Vísir - 29.09.1966, Side 15

Vísir - 29.09.1966, Side 15
V t SIR . Fimmtudagur 29. september 1966. 15 J. B. Prísffey: læturgestir 'wm — Ja. hver fjárinn. en hvemig gat yður dottið í hug að far í ferða lag án þess að hafa vasapela meö? Hann starði á hana og sló svo saman höndum. — Ég er meiri asninn. — Vitaskuld eruð þér þaö, en hvað eigið þér við? — Ég er ekki vanur að hafa með mér vasapela, en í þetta skipt ið gerði ég það - og ég var búinn Orðsending til bifreiða- eigenda Nú getið þið nýtt hjólbarða ykkar til fullnustu með því a8 láta okkur dýpka eða skera nýtt munstur í hjólbarða ykkar. — Opið virka daga kl. 8-12.30 og 14 - 20, laugardaga frá kl. 8 12.30 og 14 -18, og sunnudaga frá kl. 14-18. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaðastræti 15 (gengiö inn frá Spítalastíg) að gleyma honum, og ég hafði aðeins fengið mér smáslurk og það var áður en við iögðum af stað og ö’.l ósköpin dundu yfir. — En hvar er hann? spuröi hún þér ætlið þó ekki að fara að halda því fram, að ungar stúlkur ættu ekki að drekka whisky? — Verið nú ekkert að þessu bul'i. Ég fer og sæki hann og svo skiptum við þessu á milli okkar — yið tvö. — Alls ekki svo fráleit hug- mynd, sagði hún og ljómaöi f fvam- an. — Bara við tvö. Bill viljum viö ekki hafa með — hann á það ekki skilið — og hin þurfa ekki á þvf aö halda Hvar er pelinn? — í regnfrakkanum mínum, aö ég held. Ég ætla að fara og gá. Hann kom aftur og hristi höfuðiö — Hann var þar ekki. Ég hlýt að hafa skilið hann eftir f bílnum. Brosið hvarf af vörum hennar. — Það er þessi vanalega heppni mín. Aö hvaða gagni kemur okkur að fcafa hann þar. Ekki getum við komizt yrir björg og skriður og fljót í vexti til þess að ... — Bfllinn er héma hinum megin við homiö. Ég skrepp eftir hon- um. — Bíðið, ég ætla að fara í stíg- vélin, þvf ég ætla með yður. — Hafið þér vasaljós? spurði hann. og játti hún því, hún hafði notað það til þess að lýsa fyrir Sir William. — Gott og vel, sagði hann þeg- ar bún kom, en hún hafði farið í stígvél og kápu og sett regnhatt á höfuð sér, þér erað allvel búnar en ég get vel farið einn. En hann vonaði að hún kæmt með honum. Hún rétti honum luktina. — Ég ætla að minnsta kosti að iabba með yður út fyrir dymar. Kannski get ég hjálpað til að finna pelann — og svo væri kannski að renna niður þessum dropum úti. Ég hef víst komið vinkonu yðar — hvað heitir hún nú — frú Waverton i slæmt skap. Bezt að gera ekki meira illt af sér í kvöld. Hin sátu f hálfhring fyrir fram- an arininn og veittu þeim enga at- hygli. Gladys hugsaði um það eitt að koma og taka til höndunum við eitthvað. Nei, hún ætlaði sér alls ekki að standa giápandi og bfða eftir honum. Það var eins dimmt og veðrið rar engu betra en áður. Þau námu staðar, er út úr húsinu kom og störðu út í myrkrið án þess að orð kæmi yfir þeirra varir. Þau stóöu þétt hliö við hlið. — O, London, hvíslaði Gladys næstum við eyra hans — ég tek London fram yfir alla aðra staði. Og slíka nótt sem þessa upplifir maður ekki í London og guði sé lof fyrir það. Svo slæmt getur það aldrei verið þar — og aldrei er ég hrædd í London, en hér er ég dauð- skelkuð, þótt ég reyni að láta ekki á því bera. En ég get sagt yður aö ég hef séö sitt af hverju í London og verið á stööum þar sem margir sem ekki þekkja borgina og fólk ið, myndu vera skelkaðir en þar hef ég á tilfinningunni, sé eitthvaö í- skyggilegt, aö stigi maöur eitt skref í viðbót, rætist úr öllu. Og svo eru götuljósin og ljósin úr búðarglugg unum og strætisvagnarnir og lög- reglan — einhvers staðar rétt hjá. Það má hamingjan vita, að ég vildi að ég væri komin til London. Lítið nú bara f kringum yður, myrkur, myrkur, myrkur — og eitthvaö er hulið í þessu myrkri. Það er ég viss um. — Við erum alveg einangruð hér, sagöi Penderel, og einhvern veginn fannst honum, að hann gæti vel sætt sig við það. Þau sem þarna voru gátu með réttu heitið skip- brotsmenn og það var tilbreyting frá leiðinlegri tilveru og honum fannst, að þau gætu öll haft gott af að vera einangruð, svona rétt í bili að minnsta kosti. — Eftir því sem maður heyrir frá .fólkinu hefur hið sama og nú gerzt einu sinni áður. Húsiö stend ur sjálfsagt á traustum