Vísir - 12.10.1966, Qupperneq 4
VÍSIR . Miðvikudagur 12. október 196&
é
F.nn frá
Hólamótinu
U estamótiö á Hólum, sem
A haldið var dagana 15., 16.
og 17. júlí s.l., kom mér og
fleirum mótsgestum einkenni-
lega fyrir sjónir. Seinagangur
og skipulagsleysi var mjög á-
berandi t. d. við sýningu hross-
anna, virtist vanta knapa í mörg
um tilfellum, þannig, að sami
knapi varð að rfða mörgum
hrossum, sem leiddi af sér langa
bið, oft og mörgum sinnum.
Við, sem komum á slík mót
sem gestir og greiðum fyrir aö-
gangseyri, eigum kröfu á að
skipulag og aðbúnaöur sé í sæmi
legu lagi. Að mínum dómi vant-
aði mikið á að svo væri — þótt
veðurguöimir hjálpuðu mikið
til, nema örlítið siðasta daginn.
Ég lít svo á, að þessi Lands-
mót hestamannafélaga, Búnað-
arfélags íslands, séu haldin
meðfram til að sýna almenningi
frfða fáka og framför í hesta-
ræktinni, og álít ég að dómar
eigi fyrst og' fremst að ganga í
þá átt að sýna almenningi sem
bezt kosti ísl. hestsins, byggingu
hans og eiginleika, svo að hægt
sé að gera sér grein fyrir hvaða
hross séu bezt til undaneldis og
hvaða reiöhestefni eru vænleg-
ust. Þessiun dómum verðum viö
áhugamenn að geta treyst.
Nú finnst mér, sem hefi tak-
markaða þekkingu á hestum, en
hefi fylgzt með ýmsum hrossa-
sýningum og borið saman niður
stöður dómnefnda, margir dóm-
amir svo furðulegir að frekari
rökstuðnings verði að krefjast,
og að skilið sé á milli hvað er
kostur hestsins og hvað er tamn
ing.
Ég vil spyrja þá menn, sem
þessum málum ráöa og skipa
dómara, er það nóg að maður
kunni að smíða skeifu, eða gang
setja og bremsa bfl skammlaust,
til þess að vera hæfur dómari
um hrossarækt landsmanna í
framtíðinni ?
Eitt af því, sem vakti sér-
staka athygli mína og móts-
gesta, var, að ungir stóðhest-
ar, 2ja, 3ja og 4rá vetra,
náð. engir fyrstu verðlaunum,
þrátt fyrir að margir af þeim
hestum litu prýðilega út og
margir vel kynjaðir, sérstaka at
hygli vakti 3ja vetra hesturinn
Bliki frá Vatnsleysu fyrir fegurð
og ganghæfni. Er þetta árangur-
inn af margra ára hestarækt
hér á landi, að ekki skuli vera
hægt að finna um land allt ung-
hesta, sem að mati dómnefndar
og ráðunauts eru hæfir til fyrstu
verðlaunaveitingar, og hvað
gera eigendur þessara unghesta,
halda þeir áfram að hafa þá
óvanaða sem annars og þriðja
flokks undaneldishesta, ég segi
nei, eins og þegar mun hafa kom
ið í ljós.
Margt fleira mætti benda á,
sem ég að þessu sinni læt liggja
milli hluta, en ósjálfrátt lædd-
ist sú hugsun að mér, að 1 mörg
um tilfellum ættu eigendur ékki
sfður en kostir gripanna ,nokkuð
af úrslitum dómanna.
Pétur Guðmundsson.
HURÐIR PANEL
Dönsk úrvalsvara
Harðviöarhurðir, stuttur afgreiðslutími.
Mjög hagstætt verð.
Loft- og veggklæðningar.
BIRGIR ÁRNASON
Hallveigarstíg 10 . Sími 14850
DAGBLAÐIÐ VÍSI vantar
Röska sendisveina
í vetur, hálfan eða allan daginn.
DAGBLAÐIÐ VÍSIR
Sími 11660
Botswana fyrr Bech uanaland
jr.rf* ■fTffirf’oroR'jí I -Abní ititorffifei?« -hnitrrv*"* .
