Vísir - 04.10.1966, Page 8

Vísir - 04.10.1966, Page 8
8 Utgerandi: Siaöaútgatan VISIK Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei rhorsteinson Auglýsingar- Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugaveg) 178. SimJ 11660 ' Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innar l lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f g——,^Ti"WBwa———^———————— Síldarbræðslumar JJinn hvikuli fiskur, síldin, hefur gert margan mann- inn gráhærðan. Saga síldarverksmiðjanna hér á landi er saga skins og skúra. Stofnendur verksmiðjanna hafa oft auðgazt á skömmum tíma á aflaárum, en síð- an hefur síldin kvatt og verksmiðjurnar staðið eftir auðar og stundum gjaldþrota. Snemma á öldinni var dálítill vísir að síldariðnaði á Vestf jörðum og sjást enn minningar um hann, einmana rðykháfar húsarústir. Á Ströndum var fyrir örfáum áratugum myndarlegt þorp á þeirra tíma mælikvarða í kringum síldarverk- smiðju, en nú býr enginn á þeim stað. Sigluf jörður og Skagaströnd voru fyrir tveim áratugum mestu síldar bæir landsins. Nú standa bræðslurnar á Siglufirði að mestu leyti aðgerðarlausar og alger stöðvun ríkir á Skagaströnd. Fyrir örfáum árum var mikið fjör í síld- veiðum við Suðvesturland og þá voru reistar þar margar verksmiðjur. Nú er lítið um síldveiði á þeim slóðum.og verksmiðjurnar hafa þurft að leita ýmissa undankomuleiða til að halda rekstrinum áfram. Þessi árin gælir síldin við Austurlandið, allt frá Raufar höfn til Djúpavogs, en enginn veit, hve lengi það blómaskeið mun haldast. Síldin hefur stöðugt leitað á nýjar slóðir, skapað fjörugt atvinnulíf þar sem hún hefur komið, og skilið eftir sig auðn á þeim stöðum, sem hún hefur yfirgefið. Alltaf eru nógir menn, sem vilja ótrauðir taka áhættuna af byggingu síldarverk- smiðja. í síldarævintýrinu á Austfjörðum eru verk- smiðjúrnar sífellt að auka við sig, og gerðar hafa verið áætlanir um byggingu allmargra nýrra, hvað sem af framkvæmdum verður. Miklir fjármunir sitja fastir í verksmiðjum, sem ekki liggja lengur vel við síldinni. Lengi framan af blasti ekkert annað en vinnslustöðvun og gjaldþrot við þessum verksmiðjum. Á síðari árum hafa menn á ýmsan hátt reynt að klóra í bakkann. Unnt hefur verið að halda mörgum verksmiðjum starfandi við bræðslu á fiskúrgangi, og vélar úr öðrum hafa verið fluttar í humátt eftir síldinni. Suðvestanlands hefur loðnan verið verksmiðjunum kærkomin, en loðnan er afurðarýr og skilar litlum tekjum. Umfangsmestu aðgerðirnar á þessu sviði hafa verið síldarflutningarnir, sem hafa færzt í vöxt með hverju árinu. Fyrst var síldin flutt í venjulegum flutninga- skipum en síðustu árin einnig í tankskipum. Þrátt fyrir tilkomu tankskipanna eru þessir síldarflutning- ar enn svo dýrir, að telja verður þá neyðarráðstöfun til að nýta framleiðslutækin. Menn vona samt, að smám saman megi gera þessa síldarflutninga ódýrari, t. d. með notkun stærri og fullkomnari skipa og með bættri tækni við síldardælingu. Ef hægt verður að lækka nokkuð kostnað við síldarflutninga, opnast leiðir til stórbættrar nýtingar síldarverksmiðja um allt land. Jafnvel mest nýttu verksmiðjurnar, á Aust- urlandi, eru aðeins 10% nýttar. Með aukinni nýtingu verksmiðjanna með auknum flutningum á síld og loðnu, er hæg ta ðspara mikla fjárfestingu á næstu árum. >f Úg minntist á þaö i þættinum um Útskála að Garöskag- inn væri fyrir ýmsa hluti, skoö- unarverður og að það svaraði kostnaöi að gera sér ferð þang- að suður. Þar er mikið athafna- líf, einkum til sjóðs, en land- nytjar eru þar einnig töluverðar og víða stundaður búskapur. Margir bæir þar syðra koma við sögu þjóðarinnar og sumir á mjög dramatlskan hátt eins og t.d. bærinn Kirkjuból. En sá bær brann fyrir nokkrum árum og var aldrei byggður upp aftur. Við verðum þvi að láta nægja að afla okkur vitneskju um hvar bærinn hafði staðið áður fyrr og láta síðan hugann renna til þeirra atburðarása og ör- lagaþrungnu atburða sem þama skeðu fyrr á öldum. En ef við á annað borð leggj- um leið okkar suður í Garð og að Garðskagavita, er ekki úr vegi að nota tækifæriö og halda lengra suður og síðan vestur á bóginn, — til Sandgerðis, Hvais- ness og Stafness, en þar endar akvegurinn að ég held, og verð- ur ekki komizt lengra austur meö ströndinni. En það svarar líka kostnaði að nema þama staðar, staldra við stundarkorn og svipast um. Það er langt frá cnr a í71\tt?c o 1 rVx’ IMHiO að landið sé svipmikið, en býr þó yfir sérkennileik og ein- kennum, sem