Vísir - 07.09.1966, Page 8
8
VÍSIR. Miðvikudagur 7. september 1966.
yisiR
Utgefandi: BlaðaOtgátan VISIR )
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson (
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson /
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteínson \
Auglýsingar- Þingholtsstræti 1 /
Afgreíðsla: Túngötu 7 j
Ritstjóm: Laugavegi 178 SimJ 11660 (5 linur) (
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands. J
1 lausasölu kr. 7,00 eintakið \
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f //
Stjórn þrjózkunnar
^llar aldir hafa verið til einstefnumenn, sem hafa )
talið sig vita hið sanna um alla hluti og hafa unnið )
ósleitilega við að troða vizku sinni upp á náungann. \
Einstöku sinnum hefur þessum sjálfskipuðu umboðs- \
mönnum hins mikla sannleika tekizt að ná undirtök- (
unum í þjóðfélagi sínu og að framkvæma sértrú sína /
— með hörmulegum afleiðingum. )
Á miðöldum taldi kaþólski rannsóknarrétturinn sig íj
hafa umboð fyrir hinzta sannleika allra hluta. Þeir, j\
sem grunaðir voru um slaklegan stuðning við sann- ((
leikann, voru miskunnarlaust eltir uppi og kvaldir til í)
bana. Rannsóknarrétturinn státaði af ofsóknum sín- j
um, taldi sig vera að gera hið eina rétta, að útrýma á* \
hrifum djöfulsins úr heiminum. Á síðustu áratugum (
eru þekktust af þessu tagi nöfn einræðisherranna //
Hitlers og Stalins. Báðir þessir menn voru gersam- )
lega sannfærðir um réttmæti gerða sinna, þegar j
þeir bökuðu milljónum manna þjáningar og dauða. j
Öll mannleg sjónarmið verða að víkja, þegar dýrk- \
un hins eina rétta sannleika situr í fyrirrúmi. Engir (
menn hafa verið mannkyninu jafnóþarfir og hinir ein- /
strengingslegu kreddumenn, sem hafa komizt í veldis )
stóla og gert geðveikina að stjómunartæki. j
Hinn síðasti af hinum einstrengingslegu postulum j
sannleikans er Mao Tse Tung í Kína. Hann þekkir ná- (
kvæmlega kenningar Marx og Lenins og hefur bætt (
við þær vænum skammti frá sjálfum sér. Þessar /
kenningar er hann að framkvæma, sannfærður um )
að hafa nákvæmlega á réttu að standa um alla hluti j
Öllum öðrum skoðunum er útrýmt meö harðri hendi, j
og skynsemisglæta fær aldrei að lýsa upp myrkvið (
kreddunnar. (
Kínverjar hafa í nærri tvo áratugi liðið undir stjórn /
hinna elliæru kreddumanna. Hvert víxlsporið hefur )
verið stigið af öðru til þess að framkvæma bókstaf /
sósíalismans. Kenning Maos segir, að prófessorar eigi /
að lifa alþýðulífi. Þeir eru því sendir í hænsnapössun )
og bændurnir sendir í kennarastólana. Það er sama, j
þótt hænurnar drepist vegna vankunnáttu prófessor- \
anna og stúdentarnir læri ekkert vegna þekkingar- (
skorts bændanna. Kenningin segir, að landið eigi /
skyndilega að iðnvæðast á þann hátt, að bændurnir /
reisi iðjuver og málmbræðslur með berum höndum, )
og því er atvinnulíf landsins í kalda koli. Kenningin j
segir, að allt vestrænt sé forkastanlegt, og því fara .
Kínverjar á mis við vestræna skynsemi. (
Leiðtogar Kínverja hafa séð stéttarbræður sína í /
Sovétríkjunum uppgötva smám saman veilurnar í /
kenningakerfinu og taka upp vestræn viðhorf í ýms- )
um málum. Slíka endurskoðunarstefnu hafa elliæru j
mennirnir > Kína viljað forðast eins og heitan eldinn. (
Hinn mikli og eilífi sannleikur skal blakta og barin (
skal niður hver einasta tilraun til heilbrigðrar skyn- /
semi. En þetta verk er erfitt og því þarf stundum að /
hreinsa vel til. Nú er það „menningarbyitingin“, sem )
endanlega á að tryggja sigur kreddunnar á skynsem- j
inni. \
mi
Myndin er tekin við Mekong-fljót í Kambodíu, fyrir utan Pnom Penh. Á vinstri hönd de Gaulle á
myndinni er Norodom Sihanouk t'orseti. Myndin er af bátum, sem kepptu í hraðróðri og áhöfnum
þeirra.
