Vísir - 12.10.1966, Síða 8

Vísir - 12.10.1966, Síða 8
8 VISIR OtgefamU: BlaSaOtgáfao VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánss«n ASstoSarritstjóri: Axel ThorsteinsoD Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: TúngStu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 15 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Fjárlaga frumvarpið ) JTyrsta frumvarpið, sem lagt var fram á nýbyrjuðu þingi, var fjárlagafrumvarpið, sem kom fram í gær. Hefur fjárlagafrumvarpið nú í allmörg ár verið lagt fram strax í byrjun hvers þings, en áður hafði stund- um orðið nokkur töf á því. Frumvarpið gerir ráð fyrir yfir 150 milljón króna f greiðsluafgangi á næsta ári. Eru það góð tíðindi, að / haldið er áfram á sömu braut og í ár. Þegar er Ijóst, að töluverður greiðsluafgangur verður hjá ríkissjóði á þessu ári og líklega meiri en nokkru sinni fyrr. Jafnaður hefur verið greiðsluhallinn frá árunum 1964 og 1965. Sú stefna að hafa ríkisbúskapinn hallalaus- an er sérstaklega mikilvæg, þegar þensla ríkir í efna- hagslífinu eins og nú er. Ef ríkisvaldið ver hverjum eyri í framkvæmdir, stuðlar það að viðhaldi og aukn- ingu þenslunnar. Með hófsamri fjárfestingu ríkis- valdsins má draga töluvert úr þeirri þenslu, sem skap- ast af miklum fjárfestingarvilja einkaaðila, einstakl- 1 inga og fyrirtækja. Við núverandi þensluástand er greiðsluafgangur í ríkisbúskapnum virk aðferð til að draga úr spennunni. Þá er ljóst af frumvarpinu, að það gerir ekki ráð fyrir neinum nýjum sköttum. Greiðsluafgangnum er /i náð án nýrra skatta. Það er ekki nóg að hafa halla- lausan ríkisbúskap, ef honum er náð með því að hækka skatta. Þenslan kemur þá bara fram á öðrum stað, þótt í vægari mynd kunni að vera. I nýja fjár- lagafrumvarpinu er slíku hvergi til að dreifa. Þar hefur tekizt að áætla ríkisbúskapinn hallalausan, án þess að leggja á nýja skatta og er það fagnaðarefni. Við lestur fjárlagafrumvarpsins kemur í ljós, að gert er ráð fyrir hækkun fjárveitinga til ýmissa verk- legra framkvæmda, þrátt fyrir greiðsluafganginn og þótt ekki sé gert ráð fyrir nýjum sköttum. Fjárveiting- arnar til framkvæmda hafa mest verið hækkaðar á sviðum, þar sem framkvæmdirnar hafa þegar verið unnar að miklu leyti, en ríkissjóður á eftir að greiða tillag sitt. Er þannig stuðlað að því, að lokið sé við framkvæmdir, sem langt eru komnar, en síður hvatt til þess að byrjað sé á nýjum, fyrr en búið er að ljúka ýmsum þeim mörgu verkefnum, sem enn er verið að framkvæma. Hið nýja fjárlagafrumvarp sameinar þannig þrjá meginkosti. í fyrsta lagi gerir það ráð fyrir miklum greiðsluafgangi, í öðru lagi gerir það ekki ráð fyrir neinum nýjum sköttum, og i þriðja lagi gerir það ráð fyrir aukningu fjárveitinga til verkiegra fram- kvæmda. VlSIR . Miðvikudagur 12. október 1086. wammmmmmmmammmammmammmaœáítzM*** þirigs]á rVísis þingsjá Vísis Fjárlagafrumvarpið 1967: Mestar hœkkanir tilfélags- mála, kennslumála og atvinnumála Engir nýir skattar, riflegur greiðslu- afgangur, aukið fjárfestingarfé Fjárlagafrumvarp íslenzku ríkisstjómarinnar fyrir árið 1967, sem lagt var fram á Alþingi í gær, vekur athygli ekki sízt vegna þess að það er lagt fram á síðasta þingi fyrir reglulegar alþingiskosningar. Þar er í fyrsta lagi gert ráð fyrir miklum greiðslu- afgangi, nýir skattar verða ekki lagðir á, en fjár- festingarfé er samt aukið. Niöurstöðutölur á rekstrar- prósentum hærri upphæð en er yfirliti eru 4.646.105 þús. kr. og á gildandi fjárlögum. Mestur rekstrarafgangur áætlaður 381.- hluti hækkunarinnar stafar af 066 þús. kr. Niöurstþöutölur á auknum framlögum vegna sjóðsyfiriiti eru 4.652.205 þús. Landspítalans, menntaskól- Greiðslujöfnuður er áætlaður anna, flugvallagerðar o. fl. 150.790 þús. krónur. