Vísir - 29.09.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 29.09.1966, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Fhnmtudagur 29. september 1966. - Sólheimabúbin auglýsir: Japönsku stretchbuxumar einlitu margeftirspurðu komnar aftur. Hvftir fimleikaboiir fyrir gagnfrœðastigið. Bláar fimleikabuxur telpna Hlvítar og svartar fimleikabuxur drengja, einnig mikið af ódýrum nærfötum telpna og drengja. ódýrt sængurveraléreft mislitt. Hvitt og mislitt damask í miklu úrvali. Sólheimabúðin, Sólheimum 33. Siml 34479. Húsbyggjendur Nýkomið eikar- og belingaparkett 15 og 20 m.m. massívt. Fáum innan skamms hinn ódýra trysil plötu panel í 20 cm breidd, verð frá kr. 75 platan. ÍSPLAST H.F. Skóiavörðustíg 1A, sími 24940 Tilboð óskast í Moskvitch 408 árg. 1966 í því ástandi sem bifreiðin er eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis í bifreiðaverk- stæði Tómasar Guðjónssonar Laugarnes- tanga. Tilboðum skal skilað á skrifstofu vora fyrir kl. 12 laugard. 1. okt. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. ÁBYRGÐ H.F., Skúlagötu 63 Garðhús við Hraunbæ 5 herb. endaíbúð * Höfum til sölu 140 ferm. garðhús fokhelt við Hraunbæ. 4 svefnherbergi, 1 stór stofa þvotta hús, geymsla, bað og w.c. Allt á sömu hæð. Hagstætt verð og útb. Verður tilbúið eftir hálfan mánuð. Bílskúrsréttur. 5 herb. endaíbúð í blokk við Laugarnesveg 115 ferm. Mjög góð íbúð. Laus fljótlega. Út- borgun 750 þúsund krónur. Austurstræt) 10 a, S. hæð. Simi 24850. Kvöldsimi 37272. Verzlunarhúsnæði Verzlunarhúsnæði í miðbænum til leigu strax Tilboð merkt: „1. okt. 202“ sendist augl.d. Vísis fyrir föstudagskvöld. Herbergi til leigu Stórt herbergi til leigu strax í miðbænum. Algjör reglusemi áskilin. Tilboð sendist augl. d. Vísis merkt: „Herbergi 205“ fyrir föstudags kvöld. Minni dýralæknaskortur Aðeins 5 emhætti í héraði ósett Dýralæknum hefur fariö heldur fjölgandi hér á landi hin síðari ár. Er nö svo komið, að aðeins er ó- Þotft — Framhald af bls. 1. smiðjum. Þrettándu hverja sekúndu er Boeing-þota að lenda eða í flug- taki og alls eru þoturnar frá verk- smiöjunum orðnar 826 talsins hjá 57 flugfélögum og nokkrum aðil- um öðrum. Hvað um íslenzku þotuna, er smíði hennar hafin? „Vélin er enn ekki komin á færi- bandið hjá okkur. En smíði hennar er samt hafin í hinum ýmsu sér- deildum, en í janúarmánuði n. k. er ráðgert að hlutirnar komi á færibandið og samsetning hefjist". Að lokum sagði hann: „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er vélin sem hentar hér. Ég kom sjálfur með „sexunni“ ykk- ar í gærkvöldi frá Kaupmannahöfn. Ég naut flugsins að vísu allvel, þó vélin væri allt of full og flughrað- inn lítill, en ég held að allir muni njóta 727 betur, svo hröð er hún, hljóðlítil og rúmgóð. Þetta veröa mikil viðbrigði. Eins og kunnugt er kostar þessi fyrsta íslenzka þota um 300 millj. króna og eru varahlutir, þjálfun og hinar viðamiklu handbækur o. fl. innifalið. Sex áhafnir verða á flugvélinni og þurfa Flugfélagsmenn sennilega að senda utan til þjálfunar 12 flugmenn, 6 vélamenn, 24 flug- freyjur, nokkra flugumsjónarmenn og hluta af flugvirkjaliði sínu. Vörugeymsla 100 — 200 ferm. vörugeymsla óskast til áramóta. Sfmi 12800. KARATÉ Kerfisbundin sjálfsvörn fyr ir sjálfstraust og ákveðni í vöm. Nánari upplýsingar í síma 16188, Suðurgötu 14. Eldhúsið, sem allar húsmœður dreymir um Hagkvcemni, shlfegurð og vónduð vinna á öllu. ALBERTSSON C HANNESSON P.O. BOX 571, REYKJAVÍK SÍMI: 1-93-44 sett í 5 dýralæknaembætti af 20. Vantar enn dýratækna á Vestf jörð- um, Skaftafellssýslum og á Norð- austúrlandi. — Það er auðveldara að sætta sig við dýralæknaskortinn en læknaskortinnn í dreifbýlinu, vegna þess að dýralæknar eru hreinlega ekki fyrir hendi til að senda út í dreifbýlið, sagði Páll Agnar Páls- son yfirdýralæknir í viötali viö Vísi. — Dýralæknum fjölgar þó ári frá ári og engin vandkvæði virðast vera á því að fá þá til að setjast