Vísir - 08.07.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 08.07.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR. Föstudagur 8. júlí 1966. 7 Káraveðrið árið 1900 Gamlar minningar rifjaðar upp Pessu nafni var þetta mann- skaðaveður kallað norðanlands og mun það hafa orðið mörgum minnisstætt. Þá bjó í Efri-Höfn í Siglufirði Páll Kröyer skipa- smiður og var þá orðinn ekkju- maður, en bjó með þremur dætr um sínum, sem allar voru þó á unga aldri, en sú fjórða og yngsta var í fóstri hjá Helga Iækni Guðmundssyni í Neðri- Höfn, og Kristínu konu hans, sem var systir Páls. Páll Kröyer stundaði jöfnum höndum búskap, húsa- og skipa- smíðar og sjósókn. Hann sá um smíðar og viðgeröir á hákarla- skipum Gránufélagsins, sem munu stundum hafa verið 10 eða 12. Aðeins ein af dætrum Páls, Halldóra, er á lffi í hárri elli. Viðburðurinn aldamótaárið 1900 hefur orðiö henni ógleym- anlegur, og er frásögn hennar á þessa leið: Faöir minn og Snorri bróðir hans áttu saman hákarlaskipiö Kára. Um sumarið höfðu þeir stundað veiðar og verið feng- sælir, og nú átti að fara meö allan aflann til Akureyrar. Faðir minn var skipstjórinn á Kára. Laugardagsmorguninn 20. sept. átti förin að hefjast. Allt í einu ríður maður í hlaðiö árla dags, meö tvo til reiöar, bindur hesta sína við hestasteininn og kveður dyra. Þetta var Oddur í Engidal á Dölum, síðar á Siglunesi einn af þekktustu hákarlafor- mönnum norður þar. Þegar hann hafðr herlsað, segir hann við fööur minn: Nú kemur þú með mér og smíöar fyrir mig húsið, eins og þú varst búinn að lofa. Faðir minn varr jafnan orðvar og sagði lítiö fram yfir þaö nauösynlega. Þetta get ég ekki gert að svo stöddu, segir hann. Ég er að fara til Akur- eyrar með skipið fullt af hákarli. Oddur spyr: Getur þú ekki fengið annan formann, þar sem Snorri bróöir þinn fer líka og getur séð um þetta fyrir ykkur báða. Eftir nokkurt þóf, er sent til Helga læknis og hann beöinn að lána vinnumann sinn til þess að skjótast yfir að Efri-Skútu, til Jóhanns bónda, sem var mik- ill sjósóknari og dugandi for- maður. Jóhann bregður fljótt við og er kominn í tæka tfð. Kona, sem Ólöf Bjarnadóttir hét haföi beðið um far á skipinu. Hún var svo naum fyrir með tímann, að hún kom hlaupandi með skotthúfuna í hendinni. Auk Jóhanns og Snorra voru á skipinu 19 ára piltur, Anton Sigurðsson og maður frá Neðri- Skútu, sem mig minnir að héti Þorfinnur. Þegar Kári lagði af stað var allmikið skýjafar og tekið aö hvessa. Hér verö ég að skjóta því inn í, að maður að nafni Einar frá Ámá í Héðinsfiröi, var í heimsókn þennan dag hjá ættfólki sfnu á Siglunesi. Þetta var eldri maður, dulur nokkuð og af sumum sagður skyggn einnig. Þegar Kári skreið undir fullum seglum norður meö nes- inu, segir Einar: „Nú er feigð- arsvipur á Kára.“ Þegar Kári er kominn í mynni Héðinsfjaröar, er komið af- spyrnurolc og ekki unnt að ná þar til hafnar og var þá lagzt við stjóra, en ekkert hélt, skip- ið slitnaði upp og veltist um í ölduróti og ofviðri. Fólk stóð úti á bæjum í Héðinsfírði og horfði á er Kári sökk með öliu innanborðs í djúpiö. Hefur aldrei orðið neins vart úr skipinu, hvorki fyrr né síðar. — Já, svona fór um sjóferð þá. Snorri bróðir föður míns var ekki aðeins að fara með hákarl- inn til Akureyrar, hann var einn ig að sækja giftingarhringana, þá trúlofaður Jónínu Tómasdótt ur prests að Barði f Fljótum, en hún giftist síðar Kjartani Jóns syni, dugnaöar- og ágætismanni Sunnudagsmorguninn, daginn eftir þetta átakanlega sjóslys, var maöur sendur frá Héðins- firöi til Siglufjarðar, til þess aö tilkynna hvernig komið var. Hann fór til læknishjónanna í Neðri-Höfn, en þau komu svo strax upp í Efri-Höfn til Rakel- ar ömmu minnar, að tjá henni sorgarfregnina. Hún var móðir bræðranna Páls og Snorra, orð, in þá ekkja. Annar maður var sendur vestur á Engidal og var hann kominn þangað um kl. 6 síðdegis. Þá sátu þeir, Oddur og Páll við skál og þökkuðu hver öðrum fyrir ánægjulegan sunnudag og framgang með smíði hússins á þessum af- skekkta stað. Oft dregur skyndilega ský fyr ir sólu. Hér lýkur frásögn Halldóru Pálsdóttur. í jólablaði Tímans árið 1956 er allmikil grein, sem heitir: Draumkonan og hestarnir í vök- Inni. Halldóra Pálsdóttir segir þar forvitnilega sögu, en frá- sögn þá hefur