Vísir - 12.10.1966, Side 15

Vísir - 12.10.1966, Side 15
75 VlSIR . Miðvikudagur 12. október 1966. >f J. B. Prh' Næturgestir smmmmammmmmmmmmmmammm — Þaö er rammasta alvara, Bill en þér má vera fjandanum sarna. Þú ert lika alltof skikkanlegur. Þú aettir að gleðjast yfir þessu. — Ætti ég það? Ja, þú ert ekki að tvínóna við hlutina, verð ég að segja. Og er þetta gagnkvæmt, ef ég má spyrja? Hvað segir hann? Hún kinkaði kolli alvarleg á svip Svo bjarmaði allt í einu af andliti hans, og af því að það eimdi enn eftir af einhverju, sem var við- kvæmt og fagurt í huga Sir Willi- ams fannst honum að hann væri að horfa á sólarlag í heimi, sem ekki væri vert að lifa í. — Ég get nú ekki farið að segja þér ... byrjaöi hún — Vertu þá ekki að því. v Svo varð hann blíðmálli. — Láttu það bara koma — komdu með alla söguna. — Þaö er ekki tími til þess, en hlustaðu nú á mig Bill. Það er al- veg ástæöulaust fyrir þig að reið- ast. Og þótt þú þættist vera það veit ég vel, að það er uppgerð. Þér er alveg sama. Hann kemur með mér til borgarinnar. Ég vil að hann taki sig á, hefjist handa, komi sér áfram og það hefur vaknað vilji hjá honum til þess. Þú sást hve leiður hann var á öllu — en nú ætla ég aö hafa hönd f bagga... — Gamla sagan, sagði hann og hló hæönislega. Þú ætlar sem sagt að koma honum á réttan kjöl. Og þér er alvara með þetta? — Já, og okkur mun vel farnast. Og þú gætir hjálpaö til — útvegað honum eitthvað að gera. — Nei, þetta finnst mér vera há- mark frekju ... og þú ímyndar þér í raun og veru að þú sért ástfang- in? — Talaöu ekki eins og bjálfi. Það er ekki frekja og það veiztu vel — og hann er fyrirtakspiltur, fullur af lífsfjöri. Flýttu þér nú að segja að þú ætlir að leggja okkur lið, því aö nú kemur hann. — Við sjáum nú til, sagði hann, og hún leit þakklátlega til hans. — En ég verð að tala við hann sjálfur fyrst, bætti hann við — Jæja, þá byrjar lífið aftur, kallaði Penderel glaðlegri röddu — þið þama, Gladys og Sir William, ég er kominn í þurra sokka og brækur — og er sem nýr og betri maður. En það var koldimmt í þessu herbergi og ég stóð þarna rétt innan dyr- anna og h>'J’ ekki hugmynd um hvað er í ' :rginu. En — það er svo sem degmum ljósara hvað þið hafiö verið að gera — að tala um mig. Þögnin skýrir allt. Og ég get getið mér til hvað sagt var. Og hér er sönnunin: Sir William er fylli- lega ljóst, að þótt hann sé fús — þá er ég það ekki. — Þú hefur staðiö á hleri, sagöi Gladys reiðilega. — O, ég heyrði bara þrjú orð — og um hitt hef ég hugboð. En snú um okkur að ööru: Fyrsta hlutverk mitt í þessu nýja lífi er að finna Waverton dg frú, ög' ef naiiösýn krefiir læðumst við um allt húsið þar til við heyrum hroturnar í Waverton. Svo svæfum við Sir William meö vögguvísu og við Gladys finnumt eitthvert horn, þar sem við getum haldið áfram að masa saman — vafalaust sofnar hún út frá því ,en ég masa vafa- laust áfram þar til dagur rennur. Þá kemur herra Femm niður með morgunteið — ef þá á annaö borð er hægt að gera sér vonir um að fá tesopa í þessu húsi. Reynið að hugsa þá hugsun til enda. — Það get ég ekki sagði Gladys Og ég hata þetta hús. Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. — Já, skemmtilegt er það ekki, sagði Sir WiIIiam. Penderel horfði nú rannsakandi augum á Gladys, sem gekk fram og aftur um gólfið. — Þetta er það versta greni, sem ég hef komið í, sagði hún og hefur maður þó séð sitt af hverju — og svo er þessi lykt — eins og rotnunarlykt. Hún gekk að stiganum. Sir William dró Penderel til hlið ar. — Vitanlega kemur það mér ekki við, sagði hann, en hvað er þetta á milli ykkar Gladysar? — Sjálfsagt að segja yður frá öllu, sagöi Penderel, jafnkátur og áður, en annars er þetta fram úr máta kyndugt. Við ættum í raun- inni að fara hjá okkur, stama og vera hlédræg ... — Ágætt, þannig lít ég einnig á, en við skulum bara fá þetta frá. — Ja, hérna — en það gleður mig. Og þá kemur það: Ég ætla að ganga að eiga Gladysi — það er að segja ef hún vill mig, því að ég er ekki búinn að spyrja hana. Þetta er öll mín saga. — Fléstir mundu segjá, að ekki gæti verið um nema tvennt að ræða: Annað hvort að þér séuð framúrskarandi