De Gaulle
á leið tii Tahiti
Vaxtmdi óhrifa gætir of
ræðu hans ■ Pnoni Penh
Eins og vænta mátti ríkir á-
nægja í Noröur-Vietnam yfir
ræðu þeirri, sem de Gaulle
Frakklandsforseti flutti í Pnom
Penh í Kambodíu, og var hún
þar taiin sönnun þess, að mál-
staður Norður-Vietnam væri að
aukast fylgi meðal þjóða út um
helm. En eins og einnig mátti
vænta fékk ræðan ekki góðar
undirtektir í Saigon, en stjórn-
arleiðtogum þar þótti lítið fara
fyrir sanngirni hjá de Gaulle.
Sameiginleg tilkynning de
Gaulle og Sihanouks prins,
þjóðhöfðingjans í Kambodíu,
við brottför hins fyrmefnda,
var birt, og í henni hvatt til aö
erlendir herir yröu allir fluttir
þurt frá Vietnam, það væri skil-
yrði fyrir aö setzt yrði aö samn-
ingaborði.
En það kom fljótt fram hjá
fréttariturum, aö með oröunum
„erlendir herir“ gat verið átt
einvöröungu við hersveitir
Bandaríkjanna Ástralíu, Nýsjá-
lendinga, Suður-Kóreu og her-
sveitir fleiri erlendra þjóöa, sem
væntanlegar kunnu að vera, —
en ekki viö hersvetiir Suður-
Vietnam, því að sama þjóðin
byggir bæði Suöur- og Norður-
Vietnam, þótt ríkin séu orðin
tvö. Það er líka aðaldeiluefni,
hvort um árásarstyrjöld sé aö
ræöa f Suður-Vietnam eða borg-
arastyrjöld, en stjóm Suður-Vi-
etnam og Bandarfkin halda því
fram, að um árásarstyrjöld sé
að ræða af hálfu Norður-Viet-
nam, og því sé það réttlætanlegt
að bandarískur her, sem um var
beðið sé f Suður-Vietnam til
varnar gegn kommúnistum. Á
hinn bóginn draga margir í efa,
að stjórnin í S.-V. hafi meiri-
hluta þjóðarinnar að baki sér.
Ef tii vill gefa kosningamar
hugmynd um hið rétta. Ýmis-
legt hefur komið fram um af-
stöðu Bandarfkjanna einmitt
vegna afstöðu de Gaulle, og
Bandaríkjastjóm getur vissu-
lega haldið því fram, að hún
hafi reynt að fá alla aöila til
að setjast að samningaborði, en
upp á þau býti, að leiðtogar
Norður-Vietnam mæti Banda-
ríkjamönnum á miöri leið.
Nú síðast hefur Johnson for-
seti raunverulega svarað ræðu
de Gaulle og tilkynnt, að Banda
ríkin séu reiðubúin að flytja
burt herafla sinn frá Suöur-Vi-
etnam, innan tiltekins tíma, ef
Norður-Vietnam-stjórnin vilji
mæta henni á miðri leið og
stöðva allar hliðstæðar aðgerðir,
eða liðflutningana suður á bóg-
inn.
í ræöu þessari, sem flutt var
f Ohio ,og lýst er sem svari við
ræðu de Gaulle, vék LBJ einn-
ig að Kína og kvaðst hann
vona, að Kína ætti sem stór-
veldi eftir að taka sér sess með
hinum stórveldunum til friðsam
legs samstarfs.
Áhrifanna af ræðu de Gaulle
kann að gæta meira í Suðaust-
ur-Asíu en annars staðar, en
það er hlutleysi allrar Suðaust-
ur-Asfu ,sem sagt er að vaki
fyrir de GauIIe, þegar Vietnam
deilan verður leyst með sam
komulagi, sem tryggi hlutleypi
Vietnams, og einnig nágrann-i-
landanna, eða fyrrverandi
Franska Indókína. Og það talar
sfnu máli um það, aö vaxandi
áhrifa ræðunnar gætir nú f Ev-
rópu og Bandarfkjunum, þar
sem de Gaulle hefur nú í opin-
berri ræðu lýst skoðunum sín
um svo um Vietnam, að *>aö
má teljast svar við ræöu de
Gaulle.
De Gaulle er nú á leiðinni til
Tahiti á frönsku beitiskipi, en
að undanfömu hefur hann ver-
ið í Nýju Kaledonfu.
Laugardag næstkomandi verð
ur hann kominn á vettvang á
tilraunasvæði Frakka á Kyrra-
hafi, og mun horfa á, af þil-
fari beitiskips, er sprengd verð-
ur frönsk kjarnorkusprengja.
Tito boðar endurskipulagn-
ingu Kommúnistaflokksins
Tito forseti Júgóslavíu hefur
boðað endurskipulagningu
Kommúnistaflokks Jugóslavíu.
Hann sagði í fyrradag að í
flokknum væru margir sem
ekki ættu neitt sameiginlegt
með honum og ættu ekki í hon
um að vera. Sagöi hann, að
endurskipuleggja þyrfti flokk-
inn frá grunni, en varaöi vtð
„skipulagðri hreinsun".