Vísir - 06.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 06.08.1966, Blaðsíða 2
VISIR . Laugardagur 6. ágúst Ahríhie Knattspyrnan verður efst á baugi í íþróttaíieimin- um um helgina. Leiknir verða tveir leikir í 1. deild á morgun og jafn- margir í 3. deild, auk I l deiid um helgina nokkurra leikja í yngri flokkunum. Tekst Akurnesingum að sigra Val í Laugardal? Á morgun kl. 20 fer fram einn af áhrifamiklu leikjunum í 1. deild, en segja má að hver ein- asti leikur sé enn mjög mikil- vægur, því öll liðin nema Þróttur eiga möguleika á sigri, og Þrótt- ur og KR geta lent í því að berj- ast gegn fallinu 1 2. deild. Valsmenn náðu þvi í fyrra- kvöld að setjast á toppinn í 1. deild með 9 stig eftir 7 leiki, en Akranes er í 3. sæti með 6 stig eftir 5 leiki. Akranes eygir því möguleika á að ná þessu saeti Spennandi augnabHk í en félagar Bergsveins spennandi leik. Þeir eigast viö í loftinu Ellert Schram og Bergsvelnn Alfonsson, í Val, Sigurjðn Gfslason og Björn Júlíusson horfa á. LtíFZlO NEYZLUVÖRUR 4.—11. 9. 1966 KAUPSTEFNAN LEIPZIG LEIPZIG býður yður að sjá: * 800.000 sýningarmuni, hver um sig hið nýjasta og bezta .-¦ óviðjafnanlegt framboð neyzluvarnings sýnt í 30 vöruflokkum í 17 sýningarskálum - auk fjölda upplýsingaskrifstofa fyrir innflutning og útflutning iðnaðarvarnings. • Sérstakt tækifæri til samanburðar á framboði 6500 framleiðenda frá 60 löndum og til að hitta að máli málsmetandi fulltrúa á sviði viðskipta, iðnaðar, vís- inda og tækni frá AUSTRI og VESTRI. Notið tækifærið og heimsækið LEIPZIG. - Allar upp- lýsingar og Kaupstefnuskírteini fást hjá Kaupstefnunni - Reykjavík, Lækjargötu 6, símar 11576 og 24397 eða við landamæri Þýzka alþyðulýðveldisins. Þýzka alþýðulýðveldið síðar, og sigur þeirra gegn Val mundi ýta undir það. Þessi tvö lið hafa löngum háð saman harða leiki og ekki er að efa að svo verður einnig nú. Valsmenn eru sterkir um þessar mundir og eru greinilega búnir að koma auga á íslandsbikarinn sem í rauninni er ekki svo langt undan, — vinni þeir Akranes í leiknum annað kvöld. Sigur Vals mundi því gera þá mjög sigurstranglega f mótinu. Keflavfk hefur einnig hug á meistaratitlinum. En Valsmenn eru ekki einir á sprettinum eftir íslandsmeistara- titli. Helztu keppinautar þeirra eru Keflvíkingar, sem hafa 7 stig eftir 6 leiki. Keflvíkingar undir stjórn Reynis Karlssonar, hafa sýnt miklar og ótrúlegar fram- farir 1 allt sumar og er það álit margra að Keflavík hafi sterk- asta liðið í dag. Keppinautar Keflavíkur á morgun kl. 16 í Njarðvík eru Akureyringar. Lið Akureyrar verður að teljast veikara en Keflavíkurliðið, en erfitt er þó að spá um úrslitin. Þau geta eins orðið Akureyring- um í vil, — en satt að segja yrði það heldur óvænt. KR—Þróttur á botninum á mánudaginn. Á mánudagskvöldið heldur 1. deildin áfram £ Laugardal og nú eru það „vesturbæjarliðin" Þróttur og KR, sem eigast við, en bæði þessi lið eru enn í fall- hættu í deildinni. Eflaust selja Þróttarar sig dýrt, — þetta er þeirra slðasta tækifæri má segja, og takist þeim að vinna sér tvö stig hefur þeim tekizt að ná KR að stigum, hafa bæði liðin þá 4 stig eftir 6 leiki. Vinni KR hins vegar eru þeir nokkurn veginn Ur hættu. Fram—Breiðablik í bikarkeppninni. Bikarkeppni KSl heldur áfram á morgun á Melavelli kl. 16 og keppa þá Fram-a og Breiðablik. Fram lítur óneitanlega sterkar út, en samt sem áður hefur Fram átt I erfiðleikum með 2. deildar- liðin í sumar og ekki er að vita hvernig þeim gengur með hina harðskeyttu Kópavogsmenn. 3. deiidin. Tveir leikir fara fram I 3. deild um helgina. Annar er í Borgarnesi milli Borgnesinga og Skagfirðinga kl. 16 á morgun en hinn er á sama tíma- á Sel- fossi milli Selfyssinga og ná- granna þeirra Ölfusinga. — jbp Staðan ' 1. 0EILÐ Staðan í 1. deild er nú þessi: Valur 7 4 12 17:11 9 Keflavik 6 3 12 13:8 7 Akranes ö 2 2 1 8:6 6 Akureyri 6 2 2 2 10:13 6 KR 5 1 2 2 7:8 4 Þróttur 5 0 2 3 5:14 2 Upplýsingar Sambönd Víoskipti HEILSAN FYRIR ÖLLU! wmjm ÞAGINN mEw SMJÖRUK! 91

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.