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir 22.4% hækkun tekna. Er sú Útgjaldahækkanir áætlun byggð á athugunum Efnahagsstofnunarinnar í ágúst- mánuði og er ekki talin von Samkvæmt þessp verður rösk um að . tekjur verði hærri en lega 4.2 billj. króná ráðst'áfað' gert er ráð fyrir í frumvarpinu. til ýmissa rekstrarútgjalda og Fjárlagafrumvarpið gerir ráð er það rúmlega 18 prósent fyrir óbreyttri stefnu að þvi er hækkun frá gildandi fjárlögum. verksvig og þjónustu ríkisins Hækkanir eru að venju mestar varðar. Langmestur hluti út- Jón Sigurðsson, deildarstjóri hinnar nýju fjárlaga- og hag sýslustofnunar fjármálaráðu neytisins. á liðunum félagsmál, atvinnu- mál og kennslumál. Framlög vegna kennslumála, opinberra safna, bókaútgáfu og lista- starfsemi aukast um 138 millj. kr. framlög til atvinnumála og til rannsókna f þágu atvinnu- vega aukast um 144.5, þar af til landbúnaðar um 25.4 millj. kr. og til sjávarútvegs 93.9 millj. kr. 1 gjöldum vegna sjávarút- vegs felast greiðslur sem ríkis- sjóður innti af hendi á þessu ári til togaraútgerðarinnar en ekki hafði verið gert ráð fyrir í fjár- lögum. Hækkun til félagsmála, aðallega almannatrygginga nem- ur 190.9 millj. kr. Gjöld vegna dómgæzlu og lögreglustjórnar, innheimtu tolla og skatta o. fl. aukast um 76.9 milljónir, fram- lög til læknaskipunar og heil- brigðismála 67.5 og til sam- göngumála um 30 milljónir. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir lækkun óvissra útgjalda vegna lækkunar á niðurgreiðslum um 42.8 milljónir króna. Til afborgana af lánum og eignaaukningar verður varið 24 gjalda ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum og þessu fjárlaga- frumvarpi er með einhverjum hætti lögbundinn eða þess eðlis að ríkissjóður er skyldur til að inna hann af hendi. Slíkar fjár- veitingar eru um það bil 75 prósent af heildarútgjöldum rík- isins og raunar 85 prósent ef niðurgreiðslur á vöruverði eru taldar með. Launahækkanir setja svip sinn á fjárlagafrumvarpið eins og undanfarin ár og er gert ráð fyrir því að þær nemi um 25 prósent frá gildandi fjárlögum. Ferðakostnaður og venjulegur skrifstofukostnaður hækkar einnig um 25—30%, húsa- leiga, ljós, hiti o. s. frv., hækkar um 16—20% og prentkostn- aður um 25%. Föst markmið í athugasemdum með fjárlaga frumvarpinu er bent á þau vandkvæði sem eru á gerð fjár- hagsáætlana viö verðbólguað- stæður. Veröhækkanir og Iauna- hækkanir gera að engu áætlanir um útgjöld, í bezta falli skapa þær mikla óvissu. Markmið sem sett eru í rekstri ríkisins og einstakra stofnana þess verða af þessum sökum óskýr og skapa ekki það aðhald, sem þeim er ætlað að veita. En föst markmið til að keppa að fvrir þá er bera ábyrgð á verki sem unnið er á vegum ríkisins eru nauðsynleg til að bæta rekstur og afkomu ríkisins og stofnana þess. Nýjar viðmiðanir Annað atriði, sem rætt er í athugasemdum frumvarpsins er nauðsyn þess að hægt verði í Magnús Jónsson, fjármálaráðherra. framtíðinni að miða f járveiting- ar til einstakra stofnana ríkis- ins við þau verkefni sem þeim er ætlað að fást við, en ekki reksturinn með hliðsjón af til- teknum fjölda starfsmanna eins og nú á sér stað. Til þess að þetta sé unnt þarf að afla frek- ari upplýsinga en nú er völ á. Afleiðingar þess eru þær í fyrsta lagi að ekki fæst nægi- Iega glögg hugmynd um það, hvort tiltekin stofnun hefur sinnt verkefnum sínum nægi- lega vel og í öðru lagi hefur fjár málaráðherra og Alþingi ekki fullnægjandi aðstöðu til að hafa fullt vald á hinu flókna kerfi ríkisstarfseminnar, sem er und- irstaða hins íslenzka velferðar- þjóðfélags. Auknar upplýsingar um stofnanir ríkisins og úr- lausnir þeirra, miðað viö þau verkefni sem þeim eru falin á hverjum tíma, mundu treystn aðstöðu stjórnar og þings til aö móta fjármálastefnuna og fylgja henni fram. Raunhæfari fjáriog Af þessum sökum hefur að þessu sinni verið gengið lengra en oft áður til móts við óskir ríkisstofnana um fjárframlög. Ekki er þetta þó vottur út- þenslu ríkisrekstrarins heldur viðleitni til að taka öll útgjöld sem ekki veröur komizt hjá að ríkissjóður beri á næsta ári inn í fjárlagafrumvarpið. Þannig verður fjárlagagerðin raunhæf- ari en oft áður, enda algengast fram að þessu að greiðslur ut- an fjárlaga hafi numið miklum upphæöum, eöa sem nemur milljónum króna, en þær greiðsl ur hafa svo verið samþykktar af Alþingi efttr aö þær fóru fram. AÖ lokum má geta þess a* þetta fjárlagafrumvarp er hið fyrsta sem samið er á vegum fjárlaga og hag- sýslustofnunar fjármálaráðu- neytisins, en deildin var sett a stofn fyrr á þessu ári.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.