Vísir - 04.10.1966, Síða 3

Vísir - 04.10.1966, Síða 3
VfSIR • Þriðjudagur 4. október 1966. 3 H* n Það örlar ennþá fyrir brosi á strætunum, tvíræðu saknaðar brosi, sem bráðum stirðnar og verður að nístandi glotti. Sept- embersólin hefur varla sleppt síðustu geislum sínum, þegar nóttin ríður i bæinn i fullum her Vonaraugu drengsins líta ekki i neinni miskunn til andanna, sem varsvo gaman að skoða i vor... Þau cinblína á fyrstu héluna á Tjöm inni, sem bráðum verður að svelli og hrekur endurnar í þröngar vakir. Tilbrigði um hauststef tygjum — köld og storkandi. Og menn heilsa kunningjunum á morgnana með þessum oröum: „Ands .... er hann kaldur.“ Maöur finnur engar stökk- breytingar, þetta leggst yfir eins og fræðikenning færustu vís- indamanna byggð á óhagganleg um lögmálum, afsannar allt það sem áður var, hægt og bítandi. Það fer um landið eins og vandlætingapredikari eyðir öllu þessu skæra og æpandi — eftir verður ein tóntegund og til- brigði um einn lit.1 Ungu, gáfuðu mennimir, sem léku sér í sumar, svolítið frá- vita — í leiðslu. Þeir sitja núna \ sfe'ólabekk" og Hugsa kaldir og yfirvegaðir, enginn ævintýri, hvert pennastrik sprottið af þungum þönkum. Það þekkir þá enginn fyrir sömu mennina og þá, sem týndu svolitlu af vel- sæminu í villtri stemningu með síldarstúlku austur á fjörðum i vor, eða gengu fram af viti sínu út í guösgræna náttúruna á sveitaballi einhvers staðar uppi I Borgarfirði. Allt, sem skapaði þessa villtu og náttúrlegu stemningu, tál og göfgi sumarsins fellir haustiö að fótum þér og þú treður á því hröðum skrefum klæddur eins og óaðfinnanlegur kennari í kuldaúlpu með þykksóluöum skóm. Þetta frjálsa villdýr sumars- ins lifir ekki nema í skáldum og listamönnum, sem setjast niö ur og gefa innspirasjóninni, sem þeir fengu norður í landi í sum ar, lausan tauminn á léreftinu eða pappímum. Kannski gengur einn og einn draumóramaður með einhverjar grillur í kollinum fram eftir hausti, en hann gleymir þeim um þaö leyti, sem hann fer að borga skattinn sinn. Menn birgja sig fyrir þessu vonleysi, sem vetrarkoman mál ar á rökkurtjöldin, með skyn- semi og óbifanlegum þráa. — Þetta þunglyndi haustsins, sem skilur noröurhvelsbúa frá suðrænu fólki, það lokar öllum gáttum, sem sumrinu tókst aö opna á hugarfari íslendingsins, dregur tjöldin fyrir sálarskjá hans og byrgir allt hvað inni býr. Og brosin, sem sögðu svo margt í sumar, verða þögul, hlutlaus. Þetta er eitt af sér- kennum okkar — hin takmarka lausa eigingirni — sem hleöur múr um hugrenningarnar. Strákarnir, sem ennþá fá að gera það sem þá lystir, fundu vonina í fjörugum kálfi í sveit inni í sumar, og þeir finna hana nú í fyrstu hélunni á Tjöminni, tilhlökkun í leik. Þeim er jafnmikil tilhlökkun í þvf, aö sjá vatnið frjósa á Tjöminni og verða að góðu skautasvelli, eins oð það vakti hjá þeim sæiutilfinningu í vor, að fá að fara með mömmu að gefa öndunum, sem nú hrekjast í þröngar vakir undan vetrar- gaddinum — eftir lögmálinu. Þeir hafa ekki vaknað til vit- undar um þetta lögmál, þeir eru aðeins hluti af því, hluti af náttúrunni — og þeir einir eiga þetta gjafmilda bros ótmflað af vitundinni um sitt eigið lögmál. Síðustu geislar septembersólarinnar á undanhaldi fyrir haust- nóttinni. Skólastofa til leigu Skólastofa til leigu í miðbænum. Uppl. í síma 19896, og 21772 eftir kl. 20.30. Skrifstofustúlka Heildverzlun óskar eftir stúlku til almennra skrifstofustarfa hálfan daginn. Tilboð, með uppl. um aldur, sendist Vísi fyrir 7. október. T.F. - JET Tveggja sæta Cessna 140 flugvél til sölu. — Uppl. í síma 11422. Verzlunarpláss til leigu á góðum stað í bænum við fjölfarna götu. Uppl. í síma 10279 eftir kl. 7 næstu kvöld. Afgreiðslustúlka óskast strax. VERZL. ÓLI OG GÍSLI H/F Vallargerði 40, Kópavogi. Sími 41300 Moskvitch þjónustan annast hvers konar viðgerðir á Moskvitch. Einnig viðgerðir á Rússa-jeppum. 0 Látið yfirfara bifreiðina fyrir veturinn. Sími 37188.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.