Vísir - 21.05.1966, Page 5

Vísir - 21.05.1966, Page 5
VÍSIR . Laugardagur 21. maí 1966. 5 Fyrstu húsin í Árbæjarhverfinu nýja tilbúin Þessa mynd tók Ijósmyndari Vísis í sólskins- og sumarveðrinu í gær á einum nýjasta gæzluvelli borgarinnar við Safamýri. 'C'yrir nokkrum dögum gerðist merkilegar og óvenjulegur atburður í bamaheimilamálum borgarinnar, þegar tvö barna- heimili voru opnuð samtímis, annað venjulegt dagheimili, hitt sérstakt heimili, sem er ætlað til þess að styrkja starfsemi barnavemdamefndar. Þegar heimili þessi voru opn- uð skýrði fræðslustjóri frá því að nú yrði unnið að tveimur nýjum fullkomnum dagheimilum í Vogahverfi og Árbæjarhverfi. Er fyrirhugað að auka enn veru- lega byggingar barnaheimila. En það er ekki nóg með að barnaheimili séu reist, einnig er unnið mikið við að koma upp nýjum barnaleikvöllum. Þar eru stærstu verkefnin að koma upp svokölluðum gæzluvöllum sem eru all kostnaðarsamar fram- kvæmdir þar sem byggja verður á þeim vandað skýli fyrir gæzlu konur og börn, ef veðri hagar þannig. í þessu efni hefur verið unnið mikið á síðustu ámm, og er nú sú fasta regla á komin, að gæzluvöllum er komið upp jafn- óðum og ný hverfi byggjast. Síðasti gæzluvöllurinn sem til- búinn var, var Bólstaðarhlíðar- völlurinn, þar áður Safamýrar- völlurinn (sem mynd birtist hér af) og enn þar áður Hvassa- leitisvöllurinn. Næst á að byrja á lagningu tveggja nýrra gæzluvalla í tveim ur nýjum hverfum, annar er í nýja hverfinu við Sæviðarsund, hinn í nýja Árbæjarhverfinu. Hann verður lagður við Rofabæ og þar hjá eiga bæði að vera boltavöllur og opið leiksvæði. Annað opið leiksvæði verður við Þykkvabæ í sama hverfi. Það er alltaf mikið að gera hjá þeirri deild fræðslustjóra sem hefur með bamaheimili og leikvelli að gera. Fulltrúi yfir henni er hinn kunni íþróttaleið- togi Jens Guðbjörnsson. Nýtt verkefni, sem nú er t.d. verið að vinna að, er að koma upp körfuboltavöllum á 20 nýjum stöðum í bænum. Strákar í borginni hafa mjög gaman af körfubolta. Á rbæjarhverfið, nýja byggingar hverfið fyrir austan Elliða- ámar, er nú sem óðast að rísa og taka á sig svip. í hverfi þessu munu mörg þúsund íbúar eiga heimili, þegar það er að fullu upp komið. Og hér eins og í öðrum nýjum hverfum Reykja víkur mun borgin sjá fyrir margs konar almennri þjónustu á næstum grösum. Er að hefja þar smíði skóla, og dagheimila, koma þar upp gæzluvelli fyrir smábörn og síðan verður þeirri reglu fylgt sem nú er viðtekin hjá Reykjavíkurborg, að mal- bika göturnar jafnskjótt og hverfið er að mestu risið og stærri vinnuvélar hafa lokið þar verki. í kosningaáróðri sínum tók Framsóknarblaðið Tíminn upp á því að birta mynd af óbyggöu svæði suður í Breiðholti þar sem næsta borgarhverfi Reykja- vfkur á að rísa. Sagði blaðið á þvf svæði væru engar fram- kvæmdir hafnar og átti það að vera til hnjóðs borgaryfirvöld- unum. Fyrir einu til tveimur árum hefðu þeir getað tekið sams konar mynd af þvf svæði, sem lesandinn sér á myndinni hér fyrir ofan. Þá var Árbæjar- svæðið enn að mestu óbyggt, kartöflugarðar og malarholt. Og alveg eins gæti ljósmynd- ari Framsóknarblaðsins, eftir svo sem eitt til tvö ár, farið suð ur í Breiðholt og séð nýja hverf ið, sem þá verður risið þar, en Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis, Br. Guðm. í gær af einni íbúða-biokkinni í Árbæjarhverfi og er hluti hennar þegar tilbúSnn. þá verður þetta atvik úr kosn- ingabaráttunni 1966 gleymt. Eins og myndin hér á síðunni sýnir, er nú þegar svo komið, að fyrstu íbúðarhúsin í Árbæj- arhverfinu eru þegar tiibúin, búið að máia þau og fyrstu fjölskyldurnar fluttar inn, eins og sá hluti fjölbýlishússins, sem sést til vinstri á myndinni, en hinn hlutinn til hægri er skemmra kominn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.