Vísir - 25.08.1966, Side 4
4
V í S I R . Fimmtudagur 25. ágúst 1966
...................•
RADDMYNÐIR í STAÐ
FINGRAFARA
1 svona frystihúsum er þýzka smjörfjallið geymt. Myndin frá Hamborg.
„Já, ég kastaði sprengjunni
i búðargluggann og vinur minn
kastaði annarri aftur í búð. Við
tókum allt, sem var í búðinni,
og síðan sungum við, brennum,
brennum, brennum“.
Svertingjaunglinguririn játaði
þetta opinskátt fyrir frétta-
manni ameríska sjónvarpsins
C.B.S. Hann lýsti nákvæmlega
þátttöku sinni í óeirðunum í
negrahverfum Los Angeles í
ágúst í fyrra. Hann rændi búðir
og kveikti I þeim.
Lögreglan í Los Angeles
Þjóöverjar eiga sitt smjörfjall
Það eru fleiri þjóðir en Is-
lendingar, sem eru í vandræð-
um með smjörið sijtt. V.-þýzkir
bændur hafa náð því sam-
STOR LANDSMOT
LÚÐRASVEITA
Fimmta landsmót S.Í.L. var
haldið á Selfossi dagana 24. til 26.
júní s.l. og sóttu það 12 lúðra-
sveitir víðs vegar að af landinu.
Mótið hófst með kvnningarkvöld
vöku í Selfossbíói, föstudagskvöld
ið 24. júnj óg. voru þá flestar lúðra-
sveitirnar mættar, en hreppsne'fnd
Selfosshrepps bauð til kaffidrykkju
á kvöldvöku þessari, sem fór mjög
skemmtilega fram, en stjórnandi
hennar var Árni Guðmundsson,
Selfossi.
Fóru þama fram ýmis skemmti-
atriði, sem félagar lúðrasveitanna
lögðu fram. Þá voru og tilkynnt
úrslit í marsasamkeppni þeirri, er
S.Í.L. hafði efnt til, og hlaut 1.
verðlaun, kr. 10.000.00, lagið
„Gamlir félagar", en höfundur
þess reyndist vera Ámi Bjömsson,
Hörgshlíð 10, Reykjavík. II. verð-
laun kr. 5.000.00 hlaut lagið „Vor-
þeyr“, en höfundur þess reyndist
vera Bjarni Gíslason, Keflavík.
Laugardaginn 25. kl. 10 árd. var
í, Selfossbíói sameiginleg æfing
allra lúðrasveitanna, en kl 13.30
gengu svo allar lúðrasveitirnar
fylktu liði til Tryggvagarðs, þar
sem þær léku nokkur lög hver, og
einnig allar saman og mun það
stærsta hljómsveit, er á íslandi hef
ur leikið, eða um 230 manns, og
lauk þessum hljómleikum um kl.
18.30.
Um kvöldið var dansleikur í Sel-
fossbíói. Kl. 10 árd. sunnudag 26.
júní var settur aðalfundur S.I.L.
í fundarsal K.Á. Formaður Halldór
Einarsson, Reykjavík setti fundinn
og stjómaði honum og flutti
skýrslu um störf sambandsins á
liðnu starfsári. Nefndi hann sér-
staklega námskeið á s.l. hausti,
sem haldið var fyrir stjórnendur
lúðrasveita á Islandi og þótti
heppnast vel.
Ennfremur skýrði hann frá því
að 25. ágúst kæmi til Islands frá
Bandaríkjunum mjög kunnur túbu-
leikari, Roger Bobo að nafni, en
hingað kemur hann á vegum ríkis-
útvarpsins og S.I.L.
Svo hefur um samizt, að Roger
Bobo mun halda 10 daga námskeið
á vegum S.I.L. fyrir túbuleikara
lúðrasveitanna, og er mikill fengur
að slíkum afburða listamanni.
Gjaldkeri, Eiríkur Jóhannesson,
las síðan reikninga og skýrði þá,
og vom þeir samþykktir. Halldór
Einarsson, Reykjavik var endur-
kjörinn formaður S.I.L., en ritari
Karl Guðjónsson, Reykjavík og
gjaldkeri Eiríkur Jóhannesson,
Hafnarfirði, báðust eindregið und-
an endurkosningu, og voru i þeirra
stað kosnir Ámi Guðmundsson, Sel
fossi ritari og Jóhann Gunnarsson,
Reykjavík gjaldkeri.
