Vísir - 21.05.1966, Side 3

Vísir - 21.05.1966, Side 3
V í S IR . Laugardagur 2Í. maí 1966. 3 Mannfjöldinn í aðalsal Háskólabíós Stöndum vörð um Reykjavík Kjósendur sýna hug sinn til vinstri hættunnur með því uð fyllu Húskólubíó út úr dyrum ó fundi D-listuns Mmim i * 'T’" WMrXí Við þurfum að styrkja ou efla æskulýðsstarfsemi — ékki með þeim hugsunarhætti að gera meira „fyrir“ hina ungu vaxandi kynslóð — heldur í þeim anda að skapa æskunni skilyrði tll þess, að hún sjálf geti tekið þroska, vaxið af ábyrgð, beitt hæfileikum sínurn og skapað sér og þjóð sinni bjarta framtíð. Þannig mælti Geir Haligríms son borgarstjóri á kjósendafundi Sjálfstæðisflokksins í Háskóla- bíói í gærkvöldi. 1 ræðu sinni rakti hann nokk uð hvemig kosningabaráttan hefði verið háð að þessu sinni. Hann benti á það að Sjálfstæðis flokkurinn hefði nú lagt áherzlu á að heyja málefnalega baráttu. Hins vegar hefðu minnihluta- flokkamir beitt öðrum baráttu- aðferðum, sem hefðu orðið þeim til minnkunar, rakti hann skýr dæmi þess að andstæðingarnlr hefðu að þessu sinni beitt háska legum biekkingum. „Þessar blekkingar," sagði borgarstjóri, „sýna málefnafá- tækt þeirra. Mér eru þessar bar- áttuaðferöir þeirra mikil von- brigöi því að ég tel að umræð- ur fyrir kosningar eigi að vera skynsamlegar og málefnalegar umræður um heill borgarinnar. Meirihluti Sjálfstæðismanna f borgarstjórn leggur undir dóm kjósenda, það sem áunnizt hef- ur og biður um traust á þeim gmndvelli, — biður um umboð fólksins og samstarf til að leysa verkefni framtíðarinnar. Þeir sem staddir voru á hin- um almenna kjósendafundi D- listans í Háskólabíói í gærkvöldi munu sammála um, að þetta sé einn sá bezti fundur flokksins, sem haldinn hefur verið. Hann var vissulega sá fjölmennasti, sem haldinn hefur verið til þessa, því að í hinum stóra sal ... og mannsöfnuðurinn, sem fylltl anddyri kvikmyndahússins og fylgdist með i sjónvarpi. um. Til sigurs fyrir Sjálfstæðis- flokkinn“. Frú Sigurlaug Bjarnadóttir ræddi einkum um hinar gífur- legu breytingar sem hefðu orðið á borginni undanfarin ár. Þá vék hún einnig að aðalskipulaginu, húsnæðismálunum og fleiri hags munamálum Reykvíkinga. Bragi Hannesson, bankastjóri vék í ræðu sinni að málum iðn- aðarins hér í höfuðborginni og lýsti því hve mikilvægt það væri til að takast á við fyrirhugaðar stórframkvæmdir í borginni að stjórn hennar væri samhent. Kristján J. Gunnarsson, skóla stjóri, talaði einkum um hlut- verk borgarstjómarinnar og þann reginmun sem væri á lífs- skoðun og stefnu meirihlutans og minnihlutans. Fundarstjóri var Tómas Guð mundsson skáld og fundarritar- ar frú Gróa Pétursdóttir og Guð jón Sv. Sigurðsson. kvikmyndahússins voru eins margir og frekast gátu þar kom- izt. En þar að auki hafði verið komið fyrir sjónvarpstækjum í anddyri hússins, svo að fólk sem ekki komst fyrir í sjálfum kvik- myndasalnum gat fylgzt með öllu sem þar fór fram. Stóla- raðir allar sem þar var komið fyrir vom fullsetnar og varð fjöldi fólks enn að standa þar fyrir aftan, svo að segja mátti að allt hiö risastóra bíó væri fullt út úr dyrum. Hitt skipti þó enn meira máli hver andi ríkti á þessum fundi, þar vom vanda- mál borgarinnar rædd og lýst hver stórátök til framfara hefðu verið unnin íbúunum til hagsæld ar. En það mátti einnig skilja á fundarheimi, að nú vilja menn vinna af alefli að því í kosn- ingunum á sunnudaginn, aö hindra aö upplausnaröflin nái völdum í borginni. Dr. Bjami Benediktsson for- sætisráöherra, sem hóf umræð- umar, sagði um þetta: „Ef við erum ekki vel á veröi, þá er grundvöliurinn ekki lengur nógu traustur, þá er hætt viö þvi aö undirstaðan gliöni, aö þaö tapist, sem áunnizt hefur. Nú þarf Reykjavík á hjálp allra aö halda, ailra í hóp og hvers og elns af ykkur til þess aö undir- staðan veröi örugg. Viö munum ekki bregðast, heldur leggja okk ur öll fram til sigurs fyrir gott málefni“. Birgir Isl. Gunnarsson, sagði að minnihlutanum væri ekki treystandi til að fara með mál- efni borgarinnar, það hefðu um- ræður um málefni borgarinnar sannað. Birgir ræddi aðallega um framkvæmdir borgarinnar á liðnu kjörtímabili og einnig fram tíðarhorfur I málefnum höfuð- staðarins. „Minnihlutinn lítur á borgina og málefni hennar gegn um þröngsýn flokksgleraugu. Við skulum láta þennan glæsi lega fund vera staöfestingu þess sem gerast mun á sunnudaginn. Við skulum á sunnudaginn kem ur standa vörð um Reykjavík", sagði Birgir Isl. Gunnarsson að lokum. Styrmir Gunnarsson sagði að engin dæmi væru um það að Reykjavík væri nú í dag þreytt borg, stjóm hennar bæri þess engin merki að hér færi lang- þreyttur meirihluti með völdin. „Styrk stefna og stjóm meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í um það bil 40 ár ber aftur á móti þann árangur að borgin okkar er síung“. Að lokum sagði Styrmir Gunnarsson: „Við sjálf stæðismenn höfum aldrei haft betri málsstað til að berjast fyr- ir. Sýnum nú að Reykvíkingar kunni að meta vel unnin störf. Sýnum nú ,hvers megnug við er

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.