Vísir - 04.10.1966, Page 5

Vísir - 04.10.1966, Page 5
5 morgun útlönd f morgun útlönd í morgun Tunis slítur stjómmála- tengsl við Egyptaland Tunis sleit í gær stjómmála- tengsl við Egyptaland (Arabiska sambandslýðveldið). Opinber tilkynning um þetta var birt að loknum stjórnarfundi, þar sem ákvörðunin var tekin. Stjómmálafréttaritari brezka út- varpsins minnti á það í gærkvöldi, að í fyrra voru ambassadorar bsggja ríkjanna kvaddir heim, vegna versnandi sambúðar, — en orsök þess að hún versnaði þá að mun, var sú, að Bourguiba hafði boðað aðra stefnu varðandi ísraei en Nasser fylgir. Bourguiba kvað tíma til kominn að líta á hlutina í Ijósi staðreynd- anna og hefja samkomulagsumleit- anir í þeim tilgangi að gera sátt- mála við Israel og leysa vanda- Heilsuvernd Námskeið mín i tauga- og vöðvaslökun og öndunar- æfingum fyrir konur og karla hefjast mánudaginn 10. okóber. Upplýsingar f síma 12240. Vignir Andrásson iþróttakennari. lág- freyðandi þvottaefni Jafn gott í allan þvotf H F. H R E I N N málin í eitt skipti fyrir öll, í stað þess að ala á hatri og sundurlyndi og hafa f hótunum, aö hrekja Israelsmenn frá Palestinu. Nú hefir sambúöin enn versnað og það þarf ekki að fara í grafgöt- : ur um, aö hún á eftir að versna einnig við hin löndin í Arababanda- laginu, en raunar er ágreiningur ríkjandi innan þess, og þar skiptast menn f tvo flokka með og móti Nasser. — I Yemen hefir Nasser her manns, en Feizal konungur í Saudi-Arabíu styður konungssinna, og er grunnt á þvf góða milli Feizals og Nassers. Og vakti stjórn- málafréttaritari brezka útvarpsins athygli á því, að tilkynningin um stjórnmálaslit kom rétt eftir op- inbera heimsókn Feizals til Tunis, og meðan hann var þar sagði Bourguiba í ræðu, að Tunis ætlaði sér ekki að vera egypzkt lepprfki. Faizal — hafði hann „fingur með í spllinu“ ? Dansskóli Her- manns Ragnars Miðbæ Kennsla hefst mánudaginn 10. október. Öll kennsla fer fram í Miðbæ, Háaleitisbraut 58—60. — Skírteini verða afhent í Skátaheim- ilinu (gengið inn frá Egilsgötu) miðvikudag- inn 5. október og fimmtudaginn 6. okt. n.k. klukkan 3—6 e. h. í dag og á morgun eru síðustu innritunardag- ar. Símar 33222 og 35221. Njarðvík: Kennsla hefst á morgun, miðvikud. Gíæsilegf tvíbýlishús Höfum til sölu glæsilegt, nýtt tvíbýlishús við Nesveg. Hvor hæð er ca. 130 ferm., á efri hæð er 5 herb. íbúð, á neðri hæð er auðvelt að hafa tvær litlar íbúðir hvora með sérinngangi, eða eina stóra. Tvöfalt gler, harðviðarhurðir, lagt í fyrir frystiherbergi. Bílskúr, malbikuð gata, skemmtileg staðsetning. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17 (Silli & Valdi) Sími 24645. Kvöidsími 2449ÍJ Ragnar Tómasson hdl. Útsvarsgjaldendur í Kópavogi Þriðji gjalddagi eftirstöðva útsvara 1966 var 1. október s.l. Gjaldendur eru minntir á að greiða reglulega á gjalddaga. Lögtök eru þegar hafin hjá þeim gjaldendum, sem ekki hafa greitt gjaldfallna útsvarshluta. Bæjarritarinn í Kópavogi. heims- horna milli • Bandarískur menntamaður að nafni Nicolas Reage hefir verið rækur ger úr Sovétríkjun- um, sakaður um njósnir. Frá þessu er sagt í blaðinu TRUD, sem einnig ásakar annan sendi- ráðsritara Bandaríkjanna, Don- ald Leash, fyrir njósnir á landa- mærum Noregs og Sovétríkj- anna. Reage kom fyrst til Sovét- ríkjanna 1964 sem skemmtiferða maður og segir blaðið hann hafa gengið í njósnaskóla áður en hann fór til Sovétríkjanna. • Blaðið PRAVDA í Moskvu hefir lagt til, að kvödd verði saman alþjóðaráðstefna komm- únistaflokka, vegna þess hversu komið er af völdum afstöðu Kínastjórnar. • Seinustu skoðanakannanir á Bretlandi um fylgi flokkanna leiða í ljós dvínandi fylgi Verkalýðsflokksins en fyrir hálf- um mánuði hafði hann 11.8% fram yfir íhaldsflokkinn — nú aðeins 6.19%. — Er kennt um óvinsældum efnahagsráðstafan- anna. • Tyrkneskir menn þyrpast nú til Svíþjóðar í atvinnuleit svo að vandræðum veldur. Menn þessir koma á venjulegum vega- bréfum en verða lögum sam- kvæmt að bíöa 3 mánuði