Vísir - 10.05.1966, Síða 8
a*»
VÍSIR . Þriðjudagur 10. maí 1966.
VÍSIR
Utgefandi: BlaOaútgátan VISIK
Ritstjðri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteínson
Fréttastjórar: Jönas Kristjánsson
Þorsteinn Ó Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldðr Jðnsson
Ritstjörn: Laugavegl 176 Sfmt 11660 (5 linur)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngðtu 7
Askriftargjald: kr. 90,00 ð mánuð) innanlands
f lausasölu kr. 7.00 elntakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Næstu fjögur ár
Eftir tæpan hálfan mánuð ganga Reykvíkingar til
borgarstjómarkosninga. Á kjördag verður út um það
gert hverjir fara með stjóm Reykjavíkurborgar næstu
fjögur árin. Verður það samhent sveit Sjálfstæðis-
manna undir forystu þess manns, sem Reykvíkingar
þegar þekkja og meta, Geirs Hallgrímssonar Eða
verður það riðluð fylking minnihlutaflokkanna, með
huldumann sem borgarstjóraefni? Það er ekki óeðli-
legt að reykvískir kjósendur geri sér nokkra grein
fyrir því upp á hvað minnihlutaflokkarnir bjóða við
þessar kosningar. Hverjar horfur em á því að þeir
muni veita samhenta og farsæla forystu í hagsmuna-
málum borgarbúa? Em hinir litlu flokkar líklegri til
stórræðanna, en sú stjórn er borgin hefur haft á und-
anförnum árum?
Lítum fyrst á Framsóknarflokkinn. Sá flokkur biðl-
ar nú til Reykvíkinga og kveðst geta veitt borginni
samhenta forystu. En hvemig er ástandið innan þessa
flokks, sem ætíð vill láta kenna sig við dreifbýlið?
Sjálfur er hann sundurklofinn og þar veður óeining-
in uppi. Það kom í ljós á síðustu dögum þingsins þegar
flokkurinn klofnaði rækilega tvisvar sinnum í mestu
stórmálunum sem þingið afgreiddi. Hver höndin var
þar upp á móti annarri og djúpstæð misklíð um stefn-
una. Síðan ætlast Framsóknarflokkurinn til þess að
Reykvíkingar sýni flokknum þann trúnað að kjósa
hirðsveina Eysteins Jónssonar til forystu í borgarmál-
um. Er þá skörin sannarlega farin að færast upp í
bekkinn. Stefna Eysteins Jónssonar hefur hingað til
verið stefnan gegn Reykjavík, gegn höfuðborginni.
Það vita allir sem í Reykjavík búa og taka því varlega
sendimönnum forystu Framsóknarflokksins, er svo
ógn blíðlega mæla í eyru Reykvíkinga þessa dag-
ana.
Qg þá er það Alþýðubandalagið. Foringjar þess biðja
Reykvíkinga að kjósa sig vegna þess að þeir muni
veita borginni samhenta og farsæla stjóm. Halda þeir
að Reykvíkingar hafi gleymt Öllum deilunum og
hjaðningavígunum milli kommúnista, þjóðvamar-
manna og Hannibalsmanna, sem staðið hafa leynt og
ljóst undanfarin ár? Öll þessi mörgu flokksbrot hafa
logað í illdeilum ámm saman og ekkert nema óttinn
við kosningar varð til þess að þeir gátu barið saman
listann. Eiga Reykvíkingar að treysta þessu deilugeri
fyrir málum sínum næstu fjögur árin? Er líklegt að
þar náist samstaða um framfaramálin? Svari hver
fyrir sig.
þessir tveir sundruðu flokkar mynda andstöðuna
með Alþýðuflokknum, sem vitanlega má hvorki heyra
þá né sjá af ótta við fylgistap. Þetta er liðið sem býðst
til þess að taka að sér forsjá Reykvíkinga forystuna í
borgarmálum. Það lið á bæði metnaðinn og viljann.
En það á ekki það sem mest er um vert, traust íbúa
Reykjavíkur.
Nefnd Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Myndin er tekin í Flugtuminum á ReykjavikurflugveUi f.v.:
Nannel Vaz frá Santa Marfa á Asoreyjum, Valdimar Ólafsson fulltrú! fsl. Fiugumferðarstjómarinnar,
Wilson Comlck frá Gander, Nýfundalandi, Wllllam Bain, Prestwick f Skotlandi, Milton Schwartz
frá New Yoric.
Samræma f lugumf erðar-
stjórn á Atlantshafi
Nefnd Alþjóðaflugmálastofnunarinnar
flaug héðan i morgun
Nefnd sú sem hér hefur dval-
izt undanfama daga á vegum
ICAO, alþjóðaflugmáiástofnunar
innar hélt utan í morgun. Nefnd
þesi var skipuð af ICAO og eiga
í henni sæti fulltrúar frá 5 flug
umferðarmiðstöðum kringum
Atlantshaf: New York, Prest-
Wick, Cander, Reykjavík og
Santa María á Asöreyjum.
