Vísir - 29.09.1966, Page 16
Yfir 60 þús. fjár
slátrud á Kópaskeri
og Hásavík
Eggert Kristjáns-
son stórkaup-
maður látinn
Eggert Kristjánsson stórkaup-
maður lézt i Reykjavík í gaer
69 ára að aldri. Var banamein
hans hjartabilun.
Eggert var fæddur að Mýrdal
í Hnappadalssýslu, sonur hjón-
anna Kristjáns Eggertssonar og
Guðnýjar Guðnadóttur. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Flens-
borg árið 1918 og stofnaði nokkr
um árum síðar fyrirtækið Egg-
ert Kristjánsson & Co og veitti
hann því forstöðu til dauðadags.
Hann var og í stjóm og stjóm-
arformaður fjölda félaga og fyr-
irtækja og var m. a. formaöur
Félags fsienzkra stórkaupmanna
um 17 ára skeið og var þar
gerður að heiðursfélaga.
Eggert Krjstjánsson tók mik-
inn þátt í verzlunarsamningum
við erlend ríki og sat fundi um
verzlunarmál víða erlendis. —
Hann var ræðismaöur Finna hér
á landi frá 1954—1965.
Eggert var kvæntur Guðrúnu
Þórðardóttur og lifir hún mann
sinn.
Gríma stofnar æf-
ingaskóla fyrir
leikara
HEFST AÐ
Sauðfjárslátrun er nú í fullum
gangi á Húsavík, en hún hófst um
miðjan þennan mánuð hjá slátur-
húsi kaupfélágsins og lýkur um 20.
október. Þar verður slátrað 34 þús.
fjár. Á Kópaskeri er slátrun um
það bil hálfnuð. Þar verður slátrað
nærri 30 þúsund fjár.
Kirkjuþing hefst
á mánudag.
Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóð-
kirkju hefur veriö kvatt saman í
Reykjavík sunnudaginn 2. október.
Hefst þingið með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni kl. 5 e.h. þann dag.
Séra Þorsteinn B. Gíslason prófast-
ur prédikar. Þingið veröur háð í
safnaðarsal Neskirkju eins og und-
anfarin ár og hefjast þingstörf þar
á mánudagsmorgun kl. 10 f. h. —
Kirkjuþing stendur hálfan mánuð
og verður meginverkefni þess end-
uiskoðun á prestakallaskipun.
SÖLTUN
NÝJU
20 þúsund tunnur seldar til Póllands
á hærra verði en í fyrra
Um það bil sem verið var að
Ijúka söltun upp í sölusamn-
inga á sumarsild var gengið
frá samningum við Pólverja um
síldarkaup, 20 þúsund tunnur
af haust og vetrarsíld, en Pól-
verjar áskildu sér heimild til
þess að kaup 15 þúsund tunnur
til viðbótar. Samið var um tvo
flokka. Síldin má vera niður í
17% aö fitumagni í 1. flokki og
5—700 síldar í tunnu, og 14—
17% í 2. fl. og 7—900 í tunnu.
Norðanlandssildln, sem seld hef
ur verið til Norðurlandanna í
sumar er ekkj undir 33% að
fitumagni.
Verö á þessari Póllandssíld er
mun hærra en fyrri sölur þang
að, enda hafa þeir jafnan keypt
Suðurlandssild. Nú má síldin
hins vegar vera hvort heldur er
Framkvæmdum við kísil-
sunnlenzk eða að norðan og
austan, má því búast við að eitt
hvað verði haldiö áfram söltun
á Austfjöröum.
Engar síldarsölur hafa hins
vegar orðið til Rússlands, eins
og Vísir hefur áður skýrt frá
og hafa Rússar tvisvar hafnað
hagstæöum verðtilboðum íslend
inga. Rússar hafa setið við sinn
keip síðan í vor en þá buðu þeir
verð fyrir síldina sem var
hvergi nærri sambærilegt við
það sem fékkst fyrir hana til
Norðurlanda og Bandaríkjanna
og bar mikið á milli. Svipaö
þessu gerðist í fyrra, þá samd-
ist ekki við Rússa um nein salt
síldarkaup. — En þeir voru áð-
ur stærsti saltsíldarkaupandi
okkar.
'Framkvæmdir við kísilgúrverk-
smiðjuna við Mývatn ganga sam-
kvæmt áætlun. 19 þúsund fermetra
uppfyllingin sem gerö er í sjó fram
á Húsavík er um þaö bil hálfnuö
en henni skal lokið í nóvember. Á
þessari uppfyllingu eiga að vera
tvær skemmur fyrir kísilgúrverk-
smiðjuna, 2400 fermetrar hvor, og á
að byrja á þeim í vor.
Loks er svo unnið að vegafram-
kvæmdum frá Reykjahlið að verk-
smiðjunni við Mývatn. í vor á aö
koma vegur frá Húsavík að Mý-
vatni, sem verður 28 km styttri en
sá vegur sem nú liggur þangað.
10. fjórðungsþing
Norðlendinga
10. Fjórðungsþing Norðlendinga
var háð á Siglufirði dagana 17. og
18. þ. m.
Fráfarandi formaöur Fjórðungs-
sambands Norðlendinga var Magn-
ús E. Guðjónsson, bæjarstjöri á
Akureyri, en núverandi fjórðungs-
ráö, kjöriö til tveggja ára, er skip-
að eftirfarandi aðilum:
Formaður: Stefán Friðbjamar-
son, bæjarstjórí á Siglufirði, vara
formaöur: Jóhann Salberg Guð-
mundsson, sýslumaður á Sauðár-
króki, gjaldkeri: Hákon Torfason,
bæjarstjóri á Sauðárkróki, vara-
gjaldkeri: Bjöm Friðfinnsson, bæj-
arstjóri á Húsavík, ritari: Ásgrímur
Hartmannsson, bæjarstjóri í Ólafs-
firði, vararitari: Magnús E. Guðjóns
son, bæjarstjóri á Akureyri, með-
stj.: Jóhann Skaftason, sýslumaður
Húsavík.