til þess að fá vinnuleyfi, og verða margir fljótt peningalausir. • Yfir hundrað þúsund ung- menni söfnuðust saman fyrir framan forsetahöllina 1 Jakarta og kröfðust þess, að Sukamo forseti færi frá. • Ráðunaut við sovézka sendi- ráðið í Bangkok, Thailandi, Obu- kov að nafni, hefir verið visað úr landi. — Síðastl. mánudag var starfsmanni sovézkrar viö- skiptasendinefndar vísað úr landi í Thailandi. • Vfsindamálaráðherra Frakk- lands Alain Peyrefitte er í heim sókn í Moskvu og lýkur heim- sókn hans ekki fvrr en 11. okt. 9 Bechuanaland fékk sjálfstæði á miðnætti síðastliðnu. • Neyðarástand var lýst yfir í San Francisco í vikunni eftir að 16 ára blökkupiltur var skotinn til bana. Um 2000 þjóðvarnar- Iiðsmenn hjálpa lögreglunni til þess að halda uppi reglu. ► Fundizt hefur í fjöllum f Ore- gon flak DC9 farþegaþotu, sem saknað hafði verið. Farþegaþot- an, sem fórst sl. laugardag var nýtekin í notkun af WEST COAST AIRLINES var alveg ný Farþegar voru 13, áhöfn 5, þar af 2 flugfreyjur, og fórust allir. ► Dr. Subandrio fyrrverandi utanríkisráöherra Indónesfu hef- ur játað fyrir herrétti f Jakarta, að hann hafi fengiö aðvörun fyrirfram um uppreisn kommún ista í fyrrahaust, en ekkert gert í málinu, þar sem hann taldi þetta ekki hafa við neitt að styðj ast. Kvaðst hann og hafa ætl- að, að forsetinn hafi vitað jafn- mikið um þetta og hann og því ekki rætt það við hann. ► Vegna tilmæla Johnsons Bandarfkjaforseta um seinustu helgi hættu 100.000 starfsmenn hjá General Electric við verk- fall, sem byrja átti um helgina. GE er eitt mesta fyrirtæki Bandaríkjanna af þeim, sem framleiða til hernaðarþarfa fyr- ir stjórnina. — í New York-ríki hafa 12.000 af 23.000 starfs- mönnum GE í Schenectady New York-ríki gert verkfall, en tals- menn verkamanna segja mála- leitan forsetans hafa verið þeirra verkfalli óviðkomandi — það sé hafið vegna staðbundinnar deilu. ► 91.000 smálesta olíuskipi hef- ur verið hleypt af stokkunum í skipasmfðastöðinni í Óðinsvéum í Danmörku. Samtímis var haf- in smfði annars jafnstórs. Bæði eru smíðuð fyrir Femley & Eger skipaútgerðarfélagið f Osló. ► Skrifstofa forsætisráðherra Suður-Vietnams hefur hvatt jafnt hemaðarleg sem borgara- leg yfirvöld til þess að koma kurteislega fram við fréttamenn, en erlendir fréttamenn höfðu kvartað yfir framkomu við þá, bæði af hálfu Suður-Vietnam og Bandaríkjaherliðsins, — þeim hafi verið gert erfitt fyrir. ► Sænska rithöfundinum Per Næstberg var vfsað úr landi í Lissabon í gær. Hann fékk raun ar aðeins að koma í flughöfn- ina á leið til Madrid og var skip- að að halda áfram með næstu flugferð. Hann hefur birt greinar um lönd Portúgals f Afríku, ó- vingjamlegar að áliti Portúgals- stjómar. ► Markos forseti Filipseyja vill fresta Manillaráðstefnunni um viku og verður hún sennilega haldin 28. og 29. þ. m. í stað 18. og 19. Gert var ráð fyrir aðild 7 landa, sem fyrr hefur veriö getið, en nú er óvfst að Holyoke forsætisráöherra Nýja Sjálands geti komið (þetta átti að vera „toppfundur"), þar sem ráðstefn unni var frestað. ► Óeirðir blossuðu upp á nýj- an leik í Norður-Nigerfu um helgina og nú f bænum Kanu, þar sem hermenn gengu f lið með uppivöðslulýð. Yfir 300 voru drepnir. ► 19 menn, flestir franskir, hafa verið handteknir í Oran f Alsfr ákæröir fyrir hvfta þræla- sölu og gjaldeyrissmygl. Meðal handtekinna voru forstöðukon- ur þriggja vændishúsa. ► Konrad Adenauer kanslari Vestur-Þýzkalands hefur gagn- rýnt harðlega stjórnarstefnu Er- hards kanslara, en dr. Adenau- er er heiðursformaður Kristi- lega lýöræðisflokksins. Adenau- er hvatti til nánara samstarfs við Frakka á sviöi utanríkis- mála, en það gæti bætt sam- komulag Vestur-Þýzkalands við Sovétríkin. ► Myklebust sjávarútvegsmála- ráðherra Noregs er f heimsókn í Murmansk. í viðtali við TASS- fréttastofuna sagði hann, ai* sjávar- og fiskiðnaðurinn á Mur- mansksvæðinu væri hinn vold- ugasti (mektigste). — NTB. aa

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.