Vísir


Vísir - 07.09.1966, Qupperneq 15

Vísir - 07.09.1966, Qupperneq 15
VI S IR Miðvikudagur 7. september 1966. honum. Ef nú einhver væri látinn þarna inni í stóra húsinu og ást- vinimir sætu syrgjandi í hring um líkbörurnar, biðjandi og grátandi, og hann og Wavertonhjónin kæmu allt í einu inn og bæðu um húsa- skjól, en auðvitað var miklu lík- legra, að einhver feitur burgeis ætti húsið, og þama væru varð- hundar, og kjallari fullur af vín- föngum. Fjári mundi það nú ylja að fá vænan snafs af einhverjum sterkum drykk, hann var eins og hundur af sundi dreg- inn, en hann var þurr í kverkunum, eins og hann hefði reikað dægmm saman um Saharaauðnina. En nú varð hann allt í einu var einhverrar hreyfingar hinu megin við dvrnar. Hann hafði á tilfinning unni, að einhver væri þar, að eitt- hvað færi að gerast. Það var réttast að bíða. Kannski var ekki hægt að opna þessar dyr i snarkasti — þær mundu vafalaust, er þar að kæmi, opnast hægt og sígandi, og marra í hjörunum. Og það var það sem gerðist. Það fór að ískra í hjömnum og svo opnuðust dyrnar afar hægt, þumlung fyrir þumlung. Og nú var það sem gilti, að hafa dálitla ræðu tilbúna og flytja hana með mælsku. Dyrnar voru ekki opnaðar nema til hálfs, og Penderel reyndi að rýna inn i myrkrið milli stafs og hurðar, en sá ekkert nema auga. Honum fannst að hann gæti ekki byrjað ræðustúfinn fyrr en hann sæi eitthvað meira en þetta auga, og svo opnuðust dvrnar ögn betur og hann sá ógreiniiega alskeggjað- an luralegan mann, sem starði á hann. Úfið hárið huldi næstum lágt ennið. Stutta stund gat Pende- rel engu orði upp komið og starði á móti, en svo áttaði hann sig og tók til máls: — Við erum komin til að leita húsaskjóls, sagði hann. Við villt- umst og komumst ekki lengra, né getum farið sömu leið til baka — vegirnir eru tepptir af skriðuföllum ef skriðurnar hafa þá ekki sópað þeim alveg með sér. Hann þagnaði og beið í von um að maðurinn svaraði einhverju. En það kom ekki orð yfir varir manns ins og hann hreyfði sig ekki úr spor um. Og engin svipbreyting var sjáanleg á andliti hans. Það vottaði ekki fyrir samúð eða skilningi. Og honum varð hugsað til Philips Wavertons og konu hans Margaret, sem biðu þama að baki hans, hold- vot, þreytt og kvíðin. Hann varð skyndilega gripinn reiði og hélt á- fram : — Það er ekkert þama úti nema grjót og leir og vatn — það er eins og öll fjallshlíðin væri komin af stað. Við verðum að fá húBaskjól! Getur yður ekki skilizt það ? Ef manninum skildist hversu á- statt var fyrir þeim, sáust þess eng- in merki. Það var eins og hann starði á þau frá einhverjum vett- vangi annars heims. Og andartak langaði Penderel til þess að fljúga á þennan náunga og lemja hann duglega og vita, hvort það hefði ekki einhver áhrif. En þá mundi hann eftir því, að þau voru stödd í fjallahéraði í Wales, — þau voru í rauninni 1 öðru landi, þar sem menn töluðu annarlega tungu, — og það gat svo sem vel verið, að þessi maður skildi ekkert nema welsku — væri kannski þjónn, eða vinnumaður, sem kvnni ekki stakt orð í ensku. Hann leit sannast að segja þannig út að hann gæti verið seinasti afkomandi frumbyggja: þessa lands. Nú kunni Penderel ekki orð í welsku, og það var ekki um annað að ræða en að koma manninum í skilning um hversu á- statt var fyrir þeim og hvers þau óskuðu — með handapati og bend- ingum. Og hann fór að pata og benda — ýmist í þessa áttina eða hina — og gat ekki stillt sig um að tala sína ensku áfram mjúkum og biðjandi rómi, þótt það færi vit- anlega fyrir ofan garð og neöan hjá þeim alskeggjaða. Og loks fór að sjást mjög hægt, að þetta var farið að hafa sín áhrif. Maðurinn dragnaðist hægt að bílnum, gægðist inn, leit svo upp eins og til veð- urs, hristi svo höfuðið. Svo gekk hann að Penderel, sem horfði þög- ull og undrandi á þennan „frum- byggja“, og barði hann létt á brjóst ið, og allt í einu og óvænt kom ó- vænt hljóð úr barka mannsins, lík- ast því er kemur þegar menn skola á sér hálsinn. Jafnvel welska hugsaði Penderel, getur ekki hljóm- að svona, þótt hún sé talin skrítið tungumál. — Voruð þér að segja eitthvað? spurði Penderel. Maðurinn svaraöi með þvi að opna munn sinn og benti > inn í hann meö koisvörtum fingri, og hvarf svo frá Penderel og gekk inn f húsið, en skildi þó dyrnar opnar á eftir sér. Penderel hugs- aði sem svo, að hann heföi fariö að sækja húsbópda sinn, því varla gæti hann verið húseigandinn. Hamingjan góða, hann var líkari sirkusbirni en mennskum manni. Penderel horfði inn — þar virt- ist vera stór forsalur, og hann fór að hugleiða, hvort hann ætti að fara inn einn eða kalla á Philip og Margaret og sneri sér viö til þess, og sá þá að þau stóðu alveg fyrir aftan