Vísir - 21.05.1966, Side 1

Vísir - 21.05.1966, Side 1
— Bawwlawir 21. mai 1966. — 114. íljl. MDHlfUR VERID ÁNÆSJULCCT AD VIHNA FYRIR RíVKJA VÍK 'g beini bvi til ibúa Reykiavikur — Að hvaða verkefnum hefur þér þött ánægjuleg- ast að vinna f starfi þínu sem borgarstjóri síðustu ár- in? — Því er erfitt að svara. Ég á erfitt með að gera upp á milH einstakra málaflokka. Það sem mér hefur einmitt þött ánægjulegast í borgarstjórastarfinu er hve fjölbreytt viðfangsefnin eru. Sumir hafa látið að því liggja að bæði framkvæmdir og þjónusta Reykjavík- urborgar spannaði yfir of vítt svið, fjármagnið nýttist betur ef því væri beint til færri verkefna. Vissulega er þetta rétt og viö höfum í allrikum mæli leitazt við að fara þessa leið. Þannig töldum við á þessu kjör- tímabili að þau verkefni, sem þyrfti einkum og sér 1 lagi aö leysa væru þrjú: Hið nýja aðalskipulag, gatnagerð og hitaveita. Það hefur hins vegar ekki þýtt það, aö forvsta borgarinn- ar hafi ekki sinnt öðrum verkefnum. Ef litið er I fjár- hagsáætlun og framkvæmdaáætlun borgarinnar á síð- ustu árum má sjá, að framkvæmdir í öörum mála- flokkum hafa einnig aukizt. Áhugamál og þarfir íbúa Reykjavíkur eru svo margbreytt og mismunandi, að nauðsynlegt er að borgin komi til móts við þá á sem ftestum sviðum. ERFTTT STARF EN ÁNÆGJULEGT — Þá hefur nú gegnt embætti borgarstjóra í rúm 6 ár. Hvemig hefur þú kunnað við þaö starf? — Ég hef kunnað mjög vel við starfið og haft af því mikla ánægju. Því er þó ekki að leyna að borgar- stjórastarfið er erfitt starf, en til þessa hef ég ekki fundið vegna þess að verkefnin hafa heillað. Borgarstjórastarfið er ekki eingöngu fólgið í því að vinna að stórum áætlunum og víðtækum framkvæmd- um og þjónustustarfsemi, heldur ekki síður í nánum samskiptum og kynnum við íbúa borgarinnar og vanda mál þeirra. Þannig tekur borgarstjórinn til meðferðar nær daglega ýmis vandamál einstaklinga í borginni, sem einhverjir myndu ef til vill telja að væru smávæg- leg miðaö við hin stærri mál, en eru engu að síður mikilvæg í augum þess borgara, sem í hlut á. Það er mér ekki einungis ánægja að geta leyst einstök per- sönuleg vandamál þeirra borgarbúa, sem á skrifstofu borgarinnar koma, heldur skapa vandamálin bakgrunn, sem veitir stjómendum borgarinnar vitneskju um hvar skórinn kreppir og hvar úrbóta er þörf. Hin per- sónulegu viðtöl veita þannig mér og öðrum borgar- stjórnarmönnum ýmsa þá vitneskju, sem gerir okk- ur kleift að marka framtíðarstefnuna í borgarmálum. Framh. ð bls. 6 Á morgun ganga Reyk- víkíngar að kjörborðinu. Þá munu þeir láta í ljós vilja sinn um það, hvort borginni stjómar áfram samhentur meirihluti undir forystu Geirs Hall- grímssonar borgarstjóra — eða þrír sundraðir vinstri flokkar koma til valda. Reykvíkingar þekkja og meta hinn unga og glæsilega borgarstjóra sinn. Hann hefur í meir en sex ár veitt borginni trausta og farsæla for- ystu, unnið ötullega að því að leysa vanda íbúa borgarinnar og búa í haginn fyrir framtíðina af framkvæmdahug og skörungsskap. í gær hitti Vísir Geir Hall- grímsson að máli og ræddi við hann um borgarmáiin og atburði morgundagsins. Fer Borgarstjóri Reykjavíkur og fjölskylda hans á heimili sínu að Dyngjuvegi 6 í gær. Frá vinstri: Ásiaug 10 ára, Hallgrímur 16 ára, Ema viðtalið hér á eftir: Finnsdóttir, Gelr Hallgrímsson, Kristín 15 ára, Finnur 12 ára. xD-listinn VÍSIR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.