Vísir - 07.09.1966, Side 3

Vísir - 07.09.1966, Side 3
V í S T R . Miðvik»^!a*r^r 7. scptember 1966. Q ? * í þessum mánuöi rætist marg- ra ára draumur Ólafsfiröinga og fleiri sem eiga hags að gæta í sambandi viö lagningu Múla- vegar frá Dalvík til Ólafsfjarö- ar. Vegurinn veröur opnaður fyr ir almenna umferð í mánuöin- um. Vegurinn sjálfur er 15 km. liggur frá Karlsvík fyrir utan Dalvík og að Brimnesá skammt utan viö kaupstaðinn í Ólafs- firöi. Leiðin aftur á móti frá t.d. Akureyri til Ólafsfjaröar styttist úr 212 km. í 63 km. eöa um 150 km. Vegaframkvæmdimar hófust Af Múlaveginum sést niður og inn til Ólafsfjarðar I MÚLAVEGUR opnaður í jiessum mánuði 1956, en næsta sumar á eftir var ekkert unnið við veginn. Voru framkvæmdir hægfara öll árin til 1962 og aðeins veitt frá 200-400.000 krónum ún fjár- Iögum f veginn á ári, en síðan 1962 hefur verið unnið af full- um krafti. Eftir 1962 var hægt að taka lán til vegaframkvæmd anna samkvæmt framkvæmda- áætlun ríkisstjómarinnar. Er reiknað meö að um næstu ára- mót muni vegurinn hafa kost- aö rétt liðlega 18 milljónir kr., en af því eru um 10 millj. kr. lán til langs tíma. Frá hendi Vegagerðarinnar er vegurinn að mestu leyti til- búinn, aðeins er eftir að mal- bera stuttan kafla f honum fyr- ir utan merkingar og öryggis- skinnur, sem verða reistar með vegbrúninni þar sem hún er hættulegust. Verða vegskinnurn ar eitthvað á 2. km. á lengd. Er beöið með að opna veginn fyrir umferð þangað til Lands- síminn hefur lagt símakapal f kverkinni milli vegarins og fjallshlíðarinnar, en með þess- um símakapli fá Ólafsfiröingar sjálfvirkan síma. Erfitt er að áætla nákvæm- lega hversu lengi á ári hverju hægt er að halda Múlaveginum opnum, en ekki er ástæða til að halda að hann burfi að vera lokaöur nema í mesta lagi 2-3 mánuði yfir veturinn og ef til vill ekki einu sinni það. Þaö sem veldur því, að vegurinn in- iokast, er hættan á snjó- flj ,.n. 1 fyrravetur var mjög snjó- þungt fyrir norðan og féll þá fjöldi snjóflóða á veginn, sem skiljanlega er mjög hættulegt fyrir alla umferð. Það verður því ekki leitazt við að halda veginum opnum á þeim tímum, sem hætta er á snjóflóðum. Af Múlavegi er mjög fallegt útsýni f góðu veðri, mjög víö- sýnt um utanverðan Eyjafjörð og til hafs, en f fjarska sést til Grímseyjar. Þar má greina byggð með sjónauka. Einnig er mjög ánægjulegt að njóta sól- seturs og sólarupprásar frá veg inum, þar sem hann er f 200 metra hæð yfir sjávarfleti. Sigurbjöm Bjarnason skrifstofustjóri Vegagerðarinnar á Akureyri kemur með kaupið vikulega í að- setursstað vegagerðarflokksins. Með honum á myndinni til vinstri eru Sveinn Brynjólfsson og Guð- mundur Arason deildarverkfræðingur. mmmmmwmmrmmmm. «*» I - i Vegagerðarbifreiðir við vinnu í veginum. Við Ófærugjá var ein erfiðasta torfæran á veginum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.