að í dreifbýlinu. Um þessar mundir eru 9 stúd- entar við nám í dýralækningum, en óvíst er að þeir skili sér allir. Námið er erfitt og dýrt og heltast því margir úr lestinni. — Tveir er- lendir menn stunda dýralækning- ar hérlendis, Karl Kortsson á Hellu, sem hefur fengið íslenzkan ríkis- borgararétt, og Per Knudsen á Ak- ureyri sem er Norömaður. Hefur hann nú starfað hér á landi í liö- lega 14 ár Páll Agnar sagði, að allir dýra- læknarnir hefðu nóg að starfa. Þegar bændur kynntust þvi, hvað þeir kynnu og gætu, leituðu þeir Upp keim! um skortgripnsmygl Sakadómaraembættinu barst fyrir tveimur dögum bréf frá Ólafi Jónssyni tollgæzlustjóra, þar sem tolígæzlustjóri skýrði frá því að hann hefði rökstudd an grun um að íslenzk kona hefði keypt skartgripi fyrir lið- lega 60.000 kr. erlendis og flutt þá hingað til iands án þess að skýra frá því í tolli. Rannsókn arlögreglan tók þegar við rann sókn málsins og í gær játaði um rædd kona að hafa smygiað inn skartgripum. Skilaöi hún skartgripunum á- samt reikningi fyrir þá, sem hljóðaöi upp á rúmlega 60.000 krónur í erlendum gjaldeyri. Hafði hún ekki enn selt neitt af skartgripunum, sem aöallega voru skarthringir úr gulli og silfri. Pakkinn, sem skartgrip- imir voru í vó ekki nema um 500 grömm og hefur því verið tiltölulega auðvelt fyrir konuna að komast með smyglvaming- inn í gegnum tollinn. Tollur á skartgripum úr dýr um málmum er 100% hér á landi. Þegar söluskattur og ann að bætist við, lætur nærri aö álagning'.n verði um 116%. til þeirra með vandamál sín. — Margir bændur hefðu þó svo lengi þurft að bjarga sér upp á gamla mátann, að það tæki nokkum tíma fyrir þá að venjast dýralæknum. — Þaö er nauðsynlegt fyrir hverja þjóð, sem vill kallast landbúnaðar- þjóð, að hafa fullnægjandi dýra- læknaþjónustu, sagði yfirdýralækn- ir að lokum. Hellisheiði Framh at bls. 1. Verður hraðbrautin af sömu gerð og Keflavíkurvegurinn með föstu slitlagi 7% m á breidd og með öxlum 2 metmm á hvorn veg. Verður þessi vegarspotti í beinu framhaldi af Þrengslaveg- inum, sem núna er verið að hækka og breikka og ganga end- anlega frá. Talaöi blaðið í morgun við Sigfús örn Sigfússon hjá Vega- málaskrifstofunni, sem sagði að vegarspottinn, sem nú er veriö að vinna við sé á kaflanum frá Svínahrauni niður að Lækjar- botnum. Sagði Sigfús, að sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavik ur, sem samþykkt var í fyrra, byrjaði hraöbrautin við nýju Reykjanesbrautina, eða við Blesugrófina. Heldur brautin sið an upp meö Elliöaánum að sunn an rétt norðan við Rauðhóla og þaöan beint að Lækjarbotnum þar sem hún mun skera gamla veginn. Veröur brautin síðan norðan við gamla veginn frá Lækjarbotnum upp í Svína- hraun. Reiknað væri með hrað- braut alla leiö austur að Skeiða vegamótum, 15—16 km austan við Selfoss. Hefur Vegamálaskrifstofan nú til umráða 7—8 milljónir kr., sem lagöar verða m. a. í undir- byggingu nýja vegarspottans og einnig í lagfæringu og endur- byggingu Þrengslavegarins, sem fyrrgreint er, en endarlega verð ur gengið frá honum í haust. Hafa fimm ýtur og valtari unn- ið undanfarið í Svinahrauninu við undirbyggingu vegarins og talsvert hefur orðið að sprengja fyrir undirlaginu. Leiðrétting I fréttinni af góðakstrinum í olaö inu í gærdag sagði, aö sigurvegar- inn Hannes Wöhler væri starfs- maður hjá íslenzk-erlenda verzlun- arfélaginu. Þetta er rangt. Hið rétta er hins vegar, að hann starf- ar sem verzlunarmaöur hjá ís- lenzka verzlunarfélaginu h.f., Laugavegi 23. Herbergi óskast Þrjú herbergi, helzt með húsgögnum, óskast fyrir þrjá Svía, sem vinna við Sundahöfn. — Ákjósanlegast í norð-austurhluta borgarinnar. Skrifleg tilboð sendist augld. Vísis merkt ,,Sundahöfn“' eða í síma 17339 fyrir föstu- dagskvöld. Pósthólf Óska eftir pósthólfi á aðalpósthúsinu við Póst- hússtræti. Tílboð leggist inn á auglýsingadeild blaðsins merkt „3299“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.