Þingið samþykkti allmargar á-
lyktanir, varðandi hagsmunamál
byggðanna í Norðlendingafjórðungi,
m. a. varðandi Framkvæmdaáætlun
Norðurlands, atvinnujöfnunarsjóð,
staðsetningu atvinnufyrirtækja og
samgöngumál og verða þær álykt-
anir sendar blöðum og útvarpi inn-
in skamms.
Undirbúin jarðgöng á Breiðadalsheiði
Mikið hefur verið unnið að
vegamálum á Vestfjörðum í
sumar. Ein mesta samgöngubót
in mun vera lagning vegarins
yfir Breiðadalsheiði, sem kom-
in er vel á veg. Hillir nú £ það
að samgöngur verði greiðar til
ísafjarðar eftir nokkur ár. Er nú
verið að ljúka við fyrsta áfanga
vegarins yfir Breiðadalsheiði,
verið að Ijúka við að ryðja 1700
m. síðasta vegarspottann að vega
mótum Vestfjarðavegar og Flat
eyrarvegar £ Önundarfirði, að
sögn Guðmundar Þorlákssonar
vegaverkstjóra, Flateyri, en blaö
ið hafði tal af honum nýlega.
Sagði Guömundur ennfremur
að von væri á jaröbor þeim,
sem verið hefur við vatns-
borun i Grímsey, en borinn verð
ur notaður til þess að gera jarö-
vegsrannsóknir fyrir fyrirhuguö
jarðgöng gegnum heiðarhrygg-
inn. Eru þau áætluð 550-600 m.
löng og lækka veginn um 100 m.
Er áætlað að byrjað verði á þeim
1967.
Vegaframkvæmdirnar á veg-
inum yfir Breiðadalsheiði, frá
Önundarfirði yfir til ísafjarðar
hófust árið 1964. Voru þá lagð
ir 900 m. vestanvert £ Breiða-
dal^ieiði. Árið 1965 voru rudd
ir 2 km. og þeim lokið að fullu
og ennfremur ruddir tæplega 3
km. Á þessu ári hefur verið
unnið að þvl að ganga frá þess
um 3 km fyrir utan 1700 m.
er verið er aö Ijúka við að ryöja.
Alls hefur þvi verið gengið frá
um 6.62 km. Önundarfjarðarmeg
in. Er þá komið að jarðgöngun
um, en öllu er enn ólokið norö
an megin heiöar. Frá jarðgöng-
unum eru 101/2 km. til ísafjarðar,
en 8y2 km. veg þarf að leggja
áður en komið er að vegamót
um Vestfjarðavegar og Djúpveg
ar £ Skutulsfirði. Þegar þeim
framkvæmdum er lokiö verður
ísafjörður kominn í beint vega-
samband við Reykjavík og alla
firðina.
VISIR
FimmtBdagur 29. september 1966.
Vinningsbílar SjáIfstæðisflokksins
— Fyrstu amer'isku b'ilarnir af '67-árgerð
á Evrópumarkað komnir á göfuna
• Vinningsbilarnir þrir f
Landshappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins komu i morgun f mið
bæinn, en þar verða þeir hafðir
þar til dregið verður 8. nóvem
ber næstkomandi. Þetta eru
fyrstu bandarisku bílamir af
1967-árgerðinni, sem siást hér
á götunum, en ekki hcfur feng
izt að birta af þeim mynd fyrr
en nú. Er þvi að vonum aö
mörgum mun leika forvitni á að
skoða þá, svo ekki sé talað um
þá sem fá þá fyrir 100 kr. —
Bílamir þrír, Plymouth Valiant,
Rambler American og Dodge
Dart eru samanlagt að verðmæt
um yfir eina milljón króna.
• Landshappdrættiö er nán-
ast skyndihappdrætti. Er að-
eins liðlega mánuður þangað til
dregið verður og er mönnum því
bent á aö kaupa miða þcgar í
stað. Er verið að senda miða
til stuðningsmanna og velunn-
ara Sjálfstæðisflokksins um allt
land þessa dagana. Einnig
verða miöar seldir úr vinnings- '
bílunum þremur í miðbænum
og í aðskrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins við AusturvöII.
® Öllum þeim sem vilja styðja
gott málefni um leið og þeir
kaupa sér vinningsmöguleika í
glæsilegasta bílahappdrætti,
sem haldiö hefur verið hér á
landi er bent á að tryggja sér
miða strax.
Aðalfundur Leikfélagsins Grfmu
var haldinn sunnudagirm 25. sept-
ember s.l.
Tvö leikrit voru sviðsett hjá fé-
laginu á síðastliðnu leikári, „Fando
og Lís“ eftir Arrabal og „Amalía"
eftir Odd Bjömsson. í vetur mun
félagiö reka æfingamiðstöð fyrir
leikara og fólk útskrifað úr
leiklistarskólum, þar sem
kennsla fer fram í líkamsþjálf-
un (plastik), látbragðsleik og skylm
ingum. Mun þessi starfsemi hefj-
ast nú með október.
Rætt var um húsnæðisvandamál
Grímu, en Tjamarbær, sem verið
hefur samastaöur félagsins frá upp-
hafi, mun senn veröa að víkja fyr-
ir nýjum byggingum.