Vísir - 15.08.1966, Qupperneq 7
V Í.S I R. Mánuðagur £5. ágúst
7
Ævintýri
úr Eyjum
Þrjátíu og fimm ára gamall
spádómur riíjast upp.
Á páslcum 1931 var ég stadd-
ur í litlum verlcsmiðjubæ í Mið-
Svíþjðð, Surahammar í grertnd
við Vtesterðs, £ boffi skédaforðð-
ht mías og toerbergisfStoga, sem
þar var borirm og bamfæddur.
Þarna í Snrahammar eru jám-
bræðsiur mðdar og jSmsteypu-
sithSjue, og er það sérgrem iön-
aðarmanna þar að framieiða
hjtíí og öxla andir jámbrantar-
vagna, og er enn. Átti ég þama
hið skemmtSegasta páskaieyfi á
forelðraheimiíi skðtebnSður
míns, en vfð höfðum verið göð-
ir féiagar aBan veturinn. Em-
hvem tftna bafði hann sagt mér
frá því — í trúnaðí — að móður
sinni væri geffnn sá hæfileiki
að sjá fyrir foriög manna, en
fiíkaði því Ktt, og heyrðist mér
á honum aö feríð væri með
þetta eins og dutoáí inmn fjöl-
skyldunnar og að bann gerði
hvorki að rengja þennan hæfi-
leika móöurinoar eða trúa á
hann, og þætti háift £ hvoru
miður að hún skyldi vera gædd
honum — ef hón þá væri þaö
Ekki man ég greinilega hverju
ég svaraði, en fyffiiega mun ég
hafa gefið í skyn, að ég væri
harla vantrúaður á allt þess
háttar, en þó með vægú orða-
lagi, því að ekki vðdi ég særa
hann.
Og svo gerðist það síðla
kvölds á annan dag páska, að
félagi minn kom að máli við
mig þar sem ég stóð fyrir dyr-
um úti og virti fyrir mér bjarm-
ann úr járnbræðsluofnunum,
sem bar við náttmyrkan him-
in. Var hann venju fremur hik
andi í orði, þegar hann sagði
mér að móður sína langaði til
að tala við mig. „En farðu
gætilega, og láttu hana ekki
verða þess vara að þú leggir
ekki trúnað á það, sem hún
segir þér“, mælti haim iágt.
„Þú manst hvað ég sagði þér
einu sinni í vetur...“
Þá vissi ég hsrers kyns var.
í rauninni þótti mér fyrir því,
að til þess skyldi koma, því
að þessi lágváxna, hlédræga og
vingjamlega kona hafði strax
tekið mér af svo innilegri hlýju,
að mér fannst ódrengilega laun-
að af minni háifu hvort held-
ur ég léti sem ég tryði á um-
ræddan hæfileika, hvað ég ekki
gerði, eða léti í Ijós breinskiln-
islega að ég legði engan trúnað
á hann.
Ekki rek ég hér það, sem hún
FYRRI GREIN
sagði mér um framtíð mína,
nema hvað eitt atriði snertir.
Hún talaði mikið um eyju, þar
sem hún kvað margt ráðast um
forlög mín, mundi ég setjast
þar aö um alllangt skeið, en
hverfa þaðan aftur, og lýsti
hún eyju þessari þannig, aö þar
væri hömrótt mjög og veðra-
samt — og þar væru mikil eld- -
gos. Og þar sem þetta gat allt
átt við mitt eigið land, var
mér auðvelt að leggja trúnað á
það ... og að ég hleypti aftur
heimdraganum eftir árabil og
settist að erlendis — því skyldi
það ekki geta átt fyrir mér að
liggja?
En það átti ekki fyrir mér
að liggja að skilja þennan spá-
dóm hennar fyrr en þrjátíu og
Þorskurinn, mesti nytjafiskur á miöum við Eyjar, vlrðist kunna prýöilega við sig i sjóbúri á hinu nýja
náttúrugripasafni í Eyjum, en frá því verður sagt í síðari grein. Ljósmynd: Friðrik Jesson.
fiinm árum síðar, eða nánar tíl-
tekið laugardagsmorguninn
þann 6. ágúst sl., þegar ég stóð
úti á Hamrinum á Heimaey og
horfði til gosstöðvanna úti við
Surtsey. Á þeirri stundu rifj-
■
% j ; t '
og - átti þar heima í tólf ár sam-
fleytt, en hvarf svo þaðan heim
á fastalandið. Ég bið gömlu kon
una í Surahammar afsökunar á
því í gröf sinni, að ég skyldi
ekki aðeins vefengja þann hæfi
Séð til útevia, Álfsey næst, fjærst sést t»l gosstöðvanna, en þar
er með rólegasta móti þegar myndin er tekin. Ljósmynd: Loftur
Guðmundsson. i
aðist spádómur gömlu konunn-
ar upp fyrir mér, svo að segja
orði til orðs. Hún hafði sagt
mér, að ég sæi eða kæmi við
á þessum fyrirhugaða dvalar-
stað mínum á leiðinni heim,
ég hafði einmitt gengið á land
í Heimaey, þegar ég kom heim
með gamla „Gullfossi" úr náms-
dvöl minni erlendis, og þó aö
mig óraði ekki fyrir því þá,
settist ég þar að rúmu ári síðar
Siglt fyrir klettinn,
Guömundsson.