hann. — Hver er meiningin með þessu? sagði frú Waverton stórmóðguð — að láta okkur híma úti svona lengi Hvað er að? — Það sem er að, sagði Penderel, sem ákvað að reyna að sjá eitthvað broslegt við þetta allt saman — er að ég hef veriö að reyna að tala við mann, sem virðist bæði vera mállaus og vitlaus. Hann hvarf inn rétt í þessu. Sáuð þið hann ekki? Ég er sannast að segja ekki viss um að hann sé af þessum heimi. — Hvaö sagði hann? spurði Wav erton. — Ef hann hefði nú sagt eitthvað — ég held, að hann sé mállaus. Bíðið nú bara, ef hann kemur aft- ,ur gefst á að líta, því að ykkur mun ekki hafa rennt grun í að svona menn væru til. Frú Waverton iét þetta sem vind um eyrun þjöta — eins og svo margt annað sem hún kallaði heimskulegt mas, svona með sjálfri sér. — Við skulum fara inn, Philip. Þau geta ekki rekið okkur á dyr á nóttu slíkri sem þessari. Og þessi bið er alveg hræðileg — ofan á allt annað. — Förum þá inn, sagði Philip, — en getum við skilið bílinn eftir þarna úti? — Okkur verður sjálfsagt sagt, hvað við getum gert við hann. Ég læt ekki bjóða mér þetta lengur. Og svo arkaði frú Waverton inn í húsið og þeir á eftir henni. Penderel veitti því nú athygli að rafmagnsleiöslur voru í húsinu og kom það honum á óvart en s'álfsagt var kerfið I ólagi eöa eng inn rafstraumur. Hann sneri raf- magnssnerli til að kveikja, og viti menn, það kviknaði á lömpunum, en draugalegt, dauft og flöktandi en var þó nægilega bjart til þess að geta skoðað sig um f forsalnum. Þetta var í rauninni allstór salur, sem virtist vera notaður sem reyk- og lesstofa jafnframt — ef til vill einnig sem borð- og setustofa. Við- arþiljur náðu frá gólfi upp á miöja veggi, opin eldstó var í horninu lengst til vinstri, en upp á loft lá breiður stigi og til vinstri voru dyr og tvennar til hægri. Eldstóin var líkust rúst, borðið í miðju gamalt og hrörlegt og stólarnir mestu garmar. Hrörnunarbragur var á öllu og þó fannst honum einhver hugnunarblær á þessu eftir að hafa verið úti í ofviðrinu. Öllum þremur fannst notalegt að vera þarna, en ekki var það vegna þess að þau hefðu enn mætt neinni mannlegri hlýju eða gestrisnisvotti Saggalykt vai þama, eins og af gömlum blöð um En það var ekki nema stutta stund, sem þeim fannst notalegt að vera þarna. Þau stóðu þarna í hnapp, vot og skjálfandi og biöu þess, sem næst myndi gerast. Ekki kom orð yfir varir neins þeirra. Penderel starði á stigann og hefði ekki verið neitt hissa á því, þótt vofa hefði komið niður með ljósa- stiaka. Og þegar hann horfði á stig ann — þaö var eins og hann gæti Sjáib Iðnsýninguna ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTjNGAR úr harðplosti: Format innréttingar bjóð'a upp ó anna'á hundraS tcgundir skópa og litaúr- val. Allír skópar mcð baki.og borSpIata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð- um stólvaski og roftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gcrum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og /2\— —- —■ lækkið byggingakostnaðinn. jSéi^ftÆ Kl HÚS & SKIP hf. LAVQAVIGI 11 * SfM1 21515 EVENTS OF LIFE AND DEATH ARE SILENTLV AND QUICKLV CREATED, INTHE JUNGLE VVILDS.. CiMtS ...AS,INAMOMENT,ACRUDE WEAPON PROPELS ITS MISSILE AT A MOVING TARGET-AND A PREDATOR LEAPS T0 KILL ' Tm. Ktg. U. S. Pot Of*.—All HghK r W Copr. l?ít by Unll*d fta.vrr SyWsatt, in«. Líf og dauði ske hljóðlega og snögglega í frumskógarþykkinu. ... á augnabliki er ör skotið af frumstæöu vopni að skotmarki, sem er á hreyfingu, og um leið stekkur rándýr til þess að deyða. F L ekki á annaö horft — vöknuðu skáldlegar hneigðir i huga hans, og hann fór að taka saman ræðu til þess að fagna vofunni sem koma mundi — eða sem enn betra væri, ef þarna birtist nú allt í einu ung og fögur kona. Oft hafði hann hugleitt, hve dapurlegt það var, er fólk gat ekki litiS björtum augum á lífið — þetta væri hvort sem er allt ekki nema sjónarspil, þar sem ýmislegt geröist, sem varð til þess að gleðja mann eða hryggja — og allt mundi það fara einhvera veginn eins og á leiksviðinu. Og hann hugsaði áfram um lífið sem leik á sviði, þar sem hver sagöi og gerði, sem honum bar að segja eða gera — og hvarf svo virðulega af sviðinu. Svo sannarlega ætlaði hann að trúa Waverton fyrir þessu hugarslangri sínu, undir ■ eins og þeir fengu eitthvað til að skola á sér kverkarnar með. Svona við- ræðuefni hentaði bezt yfir glasi. FRAMKÖLLUN KOPIERING STÆKKUN GEVAFOTO L/EKJARTORGI y MET7ELER hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzínsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Ahnenna Verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15. Sími 10199

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.