Helgi Hjörvar fært i letur og gat Halldóra vart fengið annan betri til þess. 1-ar gerir Helgi Hjörvar lítils- háttar grein fyrir ætt Halldóru á þessa leið: „Um það leyti, sem móðu- haröindin gengu yfir ísland kom 15 ára piltur frá Dan- mörku út hingað, til Húsavíkur. Hann kom af dönsku munaðar- leysingjahæli og veit enginn ætt ir hans. En hann hét Jóhann Kasper Kröyer. Hann gerðist vikadrengur í dönsku höndlun- inni þar í Húsavík, síðar assi- stent, eins og Matthías Jochums son var kallaður við verzlunina í Flatey. Þegar Jóhanní Kröyer óx fisk ur um hrygg keypti hann Höfn í Siglufirði, allgott höfuðból, gerðist bóndi þar, og ætt hans átti þetta óðal frá 1818 til 1944, að Siglufjaröarbær keypti jörðina. Sonur Jóhanns var Páll, hans dóttir Rakel, hennar sonur Páll Kröyer bóndi og skipasmiður í Höfn, átti Önnu Þorleifsdóttur frá Siglu nesi.“ — Dóttir þeirra hjóna er Halldóra, sem hér segir sög- una um Káraslysið. Hinar syst- ur hennar þrjár hétu, Guðfinna, Rakel, Júdet og Kristín. Þær voru almennt kallaðar í Siglu- firði Hafnarsystur og þóttu gervilegar heimasætur. Sjö eða átta árum eftir Kára- slysið átti ég, undirritaöur, heima þrjú ár 1 Efri-Höfn hjá Páli Kröyer og lærði smíðar á vetrum, en stundaði sjóinn og ýmsa landvinnu á sumrum. í Höfn leið mér vel. Þetta var fyrirmyndarheimili, húsbóndinn öðlmgur hinn mesti og heima- sætumar skemmtilegar og góð ar stúlkur. Oft hafa komiö í huga minn, á síöari árum, ritn ingarorðin: „maðuriitn upphugs- ar sinn veg, en drottinn stýrir hans gangi.“ Getur nokkuö verið æskilegra en þaö, að drottinn stýri gangi manns? Margar góðar endurminning ar á ég frá árunum þremur í Höfn og frá Siglufiröi yfirlekt, og allt frá þeim dögum finnst mér ævi mín hafa verið sem við burðaríkt og skemmtilegt ævin- týri. Á æskudögum mínum heyrði ég fólk oft segja, að ekki yrði feigum forðað né ó- feigum í hel komið, en erfitt er að trúa óskeikulleik þeirra orða, en til þeirra hefði ég þó mátt hugsa á þessum árum, því að stundum komst ég 1 fullkom- inn h'fsháska, ekki sfzt þau vor- in, sem ég stundaöi hákarla- veiðar. Frá einni slikri háska- för hef sagt í útvarpserindi og langri blaðagrein, en a.m.k. eina aðra á ég ósagða, en sorglegri þó, og bíöur hún síns tíma. Varðandi Káraslysið vaknar sérstaklega ein spuming. ¥m Pál mátti segja, að þar varð ekki ófeigum í hel komiö. Hann átti eftir langa og athafnasama ævi, en spumingin er þessi: Ef hann hefði verið skipstjóri á Kára í þessari för, hefði honum þá tekizt að bjarga skipi og mönnum? Þessari spumingu get ur auðvitað enginn svarað. Gát- ur lífs og dauöa eru torráönar og svo er um gátur tilverunnar allrar. Undrandi og lotningar- fyllst verðum við að Iúta höfði og hlusta á öldufall aldanna og láta okkur skiljast, að á bak við það er úthafiö mikla — ó- mæliö, sem enginn fær séð né skynjaö, á okkar þroskastigi. Pétur Sigurðsson. skápanna, en innflytjendur sögðu að verð á innréttingu í meðalstórt eldhús mætti áætla um 60 þús. kr. og eru heimilis tæki og vaskur þá undanskilin. Kynningarsýning á OSTA- eldhúsinnréttingunum mun standa yfir næstu 2 mánuði. ■ ■ ..V.V.. 'V...... : >«+>^;ív-’óv.óv.- ■%t'\ *... . ,* ■■ ■r-^gx ----j-i— ar eldhús- innréttingar ■P'«Ml..m ?■; ■■■ Sýning stendur nú yflr á þýzkum eldhúsinnréttingum að Hraunbraut 10, Kópavogi, hjá fyrirtækinu „Skorri h.f.“ sem flytur inn og selur innrétting- amar. Eldhúsinnréttingar þessar er nefnast OSTA em framleidd- ar í Vestur-Berlín og eru þær fluttar út til fjölmargra landa og nýveriö hófst sala á þeim hér á landi. Innréttingamar em settar saman úr skápaeiningum og eru skápamir mjög mismun- andi að gerð, allt eftir því hvaöa tiigangi þeir eiga að þjóna, hvort þeir eru fyrir diska, matvæli o.s.frv. Er hægt að raða skápaeiningunum sam- an að eigin vild, „byggja” þær utan um heimilistæki, svo sem eldavélar og ísskápa. Skáparnir eru allir úr sléttu plasti og því mjög auðvelt aö halda þeim hreinum. Þegar lokið hefur verið samsetningu neðri skáparaðar, þeirrar, sem stend- ur á gólfi, er ein borðplata sett yfir skápana þannig að ekki verður um nein samskeyti að ræða á borðinu. Verðið á innréttingunum fer að sjálfsögðu eftir fjölda og gerð «»« Sýnishom af þýzka eldhústnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.