Verkefni nefndarinnar er að
ferðast á milli þessara stöðva og
fylgjast með flugumferðarstjóm
tryggja það að allar stöðvamar
starfi eins og gera tillögur til
úrbóta, ef einhverju er ábóta-
vant.
Nefndin dvaldist hér 4 daga
og fylgdist hér með flugumferð-
arstjóm, þeir skoðuðu einnig
stöðina í Gufunesi, sem annast
fjarskiptaþjónustuna.
Sagði Leifur Magnússon fram-
kvæmdastjóri Flugörjrggisþjón- .
ustunnar að nefndarmenn hefðu
verið mjög ánægðir með dvöl
sína hér. Erlendu gestimir hefðu
undrazt það hve Flugumferðar
stjómin hér væri vel búin tækj-
um.
Héðan fór nefndin til London,
þar situr hún fund með fulltrú-
um IATA á morgun en fulltrúar
flugfélaganna eru skiljanlega
fullir forvitni um störf nefndar-
innar og þeim breytingum, sem
hún kann að koma til leiðar, sér
í lagi þegar haft er I huga að
mesti annatími flugfélaganna
fer í hönd.
Frá London fer nefndin til
Santa María á Asoreyjum og er
það síöasti áfangi þeirra í 1.
hringferð sinni milli áður-
nefndra stöðva. Ráðgert er að
nefndin fari slíkar ferðir einu
sinni á ári.
A ðalfundur Húseigendafé-
lags Reykjavíkur
Aðalfundur Húseigendafélags
Reykjavikur var haldinn í Þjðð-
leikhúskjallaranum 29. apríl s.l.
Fundarstjóri var Páll S. Pálsson
hrl., formaður félagsins.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Þórður F. Ólafsson, flutti
skýrslu um starfsemina á s.l.
ári. Aðalstarfsemi félagsins var
fólgin i rekstri skrifstofunnar
að Grundarstíg 24, og hefir
þeim fjölgað mikið, sem til
skrifstofunnar leita, til að fá
f ýmsar upplýsingar og lögfræði-
legar leiðbeiningar. Flestar eru
fyrirspumimar varðandi leigu-
hiisnæði og sambýli í fjölbýlis-
húsum. Mest er leitað til skrif-
Istofunnar fyrst eftir áramót og
í kringum fardaga. Eyðublöð
fyrir húsaleigusamninga fást S
skrifstofu félagsins og enn-
fremur í Bókabúð Lárusar
Blöndal á Skólavörðustíg.
Auglýsingar vegná bruna-
vama birti félagið í dagblöðun-
um um jólaleytið, eins og áður.
Stjóm félagsins sendi frá sér
mótmæli vegna hækkaðra fast-
eignaskatta, bæði í apríl og í
október, þegar fmmvörp lágu
fyrir Alþingi um þreföldun og
siðar sexföldun fasteignamats
til skattálagningar.
Stjóm félagsins fór á fund
félagsmálaráðherra og ræddi við
hann um sexföldun fasteigna-
matsins, iögin um hámark húsa-
leigu, ennfremur um ný húsa-
leigulög og fleira, sem þá var
verið að ræða á Alþingi. Þá fór
og nefnd á vegum stjómar fé-
lagsins á fund fjármálaráðherra
í janúar s.l. þeirra erinda að fá
fymingu af húsum hækkaða,
þannig að hún yrði reijcnuð af
fasteignamati sexföldu, miðað
við 4% fymingu af steinhúsum
en 6% fyrningu af timburhús-
um. Var þetta hugsað til að vega
eitthvað upp á móti sexföldun-
inni til eignarskatts.
Um mörg undanfarin ár hefir
stjóm Húseigendafélags Reykja-
víkur beitt sér fyrir afnámi lag-
anna um hámark húsaleigu, nr.
30 frá 1952. Lög þessi voru loks
afnumin í desember s.l., og má
þá segja, að merkum áfanga
hafi verið náð.
í janúar s.L festi félagið kaup
á skrifstofuhúsnæði fyrir félags
starfsemina á 1 .hæð í nýju húsi
að Bergstaðastræti 11A, og
verður skrifstofan flutt þangað
í vor.
Nokkrar umræður urðu um
skýrslu stjómarinnar og vom
menn sammála um nauðsyn
þess að efla félagið, og láta það
ná til sem flestra húseigenda í
borginni.
Stjóm Húseigendafélags
Reykjavíkur er nú þannig skip-
uð: Páll S. Pálsson, formaður,
Leifur Sveinsson, ,Jón Guð-
mundsson, Friðrik Þorsteinsson
og Alfreð Guðmundsson. Vara-
stjórn: Jens Guðbjörnsson, Ól-
afur Jóhannesson og Óli M. ísaks
son. Endurskoðendur voru
kosnir Jónas Jósteinsson og
Sigurður Hólmsteinn Jónsson,
en til vara Guðmundur R. ól-
afsson.