eru gjörólík því sem við eigum að venjast í ís- lenzku landslagi. Ferðafélagi minn, sem ók mér suður aö Stafnesi, sagði mér að landið minnti sig á józka strönd og að sér fyndist hann vera kominn þangað suður þegar hann horfði yfir hafið og landið. Úti við hafsbrún í suðri rís Eldey, há og brött úr hafi. Um annað útsýni til suðurs er ekki að ræða nema hafið eitt, en það er lfka útsýni og oft tilkomu- meira og fjölbreytilegra en nokkur f jailahringur eða grósku- miklir dalir. f norðri er hraun og melar með Esjuna að bak- hjarli og í austri og vestri er strandlengjan, sums staðar með nokkru gróðurkögri ofan við sjávarmölina, en annars staðar gengur hraunið í sjð út. I. f lýsingu Útskálaprestakalls sem séra Sigurður B. Sivertsen sóknarprestur að Útskálum skrifaði 1839 segir hann að Stafnes hafi í fymdinni verið höfuðból og í jarðabókum sé getið um 20 hjáleigur, sem fylgdu jörðinni, en seinna hafi sandfok og sjávargangur stór- Iega eytt landnytjum. Hann segir að tún séu þar snögglend og sendin og að af þeim fáist ekki nema þriggja kúa fóöur. Stafnes segir séra Sigurður að sé rekasælasta jörðin í allri sveitinni og að þar hafi stundum hvalir rekið. Séra Magnús Grímsson prest- ur á Mosfelli hefur skrifað um fommenjar á Reykjanesskaga og segir þar m. a. að í túninu á Stafnesi sé rúst ein kringlótt, sem menn ætla að hafi verið gömul lögrétta, sé hún þar uppi á dálitlum grasivöxnum hól, og ekki stór. Engin sjáist þar önn- ur fomvirki, segir Magnús. f sömu ritgerð skýrir Magnús Grímsson frá því að bóndinn í Stafnnesi hafi rutt um ösku- haug miklum og borið í kálgarð. Fann bóndi niðri f haugnum lag af geirfuglaeggjaskumi, sem greinarhöfundur telur að bendi ótvlrætt til þess að frá Stafnesi hafi menn stundað mjög geir- fuglsdráp á Geirfuglaskeri, sem er skammt undan Eldey. Fóru þeir þangað til flugaveiða fyrir og eftir slátt á sumrin og er sagt að eftirtekjan hafi verið fullt svo mikil sem sumarkaup full- komins manns. Stundum var kapp meir en forsjá við þessar veiðar og fór af þeim sökum illa. Þess er m. a. getið í annálum að 1639 hafi fjögur skip farið af Suðumesj- um til aflafanga við Geirfugla- sker. Tvö þeirra fórust með rá og reiöa við skerið, en hin tvö komust eftir 11 dægrs hrakning upp að Reykjanesi og voru mennimir þá yfirkomnir af hungri og þorsta. Einn mann- anna dó af vosbúð eftir að í land var komið. Annað skipanna sem fórst var frá Stafnesi. II. 1 sýslulýsingu sem Skúli Magnússon landfógeti gerði um Gullbringu- og Kjósarsýslu sagði hann um Stafnes að það hefði áður verið mesta og bezta jörðin f Hvalsnessókn, enda þótt sumarhagar fyrir fé væru litlir sem engir. Stafnes þótti um skeið fremsta fiskiver á íslandi þeg- ar um vetrarvertíð var að ræða. Var svo allt fram um miðja 18. öld, en þá tók sjósókn mjög að þverra þaðan og á tímabili virð- ist Stafnes hafa lagzt í eyði. Höfnin á Stafnesi var og hættu- leg talin, ekki sízt £ vestanveðr- um þegar hásjávað var. Innsigl- ingin þótti tæp og varasöm og gæta þurfti fyllstu varúðar, enda munu nokkur skip hafa farizt þar. Heimildir em til um nokkra skipstapa frá Stafnesi, flestar þó stuttorðar og óljósar. Árið 1637 er sagt að sérlegt tákn hafi sézt á sjónum útifyrir Staf- nesi I hægviðri. Var það lfkast því sem hvirfilvindur fyki á sjónum og til að sjá sem syði í hver eða vellanda katli, þar sem roka þessi fór. Að lokum hvarf sýnin, en morguninn eftir fórst teinæringur meg tólf manna áhöfn frá Stafnesi. Þótti strókurinn vera fyrirboði. Árið 1685 varð stórfellt sjó- slys frá Stafnesi og sýnir þaö m. a. hve mikil útróðrarstöö þar hefur veriö. Þann 9. marz þá um veturinn, sem bar upp á góuþrælinn, gerði hræðilegt áhlaupaveður af suðvestri með þeim afleiðingum að sjö skip fómst frá Stafnesi og 58 manns dmkknuðu. Flestir þeir, sem á skipum þessum reru voru vertfðarmenn af Norðurlandi, margir hinir mestu sjósóknarar og dugnaðarmenn. Aldamótaárið 1700 er enn getið skipstapa frá Stafnesi. Þá er sagt að árdegis föstudag- inn sfðasta í góu hafi brostið á „hastarlegt og hræðilegt storm- viðri af útsuðri“, fórast þá tveir bátar frá Stafnesi með samtals 18 mönnum. Og þannig mætti lengi telja III. Ein af hjáleigunum gömlu úi Stafneslandi var Básendar. en þeir eru á að gizka 1 kflómetra austan við Stafnessbæinn. Landi og landshátturo þar var þanníg lýst fyrir á að gizka fjömtfu ár- um, að fjörur og sandauðn væri umhverfis Básenda, með litlum

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.