Vísir - 10.05.1966, Qupperneq 9
VlSIR . Þriðjudagur 10. maí 1966.
Uimið að mikilsverðm umbótum
verndumulum og velferðarmálum
Vaxandi störf í
félagsmálum
Með vexti Reykjavíkurborgar
er þaö aö sjálfsögöu óhjákvæmi
legt, að starf aö félagsmálum á
vegum hennar aukist og að lagð-
ur verði nýr grundvöllur þeirra
mála. Að því hefur og verið unn
ið markvisst á síðustu árum.
Þar er að vísu um að ræða um-
bótastarf sem verður ekki unn-
ið í skyndingu, þar sem það er
eðlisólikt venjulegum fram-
kvæmdamálum.
Á síðasta kjörtímabili hefur
þannig verið lagður nýr grund-
völlur i málefnum'aldraðs fólks.
Það hefur ekki borið mikið á
þeim ákvörðunum sem þar hafa
verið teknar, en þó er það sann-
ast sagna, að þær eiga eftir að-
hafa stórfelld áhrif á lfðan og
aðstöðu hinna öldruðu á kom-
andi tímum.
Unnið að nýskipan
Þá hefur verið unnið á tíma-
bilinu að því að leggja svipaðan
nýjan grundvöll að bamavemd-
armálum borgarinnar, og nefnd
hefur skilað áliti um endurskoð-
un starfsháttanna.
Þá hefur veriö rædd þörfin á
kennslu í sérgreinum fvrir starfs
fólk f félagsmálum almennt, en
slíkri kennslu verður ekki kom-
ið á fót á einum degi, heldur
þurfa hornsteinar þar sem víðar
í félagsmálunum að vera traust-
ir og betra að rasa ekki um ráð
fram.
Stórborgarbragur
á Reykjavík.
Visir hefur komið að máli við
einn af borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins, prófessor Þóri
Kr. Þórðarson og beðið hann
lítillega um að skýra gang þess-
ara mála, en í starfi sínu í borg-
arstjóm hefur hann einkum snú-
ið sér að félagsmálunum. Vér
spyrjum hann, hvað valdi því
að hann hefur einkum snúið sér
að þessum viðfangsefnum.
— Þessi fjögur ár, sem ég
hef setið í borgarstjóm tel ég
að hafi verið mjög fróðleg og
á margan hátt skemmtileg. Það
er rétt, að það sem ég hef haft
mestan áhuga á þar hafa verið
félagsmál og skólamál, Það má
vera, að ég hafi hneigzt að þessu
m. a. vegna þess, aö í námi mínu
í Bandarfkjunum var mikið kom
ið inn á þjóðfélagsfræði og sál-
arfræði, sérstaklega t. d. hina
þjóðfélagslegu hlið kirkjumál-
anna. Mér þóttu þessi viðfangs-
efni í borgarstjórninni því for-
vitnileg og síðan tókst það svo
til að mér voru falin ýmis verk-
efni í þeim efnum. Þar að auki
em þjóðfélagsmál æ meir að
komast á dagskrá, vegna vax-
andi þýðingar þeirra í nútíma
þjóðfélagi. Hjá okkur hefur orð-
ið þjóðfélagsleg bylting, þjóðfé-
VAXANDI
BORG
‘ lag okkar að verða margbrotið;
þó Reykjavík sé í sjálfu sér lítil
borg á alþjóðamælikvarða er
að koma á hana stórborgarbrag-
ur með þeim kostum og göllum,
sem því fylgja.
Próf. Þórir Kr. Þórðarson
— Er hægt að skýra það í
stuttu máli, hvaða viðfangsefni
flokkast undir félagsmál?
Það eru t. d. aimannatrygg-
ingamál, barnavemdarmál, hús-
næðismál og útrýming heilsu-
spillandi íbúða, áfengismál og
velferðarmál aldraðra, og er þó
ekki allt upptalið. Öll félags-
málastarfsemin miðast vlð eirt-
staklinginn og hans persónulegu
vandamál, mörg af vandamálum
hans skapar nútímaþróunin. Nú-
tíminn með öllum sinum hraða
og tæknilegu nýjungum stríðir
á geðlíf einstaklinganna og f
stórborginni skapast einatt per-
sónuleg streita f persónulffi
manna. Verkéfnið í félagsmálum
er að losa um þessa streitu,
hjálpa einstaklingnum þar sem
hann stendur höllum fæti.
