Vísir - 04.10.1966, Page 2

Vísir - 04.10.1966, Page 2
VÍSIR Þrifliudagur 4 október 1966. jþróttafréttir af Snæfellsnesi: BLÓMLEGT ÍÞRÓTTASTARF Sundmót H.S.H. var haldið að Kolviðarneslaug 3. september. Þátt- takendur voru frá 3 félögum. Umf. Snæfell í Stykkishólmi hlaut flest stig og verfllaunagrip til eignar, sem keppt var um. Stigahæstir ein- staklingar voru þau Margrét Gufl- mundsdóttir, Umf. Árroöa f Eyjar- hreppi og Sigurður Rúnar Eliasson, Umf. Vikingi í Ólafsvík. Bezta af- rek Margrétar var í 50 m bringu- sundi, 46.0 sek., en bezta afrek Sigurðar Rúnars í 50 m skriðsundi, 33.3 sek. í unglingasundum vakti mesta athygli 13 ára drengur frá Stykkisbólmi, Eggert Sveinn Jóns- son, en hann synti m. a. 100 m bringusund á 1:33.9 mín. Kvenna- sveit Umf. Snæfells setti nýtt hér- aðsmet í 4X50 m bringusundi á 3:24.6 mín. Samnorrænu sundkeppninni lauk á Snæfellsnesi 15. sept. Þátttaka var mjög misjöfn, bezt í Eyjar- hreppi þar sem helmingur hrepps- búanna synti 200 metrana. Unglingamót H.S.H. í frjálsum íþróttum fór fram að Görðum í Staðarsveit 18. sept. Þátttaka var góö og margir efnilegir unglingar komu fram á sjónarsviðið. Iþrótta- félag Miklaholtshrepps hlaut flest stig. Knattspymumóti H.S.H. er ný- lokið og var leikin tvöföld umferð. 5 liö tóku þátt í mótinu, sem lauk með sigri Umf. Víkings í Ólafsfiröi. Sameinað liS H.S.H. lék við Umf. Skallagrím í Borgarnesi 9. sept. og sigruðu Snæfellingar með 2:0. Daginn eftir léku Skallagrímur og Víkingur og sigraði þá Skalla- grimur 3:1. Hinn 27. ágúst fór fram leikur í Stykkishólmi f bikarkeppni Körfuknattleikssambands lslands. Umf. Snæfell sigraði ísfirðinga með 75:41 stigi. ÁOur hafði Snæfell sigr- að Skallagrím í Borgamesi með 59:50. Hin árlega keppni H.S.H. og H.S.K. i frjáisum íþróttum fór fram að Laugarvatni 10. sept. Skarphéð- inn sigraði með 91 stigi gegn 79 stigum Snæfellinga. Þetta var 7. keppni sarhbandanna. Skarphéðinn hefur sigrað fjórum sinnum, Snæ- fellingar tvisvar en einu sinni hef- ur orðið jafntefli. Umf. Staðarsveitar hélt í sumar íþróttanámskeið fyrir böm og ung- linga og lauk því fyrir skömmu með keppni I frjálsum íþróttum og sundi. Þátttakendur voru víðsvegar að úr sveitinni, en kennari var Guðm. Sigurmonsson. Þetta er I annað skiptið, sem Umf. Staðarsveitar gengst fyrir slíku námskeiði fyrir unglinga. Hafa þau tekizt mjög vel og verið til fyrirmyndar. Brauðskálinn Langholtsvegi 126. Köld borð . Smurt brauö Snitt- ur . Cocktail snittur . Brauð- tertur. Brauðskálinn Símar 37940 og 36066. Óli B. Jónsson 8 sinnm mei Islandsbikarinn! — á 20 ára starfsferli sem þjálfari — en 3svar að auki sem leikmaður með KR • íslandsbikarinn lenti i höndum Valsmanna i ár. Og hér er Ámi NJálsson, fyrirliöi Vals með hinn fagra grip, en þetta er í annað sinn á löngum knatt- spymuferli, sem Ámi hreppir Islandsbikarinn, — fyrst var það fyrir 10 árum og svo nú. Hvort Ámi vinnur bikarinn mefl lifli sinu 1976 skal með öllu ó- sagt, en benda má á að beztu varnarmenn Vals hafa ekki hætt knattspymu fyrr en f fulla hnefana og má þar benda á Sig- urfl Ólafsson og Frímann Helga- son, en báðir hættu knattspymu iðkun sinni og þátttöku f meist- araflokksleikjum eftir áratuga starf. • ÓIi B. Jónsson þekkir „bikarinn'* öllu betur. Sjálfur vann hann bikarinn með KR- liðinu þrisvar sinnum, þegar hann var leikmaður, og eftir að hann varð þjálfari hefur það verifl segin saga að hans lið hafa verið sigursæl. Nú er tutt- ugasta “tarfsári Óla sem þjálfara afl 1J >g í 8 skipti hafa lið hans ... oið Islandsmeistarar. Geri aðrir betur. Sennilega mun Óli verða þjálfari Vals næsta timabil, en að því loknu kveðst Óli hafa i hyggju að draga sig í hlé frá erilsömu og bindandi aukastarfi, sem þjálfunin er og hefur verið hjá honum. .V.