Eftir hádegi, að aðalfundi lokn-
um, var haldið til Þingvalla og þar
léku allar Iúðrasveitimar nokkur
lög sameiginlega, en síðan bauð
stjórn S.I.L. landsmótsgestum til
kaffidrykkju í Valhöll og fóru þar
fram mótsslit.
Er þetta fimmta landsmót S.I.L.,
sem Lúðrasveit Selfoss sá um und-
irbúning og framkvæmdir á, hið
langfjölmennasta, sem haldið hef-
ur verið.
komulagi við ríkisstjórn lands-
ins, að hún kaupi allt afgangs-
smjör á föstu verði, sem er dá-
Iítið lægra en smjörverðið á
almennum markaði. Upphaflega
var þetta gert til þess að brúa
bilið, frá því að smjörið var
framleitt og þangað til bænd-
urnir fengu tekjurnar af sölu
þess. En nú hefur smjömeyzla
minnkað í Þýzkalandi, um leið
og smjörframleiðsla hefur auk-
izt verulega. Þýzka ríkið hefur
byggt kælihús sem smjörið er
geymt í við -4-12° hita, í 4 eða
6 mánuði. Þessi frystihús eru
á 22 stöðum í V.-Þýzkalandi.
Þegar séð var, að geymslugeta
frystihúsanna yrði senn allt of
lítil, var gripiþ. ^il; þ,egs
selja 59 þús. tonn af "þessu
smjöri á útsöluverði. Það rann
út eins og heitar lummur, en
i stað þess minnkaði sala á nýju
smjöri um 38 þús. tonn. Þessi
38 þús. tonn varð að frysta og
vítahringurinn var fullkomnað-
ur, og nú sitja landbúnaðaryf-
irvöld í Þýzkalandi og brjóta
heilann um, hvað þau eigi að
gera við smjörfjallið sitt.
Öryggisbíll
framtíðarinnar?
I þessum mánuði verður lokið við að smíða fyrsta eintakið af
nýstárlegum bíl. Það eru fiugvélaverksmiðjurnar Republic
Aviation, sem smíða þennan bíl samkvæmt samkomulagi við
New York-borg. Þessi bfll er gerður í því augnamiði að skapa
sem mest öryggi fyrir farþegana. í honum eru 134 öryggis-
ráðstafanir, en af slíku geta hvorki Mercedes Benz né Rolls
Royce státað. Markmiðið er að gefa farþegunum a. m. k. 50%
meiri líkur til að lifa af alvarlegan árekstur.
fylgdist, eins og aðrir, af ákafa
með sjónvarpsútsendingunni.
Þeir vonuðust til að þekkja
ræningjann á sjónvarpsskerm-
inum, en það var árangurslaust.
Sjónvarpsmennirnir höfðu gætt
þess að sýna unglinginn aðeins
tlft
-<S>
5
í ■■ '• ..'/■'í.sí+ííiWi'f* .
p'/fr. ••í vj
Sýnishorn af raddmyndum.
aftan frá eða ógreinilega, þann-
ig að ekki var hægt að þekkja
hann.
Samt er unglingurinn núna
kominn fyrir rétt. Að vísu
héldu sjónvarpsmennirnir loforð
sitt um að hilma yfir honum ef
hann gæfi þessar upplýsingar,
en lögreglan gat samt fundið
hann og þekkt hann á röddinni.
Lögreglan tók sér til aðstoðar
nýtt hjálpartæki, sem símafyrir-
tækið Bell hefur framleitt.
Tækið býr til raddmyndir af
hverjum manni, alveg eins og
fingraför eru tekin. Þessar
raddmvndir eru eins hjá hverj-
um manni, en ólíkar raddmynd-
un allra annarra manna. Glæpa
sérfræðingar, dómarar og lög-
fræðingar telja þetta tæki vera
byltingu á sínu sviði.
Það tók eðlisfræðinginn Lor-
enz G. Kersta 4 ár að smíða
þetta tæki. Það byggist á því,
að raddbönd, munnhol, tunga,
háls og höfuðvöðvar hreyfast
á sérstakan hátt hjá hverjum
manni. Það er sama hvort hann
talar lágt eða hátt, hranalega
eða mjúklega og jafnvel er
sama hvort hann reynir að
breyta rödd sinni. Raddmyndin,
sem tækið býr til.sýnirskrýtnar
bylgjulínur og hringi. Og það
hefur komið í ljós að engir tveir
menn segja orðið „þú“ á sama
hátt. Þannig er hægt að þekkja
hvern mann á rödd sinni.
