Vísir - 12.10.1966, Síða 10
w
V . á IR . Miðvikudagur 12. október 1966.
borgin í dag borgin í dag borgin í dag
Dandy-bræöur — á förum héðan.
5 skemmtikraftar i
Vikingasal til áramóta
LYFJABÚÐIR
Næturvarzla apótekanna í Reykja
vík, Kópavogi. og Hafnarfirði er
að Stórholti 1. Sími: 23245.
Kvöld- ©g helgarvarzla apótek-
anna í Reykjavik 8.—15. okt.:
Reykjavíkur Apótek og Vestur-
bæjar Apótek.
Kópavogsapótek er opiö alla
virka daga frá kl. 9—7, laugar-
daga frá kl. 9—14 helgidaga frá
kl. 2—4.
LÆKNAÞJÓNUSTA
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstööinni. Opin allan sólar-
hringinn — aðeins móttaka slas-
aöra — Sími 21230.
Uppiýsingar um læknaþjónustu
i borginni gefnar í símsvara
Læknafélags Reykjavíkur. Sím-
inn er: 1-8888.
Næturvarzla í Hafnarfirði aö-
farartótt 13. okt.: Ársæll Jónsson,
Kirkjtrvegi 4. Sími 50745 og
50245.
Pósthúsið í Reykjavlk
Afgreiðslan Pósthússtræti 5 er
opin alla virka daga kl. 9—18
sunnudaga kl. 10—ll.
Útibúið Langholtsvegi 82: Opið
kl. 10—17 alla virka daga nema
lauga^daga kl. 10—12.
Útibúið Laugavegi 176: Opiö
kl. 10—17 alla virka daga nema
laugardaga kl. 10—12.
Bögglapóststofan Hafnarhvoli:
Afgreiðsla virka daga kl. 9—17
ÚTVAfir
Miðvikudagur 12. október.
Fastir liðir eins og venjulega.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
18.00 Þingfréttir.
18.20 Lög á nikkuna.
20.00 Daglegt mál Árni Böðvars
son flytur þáttinn.
20.05 Efst á baugi Björn Jóhanns
son og Tómas Karlsson
tala um erlend málefni.
20.35 Islenzk tónlist: Passacaglia
eftir Pál Isólfsson.
20.50 Gervitennur Örn Bjartmars
Pétursson tannlæknir flyt
ur fræðsluþátt.
21.05 Lög unga fólksins Bergur
Guönason kynnir.
22.15 Kvöldsagan: „Grunurinn"
eftir Friedrich Durrenmatt
Jóhann Pálsson leikari les.
22.35 Á sumarkvöldi Guðni Guð
mundsson kynnir ýmis lög
og stutt tónverk.
23.25 Dagskrárlok.
SJÓNVARP REYKJAVÍK
Miðvikudagur 12. október
20.00 Frá liðinni viku.
Fréttakvikmyndir utan úr
heimi, sem teknar voru í
síðustu viku.
20.20 Steinaldarmennimir
Teiknimynd gerð af Hanna
og Barbera. Þessi þáttur
nefnist „BJásari af beztu
gerð“. íslenzkan texta gerði
Guðni Guðmundsson.
20.50 Frá eynni Svalbarða.
Kvikmynd þessa hefir
norska sjónvarpið látiö
gera. Lýsir hún vel nátt-
úrufegurð noröurslóða og
alþjóölegu vísindastarfi,
sem unnið er á Svalbarða.
Ennfremur störfum Norð-
manna þar.
21.30 Kvöldstund með Eartha
Kitt. Skemmtiþáttur með
hinni vinsælu söngkonu
Eartha Kitt.
21.45 Vestmannaeyjar, fyrsti þátt
ur. í þessum þætti er brugö
ið upp myndum frá hátíða
höldum sjómannadagsins
sæsímastöðin og náttúru-
gripasafnið skoðað, ennfr.
staldrað við á goifvellinum.
Ási í Bæ tekur lagið og
Karlakór Vestmannaeyja
syngur undir stjórn Martin
Hunger. .. . . ,,
22.10 Suðrænir tónar.
Edmundo Ros og hljóm-
sveit hans skemmta.
SJÓNVARP KEFLAVÍK
Miðvikudagur 12. október.
16.00 Co. March of Scotl. Yard.
16.30 Þáttur Bob Cummings.