hugrakkur maöur eða kolbrjálaður. Sir William sagði þetta allþung- lega. Hann vildi gjaman koma fram af sanngirni við þennan unga mann sem virtist úr flokki þeirra sem flöktandi eru, en sem maður get- ur þó ekki annaö en haft samúð með. — Ég tek ekki undir það, sem ég tel mundi vera almennt álit, sam- anber það sem ég áður sagði. Lík- lega gæti ég skrifað undir hvort tveggja, að þér væruð bæði hug- rakkur og brjálaður. En líklega er þetta eitt mesta og bezta dags- verk yðar á ævinni. — Já, meö því er nú ekki mikið sagt, sagði Penderel hógværlega, en ég skil hvað þér eigið við. Þó get ég ekki sagt annað en að ... — Ég heyri einhvern tala þama uppi kallaði Gladys. Hún stóð enn við neðsta stigaþrepið. Penderel gekk tvö eða þrjú skref í áttina til hennar. — Það hljóta að vera Waverton- hjónin, hélt Gladys áfram. Kannski þau hafi farið þarna upp til þess að halda áfram að spila „Sannleik- ann“ og glápa hvort á annaö. Hún lyfti hendi sinni eins og f aðvömnarskyni. | — Uss, hvíslaöi hún. Þau eru að | koma niður, en hvað er þetta ...? ! Gladys horfði orðlaus á þau æða niður stigana, föl og skefld á svip föt þeirra rifin. — Hlustið á mig, sagði Philip og hljóp til þeirra Sir Williams og Penderels, en Gladys þreif í Marga- ret Waverton og spurði: — Hver þremillinn gengur á — flýtið yður að svara? Gladys var allt í einu gagntekin ótta af tilhugsuninni um hvaö nú mundi ske. Henni fannst eins og allt væri að hrynja í rúst. — Það er brjálaður maður þarna uppi, sagði Margaret. Hann var læstur inni, en Morgan hefur sleppt honum út. Hann er hættulegur — það eru þeir báðir. — H 'ar er hann nú? Það var þá komið í ljós sem hana hafði gmnað allt kvöldið, að eitt- hvað ógurlegt væri í aðsigi. — Þarna uppi — einhvers staöar Hún benti upp eins og í algeru vonleysi. — Kannski koma þeir niður. — Við verðum þá öll að læsa okkur inni einhvers staöar. — Hann gæti kveikt í húsinu — hann hefur reynt það fyrr. — Þeir ættu að geta komið í veg fyrir það — þeir eru þrfr. Gladys leit allt í einu til þeirra og svo var eins og henni og Marga- ret hefði dottið það sama f hug. Þær flýttu sér báðar til þeirra. — Þótt hann sé sá jötunn sem sagt er ættum við þrír aö geta ráðið við hann, sagöi Penderel. Hann var kaldur og rólegur og öllum hinum til undrunar virtist hann hinn hugrakkasti. — En svo er Morgan, gleymið iformaf ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTjNGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp á annaS hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki.og borðplata sér- smið'uð. Eldhúsið faest með hljóðcinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð.Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og |C\.|.|. lækkið byggingakostnaðinn. JKírafTæki HÚS & SKIP ,hf.- lAUOAVtGI H • SIMI Í15IJ T A A VOU CKUSH MV JAW-I SHANT BE ABLE TD GtVE YOU THE StMPLB EXPLANATION/ — Peter! , — Tarzan! Ekki hélt ég að þú saknaðir mín svona mikið. — Hvers vegna drapstu fílinn? — Vertu rólegur, gamli minn. Ég varð að gera þaö. Ef þú brýtur á mér kjálkann ekki skýrt þetta út fyrir þér. honum ekki, sagðí Philip, ég varð að takast á við hann þarna uppi, og það varð mér til bjargar aö ég gat b. ..göið fæti fyrir hann. Hann er sterkur sem naut. Ég veit ekki í hvaða ástandi hann er nú, en hann er búinn að drekka mikið. — í versta tilfelli gætum við lagt á flótta, sagði Sir William oz kannski væri það bezt fyrir alla, að við kæmum okkur af stað; — Þér gleymiö hvað Waverton sagði, sagöi Penderel. Hann gæti kveikt í húsinu. Orösending til bifreiöa- eigenda Nú getið þið nýtt hjólbarða ykkar til fullnustu með því að láta okkur dýpka eða skera nýtt munstur í hjólbarða ykkar. — Opið virka daga kl. 8-12.S0 og 14 - 20, laugardaga frá kl. 8 - 12.30 og 14 -18, og sunnudaga eftir pöntun í síma 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaðastræti 15 (gengið inn frá Spítalastíg) METZELER hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzinsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 4 ”-nna Verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15. Sfmi 10199 |

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.