Kersta álítur að hægt sé að
nota tækið á rannsóknum á
glæpum t.d. við að greina menn
sem hringja hótanir í síma, fjár-
kúgara og mannræningja og
einnig verður hægt að smíða
fjárhirzlur og peningaskápa,
sem opnast aðeins við rödd
eiganda sins, en einskis manns
annars.
Vogakoffi
ný veitinga-
stofa
Vogakaffi, ný veitingastofa var
opnuð nýlega að Súðarvogi 20.
Eigendur hennar eru þrír af eig-
endum Múlakaffis, þeir Kjartan
Ólafsson, Stefán Ólafsson og
Tryggvi Þorfinnsson. Verður nýja
veitingastofan rekin sjálfstætt og
ekki í neinum tengslum við Múla-
kaffi.
Margir fjölmennir vinnustaðir
eru í nágrenni nýju veitingastof-
unnar, og er henni fyrst og
fremst ætlað það hlutverk að geta
séð því fólki, sem vinnur í ná-
grenninu og kemst ekki heim til
sín í mat, fyrir málsverði.
Veitingastofan er f vistlegu hús-
nteði og tekur 100 manns í sæti.
Verður hún fyrst um sinn opin frá
kl. 7 á morgnana til 6 að kvöldi. Á
matseðlinum verður aðeins einn
fastur réttur hverju sinni, en hægt
verður að fá keypta sérrétti, ef
óskað er.
I Bandaríkjunum láta árlega
um 50 þús. manns lífið f bif-
reiðaslysum, og er þetta talið
meiri háttar vandamál í land-
inu. Margir telja, að þessar töl-
ur megi lækka verulega. Reikn-
að hefur verið út, að u.þ.b. 45%
þeirra, sem farast í bifreiðaslys-
um, mundu hafa komizt líf af
ef bíllinn hefði verið heppilega
útbúinn. Höfuðástæðumar fyrir
dauðaslvsum í umferðinni eru
tvær. Önnur er, að farþegarnir
þeytast út úr bílnum við á-
rekstur, en hin er að þeir rek-
ast á stýrið, mælaborðið, fram-
rúðuna eða gluggapóstana.
Nýlega Kom út bók f Banda-
ríkjunum um öryggisleysi bíl-
anna og vakti þessi bók mikla
athygli. Opinber rannsókn var
skipuð í málinu og varð hún
til þess, að gerðar voru auknar
kröfur um öryggi í bandarísk-
keppast tæknifræðingar nú við
að innrétta venjulega bíla þann-
ig, að það gefi meira öryggi.
Ein af þeim hugmyndum,
sem menn hafa leikið sér að,
er að útbúa plastefni þannig,
að á þremur hundruðustu hlut-
um úr sekúndu blási það upp
fyrir framan ökumanninn og
myndi vegg milli hans og mæla-
borðs og framrúðu.
Langsamlega mestu öryggis-
ráðstafanir eru þó í hinum nýja
bíl flugvélaverksmiðjanna Repu
blic. Hann hefur drif á öllum
hjólum og diskabremsur á öll-
um hjólum, og sérstakt tæki
sem jafnar hemlunarstyrkinn.
Flugvélaverkfræðingarnir hafa
líka hugsað alls konar aðferðir
til að tryggja öryggi ökumanns
og farþega. Með sérstökum
um bílum. Bæði þar og í Evrópu spegiltumi getur ökumaðurinn
séð vel bílana, sem koma á
eftir, og einnig yfir þá, sérstök
ljósmerki gefa til kynna, hvort
bíllinn er að auka hraðann eða
minnka hann.
Allar hliðar bílsins eru sér-
staklega gerðar til að minnka
hættuna af árékstrum. Vélinni
er þannig fyrir komið, að hún
rekst ekki inn f farþegarýmið
við árekstur, heldur dettur
niður á götuna. Sætin í bílnum
eru bæði þykk og djúp og ör-
yggisbelti eru, bæði til að hafa
yfir magann og axlirnar. Allir
takkar í mælaborðinu Iiggja
djúpt í mjúku efni.
Ekki hefur enn verið hafin
fjöldaframleiðsla á neinum ör-
vggisbíl, og ástæðan er sú, að
þeir eru ekki taldir borga sig.
Þeir, sem teiknuðu Republic-
Framh. á bls. 6
Öryggisbfllinn, sem
Republic Aviation
hefur smíöað.
I