17.00 Þáttur Phil Silvers.
17.30 Heart of the City. •
18.00 Wonders of the World.
18.30 Swing Ding Night.
18.55 Kobbi kanína.
19.00 Fréttir.
19.30 Beverlv Hillbillies.
20.00 Þáttur Danny Kayes.
21.00 Þáttur Dick Van Dykes.
21.30 Biography.
22.00 Battle Line.
22.30 Kvöldfréttir.
22.45 Science Report.
23.00 Kvikmyndin: Danger Island
BELLA
Skammastu þín Perla. Þú mátt
ekkj steikja eplin — þú veizt
ekki hvort þau hafa verið þvegin.
Nú er vertíð veitingahúsanna
sem óðast að glæðast svo sem
sjá má aö biðröðum við „verts-
hús“ borgarinnar á laugardags-
kvöldum. Næturlífið heldur inn-
reið sína í borgina — að vísu
eftir þröngum stfg íslenzkrar
skemmtanalöggjafar.
Og víst er úr mörgu aö velja
fyrir næturglaöa Reykvíkinga.
Skemmtistaðirnir keppast við að
ráða til sín „númer“ til þess að
gera gestunum lífið skemmtilegt.
Undanfarna daga hafa tveir
riðvaxnir ítalir kitlað hláturtaug
ar gesta Loftleiðahótelsins — í
Víkingasal. — Þeir kalla sig
Dandy bræöur og leika margs
kyns listir bæöi með höndum og
fótum og þó aðallega með sínum
frábæru blísturshæfileikum, eöa
með ennþá frábærari söngrödd-
um, sem syngja ítalskar aríur og
óperuverk í Maríó Lanza-stíl. —
Þessir ágætu bræður eru nú á
föruni og hætta senn að sprella
fyrir gesti í Víkingasal, forráða
T! LKYNNINGAR
Frá Styrktarfélagi vangefinna.
1 fjarveru framkvæmdastjóra
verður skrifstofan aðeins opin frá
kl. 2—5 á tímabilinu frá — okt.
— 8. nóv.
Frá Ráðleggingastöð ÞjóðkirkJ-
unnar. Prestur Ráðleggingarstöðv-
arinnar verður fjarverandi til 8.
nóv.
Kvenfélag Háteigssóknar: Hinn
árlegi bazar Kvenfélags Háteigs
sóknar veröur haldinn mánudag-
inn 7. nóv. n.k. í Gúttó. Eins og
venjulega hefst bazarinn kl. 2. Fé
lagskonur og aðrir velunnarar fé
Iagsins eru beönar um að koma
gjöfum til Láru Böðvarsdóttur,
Barmahlíð 54, Vilhelmínu Vil-
helmsdóttur Stigahlíð 4, Sólveig
ar Jónsdóttur, Stórholti 17, Mar-
íu Hálfdánardóttur Barmahlíð 36,
Línu Gröndal, Flókagötu 58 og
Laufeyjar Guðjónsdóttur Safa-
mýri 34
Finnski sendikennarinn við Há
skóla íslands, Juha Peura hum
menn hótelsins láta ekki þar við
sitja, og ætla þeir næst aö inn-
leiða spænska stemningu í Vík-
ingasalinn — með hljómsveitinni
Los Valdemosa, sem væntanleg
er innan tíðar ásamt söngvara og
dansara. Á eftir þeim spænsku
er von á dönskum fjöllistamanni,
sem sýnir jafnvægislistir með
diskum, en þar næst mun sænsk
ur. látbragðsleikari Mats Bahr
magna töfra sína í Víkingasal og
má þar væntanlega við ýmsu bú-
ast því að Svíar voru í það
minnsta til foma flestum göldr-
óttari — svo sem sögur herma.
— Loks mun svo kjúklingatöfra
maðurinn Gally Gally sem hér
var á ferö í sumar skemmta og
þá er upptalið „prógramið" til
áramóta.
Við höfum það hins vegar eftir
Friðriki Theodorssyni, söiustjóra
Loftleiöahótelsins, að eftir ára-
mót vær; ætlunin að fá einhvern
verulega góðan skemmtikraft,
eins konar rúsínu í pylsuendann.
kand., mun hafa byrjendanám-
skeiö í finnsku fyrir almenning í
vetur. Þeir, sem vilja taka þátt
í námskeiði þessu, eru beðnir að
koma til viðtals við sendikennar
ann fimmtudaginn 13. okt. kl.