-.V.W.V.V.'.V.V.V.'.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V: HVER5 VEGNA VANTAÐI LÖGGÆZLU? Þoð er mótsaðilanna að útvega löggæzlu en ekki lögreglunnar að senda mannskap, þegar leikir fara fram í rammaklausunni í gær um skrílinn í Laugardal, sem æddi inn á völlinn að leik Vals og Keflavíkur loknum var spurt: „Hvar var lögreglan?“ Þess skal getið til að forðast misskilning að hér var ekki dróttað að lögreglunni eða störfum hennar, því undirritaður veit nákvæmlega hvemig i þeim málum liggur. Hins vegar var þessu „skeyti“ öllu frem ur beint til aðilanna, sem fyrir keppninni standa. Málum er nefni- lega þannig háttað að lögreglan sendir sína menn til umferðar- stjómar við völlinn, en innan vall- arins er engin löggæzla nema gegn sérstakri greiðslu. Ibúð óskast 5—6 herb. íbúð óskast til leigu strax, helzt í Hlíðunum. Uppl. í síma 18619. SENDISVEINN / Piltur óskast til sendiferða fyrir hádegi. H.F. HAMPIÐJAN Stakkholti 4 . Sími 11600 Að undanfömu hefur iöggæzla á Laugardalsvellinum ekki verið fyr- ir hendi, — sennilega af spamað- arástæðum. Það skal viðurkennt að í venjulegum tilvikum þarf lög- gæzlu ekki, en þegar á 9. þús. manns hafa komið saman til að horfa á tvísýnan úrslitaleik, þá má alltaf búast við hinu versta, sem og varð raunin á. Það hefði átt að hafa tiltæka lögreglumenn á staðn- um, þvf vitað var að vallarverðir mundu ekki geta ráðið við mann- fjöldann. Þennan lærdóm hefði mátt öðlazt eftir úrslitaleikinn í fyrra milli Akraness og KR. — Jbp — Laun V.R. hækka um 1,6 prósenf Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar hækkaði kaupgreiðsluvísitalan frá 1. septem- ber 1966 um 3 stig. Samkvæmt því skal á tímabilinu 1. sept. til 30. nóv. 1966 greiða 15.25% verðlagsuppbót á grunnl. í stað 13.42%, sem gilti áður. Þessi hækkun samsvarar því að laun hækka um 1.6% frá og með 1. sept. 1966. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur FELACSLÍF Glímufélagið Ármann, handknatt- ieiksdeild karla. — Æfingar verða fyrst um sinn sem hér segir: Mfl., 1. fl. og 2. fl. karla: Þriðjudaga kl. 21.30 Réttarholtssk. Fimmtudaga kl. 6.50. Hálogaland 3. flokkur: Miðvikudaga kl. 6.00. Hálogaland Sunnudaga kl. 13.20. Hálogaland 4. fl. byrjar um miðjan mánuð að Hálogalandi og verður auglýst síð- ar. Mfl., I. fl. og 2. fl. karla: Æfing verður í LaugardalshöIIinni á fimmtudögum. Verður auglýst sfðar. Nýir félagar velkomnir. — Verið með frá byrjun. — Stjórnin. Ármann, körfuknattleiksdeild. Æfingatafla. Meistara- og 1. fl. karla: Mánudagar kl. 10.10—11 Háloga- land. Miðvikud. kl. 7.40—8.30 íþrótta- höllin. Fimmtud. kl. 8.30—9.20 Háloga- land. Meistara- og 2. fl. kvenna: Þriðjudagar kl. 8.40—9.30 íþrótta hús Jóns Þorsteinssonar. 2. fl. karla: Sunnud. kl. 2.10—3 Hálogalandi. Fimmtud. kl. 7.40—8.30 Hálogal. 3 fl. karla: Sunnud. kl. 1.20—2.10 Hálogai. Þriðjud. kl. 7.40—8.50 íþróttahús Jóns Þorsteinssonar. 4. fl. karla: Þrlðjud. kl. 7—7.50 íþróttahús Jóns Þorsteinssonar. Föstud. kl. 7—8 lþróttahús Jóns Þorsteinssonar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.