Vestmannaeyjakaupstaður blasir við með Helgafell f baksýn. Ljósmynd: Loftur
leika hennar að sjá fyrir ör-
lög manna, heldur og misskilja
spádóm hgnnar £ öll þessi ár.
Að vísu hef ég það mér til af-
sökunar að ég gat ekki séð það
fyrir að eldgos myndu verða
í grennd við Heimaey eða meö
öðrum orðum, að ég sá ekki
fram í tímann eins og hún.
En það er fleira, sem rifjast
upp fyrir mér þennan sólfagra
laugardagsmorgun, þegar éinn
af mínum gömlu skólanemend-
um sýnir mér það þakklætis-
bragð að aká mér í bíl sínum
•um eyna. Það er ekki einung-
is eldgosið úti við Surtsey, sem
telja má til þeirra atburða er
orðið hafa í Vestmannaeyjum,
er ég sá ekki fyrir þessi tólf
ár, sem ég dvaldist þar, og nú
eru ævintýri líkust í endurminn-
ingunni.
Framsækin þjóð.
Eitt var það, sem mér þótti
undarlegt í fari surhra Eyja-
skeggja fyrst eftir að ég settist
að á meðal þeirra — þeir virt-
ust hálft í hvoru skoða sig
sem sérstaka þjóð. Einkum
þeir eldri. „Meginlandsmaður“
gat litið á það sem átthaga-
gorgeir, en svo var þö ekki.
Þetta sjónarmið átti fyrst og
fremst rætur sínar að rekja til
þeirrar einangrunar, sem Eyja-
skeggjar höfðu átt við að búa
öldum saman. Samgöngum við
meginlandið var þannig hagað,
að margt af eldra fólki í Eyjum
hafði aldrei þangað komið. Þótt
ótrúlegt kunni að virðast, þá
kynntist ég þar íullorðna fólki,
sem flutzt hafði um skeið tíl
Ameríku og snúið heim aftur
en aldrei stigið fæti sínum á
„ísland“, eins og sumir nemend-
ur mínir í bamaskólanum orð-
uðu það. Ðugmikill og harðsæk-
inn formaður, sem ég þekkti,
'haföi að vísu flutt fólk upp í
Landeyjasand — en rennandi
vatn sá hann ekki fyrr en hann
hleypti heimdraganum í sam-
bandi við Alþingishátíðina 1930
og ók um brúna á Elliðaánum
á leið til Þingvalla, en þá var
hann kominn hátt á sextugs-
aldurinn!
Nú er þessi einangrun úr sög-
unni. Vestmannaeyingar hafa
skip í áætlunarferðum til megin
landsins oft í viku, og auk þess
er flogið þangað þegar veður
leyfir, stundum oft á dag —
og kringum þjóðhátíðiná má
með sanni segja að gerð sé
loftbrú til Eyja, eins og til Berl-
ínar á algleymistímum kalda
stríðsins. Flugvöllurinn, hin
mesta samgöngubót sem gerð
hefur verið £ Eyjum, hefur nú
verið stækkaður og endurbætt-
ur, svo að flugskilyrðin
eru betri og öruggari en nokkru
sinni fvrr. Og nú hafa Vest-
mannaeyingar ekki aðeins sitt
eigið skip, „Herjólf", í áætlun-
arferðum til meginlandsins, held
ur og sínar eigin flugvélar. Það
síðarnefnda hefði að minnsta
kosti þótt ótrúlegur spádómur,
árin sem ég dvaldist í Eyjum.
Og það er fleira, sem þar
hefur gerzt að undanförnu og
til milcilla framfara horfir, sem
engan 'gat órað fyrir þá — fyr
ir aðeins 25—30 árum. Vest-
mannaeyingar eru framsækin
þjóð á öllum sviðum, þeir unna
þessu litla landi sfnu heilshug-
ar og trúa þvi og treysta að
þeim megi takast að búa sér og
afkomendum þar svo góð lífs-
skilyrði, að þe'ir þurfi ekki það-
an aö leita. En þeir gera sér
líka ljóst að slíkt kostar áták,
og séu nokkrir menn ófeimnir
við að takast á við örðugleik-
ana, þá eru það Vestmannaey-
ingar. Hinn gjöfuli en marglyndi
sjór, sem umlvkur byggð þeirra,
hefur kennt þeim stórhug og
áræði. Og það er blátt áfram
heilsusamlegt að lcoma þangað
úr barlómnum og lcvíðanum,
sem einkennir okkur höfuðstað-
arbúa, sem þó höfum allt til
alls, og kynnast kjarki og bjart
sýni Eyjaskeggja og trú þeirra á
framtfðína. „Hér ríkir almenn
Frh á bls. 4
i