grunni, eins og þau halda fram, en það verður enginn leikur að komast héðan, og ógemingur fyrr en birtir og því aðeins að veðrinu sloti. ■ Og hann hugsaði sem svo aö það væri ekkert tilhlökkunarefni er allt færi að hjakka aftur í sama farinu. Honum til mikillar furðu las Gladys rétt í hug hans. — Þér eruð í rauninni ekkert ó- ánægður yfir hversu komið er, sagði hún og var aðeins vottur spurnarhreims í röddinni. Og yöur finnst þetta — „spennandi"? — Já, ef til vill, játaði hann. En bætið því nú eklci við, að þér hafið fyrr þekkt náunga eins og mig, því að það mundi reita mig til reiði Ég kann því vel, að ætla sjálfan mig öðru vísi en aðrir eru. — Já, við þvf mátti búast, aö þér segðuð þetta. Hvað annað gátuð þér sagt? En þér trúiö þessu ekki sjálfur eða hvað? Hún sneri höfö- inu og steig fram um leið til þess að geta horft beint í augun á hon- um og honum fannst að augun í henni væru einkennilega stór og dökk. — Því ekki það? Það vaknaði löngun í huga hans að stríða henni — og fannst honum það þó bjálfalegt eins og ástatt var — Það er nú svona, er nú ekki bezt að hætta þessu masi? Þér ætt uð að fara og sækja þennan pela. Hvar er bíllinn? — Hérna — rétt fyrir handan homið. Hann er í einhverju skúr- skrifli, sem er vagnskýli og hest- hús, og er víst ólæst. Ætlið þér að lána mér vasaljósið? Hún rétti honum það. — Ég bíð þá eftir yöur héma. — Fyrirtak, svaraði hann, ég skal vera snar í snúningum. Hann kveikti á vasaljósinu og andartaki síðar sú hún hann hverfa fyrir homiö. Þrjár, fjórar mínútur liðu eins og í draumi — henni fannst hún vera einhvers staðar inni, þar sem var bjart og hlýtt, og svo í kjölfar þessara hugsana kom tilhlökkunin eftir að sjá hann koma með pelann, ekki svo mjög nú að fá bragð, held ur af því, að þau ætluðu að neyta þessa whiskyleka saman, — eiga góða stund saman þrátt fyrir ógnir næturinnar. Einhvern veginn fannst henni, að hún mundi geta skiliö þennan unga mann til fulls, ef hún kynntist honum betur. Hún mundi eftir honum síðan hún sá hann í „Rottunni og músinni," en hann mundi ekki eftir henni, hafði ekki tekið eftir henni. Það skipti engu, henni stóð á sama um það. Þetta kvöld hafði hann drukk- ’/ormaf ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp ó annað hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar me3 baki.og borðplata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af cldhús- inu og við skipuleggjum cldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra grciðsluskilmóla og . lækkið byggingakostnaðinn. jESí*f^ki HÚS & SKIP ,hf. LAUGAVEGI II • SIMI S1S1S T A K Z A N ið meira en hann þoldi, hann var þéttkenndur, jafnvel vel það, en til- lit augna hans hafði verið stöðugt og hann var ekki rauður í framan eins og karfi. hann hafði verið föl- ur, og augun björt og skær. Hann hafði ekki skipt sér neitt af stelp- unum, heldur setið og drukkið með félögunum, spilaö á spil og talað um styrjöldina og bækur. Þeir, sem ekki vissu betur, mundu hafa haldið, að hann væri hamingju- samur. Hún sá þá alla, sem þama höfðu veriö — í „ Rottunni og mús- inni,“ masandi, hlæjandi, flissandi eins og unglingar á gelgjuskeiði. Það var einhver kona, scm var í spilinu. Kannski var hún há, ljós- hærð, höfuðsmá — kuldaleg á svip, klædd nýrri árdegisdragt, sem kostaði 20 gíneur — klæðskera saumuð auövitað. Þannig mundi hún hafa verið, eitthvað Iík þessari frú Waverton, en hann var ekki ástfanginn af henni, það gat hún séð. Kannski leit konan ekki svona út? Eb hverju máli skipti það raun ar? Af hverju skutu þessar heimsku legu hugsanir uppvkollinum í huga hennar? Hvað gat annars tafiö hann? Af hverju kom hann ekki? Svo geröist eitthvaö. FRAMKOLLUM Ifilmurnar FLJÓTT OG VEL CEVAFOTO , AUSTURSTRÆTI 6 Guðl sé lof að þeir eru frá sér numdir af dansinum og trumbuslættinum. Þyrian kem- ur þeim á óvart. Nú er allt á ferð og flugi, nú kem ég, Bilski flugstjóri. METZELER hjólbarðamir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzinsalan við Vitatorg. Simi 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Almenna Verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15. Sími 10199

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.