— nú sjólfstætt, brezkt s omveldisland
Tvö ríki í Afríku — bæði
innan marka Suður-Afríku
— og brezk verndarríki, hafa
nú fengið sjálfstæði, Bechuana-
land og Basutoland — og innan
tíðar fær Swasiland sjálfstæöi,
einnig brezkt vemdarríki — og
er þá eftir aðeins eitt land i
Afriku allri, sem Bretar bera
ábyrgð á — Rhodesia.
Það var hinn 30. f. m., sem
Bechuanaland fékk sjálfstæði
og fékk nýtt nafn — BOTS-
WANA. Landið verður áfram í
brezka samveldinu. Landið er
víðuáttumikið og snautt að
náttúrugæöum og mun áfram
hafa traust viðskiptaleg og
önnur tengsl við Bretland og
vænta efnahagsaðstoðar frá
Bretlum og ef til vill fleiri
þjóða.
Botswana er að flatarmáli
nokkru stærra en Frakkland en
íbúatalan er aðeins 584.000
og hvítir menn í landinu eru aö
eins 3000.
Útflutningurinn árið sem leið
nam ekki nema sem svarar til
510 milljóna fsl. króna, aðallega
kjöt og gripir á fæti. Mestur
hluti landsins er háslétta og
auðnarlegar lággróðurssléttur,
kjarrivaxnar sums staðar. Hluti
Kalaharieyðimerkurinnar er
innan Botswana. Landið er eitt
mesta þurrkasvæði Afríku og
langvinnir þurrkar hafa mikil
bágindi í för með sér oftlega. í
fyrravelur vofði hungurdauði
vfir miklum hluta landsfólks-
ins, en var bjargað með alþjóð-
legu samstarfi. Undangengin 5
ár hafa öll verið ár lágmarksúr-
komu.
Botswana liggur að Suðvest-
ur-Afríku, Suður-Afríku, Rhode-
siu og Zambiu. Vegir eru fáir
og flugvellir. Mikilvægasta
máMMMMMBWIMR- 3001
samgönguæðin er járnbrautin
sem liggur um landið milli
Rhodesiu og Suður-Afríku. Þess
vegna hefir BOTSWANA dreg-
izt inn í deilumar milli blakkra
og hvítra í Afríku, en svo mjög
er BOTSWANA tengd Suður-
Afríku, að allt veitur í raun-
inni á góðri sambúð við hana,
og stjórn BOTSWANA hefir og
jafnan tekið fram að ástunduð
verði góð samvinna við Suður-
Afrfku. Þess er að geta að þús-
undir BOTSWANA-manna fara
daglega til starfa í S.A.
Forsætisráðherra landsins er
Seretze Iíhama, og hlaut hann
lögfræðimenntun í Oxford og
f Lundúnaháskóla. Hann er leiö-
togi Lýðræðisflokksins sem í
fyrra hlaut 28 af 31 sæti í þing-
kosningum. Það voru fyrstu
kosningar í landinu eftir að það
hafði fengið heimastjórn úr
hendi Breta.
KONUVALIÐ
OLLI DEILUM.
Þegar Seretze Khama var við
nám í London gekk hann að
eiga enska skrifstofustúlku,
Ruth Williams. Þetta leiddi til
óeirða í landinu og voru Bretar
tilneyddir að gera hann aðút-
laga og var hann í útlegð í
Bretlandi um mörg ár, en það er
allt liðið og nýlega sæmdi Elisa-
bet hann titli og heiðursmerki
(commander of the Order of
the British Empire) og orðan
afhent við hátíðahöldin í höfuð-
staðnum GABEONES, en þá
varö Seretze Iíhama ríkisforseti.
— Marina prinsessa, hertogafrú
af Kent, frænka Elisabetar
drottningar var viðstödd.
Hinn frægi landkönnuður
David Livingstone lagði gmnn-
inn að tengslum Bechuanalands
og Bretlands um 1840 eins og
milli fleiri Afríkulanda og Bret-
lands (m.a. Rhodesiu).
Eftir stríð milli Búa í Trans-
vaal og Botswana eins og landið
hét þá lýsti Bretland það vemd-
arriki (1885). — Kröfur um
sjálfstæði komu fyrst fram fyr-
ir aldamótin seinustu — og nú
er landið sem sagt sjálfstætt.
Moskvitch þjónusfan
annast hvers konar viðgerðir á Moskvitch.
Einnig viðgerðir á Rússa-jeppum.
0 Látið yfirfara bifreiðina fyrir veturinn.
Sími 37188.