Vísir - 21.05.1966, Síða 2

Vísir - 21.05.1966, Síða 2
SíÐAN Hún felur sig í höll upp í fjöllum X- Sovézkur njósnari eða ný Christine Keeler? Gerda Muns- inger fæddist fyrir 37 árum síö- an í Köningsberg sem nú nefn ist Kalinigrad. Hún fluttist til Kananda og komst í samband við ýmsa ráðherra í stjórn Difen bakers sem frægt er orðið og getið hefur verið um í helztu blöðum heims undanfarið. Öryggisráðið kanadiska áleit það öruggast að hún færi úr landi. Þetta gamla mál hefur valdið dómsmálaráöherranum í hinni nýju stjóm Lester Pearson hinum mesta höfuðverk. Um skeið var haldið að Gerda Munsinger hefði látizt af blóð sjúkdómi I Austur Þýzkalandi, en svo skeði hið furðulega, kana dískur blaðamaður hitti hana í Múnchen. Þar er Gerda forstöðukona mjög glæsilegs veitingastaðar. Hún hefur haft kyrrt um sig í fimm ár, en deilumar í Ottawa snöggbreyttu lífi hennar. Rótað var upp gömlum kunningsskap hennar við Sevigny öryggismála ráðherrann. Kanadískir leynilög reglumenn og fréttamenn víðs- vegar úr heiminum hófu umsát ur við litlu íbúðina hennar við Ainmillar Strasse. Gerda and- mælir því að hún hafi verið njósnari fyrir Rússa, ég fór til Kanada til þess aö verjast ásókn þeirra. Og hvemig snýst Gerda á móti öllu uppistandinu. Hún byrjaöi á því aö loka sig inni í höll í Ölpunum með bókmennta ráðunaut sínum til þess aö skrifa minningar sínar, sem henni hefur þegar verið boðið 180.000 mörk í. Sevigny í Ottawa með öðrum aðdáanda. Prentnemi óskast í setningu Prentsmiðjo Vísis LEDURJAKKAR RÚSKtNNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 'jason VIDCERÐIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, 1 höllinnl þar sem hún Ieitaöi hælis, les Gerda frásagnir þýzku blaðanna um hinn fagra njósnara Kári skrifar: Kára hefur borizt bréfstúfur frá ungum kjósanda, sem virðist ekki hafa allt of mikinn áhuga á kosningavafstrinu. Eflaust em fleiri á hans máli og birtir Kári því klausu úr bréfinu. „ . . er það ekki algjör óþarfi að vera að útvarpa umræöum stjórnmálamanna tvö kvöld í röð? Myndi blessuðum mönnun- um ekki vera eitt kvöld nægjan- legt? Það er ekki svo að skilja að manni leiðist beinlínis við að hlusta á fólk ræða af þvilík um eldmóði öll möguleg hags- munamál bæjarbúa, en þetta getur maður bara lesið í blöðun um og þar er raunar lítið ann að að hafa. Flest fórna þau nær öllum síðum sínum undir póli- tískt efni og hafa ekki svo mikið sem eina ólitaöa skrýtlu fyrir þá mörgu, sem ekki nenna að fylgj ast með kosningabaráttunni. Aumingja ungi kjósandinn, sem gengur í fyrsta sinni að kjörborð inu hversu margir hafa ekki beint orðum sínum til hans í ræðu og riti. í útvarpsumræðun um voru allmargir ræðumenn og þó kannski frekar ræðukon- ur sem auðheyrilega höfðu lítið nálægt umræðum komið, hvorki um bæjarmál eða annað, og byrjuðu eitthvað á þessa leið: Góðir Reykvíkingar: Á sunnu- daginn 22. maí göngum við að kjörborðinu: Eins og þetta væru einhverjar nýjar og óvenjuleg ar upplýsngar. En skelfing leiðast mér þessir dagar fram yfir kosningarnar. Það eru svo ósköp miklar endurtekningar á þessu öllu saman. Ungur kjósandi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.