Vísir - 12.10.1966, Side 5

Vísir - 12.10.1966, Side 5
VlSIR . Miðvikadagur 12. október 1966. morgun útlönd í morgun . útlönd í morgun útlönd í rnorgun útlönd í morgun útlönd FLOKKSÞING BREZKRA ÍHALDS- MANNA SETT í DAG London í morgun (NTB, Reuter). Landsþing brezka íhaldsflokksins hefst í Blackpool í dag. Edward Heath mun þá flytja fyrstu ræðu sína af þremur aðalræðum, sem bánn hyggst flytja meðan þingið ' ' endur yfir. Vart hefur orðið nokkurrar gagn r'ni á Heath vegna frammistöðu hans í stjórnarandstöðu, sem senni lega mun koma fram á þinginu. En að öðru leyti er búizt við hörð- um átökum um stefnu flokksins í Rhodesíumálinu, vegna óánægju hjá hægri mönnum flokksins undir forystu Salisbury lávarðar. Hægri menn munu, að þvi talið er, krefjast þess að íhaldsmenn á þingi greiöi atkvæöi gegn refsi- aðgerðum gagnvart Rhodesíu, en Heath og aðalsamstarfsmaður hans Reginal 1 Maudling, eru andvígir tillögunni. Brown fer til Moskvu New York í morgun (NTB, Reuter). Utanríkisráðherrar Breta og Sov- étríkjanna áttu 50 mínútna fund í gærkvöldi. Eftir fundinn sagði Brown utan- ríkisráðherra Breta að þeir hefðu orðið sammála um að hann heim- sækti Sovétrikin snemma á næsta ári. Brown kvað viðræður hans og Gromyko hafa verið mjö.g hrein- skilnislegar og vinsamlegar. Þær hefðu verið framhald viðræðna þeirra, sem fóru fram sl. laugardag. Ræddu þeir Vietnam-málið, en frið- Ferðafélag islands heldur kvöld- vöku í Sigtúni sunnudaginn 16. okt. Húsiö opnað kl. 20. Fundarefni: 1. Dr. Haraldur Matthíasson talar um Hornstrandir og sýnir litskuggamyndir þaðan. 2. Myndagetraun, verölaun veitt. 3. Dans til kl. 24. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. Verð kr. 60.00. Fiskibátnr tii sölu Höfum til sölu fiskibáta af öll- um stærðum frá 18 lesta upp í 200 lesta síldveiðiskip. Hagstæð kjör og útborganir. Höfum fjársterka kaupendur að 150—250 lesta sildveiðiskipi. Kaup- andi þessi er með mjög háa út- borgun, ef um gott skip er að ræða. Hafiö samband við okkur sem fyrst. Austurstræti 10 a, S. hæð Sími 24850. Kvöldsfmi 37272. artillögur Browns um Vietnam hafa vakið mikla athygli, þótt Sov- étríkin hafi tekið þeim fálega. Þá ræddu ráðherramir einnig afvopm unarmál og bann við útbreiðslu kjamorkuvopna. Heath mun í fyrstu ræðu sinni leggja áherzlu á að verja geröir sín- ar sem leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar á þingi. Hann er gagnrýndur fyrir að hafa ekki getað dregið mis- tök stjórnar Wilsons nægilega vel fram í dagsljósið. Hefur verið lögð fram tillaga ti! þingsins um að stefna og störf flokksins á þingi verði endurskoðuð og leitazt verði við að afla flokknum starfskrafta frá nýjum mönnum meö nýjar hug- myndir, sem taki að sér að endur- skipuleggja flokksstarfið um allt landið. íhalci menn eru áhyggjufullir vegna þess aö skoðanakannanir sýna aö þeim hefur lítið aukizt fylgi þrátt fyrir mikinn ágreining meöal landsmanna um stefnu ríkis- stjórnarinnar. Edward Heath. Kínverjar gramir sovétmönnum vegna fundar LBJ og Gromyko Hongkong 1 morgun (NTB, Reuter). Kinverska alþýðulýðveldið beindi í dag nýjum ásökunum að Sovét- Dauðadómur vofir yfir Suhandrio Réttarhöldin yfir Subandrio, fyrrum utanrikisráðherra Indó- nesíu vöktu í upphafi mikla at- hygli. En á þriðja degi hafði dregið svo úr áhuga manna á þeim, að réttarsalurinn var nærri tómur. Á sama tima gengust stúdent- ar .