20.15 í II. kennslustofu Háskólans
(fyrstu hæö í suðurálmu).
Síðar í vetur mun sendikennar
inn halda fyrirlestra um finnska
menningu. Nánari tilkynning um
það verður birt síðar.
FÚTAADGERÐIR
FÓTAAÐGERÐIR í kjallara
Laugameskirkju byrja aftur 2.
september og verða framvegis á
föstudögum kl. 9—12 f. h. Tíma-
pantanir á fimmtudögum i sfma
34544 og á föstudögum kl. 9—12
f. h. í síma 34516.
Kvenfélag Neskirkju, aldrað
fólk í sókninni geíur fengiö fáts
snyrtingu ' félagsheimilinu mið-
vikudaga kl. 9 tiT 12. Tímapantan
ir í síma 14755 á þriöjudögum
milli. kl. 11 og 12.
Stjörnuspá *
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn
13. október.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Tunglkoman getur haft
áhrif á hjónaband þitt, sértu
kvæntur, einnig á samband þitt
við fjölskylduna. Vertu fús til
samstarfs, ef aðrir leita til þín
í skyndi.
Nautið, 21. apríl til 21. mai:
Tunglkoman boðar atburði, sem
verða mjög hagstæðir atvinnu
þinni. Gefðu gaum aö heilsufari
þínu, og leitaðu læknisráða, ef
eitthvað er við það aö athuga.
Hafðu gát á öllu heima fyrir.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júní: Tunglkoman getur valdið
einhverjum breytingum á til-
finningum þínum og afstöðu til
annarra, og getur það valdiö
nokkurri togstreitu. Leggðu á-
herzlu á aö vinna störf þín
sem bezt.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Tunglkoman táknar straum-
hvörf í lífi þínu að einhverju
leyti. Gættu þess að láta ekki
skapsmuni þína leiöa til fljót-
færnislegra ákvarðana, og haltu
sem beztu samkomulagi heima
fyrir.
Ljónið, 24 júlí til 23. ágúst.
Tunglkoman boðar þér mikiö
annrfki næstu vikurnar, og
sennilegt er að þú farir í ein-
hver styttri ferðalög. Umhverfi
þitt býður þér ný tækifæri, sem
þú skalt ekki láta ónotuð.
Meyjan, 24. ágúst — 23. sept.:
Þér boðar tunglkoman bætta af
komHmöguieika og tækifæri til
aakins hagnaðar. Þú munt hafa
tök á að eignast ýmsa hluti,
sem hugur þinn hefur lengi staö
ið til, en varastu alla eyðslu-
semi.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Þar sem tunglkoman á sér stað
í þfnu eigin merki, máttu gera
ráð fyrir að þú lítir öðrum aug
um á margt hér eftir, en áður.
Vertu viðbúinn aö talsveröar
breytingar veröi hjá þér.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Meö tunglkomunni upphefst
nokkurt tímabil, þar sem mikil
væg mál verða á döfinni hjá
þér, og eins má gera ráö fyrir
að þú hafir í ýmsu að snúast
vegna vandamála, sem snerta
þig persónulega.
Bogmaðurinn 23. nóv. til 21
des.: Með tunglkomunni hefst
hjá þér tímabil, þar sem líklegt
er að þú takir meiri þátt í sam
kvæmislífi og mannfundum en
áður. Þú hefur mikið að starfa,
og tækifæri til að svala metnaði
þínum.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Með tunglkomunni verða
einhverjar heillavænlegar breyt
ingar á starfi þínu eöa aðstöðu,
einkum hvað snertir öll við-
skipti við hið opinbera. Fjöl-
skyldulífið verður og betra en
áður.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Tunglkoman hefur það í
för með sér, aö þú verður senni
lega meira á feröalögum en áð
ur, eða þú hefur aukið samband
við menn á fjarlægum stöðum.
Bendir allt til þess aö vel takist.
Fiskarnir, 20. febr. til 20
marz: Með tunglkomunni hefst
tímabil, sem færir þér bætta af
komu og aukinn hagnað í við
skiptum. Ekki er ólíklegt að
þú getir haft nokkurn ábata af
að ganga í félag við aðra.