Vísir - 10.05.1966, Side 15
VÍSIR . Þriðjudagur 10. maí 1966.
75
HARVEI FERGUSSON:
>f
Don Pedro
— Saga úr Rio - Grande - dalnum —
gangi, og hann vissi líka, að Magöa |
lena var ekki venjuleg mexikönsk
kona, sem mundi eiga ástarævin-
týri með einum á fætur öörum. Og
enn eitt vissi hann vel. Að Copping
er var ekki venjulegur mexikanskur
lukkuriddari, er skildi og þekkti til
hlítar hinar óskráðu greinar mexi-
kanskra Amorsfræða, sem áttu sína
aldagömlu sögu.
Er hugur hans nú beindist meira
að Coppinger urðu hugsanir hans
beiskju blandnar vegna þess hver
ódrengur hann hafði reynzt hon-
um með því að svíkjast aftan aö
honum i fjarveru hans og spilla
fyrir honum konunni. Hann fékk
ákafan hjartslátt, þrútnaði í fram-
an og kreppti hnefana, og þessi
ofsareiði, sem hann skyndilega var
gripinn, var slfk, að eftir á, er hon-
um rann reiðin, minntist hann þess
ekki, að hafa orðið jafnreiður síð-
an er hann tók þátt í götubardög-
um stráka I New York. Nokkur
auknablik sá hann ailt eins og í
móðu og gat ekki hugsaö skýrt
og haldið þeirri ró, sem hann nú
þurfti svo mjög á að halda. En
svo var eins og rofaði til. Hann
hugleiddi það sem eins konar fríð-
indi, að geta látið ofsareiði bitna
á öðrum, að geta hellt ásökunum
yfir aðra og komið fram af yfir-
læti og sjálfsö.ryggi og hefnigirni,
er hann var rangindum beittur.
Slík fríðindi höfðu honum ekki
hlotnazt í lífinu. Hann var ekki
af þeim málmi steyptur að hann
gæti hatað og nú lá mikið við, að
hann léti ekki truflast og lenti á
hatursbraut. Hann varð að hugsa
sitt ráð, hugsa — ekki um Copping-
er, heldur Magðalenu. Hvað gat
hann sagt við hana? Hvað gat
hann gert? Það var eitt, sem hann
gat gert, og haldið virðingu sinni
— og enginn sannur mexikanskur
virðingarmaður mundi lá honum,
að stíga slfkt skref. Hann gat flutt
frá Don Pedro og tekið konu sína
með sér, eins og annað, er hans
eign var og hann kaus að hafa
með sér. Hann sá nú fyrir, hvort
eð var, að hann myndi flytja frá
Don Pedro innan tíðar. Vitanlega
tæki hann hana með sér. Til þess
hafði hann fullan rétt. Og hann
var að kalla sannfærður um, að
það væri blátt áfram skylda hans.
Hann gæti farið meö hana norður
til Santa Fe, austur til St. Louis
eða jafnvel alla leið til New York.
Hann velti þessu fyrir sér drykk-
langa stund. Magðalena mundi
vekja athygli með fegurð sinni og
framkomu í samkvæmum hvar sem
væri. Hann sá sjálfan sig í ánda
kynna hana með þessum orðum:
— Herrar mínir, konan mín!
64.
Og það mundi fara eins og klið-
ur um hóp kvenna og karlar horfa
á hana með aðdáun.
Konan mín! Konan var undir
mann sinn gefin og hvergi var
eignarréttur yfir konuna eins óve-
fengjanlegur og hér í Nýja-Mexikó.
Hann hafði alveg sama rétt til konu
sinnar se'm hesta sinna. Hún til-
heyrði honum, var hans eign.
En var hún það? Þegar hann
varpaði fram þessari spurningu
skutu upp kollinum ýmsar hugsan-
ir, sem fóru þegar að grafa undir
öllum vonum, öliu því, er hann
mest þráði, að þau þyrftu aldrei
að skilja. Efinn er hvort tveggja
í senn vizka og veila hins hugs-
andi manns. Tilheyrði hún honum,
eða nú óhjákvæmilega öðrum
manni? Hann vissi vel, að Magða-
lena leit ekki á sjálfa sig sem neina
lauslætisdrós. Vel vissi hann, að
hún deit svo á, að hún ætti sig
sjálf, og þó fengi ekkert haggað,
að hún réöi sjálf lífi sínu og ör-
lögum. Og hver átti mestan þátt í
því, að hún leit þeim augum á?
Hver hafði sáð frækomi frjálsræð-
isins í huga hennar, hlúð að því
og séð það dafna? Hver hafði beint
henni á þá braut, að hver væri
sínum örlögum háður, yrði að
kanna sinar örlagabrautir, leita,
finna alveg eins og hún í bemsku
fór sínar götur í grennd við fljót-
ið og kannaði allt og sjálft fljótið.