Nauðsyn á kennslu
í félagsmálum.
— Til þess þarf starfslið, —
er nóg til af slíku starfsliði?
— Því er á svipaðan veg far-
ið og f öðrum greinum sem lúta
að uppbyggingu hins nýja þjóð-
félags á íslandi að skorturinn á
sérmenntuðu og sérhæfðu fólki
er stærsta hindrunin. Það eru
tvenns konar starfskraftar sem
við þurfum. í fyrsta lagi fólk
með kosti persónuleika og mann
gildis, þar ssm ekki eru gerðar
sérstakar kröfur um menntun
önnur en þátttaka í námsskeið-
um og starfsreynslu, — og hins
vegar félagsráðgjafa menntaða f
sálarfræði, þjóðfélagsfræði, fé-
lagslöggjöf o. fl. Er nauðsynlegt
að koma upp hér kennslu fvrir
báða þessa starfsflokka. Til
bráðabirgða eru veittir náms-
styrkir úr Borgarsjóði til þessa
náms erlendis.
Nýiar leiðir í bama
vemdarmálum.
— Eru bamavemdarmál ekki
vaxandi vandamál með stækkun
borgarinnar?
— Ég verð að svara því ját-
andi að bamavemdarmál eru í
þeim flokki sem hvað mest hafa
sagt til sín með vaxandi stór-
borgarlífi. Hefur borgarstjórnin
á þessu síðasta kjörtímabili gert
ýmsar ráðstafanir í því efni.
Það er of snemmt að kveða á
um þær víðtæku aðgerðir, sem
framkvæmdar verða á grund-
velli þeirrar könnunar á barna-
vemdarmálum, sem nýlega hö'-
ur verið lokið við, en augljóst
er að gera þarf all róttækar fyr-
irkomulagsbreytingar í þeim efn
um. Ég tel að það þurfi bæði
að efla geðverndardeild og
bamavemdamefnd og jafnframt
að tengja starf bamavemdar-
nefndar fastar félagsmálaskrif-
stofu borgarinnar, t. d. með þvf
að þær hafi bækistöð í sama
húsi. Verði þar með starfi fé-
lagsmálaskrifstofunnar komið á
nýjan rekspöl. Jafnframt því er
þörf aukins starfsliðs.
Bygging hins nýja vistheim-
ilis við Dalbraut er og mikilvæg
framkvæmd í bamaverndarmái-
um sem við væntum okkur góðs
af svo og stofnun fjölskyldu-
heimilis að Skála við Kapla-
skjólsveg, en einnig hef ég sér-
stakan áhuga á að komið verði
upp kerfi, þar sem sérstaklega
valin einkaheimili taka heimil-
islaus böm f fóstur og stöðugt
eftirlit með því haft, að böm-
unum Ifði þar vel. Það fyrir-
— Ju, það er rétt, þetta er
eitt einkenni nútímaþjóöfélags.
Meðalaidur þjóöarinnar hækk-
ar, er læknavísindin sigrast á
sjúkdómum og heilbrigðisþjón-
usta fullkomnast. Þetta er si-
vaxandi viðfangsefni i öllum nú-
tíma þjóðfélögum. Við teljum að
úrlausn þess eigi fyrst og fremst
að vera í því fólgin að stvðja
menn til þess að þeir geti búið
í sjálfstæðu húsnæði og hugsað
að mestu leyti um sig sjálfir,
svo lengi sem kostur er. Við höf
um beitt okkur fyrir þvf nú á
síðasta kjörtímabili, að all víð-
tæk áætlun hefur verið gerð um
húsnæðismál aldraðs fólks og
framkvæmdir eru þegar hafnar.
