Vísir - 12.10.1966, Side 9
V í S I R . Miðvikudagur 12. október 1966,
-)< Þar er nægur jarðhiti. har er rekið barnaheimili á sumrin har er komin hitaveita
og vatnsveita. Fyrir þremur arum reis har siáturhús, rekiö at Siaturfélagi Suður-
lands. - Staður, sem er að breytast í kauptún.
pp.- V«H' w s jmw ww NW • ■ v • W.. VA*V ■ ■ vwwy .
:va-:...'
LAUGARAS í Biskupstungum
VAXANDI STAÐUR
Staðurinn lætur ekki
mikið yfir sér fremur en
aðrir staðir á Suðurlands
undirlendi; engu að síð-
ur er hann vin með gnótt
jarðhita („hér má rækta
allt“ segir einn garð-
yrkjumannanna þar).
Þetta vissu líka náttúru-
lækningamenn, sem
ráku þar garðyrkjustöð-
ina „Grósku“; svo fór
staðurinn að byggjast
smátt og smátt í stríð-
inu og upp úr því.
Danskur maður, Lemming að
nafni, var einn hinna fyrstu,
sem færði sér hverahitann f nyt;
svo komu fleiri aldinræktendur,
og nú eru þama starfandi fimm
garðyrkjumenn, og hefur hver
þeirra aö meðaltali um 1000
ferm. undir gleri, auk útigarða,
þar sem m. a. er ræktað kál
og grænmeti.
Þessi staður er Laugarás í
Biskupstungum, og stendur á
norðurbakka Hvítár, rétt suö-
austur af Skálholti. Fljótiö var
brúað fyrir nokkrum árum, en
fram að þeim tíma var ferjað
hjá Iðu, og eru margar frásagn-
ir til um erfiöar feröir yfir ána.
Oddvitar sex hreppa í upp-
sveitum Ámessýslu fara með
stjórn staðarins og er formaöur
„stjórnarnefndar“ Jón Eiríksson
í Vorsabæ. Komst þessi skipan
á, þegar Laugarás var gert aö
læknissetri. Jörðin í Laugarási
er sameign þessara hreppa, mik-
il hlunnindajörð.
Framfarir
J augarás er hvaö þekktastur
fyrir barnaheimilið, sem
Rauðakrossdeild Reykjavíkur
rekur þar. Húsið fyrir þá starf-
semi var reist á stríðsárunum
sem sjúkrahús og þar dveljast
um 120 böm yfir sumartímann.
Fvrir þre márum uröu stór-
stígar framfarir í Laugarási meö
tilkomu vatnsveitu, en um það
leyti var farið að starfrækja
sláturhús þar, sem Sláturfélag
Suðurlands lét reisa, hús í glæsi
legum byggingarstíl, teiknað af
Guðmundi Kr. Kristinssyni arki-
tekt og unnið undir umsjón hans
og Rögnvaldar Þorkelssonar
verkfræöings og undir verk-
stjórn Helga Valdimarssonar
byggingameistara.
Hitaveitan kom ári síðar (fyrir
tilstilli oddvitanna sex, sem fara
meö stjóm staðarins), en fram
að þeim tíma haföi verið svip-
aður háttur á notkun hveravatns
ins og var í Hveragerði, þegar
margir hverjir höfðu þar sína
„holu“ út af fyrir sig. Jarðhitinn
í Laugarási er nýttur eins og
frekast má; Æðar hitaveitukerf-
isins liggja um útigaröa. Hver-
irnir eru þrír: Hildarhver, Drauga
hver og Þvottahver, og er hita-
orka þeirra ekkert smáræði, á-
ætluð 67 lítrar á sekúndu og
þykir harla gott. Til samanburö-
ar má geta þess, að hverinn
að Laugarvatni mælist 27 lítrar
á sekúndu, og er þó ætlað tals-
vert „hlutverk".
Gróskumikill staður
í uppvexti
Tjannig er Laugarás, grósku-
mikill staður f uppvexti,
sem býður upp á lífsþægindi,
sem fólk sækist eftir, verðandi
kauptún. Þar er raunar ekki enn
komin verzlun, en tveir aöiljar
hafa þegar hlotiö þar verzlunar-
leyfi, svo að skammt er að bíöa
þess, að þar verði meiri við-
skipti. Þar er vélaverkstæði. Að
líkindum færir Laugarás út kví-
amar meö einhverjum iönaði
samfara garðræktinni, svo að
smám saman veröur hann afl-
stöð í héraðinu (þegar orðin
farmfarastöð). Þegar ekki þarf
annað en heita lind úr jörðu
til að setja niður skóla (smbr.