Enginn hafði mótað hana, þroskað
skapgerð hennar i þessa átt, eins
og hann sjálfur. — Og ef
hún hafði nú látið hugboð sitt og
tilfinningar ráða gerðum sínum,
var það vegna þess, að hún var
að iifa lífi sínu í anda þess frjáls-
ræðis, sem var sá byr lífsins, sem
hann hafði blásið undir vængi henn
ar. Hann varð nú að gera sér grein
fyrir, að ef til vill þyrfti hún ekki
lengur á honum að halda. Hann
nam staðar á þessari hugsanabraut
og leit snöggt um öxl. Og honum
varð á svipstundu ljóst, að á und-
angengnum árum hafði hann byggt
allt í eigin lífi á því, að hún gæti
ekki án hans verið. Hann minnt-
ist þess, er hún kom bam að aldri
inn í búð hans, hæglát og þögul,
sat einhvers staðar úti í homi, í
búðinni eða skrifstofu hans, en
drð smám saman meira að sér at-
hygli hans, og hafði þau áhrif á
hann, að hann fór að sinna henni
og því meira sem lengur leið. Hún
hafði í rauninni þegar í bemsku
hafið flótta frá heimili sinu og
fundið hjá honum þann stað kyrrð-
ar og öryggis, sem hún hafði þörf
fyrir og þráði, stað, þar sem henni
ieið vel, af þvi að hún var þar
frjáls, hjá honum, sem skildi hana.
Það hafði verið eins og hún hefði
haft sterkt hugboð um það, að
hann einn gæti leitt hana og veitt
henni það, .sem hún þráði og komið
til hans á valdi furðulegs, barns-
legs öryggis. Hann minntist þess,
er hún I fyrsta sinn hvíldi við barm
hans, þá er hann fyrst gerði sér
ljóst, að hún var að verða gjaf-
vaxta mær, en það var á þeirri
«tund, er hann fyrst snart ung
stælt brjóst henar, og hún kyssti
hann um leið og hún fór frá hon-
um.
En er hún varð aö fara aö heim-
an í klausturskólann hafði honum
tekizt að sætta sig við, að hún var
fjarverandi, og hann hefði unað því
að eiga um hana ljúfar minningar,
ef hún hefði ekki komið aftur, á-
kveðnari en nokkum tíma áður, aö
eiga áfram samleið með honum.
Hann vildi ekki rifja þetta upp frek
ar, en hann vissi, að þegar hún kom
til hans sama kvöldið og hófið var
haldið hjá Vierra vegna heimkomu
hennar, var það hann, sem aftur
gerði hana frjálsa, en að vísu átti
hún sinn þátt í því eigi siður en
hann. Ótal efasemdir höföu vakn-
að í huga hans, en þær höfðu sóp-
azt burtu, þvi að hún vissi hvers
hún þarfnaðist og óskaði eftir, ekki
vegna þess að hún var hyggin, held
ur vegna þess að hún treysti til-
finningum sínum, án þess aö láta
sér verða þau mistök á, eins og
tilfinningum hennar var varið, aö
hugsa um afleiðingamar. Allar slík
ar hugleiðingar hefðu aðeins valdið
henni sársauka, en hann varð að
hugleiða þær, hann varö að hugsa
og láta hugsanimar sigrast á til-
finningunum. En hans þáttur í að
móta örlög hennar var að gera hana
frjálsa. Þessi staðreynd olli hon-
um nú miklum sársauka. Varð það
hans hlutskipti nú — enn á ný —
að gera hana frjálsa? Og ef það var
hans hlutskipti, hvemig gat hann
farið að þvi?
Setjum upp
Mælum upp
rennibrautin-
Fyrir AMERÍSKA
-l/PPSETNINGU.
Loftfesting
Veggfesting
131ÍVÍM
Lindurgötu 25
shni 13743
Ó, ég kvelst, hvar finnur þú til?
Þetta.
Ó, pabbi, þetta er ekki sárt lengur. Förum
kútur minn.
Auglýsid í Vísi
FISKA-OG FUGLABÚÐIN
KLAPPARSTlG 37 - S I M I: 1 29 37
MJOG
HAGSTÆÐIR
AFBORGUNARSKILMÁLAR.
(•M2&CO
Laugavegi 178, sími 38000.
RAF-VAL
Lækjarg. 6 A, sími 11360,
EKCO-SJ ÓNVARPSTÆKH)
SEM VEKUR ATHYGLI.
lagningin
helzt
betur
meö
iuKeK
EÍanZ'
lirlesllg
'Hgt nod<Kol
M* Frliv
glans
hárlagningar-
vökva
NlllDSðLOIIIECDIk
ISLENZK ERLENDAVERZUJNASfÉUCKHIF
IIAMllieiLUUTTIHW AMAMTI «F