Vísir - 04.10.1966, Síða 6

Vísir - 04.10.1966, Síða 6
6 VÍSIR . Þriðjudagur 4. október 1966 Orðsending til bifreiða- eigenda Nú getiö þið nýtt hjólbarða ykkar til fullnustu með þvi að láta okkur dýpka eða skera nýtt ( munstur í hjólbarða ykkar. — Opið virka daga kl. 8-12.30 og 14 - 20, laugardaga frá kl. 8 - 12.30 og 14 -18, og sunnudaga eftir pöntun { síma 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaöastræti 15 (gengið inn frá Spftalastlg) GoKáhöld O P. EvfeBd Ingólfsstræti 2. Jafnaðcirmenii — j Framhald af bls. 16 sæti í Rfkisdeginum sænska ár- ið 1962. Hann hefur oftsinnis1 komið til íslands og mun koma hingað aftur í fylgd með Tage j Erlander, forsætisráðherra, til fundar stjómardeildar Noröur- landaráðs í Reykjavík n.k. des- ember. Hingað kom hann að þessu sinni til að flvtja fyrir- lestur f Háskóla Islands um breytingu á sænskri refsilöggjöf Var fyrirlesturinn fluttur í gær og voru ýmsir kunnustu lög- fræðingar landsins viðstaddir. I Kynning n frnmleiðni- nuknndi Inunukerfum í nútíma atvinnurekstri gegna launagreiðslukerfi mikilvægu hlut- verki. Reynsla síðustu ára hérlend- is hefur sýnt, að tilhögun þeirra getur ráöið miklu um samkeppnis- hæfni einstakra fyrirtækja. í því efni getur verið um ýmsar leiðir aö ræða eftir aðstæðum og verður að teljást mikilvægt, að forstöðu- menn fyrirtækja hafi öðlazt nokkra yfirsýn yfir það, hvaöa leiðir þeim eru færar í þessum efnum. í febrúar sl. boðaði Iðnaöarmála- stofnun íslands I samvinnu við Industrikonsulent A/S til kynning- ar á framleiðniaukandi launakerf- um. Þátttakendur voru 30 og reynd- ist ekki unnt að taka við öllum umsækjendum. Það hefur því orðið að ráði, að endurtaka kynningu, aö þessu sinni dagana 20.—22. okt. nk. Á dagskrá þessa fundar veröa m. a. tekin fvrir eftirfarandi atriði: Helztu leiðir til aukinnar fram- leiöni I atvinnurekstri. Kynning vinnurannsókna. Algengustu launakerfi. Uppbygging ákvæðiskerfa. Ákvörðun launahlutfalla. Launakerfi fyrir störf f hjálpar- deiduml Launakerfi fyrir verkstjóra. Viðhald launakerfa. Dæmi um launakerfi í notkun hérlendis. Fyrirlesarar verða sérfræðingar frá Industrikonsulent A/S og Iðn- aðarmálastofnun íslands. Þessi kynning er ætluð fyrir forstöðu- menn fyrirtækja og nánustu sam- starfsmenn þeirra. Allar nánari upplýsingar og um- söknareyöublöð er að fá í Iðnaðar- málastofnun íslands, Skipholti 37, þar sem kvnningin fer fram. Um- sóknarfrestur er til 12. okt. nk. (Fréttatilkynning frá IMSÍ) Auglýsið FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL CEVAFOTO AUSTURSTR/ETI 6 , Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur óskast strax í eldhús og borð- stofu Hrafnistu hálfan eða allan daginn. Uppl. í síma 35133 og eftir kl. 8 í síma 50528. Starfsstúlka óskast í mötuneyti stúdenta, Gamla Garði. — Gott kaup, góður vinnutími. Uppl. í eldhúsinu á Gamla Garði kl. 6—7. 5-6 herb. ibúð óskast nú þegar. Hálfs árs fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 36424. S. /. 8. S. Vöruhappdrætti S.