„ rir fjöldafundum og upp- þotum fyrir framan forsetahöll- ina i Djakarta og veifuðu spjöld- um með áletrunum á þessa leið: Margrét og Henri i Frakklandi Kaupmannahöfn í morgun Margrét krónprinsessa og manns efni hennar, Henri d’Montpezat, greifi, halda til Suöur-Frakklands í dag í heimsókn til foreldra greif- ans. Þetta er fyrsta heimsókn krón- prinsessunnar til verðandi tengda- foreldra. Nákvæmlega vika er lið- in síðan trúlofun krónprinsessunn- ar og hins franska greifa var kunn- gerð. Þau dveljast f Frakklandi fram á sunnudag. 8 ráðhermr S- Vietnam biðjast lausnur F iigon í morgun Átta ráðherrar Suður-Vietnam- stjómar hafa lagt fram iausnar- beiðni sína vegna ágreinings inn- an stjórnarinnar. En heilbrigðismálaráðherrann, Ngyen Kha yfirgaf ríkisstjómina í fyrri viku, er einkaritari hans var settur í gæzluvarðhald. Nú hafa sjö aðrir ráðherrar lagt fram lausn- arbeiðni sína og hótað að ganga úr stjórninni ef yfirmaður öryggislög- reglunnar Loan hershöfðingi verð- ur ekki látinn víkia úr embætti. „Súkarno fyrir herrétt" og „Sú- karno hinn mikli leiðtogi Gesta- pu og höfundur efnahagshruns ins". í Það var sýnilegt, aö Suharto hershöfðingja hafði ekki tekizt að draga athyglina frá Súkamo nema stundarkorn með réttar- haldinu yfi Subandrio. Það var að verða erfiöara með degi hverjum að veita Súkarno full- nægjandi vemd gegn' haturs- mönnum hans. Subandrio viöurkenndi í rétt- arhöldunum áhrif Kínverja á ut- anríkisstefnu Indónesíu. Hann skýröi frá tilboði Kínverja um að láta Indónesíu í té tugi þús- unda vopna til að vfgbúa borg- arasveitir til andstöðu gegn hernum. Subandrio, sem var hægri hönd Súkamos og líkleg- asti eftirmaður hans hefur verið fáorður um þátt forsetans í mót- un utanríkisstefnunnar og hugs- anlega vitneskju hans um fyrir- hugaöa uppreisnartilraun komm únista í fyrra. Ástæðan er ef til vill sú, að meðal síðustu leif- anna, sem Súkamo hefur af sfnu gamla valdi, er vald hans til aö náöa dæmda fanga. Dauða dómur vofir nú yfir Subandrio. ríkjunum um samstarf þeirra og Bandarikjanna í Vietnam-deilunni. Segir fréttastofan Nýja Kína að fundur Johnsons Bandaríkjaforseta og Gromyko utanríkisráðherra Sov- étrfkjanna fyrr f vikunni sé nægi- leg sönnun fyrir því að Sovétmenn fylgi fyrirlitlegri og raunar gagns- lausri sambúðarstefnu gagnvart Bandaríkjunum. Segir fréttastofan það augljóst, að Sovétríkin hygg- ist með þessu háttalagi ætla að koma á samningaumræðum um Vi- etnam, sem muni þó ekki takast meðan Bandaríkin haldi áfram ár- ásarstefnu sinni. Raðhús — Fokhelt Til sölu raöhús á mjög fallegum stað á Sel- tjarnarnesi. íbúðin er 2 stofur, 4 svefnher bergi, eldhús, bað og bílskúr. Mjög gott verð á húsinu. Útborgun má koma á löngum tíma. FASTEIGN4M1ÐSTÖÐIN AUSTURSi RÆTI 12 2 hæö Simar 20424 og 14120 Kvöldsími 10974 Frá Búrfellsvirkjun Vegna virkjunarframkvæmda óskum við eft- ir að ráða: 1. pípulagningamenn 2. bormenn vana jarðgangnagerð 3. trésmiði og/eða gervismiði 4. starfsstúlkur i mötuneyti og ræstingu 5. menn vana viðgerðum þungavinnuvéla Uppl. hjá starfsmannastjóranum. FOSSKRAFT . Suðurlandsbraut 32 mm Ný þjónusta við bifreiðaei Við höfum opnað söludeild fyrir notaðar bifreiðir í húsakynnum okk- ar að Laugavegi 105. (Inng. frá Hverfisgötu). Við munum taka í umboðssölu nýlegar og vel með farnar bifreiðir. Bifreiðirnar verða geymdar innanhúss og verður þeim haldið hreinum að innan sem utan. Þér eigið kost á margs konar bílaskiptum. Þér getið skipt um tegund, árgerð eða lit, allt eftir yðar óskum. FORD-umboðið Sveinn Egiðsson bf. Laugavegi 105 . Símar 22466 — 22470 iS8»S18S*Sí!SSMc^«^^K«i'íSaja5aÐ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.