Vísir - 25.08.1966, Qupperneq 5
V'íiS I R. Fimmtudagur 25. ágúst 1966.
5
morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd
Flugmálaráð Bandaríkjanna
vill lækkun fargjalda á al-
þjóðaflugleiðum
Fréttir frá Washington í gær-
kvoldi herma, að flugmálaráð
Eandaríkjanna hvetji flugfélög
he'ns til að lækka fargjöld á
Norður-Atlántshafsflugleiðum,
Norður- og Mið-Kyrrahafsleiðum
og á flugleiðum milli Bandaríkj-
anna og Mexico.
Ráðið (United States Civil
Aeronautics Board) segir lækkanir
réttlætanlegar og í almennings
þágu.
Ráðið hefir birt greinargerðina
til þess að skýra afstöðu sína til
málanna.
IATA (International Air Trans-
sport Association) kemur saman
til fundar í Honoluln.
Á IATA-ráðstefnunni verður
reynt að ná samkomulagi um far-
gjöld tfl tveggja ára.
...a i.íUiyzoti Jí wm- \
Erhard mun halda velli
en bíða álitshnekki
Þriðji vestur-þýzki hershöfðing-
inn baðst lausnar í gær og verður
æ augljósara, að deilan er harðn-
andi milli leiðtoga hersins og
stjómarinnar.
1 fréttaauka í brezka útvarpinu
í gær var talið, að deilurnar væru
ekki einvörðungu sprottnar út af
Starfighterslysunum, — ræturnar
lægju dýpra — til langvinnrar
niðurbældrar gremju liðsforingja
yfir, að vestur-þýzki herinn 'skuli
ekki skipulagður og agaður á fyrri
tfma þýzka hemaðarvísu og jafn-
vel litið á hermenn nú sem „borg-
ara klædda einkennisbúningum".
Benti fyrirlesarinn á, að deilan
kæmi á tíma, er fyrst væri farið
að votta fyrir efnahagserfiðleikum
í V.-Þ., en stjórn Erhards myndi
halda velli til næstu kosninga a.
m. k. þótt hún biði álitshnekki
vegna þessara mála.
Sniðning — saumaskapur
Óskum að ráða nú þegar stúlkur vanar kjóla- ,
og kápusaumi, overlock og sniðningu á kven-
og barnafatnaði. Kvöldvinna gæti komið til
greina. Uppl. á saumastofunni
Skipholti 27 2. hæð
kl. 4-6 e.h.
De Gaulle I
hnattferð
De Gaulle lagði af stað í dag
frá París í þriggja vikna hnatt-
ferð sína. Hann fer til Afríku
fyrst, svo til Kyrrahafs og
Karíbahafs, og verður á beiti-
skipinu De Graaf 12. sept. á
Kyrrahafi, er Frakkar sprengja
þar kjamorkusprengju.
Afgreiðslutími apóteka
í Reykjavík
Almennur afgreiðslutími apótekanna í Reykjavík verður framvegis sem
hér segir:
Mánudaga fimmtudaga kl 9.00 — 18.00
föstudaga kl. 9.00 — 19.00
laugardaga kí. 9.00 — 12.00
aðfangadag og gamlársdag kl. 9.00 — 12.00
Kvöld- laugardaga- og helgidagavarzla á tveim apótekum sem hér segir:
Mánudaga föstudaga til kl. 21.00
laugardaga til kl 16.00
helgidaga og almenna frídaga kl.10.00 — 16.00
aðfangadag og gamlársdag til kl. 16.00
Næturvarzla vérður alltaf á sama stað að Stórholti 1 og á tímum sem hér
segir:
Mánudaga föstudaga kl. 21.00 — 9.00 næsta morgun
laugardaga kl. 16.00 — 10.00 næsta morgun
helgidaga og almenna frídaga kl. 16.00 — 10.00 næsta morgun
aðfangadag og gamlársdag kl. 16.00 — 10.00 næsta morgun
APÓTEKIN í REYKJAVÍK
ÚTSALAN Rauðorórstíg 20
heldur áfram. — Fatnaður á börn og fullorðna.
M. a. á börn: Skyrtur, gallabuxur, terylenebuxur,
mjaðmabuxur, peysur, úlpur.
Á fullorðna: Peysur, skyrtur, nærföt, sokkar, kven-
mokkasíur og strigaskór karlmanna.
Útsalan Rauðarárstíg 20
(homi Njálsgötu og Rauðarárstígs).
Sjónvarp til sölu
Philips 23 tommu selst á kr. 10 þúsund. Einnig enskt
píanó lítið notað. Verð kr. 20 þús. Uppl. í síma 23273.
Byggingarfélag verkamanna Reykjavlk
TIL SÖLU
tvær þriggja herbergja íbúðir í II. byggingar
flokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja for-
kaupsréttar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu
félagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi
mánudaginn 5. september n.k.
Stjórnin.
Staða forstjóra
Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar
er laus til umsóknar. Laun skv. 26. fl. launa-
samþykktar Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til 25. sept. n.k. og ber
að senda umsóknir til skrifstofu minnar, Aust
urstræti 16, fyrir þann tíma.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
23. ágúst 1966.
Afgreiðslutími
KÓPAVOGS APÓTEKS og HAFNARFJARÐ
AR APÓTEKS
verður framvegis þannig:
mánudaga-föstudaga kl. 9—19
laugardaga kl. 9—14
helgidaga kl. 14—16
Ath. Þessi apótek eru ekki opin á öðrum
tímum.
Næturvarzla (neyðarvakt) fyrir Reykjavík*
ur-, Kópavogs- og Hafnarfjarðarlæknishéruð
er í Stórholti 1, Reykjavík kl. 21—9 (alltaf á
sama stað).
Kópavogs Apótek
Hafnarfjarðar Apótek
Tilkynning
frá Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins
Húsnæði óskast til kaups eða leigu í Vest-
mannaeyjum og Keflavík fyrir væntanlegar
útsölur vorar.
Æskileg stærð 130—200 ferm. á götuhæð.
Tilboð, er greini leigu eða söluskilmála ásamt
lýsingu á húsnæði, sendist skrifstofu vorri
Borgartúni 7 fyrir 5. sept. nJc.
Áfengis- og tóbaksverriun rikíslns