Áætlun þessa byggjum við á
mannfjöldaskýrslum fram f tím-
ann og í þessu efni gerði Vel-
ferðarnefnd aldraðra samþykkt
10. maí 1965 um að byggja þurfi
500 hentugar íbúðir fyrir aldrað
fólk á næstu 20 árum og 250
íými f sérstökum hjúkrunar-
heimilum. Á grundvelli þessa
hefur borgarstjóm gert samþ.
um byggingu fbúða og hjúkrun-
arheimilis. í háhýsi þvf sem
byggt hefur verið efst á Laug-
arásnum með 69 íbúðum, verða
yfir 30 fbúðir fvrir aldraða. Þá
er búið að staðsetja tvö fjöl-
býlishús fyrir aldrað fólk með
Samtal við próf. Þóri SCr. Þórðarson
borgarfulltrúa Sjólfstæðismanna
komulag myndi létta mikið und-
ir í þessum málum.
Samþykkt borgar-
stjómar í málefnum
aldraðra.
Félagsmálin snerta ekki að-
eins uppéldismál hinna ungu,
heldur og málefni aldraða fólks-
ins. Er það líkt hér og í öðr-
um löndum, að með síhækkuð-
um meðalaldri fjölgar því fólki
stöðugt sem kemst yfir venju-
legan starfsaldur og þarf að
gera sérstakar ráðstafanir til að
búa þvf friðsama og hamingju-
rfka ellidaga?
---------------------------------,
60 íbúðum í nágrenni við Dval-
arheimjlið að Hrafnistu með
það fyrir augum að þaðan megi
njóta þjónustu.
— Þið stefnið að því að hið
aldraða fólk geti lifað sfnu lffi,
að það eigi áfram sitt heimili?
— Hinir öldruöu eru nýtir
borgarar alveg eins og aðrir og
vilja geta haldið sem óskertust
um sínum persónulegu tengsl-
um við sína nánustu. Áhugamál
aldraös fólks beinast ekki að
kynnum við annað aldrað fólk
heldur að daglegu lífi afkom-
enda sinna í annarri og þriðju
kynslóð.
Hjúkranarheimili í
undirbúningi.
— Hvað með aldrað fólk, sem
ekki er fært um að sjá um sig
sjálft?
— Á sjúkrahúsum þurfa að
vera langlegudeildir fyrir eldri
sem yngri langlegusjúklinga.
Hins vegar hyggst borgin byggja
sérstök heimili fyrir þá aldraða
sem ekki eru færir um að sjá
um sig sjálfir en þurfa umönn-
unar við.
— Hvað með hlutverk Elli-
heimilisins Grundar og Dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna?
— Elliheimilið Grund er braut
ryðjandi í þesum efnum og DAS
hefur sömuleiöis unnið stórvirki.
Ég tel að einmitt við þær fram-
kvæmdir sem borgin er nú að
hefja í þessu muni starfsskilyrði
þessara heimila batna. Þau eiga .
sína fulltrúa í velferðamefnd
aldraðra og störfum við öll að
þessum málum áfram, að bæta
sem mest hag Tiinna öldruðu.
Stefnan er að hið opinbera taki
ekki allt í sínar hendur heldur
er þvert á móti stefnt að sam-
starfi við frjáls félagasamtök og
stofnanir. Við höfum sérstakan
augastað á söfnuðum borgarinn-
ar og nefni ég sem dæmi það
samstarf sem tekizt hefur milli
nokkurra safnaða og Elliheim-
ilisins Grundar um starfrækslu
fótaaðgerðamiðstöðva, sem er
þýðingarmeiri þjónustu við
aldrað fólk en margur ætlar.
Sjálfstæði -
einstaklingsins.
Að lokum vildi ég segja þetta
almennt um félagsmálin. Þau
snúast um einstaklinginn, per-
sónuleg og félagsleg vandamál
hans. Félagsmálin eru ei fátækra
mál og framfærsla fyrst og
fremst, heldur eru þau, e. k. hell
brigðisþjónusta á sviði þjóð-
félagsmála og geðvemdarmála.
Þýðing þeirra í nútíma þjðð-
félagi fér vaxandi vegna þess að
í lífi einstaklingsins á tækniöld
eru tækifærin betri og vanda-
málin meiri. Takmark félags-
mála er almenn mannrækt.
Nú er unniö aö mlklum verkefnum í velferðarmáium aídraðra. Myndin var teídn i setustofu á"Hrafií
istu þar sem hiö aldraða fólk er að rabba saman.