Laugarvatn og víðar) er eðlilegt
að álykta, að staður eins og
Laugarás, sem er f fremstu röð
hverahitasvæða í Ámessýslu
blómgist og vaxi með tímanum
og verði mikill staður með heilla
vænlegum framkvæmdum í
þágu lands og þjóðar. Fyrir ut-
an það má benda á það sérstak-
legá, að Laugárás er svo að
segja í landareign Skálholts,
þessa fornhelga staöar, sem
ævinlega minnir að einhverju
leyti alltaf á dýrustu erfðir þjóð
arinanr þrátt fyrir leiðinlega at-
burði, sem þar gerðust.
Læknissetur hefur verið í
Laugarási árum saman (flutt
þangað frá Skálholti) og spann-
Loftmynd af Laugarási. Þjóðvegurinn liggur í boga neöst á myndinn i og Iöubrúin er neöst til vinstri. Hvíta bandið er Hvítá. Neöst á
myndinni er bamaheimili Rauöa krossins, fyrir miðjum boga þjóðv egarins, ofarlega á miöri myndinni er gróöurhúsahverfið í Laugarási.
Við veginn er bifreiðaverkstæöi og sláturhús. Skálholt sést ekki á myndinni en er skammt undan.
Skúli Magnússon í Laugarási,
einn af fimm garðyrkjumönnum
staðarins. (Mynd: Stgr.).
•
ar embættið yfir fjögur presta-
köll, og eru þar með taldir allir
skólarnir á Laugarvatni og i
ofanálag vinnuflokkamir við
Búrfell. Nú er risinn glæsilegur
læknisbústaður á blábakka Hvít
ár. Núverandi héraðslæknir hef-
ur getið sér orðstír fyrir skarpa
sjúkdómsgreiningu og aukið
hróður sveitalækna.
Annar dýralækna sýslunnar
situr í Laugarási, Gunnlaugur
Skúlason frá Bræðratungu, og
býr veglega eins og Grímur
læknir.
Garðyrkjan
Jón Vídalin garðyrkjumaður
(með meiru) í Laugarási
var að huga að dælustöðinni
mikilvægu fyrir vatnsveit-
una. Vegna mikillar vatnseyðslu
í sláturhúsinu á annatíð varð að
auka vatnsþrýsting. Vatniö er
sjálfrunnið úr Vörðufelli, tvo
kílómetra frá staðnum, og er
leitt í fjögurra tomma asbest-
pípum í vatnsgevmi, sem tekur
fjörutíu tonn; úr honum er dælt
í neyzluvatnskerfið með þrýsti-
kút; áöur fyrr urðu staðarbúar
að mestu að safna vatni í
brunna og kæla það niöur til
neyzlu.
Jón Vídalín er vestfirzkrar ætt
ar og ein af driffjöðrum í fram-
kvæmdum staðarins. Hann sett-
ist að í Laugarási á stríðsárun-
um og býr aö Sólveigarstöðum,
kennir bæ sinn við eiginkonu
sína, enda lifnar allt og grær í
göröum hans. Þá lét hann ekki
sérlega vel af sumrinu, kvað
gulræturnar t. a. m. hafa brugð-
izt talsvert. Kenndi um vorinu,
sem kom seint, klaki var i
jöröu langt fram í júní. Hann
kvað ýmsa annmarka á matjurta
ræktun á Islandi, og horfur
væru á því, að menn hyrfu frá
matjurtaræktun yfir í blóma-
rækt. Einn garðyrkjumannanna
hyggst snúa sér nær eingöngu
að blómarækt, Hörður Vignir
Sigurðsson, norðlenzkur maður.
Hann er með eitt nýjasta og
glæsilegasta gróðurhúsið á
staðnum.
„Hvað stendur matjurtarækt-
un fyrir þrifum?“
„Markaðurinn er lítiir, segir
Framh. á bls. 6.