísitölu bygg-
ingarkostnaðar, skal nefnd
þessi koma saman og
ákveða, hvernig vísitölur
samkvæmt nýjum eða
breyttum grundvelli skuli
tengdar eldri vísitölum.
Skulu, slíkar ákvarðanir
nefndarinnar vera fullnað-
arúrskurðir.
6. gr. Skírteini þetta er
undanþegið framtalsskyldu
og er skattfrjálst á sama
hátt og sparifé, samkvæmt
1966.
Spariskírteinin verða til
sölu í viðskiptabönkum,
bankaútibúum, . stærri
sparisjóðum og hjá nokkr-
um verðbréfasölum í
Reykjavík. Vakin er at-
hygli á því, að • spariskír-
teini eru einnig seld í
afgreiðslu Seðlabankans,
Ingólfshvoli, Hafnarstræti
14. Salan hefst 11. mai n.k.
INNLENT LÁN
RlKISSJÓÐS ÍSLANDS1966, LFl