Í.B.S. — Dregið verður á morgun. — Umboðin opin til kl. 10 í kvöld. Endurnýjun lýkur á hádegi á morgun. STÚLKA ÓSKAST __________Veitingahúsið Laugavegi 28 B Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um lækna frá næstu áramótum, snúi sér til af- greiðslu samlagsins í októbermánuði og hafi samlagsskírteirii meðferðis. Skrá um lækria þá, sem um er að velja, liggur frammi í af- greiðslunni.' Sjúkrasamlag Reykjavíkur. BLAÐBURÐARBÖRN vantar í: HÖFÐAHVERFI MIÐBÆ BERGST AÐ ASTRÆTI Dagblaðið VÍSIR Afgreiðslan — Túngötu 7. -----------------------1---------------------------- Eiginmaður minn, EGGERT KRISTJANSSON stórkaupmaður verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. október kl. 14.00. Guðrún Þórðardóttir og fjölskylda. L0KAÐ Skrifstofum og vörugeymslum okkar verður lokað miðvikudaginn 5. október vegna jarðar- farar EGGERTS KRISTJÁNSSONAR stórkaupmanns Eggert Kristjánsson & Co. hf., Bananar hf., Kexverksmiðjan Frón hf., Kexverksmiðjan Esja hf. Sfafnes — Framh. af bls 9 meri í taumi og þangbagga á, kvað hann jafnframt við raust: Frá Refshalakoti ég reidda tel reipafvlli þanga, brenni nú og braki vel blöðkuklóin langa. VII. Mánudagsnóttina 27. febrúar 1928 barst sú fregn símleiðis tii Reykjavíkur að botnvörpungur- inn „Jón forseti“, væri strandað ur við Stafnes og áhöfnin myndi öll vera I lífshættu. Menn brugöu við og flýttu sér á strand staðinn, fóru rneö bifreiðum svo langt sem komizt varð, en þá var ekki kominn akvegur lengra en í Fuglavík. Þar skiptu menn um farartæki og fengu sér hesta síðasta spölinn. Voru menn komnir fyrir birtingu á strand- staðinn. Um morguninn þegar birta tók, sást vel til hins strandaða skips, sem lent haföi á rifi, all- langt frá landi og beint fram- undan Stafnesvita. Er þetta ein hver hættulegasti staður viö alla suðvesturströnd Islands. Því meira sem birti, þeim mun betur sást til skipsins, enda þótt særokið drifi yfir landiö og skyggni væri hið versta. Sást að margir skipverjar höföu klifrað upp í reiðann og töldu með því helzt björgunarvon. Stórsjóar riðu látlaust yfir skipiö og brim garöurinn var ægilegur. Mögu- leikar til björgunar voru hverf- andi litlir. - Samt sem áður var allt gert, sem hægt var að gera. Nokkrir togarar, vélbátar frá Sandgerði og björgunarskipið Þór höfðu komið á vettvang um nóttina og héldu sig eins nærri hinu strandaða skipi og mögulegt var. En bæði áhafnir þessara skipa og eins mennimir í landi gátu litið aðhafzt og stóðu meira eða minna ráðalausir gagnvart stór- felldum hamförum náttúruafl- anna. Þeir sem aö björguninni unnu, sáu að áhöfnin á Jóni forseta hélt sig á þrem stöðum á skip- inu. Sumir klifraö upp í reiöann eins og áður segir, nokkrir héldu sig á hvalbaknum og enn aðrir leituðu vars inni I stýrishúsinu. Allt í einu reið ægilegur brot- sjór yfir skipið og braut bæði stýrishús, reykháf og fleira. Jafn framt skolaði sjórinn flestum eða öllum þeim útbvrðis, sem leitað höfðu afdreps í týrishús- inu. Varð þaö þeirra síðasta. Tíu mönnum varö bjargað af togaranum með þvi að láta lóða belgi draga kaðal til lands, sem togaramenn náðu síðan í. Var kaðallinn siðan látinn draga bát milli skips og lands, og flestum þeirra sem komust út í bátiinn varð bjargað, en fimmtán manns drukknuðu. Er þetta mesta sjó- slys, sem orðið hefur á þessari öld við Stafnes. VIII. Svo er hérna vísan um hann Ólaf, sem kallaður var hinn ey- firzki, og hefur vafalaust verið úr Eyjafiröi. Ólafur fór suður á Stafnesi á hverjum vetri og reri til fiskjar. En einu sinni á leið inni suður fjöll viiltist hann og hitti þá fyrir sér tröllskessu. Þá kvað skessan þessa vísu:/ Ólafur muður ætlaröu suður? Vel mun þér veita með hestana feita. Ræð ég þér það rangkjaftur að þú snúir heim aftur. Gyrtu þig betur, ef þú ætlar að róa i Stafnesi I vetur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.